Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1969, Blaðsíða 12
HVAÐ GERÐIST Á KILI 1780? Framh. aí bls. 3 ur né tetur. Bein bræðranna íundust svo ekki fyrr en á næst liðinni öld, alllangan spöl í suð- austur frá Líkaborginni, þar sem þau höfðu legið dysjuð og „kreppt í klettaskoru" í 65 ár. Voru beinin flutt til Reynisitað ar og jarðsungin þar 11. nóvem ber 1846.2) Ég hef nú rissað upp útlínur þeirra atburða, sem hér um ræð ir, og skal þá víkja nánar að bókinni „Reynistaðarbræður“ og hugmyndum þeim og skýring um, sem höfundur byggir á. VII. Eins og áður er sagt byggir höfundur fyrngreindrair bókar jöfnum höndum á þekktum heim ildum og lausum munnmælum, og fyllir síðan í eyðurnar eftir „eigin huigieiðinguim um atburða rásina", einB og hainin kiemst að orði í formála. Skáldskapur bókarinnar er eiranig að ytra formi, samtöl o.þ.h., auk ýmissa dýra-, veður- og náttúrulýsinga til þass að fyllla og breitaka frá sögnina. Að öðru leyti myndi bókiin falLa undir það, sem kall að heifir verið „aJiþýðleg saign- fræði“, tilraun til sagnfræðilegr ar skýringar án þess að byggt sé á neinium strang-„vísiindaileg uim“ grumni. SMk „sagnfræði" getuir vissuiiega átt rétt á sér, enda þótt ýmsir vidji haifa hana á homum sér. í»að fer eftir því hve akynsamilega hún er unnin. Sanm/ileiikuirimi eir sá, eins og Nordal bendir á í Áfönigum, að það er e.t.v. þessi „alþýðlega sagnfræði", sem mest er um vert þegar til kastanna kemur. Hún er undirstaðan, hún örvar og glæðir áhuga almennings fyrir þjóðlegum mienratum og gjörv- alílri sögu þjó'ðarininiar. Vitan- lega verður ekki sagt, að afdrif Reynistaðarmanna hafi verið neinn stórviðburður í sögu ökkar. Og víst hefir það lítið „raunhæft" gildi á nútímavísu að velta því fyrir sér hver orð- ið hafi örlög þessara manna. Hiinis vegar gefur það aMnokikra innsýn í líf og lífsaðstöðu fólks ins í landinu fyrr á öldum, og getur auk þess orðið okkur nú- tím.aimöninium að ýmsu leyti hoM og nytsöm tilbreytni í argaþrasi lífsinis, að liáta hugann reika til þessiara liðnu tíma. Að því er snertir sannfræði bókarinnar mætti skipta frá- sögn hennar og atburðalýsingu í þrjá höfuðþætti: Fyrst það, sem rétt má telja og óyggjandi, saimikv. heimildium, í öðru togi það, sem gæti verið rétt, en er þó meira og minna vafasamt, svo sem munnmæM ýmiisis konar og tílgáitur, og lioks í þriðja laigi þau atriði, sem hægt er að sýna fram á með nokkurn veginn vissu, að ekki fái staðdzt. Eg mun nú vikja nánar að öðrum, og eink- um þriðja atriðaflokknum. Hvað annan fiokkinn snertir vil ég nefna þátt Einars litla Hailildórssonair3). Það er áð min um dómi varhugavert, að leggja algeran trúnað á munnmælin, svo sem bókarhöfundur gerir. En mælt er, að Einar hafi farið sámauðugur í ferðinia, en for- eldrarnir, einkum móðirin, neytt hann til þess, svo sem í þá veru, að honum „yrði kannski gefin kind og kind á bæjum, o.s.frv.", þar sem hann væri svo ungur og lítill. Hafi drengurinn að síð ustu skipt upp gullum sínum með leiksystkinum, og látið að því liggja, að hann myndi ekki koma til baka. Var