Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Page 5
Og miamstu, fyxst kjam ég og sagðist hafa verið veikur og verkstjórinn tók mig á eintal og heimtaði vottorð? Og dag- inn eftir kom hún svo og ég sagði við ykkur strákana, að það væri ekki sjón að sjá hana, þetta þyrfti að athuga og þið vissuð ekki neitt, vissuð ekki að við höfðum verið saman á hótelinu á Blönduósi. Og um kvöldið ætlaði hún að yrða á mig, en ég þóttist ekki sjá hana. En hún var feit, mikið andskoti var hún feit og fín og eina nóttina kom hún í tjaldið til mín og þú varst sofandi. „Af hverju ertu svona við miig?“ EialgPðtí. Ihiúmu „Hvernig þá,“ sagði ég. „Bara svona.“ „Farðu að sofa,“ sagði ég. „Afhverju ertu sivoina við tnig?“ sagði hún. „Farðu að sofa, sagði ég og hún hrökklaðist út úr tjaldinu. Og þú vissir ekki neitt, vissir ekki annað en það sem stóð í bókunum þínum* Svona lét Bjöm móðan máisia og Stefán var orðinn svolítið kenndur, auk þess, sem hann var ölvaður af kjaftæðinu í Bixni. Og Bjöm hélt áfram að tala og nú fór hann að verða spakvitur líka. „Maður á að njóta hverrar sekúndu í lífinu," sagði hann, „hverrar einustu sekúndu. Líf- ið er þess háttar, að út úr þvi kemst enginn lifandi“ „Kannski," sagði Stefán efa- blandinn, „en maður á ekki að njóta einnar sekúndu á kostn- að ammarrar.“ Bjöm þóitisit ekki heyra þetta og hann fór út í aðra sálma, þangað til allt í einu, að hann spratt á fætur. „Ég held ég sé orðinn vit- laus,“ sagði hann, „er ekki klukkan að verða sjö?“ Stefán leit á úrið sitt. „Jú, hana vant- ar fjórar mínútur," sagði hann. „Ég þarf endilega að komast í skóbúð fyrir lokun,“ sagði Björn, „ef ég fer eitthvað út í kvöld, þá get ég ekki verið í þessum sandölum." Svo var hann rokinn . . Stefán fór nú að hugsa heim til sín og hann hugsaði um kjötsúpuna, sem konan hans var meistari að búa til. Hann stóð upp og lagaði bindið, en fann þá, að hann var heldur reikull í spori og settist á rúmið. Ekki gat hann farið svona heim. Hann varð að leggja sig svolitla stund og sofa úr sér vímuna. Og hann sat þama og í því, að hann ætlaði að halla sér, opnuðust dymar, Bjöm var kominin aft- ur. Það var búið að loka,“ sagði hann, „og ég fékk enga skó.“ „Er þér sama þó ég leggi mig svolitla stund?“ sagði Stefán. „Vertu bara eins og heima hjá þér,“ sagði Björn, „ég þarf líka að raka mig og svo skal ég útvega þér bílstjóra." „Ætlarðu þá að vekja mig eftir hálftíma?" „Já, vertu alveg óhræddur," sagði Björn. Stefán fór úr jakkanum og lagðist út af „Viltu ekki fara úr skónum líka?“ sagði Bjöm og Stefán gerði það. Svo lokaði hann aug unum og í gegnum svefninn, fann hann lyktina af kjötsúp- unni, sem beið hans heima. Þegar hann vaknaði aftur, var hann einn í herberginu. Hann settist fram á rúmið og leit á klukkuna. Honum sýnd- ist hún vera hálf tíu og hann nuddaði augun hálf utan við sig. Nei, það gat ekki verið og hann leit aftur á klukkuna. Jú, hálf tíu var hún og hann stóð upp og fór að svipast um eftir skónum sínum, en sá þá hvergi. Þá gáði hann undir rúmið, en ekki voru þeir þar. Hann var nú glaðvakandi og það var sama hvar hann leitaði, hvergi voru skórnir sjáanleg- ir Óróinn var farinn að gera vart við sig, en hann reyndi að bægja honum frá sér með því að brosa ögn. „Fyndið, að ég skuli ekki finna skóna,“ sagði hann við sjálfan sig, „fyndið, mínir eig- in skór.“ Og hann hélt áfram að leita, gáði út í öll horn og undir rúmið aftur, leitaði jafn vel í rúminu sjálfu. En allt kom fyrir ekki. Hann þreifaði hökuna og nuddaði augun og á borðinu fyrir framan hann lá lítill miði. Þennan miða hafði hann ekki séð, áður en hann lagði sig, en hann hugsaði ekki frekar út í það og hélt áfram að leita. Vímið var nú að mestu rokið úr honum og hann fór í jakkann sinn og setti sig í sín- ar gömlu stellingar. Gjaldker- inn náði smátt og smátt yfir- höndinni, og hann leit í spegil og varirnar voru bláhvítar eins og umdamremmia og þurrar og augun kipruðust saman af einbeitni. Og hann hneppti að sér jakkanum, en skómir voru hvergi sjáanlegir og hann var á sokkaleistunum. Aftur leit hann á miðann á borðinu og las nú, það sem á honum stóð. „Gat ekki vakið þig,“ stóð á miðanum, „Fékk lánaða skóna þína. Kem aftur, þegar ballið er búið. Þinn gamli vinur, Bjöm.