Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Blaðsíða 3
íslensk nútímaljóðlist — 19. grein Eftir Jóhann Hjálmarsson MANNSHÖFUÐ ER NOKKUÐ UUNGT BÖKMENNTIR OG LISTIR SIGFÚS DAÐASON hieifur vetr- ið kallaður heimspekilega sinn að skáld. Rétt er það, að heim- spekilegair þenkingar koma fram strax í fyrstu bók hans: Ljóð 1947—1951, sem kom út ■ 1951, og hafa síðam einkennt mörg ljóð skáldsins og skrif um bókmenntiir. Ekki leynir séir, að það eir skáld alvarleika og íhygli, sem talar í fyrsta ljóðinu í Ljóðum: Mannshöfuð er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir og sumarið bætir fyrir flestar syndir okkar. Við létum gamlan dvalarstað að baki — eins og dagblöð í bréfakörfuna — höldum nú áfram lítum ei framar við. Eða brutum við allt í einu glerhimnana yfir gömlum dögum okkar? til þess lögðum við af stað. Og jafnvel þó við félium þá leysti sólin okkur sundur í frumefni og smámsaman yrðum við aftur ein heild. Velkunnugt andlit rómur fjall það er þín eign barn æsandi og ný. í þessu ljóði kveður nútíma- skáld sér hljóðs. Gamall dval- arstaður er látinn að baki eins og dagblöð í bréfakörfuna og áfiram skal haldið án þess að liíta við. Þesisi Miking er ný og flersk, en þrátt fyrir allt verð- ur ekki bylting, nema þá hugair- farsleg: Velkunnugt andlit rómur f jall það er þín eign barn æsandi og ný. Baiminu er beet á, að umhverfi þess, jafnvel þótt það sé vel- kunnugt, sé æsandi og ný eign. Við verðum að nálgast allt í ljósi þess, sem stendur í upp- hafi ljóðsins um Rilke: Ekkert var sjálfsagt: hlutir og dýr áttu einnig vitund og eigið líf varhugavert, og nóttin og landið og vegurinn: ekkert var ódýrt. Hvart seim þesisá Mfsskitoiinguir er runninn firá Rilke eða hann er reynsla skáldsins sjálfs, þá eir hamin „endalaus leit að hætti að lifa — óþrotleg bið og spurning." í nokkurs konar stefnuskrá, segir skáldið: Ég bið ekki um sálarró, stað- settur miðja vega milli himna ríkis og helvítis, nýs og gam- als, austurs og vesturs, miðja vega milli liins örðuga og hins fyrirhafnarlausa, þess sem ég verð að gera sjálfur og hins sem þeir liðnu hafa búið í hendur mér — nei það væri til of mikils mælzt. Og í framhaldi af þessu, kveðst skáldið biðja um að sér sé „veitt lausn frá tómi sálarinn- ar, hinu hluttektarlausa og ónæma, sem sér ekki ljósið, finnur ekki loftið né vatnið né jörðina." Sú „iausin“, sem Sigifús Daða- son boðar í bók sinni, eir að finna „nýja aðferð til að lifa“, eins og stendur í sjöunda ljóði. Hið gráa land, land dauðans, getur fengið skáldið til að brosa, það tekur eftir því að steinandlit sumairhúsanna hafa lifandi augu og „lifandi líf um- lykur mig þó allt sé hljótt.“ í löngu ljóði, sem nefnist Saka- maður, og er bergmál frá Dúínóelegíum Rilkes, er aftuir v’ilkið að því ,,að slkdlijia ailllt eft- ir að baki“: Að kvíða engu, vilja ekki, vera aðeins, vera eitt kvöld og finna og sjá og hlusta í þriðja kafla Ljóða, er að finna þessa miskunnarlausu niðurstöðu: Rís í okkur dagur, undan brotnu innsigli, þegar við höfum tætt í sundur okkar eigin mynd Lokaljóð bókarinnar, þar sem skáldið ávarpar lesendur sína „beiskjulaust og í trúnaði", segiir frá fundi þeirra, sem áttu það sameiginlegt, að líf þeirra allra var rúst: og við töluðum saman í vináttu við komumst sjaldan að niðurstöðu en við skildum að lífið væri mjög dásamlegt Það er einmitt þetta, sem Sig fúsi Daðasyni tekst í fyrstu bók sinni: að sanna lesandan- um verðmæti lífsins, eða minnsta kosti minna hann á þau, og í því etr fólginn sá hug- arléttiir, sem mannlegur trúnað ur vekur. Vegna hinnar víðu yfirsýnar, sem er óvenjuleg í fyrstu bókum ungra skálda, þeirrar vísbendingar um þroska leitandi manns, sem ljóð Sigfúsar vitna um með furðu þróttmiklum hætti, eru Ljóð 1947—1951, í hópi merkustu frumrauna íslenskra nútíma- skálda. Miðkafli bókarinnar greinir frá meynslu, sem eflaust hefur dýpkað skilning skáldsins, ljóð in í honum eru vitnisburður glataðrar ástair, söngur um konu, sem „Je chante la grande joie de te cihanter, — la grande joie de t’avoir ou de ne pas t’avoir.“ Dægurlag, minnir á Éluard og frönsku súrrealistana, sem Sigfús Daðason hefur lært mikið af. Líkingar þess og hljómur, tengslin milli draums og veruleika, notkun saman- buriðarorðia, ailflit þetta og ekki síst sjálft yrkiseftniið: konan, leiðir huganin að list skálda eins og Éluards, Bretons, Des- nos og fleiri. Það sem máli skiptir eir aftur á móti það, að Sigfúsi tekst að skapa rétt andrúmsloft, ástarljóð hans eru sambland hamingju og tirega: Draumurinn er eins og tunglskin tunglskinið er eins og draumur eins og tunglskin draumurinn sem mig dreymdi loksins í nótt eins og hafið eins og tunglið eins og kjölfarið eins og augu djúpt í hafinu eins og þú gleymir mér eins og þú minnist mín í kvöld eins og sigling yfir liafiff eitt og grátt eins og þú kemur loksins i nótt eins og þú kemur til mín eins og kjölfarið í tunglskininu eins og tunglið í kjölfarinu og hafið stórt og eitt í ljóðum Sigfúsar Daðasonar kemur borgin ekki aðeins við sögu, heldur er hún og líf henn- Fraimihiaild á bls. 10. Siglaugur Brynleifsson Heimleiðis Ég er á leiðinni heim dagarnir hafa runnið framhjá og ég reyndi að handsama þá en varð að flýja um auð strætin dimmar nætur skin mánans skelfdi mig og spegill vatnsins ógnaði mér blindgata óttans var á hverju leiti Tréð var ekki öryggið rimlar — handan blámi himinsins ógn næturinnar hráslagi morgunsársins bláhrátt járn sem blóðgaði mig ég heyrði bergmál örvæntingarinnar frá stálveggjunum ég gat ekki sofið Ryk strætanna hófst til himins og mánasigðin risti mig á hol ég gat ekki dáið Um morguninn tók að rigna blóði mínu þungt og rautt huldi það augu mín það grisjaði í mánasigð gegnum blóðmistrið 23. nióveimber 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.