þetta síðan lagt þeim Reynistaðarhjónum til ámælis, sem að líkum lætur, og sýnir það óvinsældir þeirra, að öðru eins og þessu skyldi vera trúað. Þetta átti og að vera aðalorsök þess fásinnis, sem sótti á móðurina, er frá leið, og hafi jafnvel fylgt ættinni fram á þennan dag, eins og fram kem ur í ummælum Indriða Einars- soniar um „Reynistaðarþunglynd ið“, í endurminningum hans. Bókarhöfundur vill trúa þess ari sögu út í æsar og gerir sér mikinn mat úr, enda skal því ekki neitað, að hún eykur frá- sagnarvídd og dramatísk áhrif bókarinnair í heild. Hitt er svo annað mál hversu trúleg hún er, þegar hún er skoðuð betur í kjölinn. Það ætti t.d. ekki að þurfa að fara í grafgötur um það, að dylgjurnar um, hvað vakað hafi fyriir móðurinni með þvi að neyða drenginn til ferðarinnar, eru svo langsóttar og á alla grein fráleitar, að enginn trún- aðuir verður á þær lagtður. Er alger óþarfi að gína við svo auð sæjuim og iMlkynjiuðuim geitisök- um4). Á hinn bóginn verður svo aldrei fortekið, að drengurinn kunni af einhverjum ástæðum að hafa verið mótfallinn því að fara þessa ferð. Þó sýnist það fljótt á litið heldur ósennilegt, eða álíka ósennilegt og hitt, að foreldrarnir hefðu farið að senda drenginn sárnauðugan. Það athugast, að þetta var um hásumar, og gat enginn séð það fyrir þá, að heimferðinni mundi seinka svo, sem raun varð á. Hér átti því engin hætta að vera á ferðum. Það mætti því undarlegt heita að frískur strák ur hefði ekki einmitt sótzt eftir að fara í slíkt ferðalag, þó við getum auðvitað ekkert sagt um þetta með neinni vissu. En sög- una um uppskipting gullanna verður a.m.k. að taka með fyllstu varúð. Hvernig sem á því stendur virðast þess konar sögur gjarnan hafa komið upp, í sambandi við slysfarir þegar börn eða unglingar eiga í hlut, og eru vísast ekki annað en eftirá tilbúningur í flestum til- fellum. Ég nefni sem dæmi frá- sögn Pálma Hannessonar um „Slysið á Fj allabaksvegi", þar sem unglingur átti að hafa skipt upp guMjum símuim, sjá Hraikn. og helðarvegiir I., bls. 177. En guiilliaisiagia Eiinairts iiltla fná Reyni stað hefir jafnan smert við- kvæman streng, og áreiðanlega átt sinn þátt í, að jafnvel tím- inn, hinn mikli læknir, hefir enn ekki náð að leggja glevmsk unnar hjúp yfir þessa hörmu legu löngu liðnu atburði. VIII. Þá er komið að þeirri spurn- ingu, sem miesitu miáli skiptir: Hver urðu endalok mannanna? Og hvemig stendur á, að líkin finnast dysjuð? Þetta er þunga miðja málsins, sjáifur leyndar- dómur Líkaborgarinnar á Kjal- vegi, sem svo mjög hefir .leitað á hugi kynslóðanna síðan“, eins og áður var til vitnað. Bókarhöfundur leysir þessa gátu á einfaldan hátt. Hann gengur út frá, að mennirniir hafi orðið úti, án þess að neitt hafi í rauninni verið sögulegt eða sérstakt við það. Hamn hugsar sér að bræðurna hafi þrotið fyrsta, þar inni í tjaldi, síðan hafi þeir, sem enn stóðu uppi fjarlægt líkin: „Þeir klöngruðust með líkin á milli sín í hríð og ófærð, og duttu hvað eftir annað. Samt tókst þeim að koma þeim nið- ur í klettaskoruna og hylja þau með