“ Kem aftur þagar ballið er búið. Drottinn minn dýri og það var ekki fyrr en klukkan eitt og konan var löngu farin að bíða eftir honum og hann hafði aldrei svikizt um að koma heim á réttum tíma Ef þetta hefði verið einhver talnaþraut, sem hann stóð nú frammi fyr- ir, þá hefði allt verið í himna lagi, samlagning, frádráttur, lífið eins og það var í gjald- kerastúkunni oní banka. En því var ekki að heilsa, hér þurfti hugarflugið að koma til og yfir þvi bjó hiamin ekki. Og þvi hafði hann líka farið með þessum manni upp á hótelher- bergi, látið teyma sig eins og hverja aðra hreppakerlingu? Hann mátti svo sem vita, að Björn var ekki annað en hrein ræktaður glæpamaður, þó hann kallaði aig útgerðarmann núna. Hvernig hafði hann ekki verið í brúarvinnunni, eytt öllu vikukaupinu í stelpur og vín og glens og vitleysu. Já, hreinræktaður glæpamaður, það var orðið yfir hann. Hann byrjaði nú að ganga um gólf og aldrei á ævinni, hafði hann komizt í aðra eins geðshræringu. Hann vissí ekki, hvað hann átti til bragðs að taka og hvað myndi konan segja? Hún treysti honum full- komlega og hvað hún hafði ver ið stolt af honum á árshátíð- inni í fyrra og hann hélt áfram að ganga um gólf. Allt í einu datt honum í hug biblían. Hann vissi ekki af hverju, nema hvað hann hafði hugboð um, að sú bók væri á hverju hótelher- bergi. Og hann svipaðist um eftir henni á náttborðinu, en þar var ekkert nema þessi bréf miði, skilaboðin og undirskrift- iin, „Þinin gamli vimiur, Bjöm,“ og þar hjá stóð vatnskaraffla og vatnið var heiðgult og í því maraði sígarettustubbur í hálfu kafi. Þá opnaði hann skúffuna í borðinu og mikið rétt, þar lá biblían og hann tók hana milli handa sér og settist á rúmið. Hann var ekki biblíufróður maður, en þó þekkti hjann mokkra kafla, m.a. Prédikarann, þetta um sólina sem rennur upp og gengur til viðar og kemur aftur upp. En sá kafli átti ekki við núna. Honaiim fannst að sólin myndi aldrei framar koma upp í lífi sínu, aldrei. Þá var það Jobsbók, hania þekkti hamm. Já, Jobsbók, það var eitthvað fyrir hann. Hvernig var þetta aftur með Job gamla, hafði hamin ekká rnöisst allt sitit, böm- in sím og allar eigur og guð lét ekki staðar numið, fyrr en hann var í þann veginn að buga Job? Stefán fletti upp á þessu og byrjaði að lesa, en inn á milli hugsaði hann um sjálfan sig. Hvað var hann að býsnast yfir einum skóm eins og Job hafði mátt líða, einir skór og hann myndi fá þá aft- ur. Að vísu höfðu þeir verið nokkuð dýrir, kostað átta hundruð og tuttugu krónur, en hann myndi fá þá aftur, það hafði þrjóturinn skrifað á bréf miðann. Hann hélt áfram að lesa og nú var Job í þann veg- imm að misisia bömnm og Stefán hugsaði um ávísunina, sem hann hafði gefið út í skó- verzluninni, „átta hundruð og tuttugu krónur 00/100,“ og það var ekki laust við, að hann finndi til með Job gamla, en þó gat hann ekki gleymt sjálf- um sér. Víst höfðu þjáningar Jobs verið miklar, en þær voru í bók og sú bók hafði verið skrifuð fyrir mörg þúsund ár- um síðan. En vandræði hans voru hér og nú, oná Hótel Skjaldbreið árið 1970. Auk þess hafði Job guð, til þess að diskútera við. En hann, Stefán Magmússiom, Grýbuihivaimmi 4, hvert átti hann að snúa sér, konan heima, þetta blóm, þessi rós og beið þess, að hann kæmi með rófurnar í kjötsúpuna. Honum varð svo mikið um þess- ar hugrenningar, að hann gleymdi alveg Job og lokaði biblíunni og stakk henni í skúffuna aftur. Svo lagðist hann út af og byrjaði að tala upphátt við sjálfan sig. „Cam- illa mín,“ sagði hann og tvö tár brutust yfir augnahvarmana, „elsku Camilla mín, þetta var allt saaniain óviljandi. Ég ætla/ði að koma heim klukkan sjö, síð- asta lagi hálf átta og skórnir elsku hjartað mitt, ég fæ þá aftur.