Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1969, Blaðsíða 14
Lausn á síðusfu krossgátu -i O' C. -E? H % s? HB : - HBH 122 * 3 > -p -2* * z* HHIII % r -V “X) E > r> 73 >■ H w <r- - z ■Z > 3 mm -- > 73 r X rn -n F' A 73 > E- > ■z 1» 2 ? V/\ — - m r 7) ~ ■n 31 > <e>\" z r -n > ~L -Tjr-lí ' s. v/\ > * VA* -• z > > -n Sí 70 Z r > r. <ye£ 1 = (1 * >'■ :Z - H V C U 7» <b 1 r c- % Z -• "1 E > z 2 1 73 <- Á gr o-. > rn X • * 7« C H V\ ■z. z 2 II - 7» H < m <3' •%. 7) 2 S* <"3 ?: i; ?o w 1 70 ?I? >* z 2 >' 7> > •2. VA E- > r. r JC * \ 71 c o' 73 r> % lí E > Z > z w 3» *sr z. r £ > 2 70 > rc 5 rs O r\ > Tl 73 c Z vjÁ z 355 vA C- r 3> 7. —.■=. í: 55 r 73 c 73 > -1 b* <» 70 C- X >' !|I X> SÞ - r % m 5 > > fS ? í E — \ ■ 70 *) ú > -w r m \ ■2: >- 70 o' íii 31fí z - 'OJ 70 <n > 3 •Z' TV ni llf X ■ e r* rn < Z 1 c > ■2. r» > »5-£ Jt | VA >* 73 > > 70 x: Z. > P' >• \ 70 c JF' z. - 2. 70 •< * \A 33 z- 2 J3 - H t) -Q ” 5 ENN stendur gamla Iðnó og spegl- ast í vatnsjleti Tjarnarinnar á góð- viðrisdögum, en endurnar koma þar uppað bakkanum og bíða eftir brauðmolum, sem öðru hvoru kynnu að falla. Við þennan stað hefur staðið eitt stórt spurningar- merki í hugum manna, en fleiri og fleiri virðast komast að þeirri nið- urstöðu, að það sé þó guðsþakkar- vert, að enn stendur hann óskertur. Fyrir nokkrum árum hugðust ráðamenn borgarinnar bœta úr þeim margumtalaða ágalla, að Reykjavík vantaði ráðhús. Til að bœta úr því var samþykkt í borg- arstjórn að hrinda málinu í fram- kvœmd og í stað þess að efna til samkeppni um skipulag og útlit ráðhússins, var nokkrum arkitekt- um hóað saman og þeim gert að komast að niðurstöðu. Séu það menn, sem ekki eru vanir að vinna saman, er hugmyndin viðlika von- laus og að fá nokkra málara til að mála eina mynd. Niðurstaðan varð eins og búast mátti við og hinu sviplitla afkvœmi arkitektanna var valinn staður við Tjarnarendann eins og allir vita. Siðan er liðið eitthvað á fimmta ár. Reykvíkingar fögnuðu ekki hugmyndinni um ráðhús sér til handa eins og búast mátti við og voru margar ástœður tilgreindar. Algengasta mótbáran var sú, að óþarft vœri að fylla upp enda Tjarnarinnar til þessara þarfa og auk þess væru umferðarvandamál miðborgarinnar nóg fyrir, þótt ekki bœttist við sú umferð, sem á hverj- um degi hlýtur að eiga erindi í ráð- hús höfuðborgar. Á þessum árum hafa þœr breyt- ingar helztar orðið á hugmyndinni, að borgarleikhús meö aðstöðu fyrir Leikfélag Reykjavikur hefur verið teiknað inn i ráðhúsbygginguna. 1 hugum Reykvikinga á Leikfélagið þennan stað við Tjörnina, þar sem það svo lengi hefur starfað. For- ráðamönnum Leikfélagsins mun hafa þótt það betra en ekki neitt að fá innbyggt leikhús í ráðhúsið. Ég skal játa, að mér leizt ekki sem verzt á þessa hugmynd i fyrstu og skrifaði eitthvað um hana hér í blaðið í fyrra. En með tímanum hefur mér fundizt, að kosturinn vœri slœmur fyrir báða aðila; alltof dýr og ef til vill hvorki fugl né fiskur. Þegar ráðhúsbyggingin var ákveð in, var áœtlað, að hún mundi kosta 220 milljónir króna. Samkvœmt fenginni reynslu af áœtlunum og raunverulegum kostnaði, má búast við, að 300 milljónir hefðu verið nœr lagi. Miðað við þœr hœkkanir á verðlagi, sem orðið hafa síðan þessi áœtlun sá dagsins Ijós, má láta sér detta í hug, að ráðhúsbygging- in við Tjörnina kostaði ekki undir 500 milljónum króna, vœri hafizt handa nú þegar. Lítum ögn nánar á þessa ráðhús- hugmynd. Fljótt á litið virðist svo sem þar geti orðið til húsa nœsta takmarkaður hluti af starfsemi borgarinnar. Eftir teikningunni að dœma, virðist ráðhúsið geta rúmað þær skrifstofur borgarinnar, sem núna eru í Reykjavikur Apóteki og Tjarnargötu 12. Það er allt og sumt. Ef það fœr staðizt, sem raunar er líklegt, að ráðhús fyrir svo tak- markaðan hluta af umsvifum borg- arinnar kosti um 500 milljómr króna, þá nœr þessi bygging ekki nokkurri átt og breytir engu, þótt Leikfélagið fengi þar aðstöðu. Ekki ber víst á öðru en að alltaf sé nóg við aurana að gera, sem fást frá útsvarsgreiðendum eða með öðru móti. Er ekki í rauninni eitthvert brot af hégómaskap samanvið hug- myndina um ráðhúsbyggingu? Er hún ekki að einhverju leyti til komin vegna þess að fræg ráðhús eru í borgum eins og Kaupmanna- höfn, Osló og Stokkhólmi? Nœr er mér að halda, að við getum hœglega komizt af án sér- stakrar ráðhússbyggingar. Nú hef- ur Höfði verið lagfœrður með tilliti til þess, að þar geti gestamóttökur farið fram. Ekki verður séð, að það sé nein neyðarráðstöfun; Höfði er glœsilegt hús, ekki sízt að innan. Samkomusalur borgarstjórnar er í Skúlatúni 2 og þar eru einnig skrif- stofur borgarverkfrœðings. Sjálf- sagt vex mörg starfsemi borgarinn- ar uppúr sínum húsakynnum eins og gengur, en þá œtti að vera hœg- urinn á að byggja einfalda skrif- stofubyggingu, sem ekki kostaði morð fjár. Vel má vera, aö það hafi einhverja vankanta í för með sér að dreifa skrifstofum borgarinnar í fleiri en eitt hús. En þess ber að minnast, að það skapar síður vanda mál í sambandi við umferð og bila- geymslu og svo skyldu menn einnig hugleiða, hvað hitt kostar og hvað hœgt vœri að gera við það fé. Enn hefur ráðhúsbyggingin við Tjörnina ekki formlega verið tekin af dagskrá. Nú er bezt að kyngja því, að hugmyndin hafi verið í lak- ara lagi og hœtta formlega við hana. En um leið œtti borgarstjórn að efna til samkeppni um útlit borgarleikhúss, þar sem Iðnó stend- ur nú, eða einhverjum öðrum stað ef betri þykir. Gísli Sigurðsson. L 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. nó'veimber 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.