hraungrýti. Þeir signdu gröfina", Við þessa „skýringu" er margt að athuga. Ég held meira að segja, að hún nái engri átt, ef kveða má srvo sterklaga að orði. I fyrsta lagi ber þess að gæta, að hraungjótan, sem líkin fund ust í, er alllangt burtu frá tjald staðniuim, — „ei ailllsikaimjmt frá tjaldstað", segir G. Komr. — Verður að teljast ólíklegt, svo ekki sé meira sagt, að þeir tjald félagar, sem enn kunna að hafa verið uppi standandi, hefðu far ið að drasla líkunum alla þessa leið, við þær aðstæður sem þarna voru, vetrarveðri á há- fjöllum, og sennilega kafófærð. Það er varla ætlandi, að þeir hefðu haft þrek til slíks, þó ekki kæmi annað til, e.t.v. eða sennilega aðfram komnir sjálfir og bíðandi dauða síns. (Annar þeirra virðist hafa verið brot- inn eða úr liði á fæti, er líkið fannst). — Auk þess er reynd- ar enginn kominn til að segja hvorir hafi dáið fyrr, þeir sem í tjaldinu fundust eða bræðurn ir tveir, sem dysjaðir voru. Um það verður aldrei vitað. Þá verður því varla eða ekki trúað, að þeir hefðu farið að bera grjót á Mikin, en þaninig reyndist frá þeim hafa verið gengið, sem kunnugt er. Það tíðkaðist alls ekki, að urða menn þannig eins og hræ á víða vangi, nema ef um óbótamenn var að tefla. Hjátrú var mikil á þeim tímum, og reyndar enn, og þess vegna vairndifariið mieð lfik frá því sjónarmiði, enda hefði slíkur „viðskilnaður“ við sam- ferðamenn verið í kaldranaleg- asta lagi. Ekki þurfti mikinn umbúniað tM að verja tíkiin vargi, enda höfðu þeir félagar nóg brekán til þess að breiða yfir þau. Ætia mœtti þesis vegna, að þeir hefðu látið nægja, að bera líkin út úr tjald inu niokkurn spöl, og breiða þar yfir þau og ganga tryggilega og sómasamlega frá. Mætti hér til hliðsjónar benda á frásögn Pálma Hannessonar af Fjalla- baksslysinu, (Hrakn. og heiðav. bls. 184), við nokkuð áþekkar aðstæður. En það sem hér virðist þó taka af öll tvímæli í þessu efni er sú staðreynd, að frágangur líkanna var allur í þá veru, að sem erfiðast yrði að finna þau. Þau eru „dysjuð“ og falin, svo sem samtímaheimildir segja ber um orðum, (G. Kon.), er þau loks fundust. Það er augljóst, hver eða hverjir, sem sett hafa líkin þarna, — að fyrir þeim hefir vakað að fela þau og öll vegsuimimienki, svo a'ö þau yrðu ekki fundin, þótt nákvæm leit yrði gerð, svo sem vitanlega miátti neifknia mieð. Þesa vegna er sibaðiuriinm vaiiinn í allnioikikiuinri fjarlægð frá tjaldstaðnum, og líkin sett þar niður í hraun- gjótu, — „klettaskoru" eins og segir í draumvisunnl, — og slð- an byrgt kyrfilega yfir með grjóti, svo enigiin mássmiíðii sæjuist í landslaginu. Þetta hljóta allir að sjá, að ekki gat verið með felldu. — Bnigifn efni eru hield- ur til þess að ætla, að grjótið hafi hrunið á eða yfir líkin, allra sízt svo, að þau yrðu al- gevrlega hulin og ófinnanleg, svo sem raun bar vitni. Það er vitaskuld, að væri til- gáta bókarhöfundar rétt myndu þeir félagair hafa lagt líkin til nálægt tjaidstað, þar siem auð- velt væni að finna þau, þegar leitað yrðii uim vorvð, og hedzt gert vörðubrot eða önnur auð- kenni, sem leitt