“ Og tárin rúlluðu niður kinnarnar og þó þau væru bæði fá og smá, íþyngdu þau honum svo, að hann gat ekki hugsað sér að standa upp. Það var engu líkara en sjálft Nóa- flóðið héldi honum niðri þarna í rúminu og hann sá fyrir sér lappirnar á Birni, þessar bífur, sem voru áreiðanlega stærri en fætunir hans og nú var hann að dansa á skónum og víkka þá út og hann fann til með leðrinu eins og það væri skinnið á hon- um sjálfum. En hann varð eitthvað til bragðs að taka, ekki gat hann beðið þarna til klukkan eitt. Og ef hann færi ekki strax heim, myndi Camilla líka áreiðanlega láta auglýsa eftir honum í út- varpinu og Slysavarnarfélagið yrði látið vita og Hjálparsveit skáta send út og lögreglan. Þessar hugsanir ráku hann á fætur og hann fór fram á gang, en sá þar etnigain á ferli. Þá gekk hann niður stigann og bankaði þar á fyrstu dyrnar, sem hann kom að. Það var opn- að nær samstundis og fyrir framan hann stóð feitur maður með kokkahúfu og í köflóttum buxum. „Hvað viljið þér?“ sagði kokkurinn og röddin var í góðu samræmi við ístruna, sem hann reyndi að halda í skefj- um með breiðu leðurbelti. „Ég er í svolitlum vamdræð- um,“ sagði Stefán. „Hvað kemur mér það við?“ sagði kokkurinn. „Skónum mínum hefur verið stolið,“ sagði Stefán. „Nú,“ sagði kokkurinn, „búið þér á hótelinu?“ „Nei, ég er gestur manns hér uppi á nr. 15.“ Nú kom annar maður í gættina. „Hann býr ekki hér á hótel- inu,“ sagði kokkurinn við hinn, „og er að valsa um á sokkaleistunum.“ „Er hann fullur?" . . . Þess- ar móttökur juku enn á skap- raunir Stefáns, sem voru þó ærnar fyrir „Það sýnist mér,“ saigði kokk urinn. „Nei, alls ekki,“ sagði Stefán, „en gætuð þið ekki lán að mér eitthvað á lappirnar og hringt fyrir mig á bU, svo ég komist heim til mín.“ „Er ekki bezt að sækja lög- regluna?" sagði kokkurinn yfir öxlina á sér. „Nei, í guðs bænum ekki gera það,“ sagði Stefán. „Ætli það nokkuð,“ sagði hinn, „og eru ekki einhverjar skóhlífadruslur frammi í kústa- skáp, sem hann getur fengið?“ Kokkurinn vék sér frá og kom aftur með skóhlífarnar. „Hérna hafðu þessar," sagði hann, „þær eru hvort eð er ónýtar.“ Hinn maðurinn hafði farið að hringja í bíl og Stefán fór í skóhlífarnar og þær voru allt of stórar. „Hvað heitirðu annars?" spurði kokkurinn, „mér finnst ég kannast svo vel við svip- inn.“ „Stefán Magnússon,“ sagði hann og var ekki fyrr búinn að sleppa orðunum, en hann sá eftir því. Stefán sótti nú rófupokann og myndablöðin og billinn var kominn og hann kvaddi menn- ina og fór. Og á leiðinni í bíl- inn, bölvaði hann sjálfum sér, fyrir að hafa sagt rétt til nafns, á morgun yrði sagan komin um allan bæ, kokkurinn myndi segja næturvaktinni hana og næturvaktin láta haima ganga áfram til morgunvaktar- innar og um hádegið myndi all- ur bærinn hlæja að honum. Hanin, gj'aldikeri vJð aðalbainka höfuðstaðarins, „sómi bank- ans,“ eins og bankastjórinn hafði sagt. Þetta var meira en hann gat afborið og nú beið Camilla hans heima. Þegar Stiefám hafði gert upp bílinn, gekk hann í áttina að blokkinni. Það voru fjörutíu og átta ibúðir í þessu húsi og hon- um fannst allir vera úti í glugga og horfa á sig. Hann reyndi að halda virðingu sinni og bar höfuðið hátt, en skó- hlífarnar voru allt of stórar og hann hélt þeim á blátánum og þær gáfu frá sér ónotaleg hljóð um leið og hann lyfti fætinum. Skvamp . . . skvamp, sögðu skólhlífarnar og honum fannst eldhúsglugginn vera hrímugur, svo nístandi kalt var augnaráð konunnar. Þegar hann opnaði dyrnar inn í íbúðina, tók hún þar á móti honum. „Hvar hefurðu verið?“ spurði hún. Hann rakti fyrir henni alla söguna og ætlaði svo að láta hana fá rófupok- ann. „Ég trúi þér ekki,“ sagði hún og leit ekki við pokanum, ,,þú hefur verið með kvenmanni." Fraimihald á bls. 14 21. j'úní Ii970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.