gætu athygli að staðnum. En hér var annar hátt ur á hafður, og ekki um að vill- ast hvað haft er í huga. Enda reyndist það svo, að þrátt fyrir ítrekaðar leitir fjölda manna um hraunsvæðið, nær og fjær tjald staðnum, tókst ekki að finna lík in, fyrr en svo 65 árum síðar, og þá fyrir einbera tilviljun. Að þessu athuguðu tel ég ekki verða hjá því komizt að hafna hinni einföldu og fljótt á litið aðgengilegu skýringu bók arhöfundar um „heiðarlegan" frágang líkanna, og hallast frek ar að hinu, sem lengst af hefir verið trúað, að misferli ein- hvers konar hafi átt sér stað. Fljótt á litið kynni þetta þá að benda til þess, að grunsemdirn- ar um líkrán Jóns Egilssonar á Reykjum og félaga hans, sem miáiiarekisituriinin aiiliur varð út af, muni hafa haft við rök að styðj ast. Bn þó þarf ekki swo að vera. Þar er um fleiri mögu- leika að ræða. Er nú rétt að hiuiga ruoikknu niániair a!ð þeim frægu málaferlum, ef við kynn- um að verða einhvers vísari um sekt eða sýknu hinna ákærðu. Leiði sú atihiuigiuin hiinis vegaæ til sýknu verður síðar að leita enn annarra skýringa um misferli það, sem þarna hefir verið fram ið. Niðurlag í næsta blaði. 1) Halldór Vidalín var sonur Bjarna Halldórssonar sýslum. á Þingeyrum, en dóttursonur Páls lögm. Vídalíns. Hann hafði fengizt nokkuð við skólalærdóm, varð þó ekki stúdent; talinn allvel gefinn og hagmæltur. Kona hans, Ragnheiður Einarsdóttir frá Söndum í Miðfirði var skörungur mikill og venjulega talin í flestu fremri manni sínum, og var mælt, að hun léti hann ekki með öllu einhlítan. Sjálfur eignað- ist Halldór hins vegar barn (með vinnukonu föður síns) á sj^lfum brúðkaupsdegi þeirra hjóna Þau Reynistaðarhjón urðu mjög kyn- sæl, sem kunnugt er, og skáldskap- ur og gáfur mjög ríkar í ættinni. 2) Katrín móðir Einars Benedikts- sonar skálds (d. 1914), hefir vænt- anlega verið viðstödd þegar bein þeirra Bjarna og Einars litla voru jarðsett, þeir voru afabræður henn- ar. Hún var þá á 7. ári og hefir því hlotið að muna þennan atburð. 3) Ben. frá Hofteigi telur Einar hafa verið eldri, svo sem líkur mættu reyndar benda til. En það athugast þó, að beinaskoðun' Jósefs Skaptasonar læknis leiddi í ljós, að beinin væru af „manni um tvítugs- aldur og unglingi'. Hitt tekur þó enn frekar af tvímæli í þessu efni, að fram kom í líkaránsréttarhöld- unum, að í tjaldhrauk Staðarmanna hafi m.a. fundizt „skór af barni", og getur þar engum verið til að dreifa nema Einari litla. Hefir það verið raunaleg stund fyrir foreldr- ana, þegar þessir litlu skór voru færöir þeim heim til Reynistaðar. 4) Glöggur maður. Geir Guðmunds son frá Lundum, gat þess til, er ferð Einars Halldórssonar barst í tal, að fyrir foreldrunum muni hafa vakað, að drengurinn gæti orðið til þess að stilla til friðar, eða koma í veg fyrir vandræði, ef í kekki kast- aðist með „fararstjórunum", sem þau vissu að hvorugur var skap- deildarmaður, ef svo bæri undir. Virðist tilgáta þessi meir en trúleg. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. aktóber 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.