Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1970, Síða 10
Gömul timburhús í brekkunni, þar sem ungu mennirnir vilja varðveita svipmót Iiffins tima, en hinir eldri tala um danskar fúaspýtur. t vor myndaði askan svartan geira norð-vestur yfir landið frá Heklu og eitrið tekur sér bólfestu í grængresi vorsins með skaðvænlegum afleið- ingum. í barnaskólunum birtist vorið, þegar myndlistar- viffleitni vetrarins er hengd upp til sýnis. A þess- um myndutn lifir það upprunalega, sem býr í hvers manns brjósti í æsiku. En einhvern veginn tekst aff láta megnlð af því fara forgörffum. Ein af nýju styttunum, sem borginni hafa bætzt að undanfömu: Ólafur Thors eftir Sigurjón Ólafs- son. myndhöggvara. gamall maður niður á fjölfar- inni gangstétt og dó. Það vfer mikið frost eins og jafnan verð- ur í Moskvu á vetrum og líkið lá þarna í nokkra daga og. veg- faremdiur stiigu yfir 'það á veg- fterð sinini. Svo koim íhláka oig sögumaðurinn tók eftir því einn dag, að eimhver framtaks- samur vegfarandi hafði tekið í skánkana á líkinu og dregið það út af gangstéttinni. Og þannig lá hann lengi, þessi gamli maður, sem enginn virtist sakna og engan varðaði nokk- urn skapaðan hlut um. Við sólstöður islegt nýtt fyrir augun. Búðar- gluggarnir til dæmis. Ég sá það líka í þeim, að vorið var komið, með léttum og björtum litum og bezt sást það í tízkufatnaði kvenfólksins. Venjulega hef ég öðru að sinna en huga að búð- argluggum. í rauninni einangr- ar bíllinn manninn frá um- hverfi sínu. Hann kemur þér fljótt á áfangastað. En þú spjallar ekki við gamlan kunningja á gangstéttarhorni, nema þú farir á tveimur jafn- fljótum. En vegna þess að ég var gangandi og hafði tímann fyrir mér, þá fór ég að virða fyrir mér húsin og sá þau hvert fyrir sig, með ákveðinn per- sónuleika og ellimörk og breyt- ingar á n eðstu hæðinni, þar sem gluggarnir höfðu verið stækkaðir í þágu kaupmanns- ins. Og hugsa sér; þarna við Laugaveginn var búið, þegar betur var að gáð. Uppi í litlum gluggum stóðu blómsturpottar og eitt og eitt andlit bak við gluggatjald, en gatan fyrir neð an eins og árstraumur. Kannski var einhver þarna uppi, sem fagnaði komu vorsins í lítilli vistarveru, án annarrar tilbreytingar en þeirrar, er verður af mislöngum nóttum árstíðanna. Hvaða máli skiptir það okk- ur á gangstéttinni hver stend- ur bak við gluggatjöld með eitt óhrjálegt stofublóm í gluggakistunni fyrir framan sig. Reykjavík er nægilega stór borg til þess, að mönnum tekst að láta náungann skipta furðu litíu máli. Eitt sinn í vetur sá ég konu með ungbarn í fang- inu á gangi niður með Suður- landsbrautinni. Það eitt er út af fyrir sig ekki frásagnarvert. En í þietta siirnn var sikafreinin- ingur með frosti og versta veð- ur. Samt ók fjöldi af bílum fraimlhjiá Kiomuininii, áin þa;B að hafa fyrir því að stanza og bjóða henni og barninu far. Ef ráðist er á mann á götu í New York, þá flýta vegfarendur sér framhjá. Þeir loka augunum; hafa hreinlega ekki séð það, sieim fraim fór. Það hiefuir miininst óþægindi í för með sér. Að þessu leyti virðist ekki munur á stórborgum, hvar sem þær eru. Einlhver. ég man eíkki leng- ur hver, var vitni að því og sagði frá því á dögunum, að austur í Moskvu datt gamall 6 „Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum,“ segir Tómas í alkunnu ljóði. Nú á síðustu tímum væri ef til vill nær sanni að segja: bærinn er skrít- inn, hann er fullur af bönkum. En það er sorglegt misræmi á milli allra þessara banka og baníkaútibúa annare vegar og hins vegar þeirrar óveru, sem venjulegum, dauðlegum mönn- um tekst að kreista út úr þess- um stofnunum, þegar á þarf að halda. Og annað er hreint og beint furðulegt. Öll þessi bankaútibú virðast ekki hafa í för með sér bætta þjónustu. Komi maður að lokuðum dyr- um í aðalbönkunum, þá má ein- dregið gera ráð fyrir að útibú- in séu lokuð líka. Mér kemur í hug, það sem Björn heitinn Sigurbjarnarson, bankagjald- keri á Selfossi, sagði af árdög- um útibúsins þar. >á stóð bankabyggingin á Selfossi ein sér, austanvert við Tryggva- skála, en önnur hús voru þá naumast á staðnum. í orði kveðnu var ákveðinn af- greiðslutími í bankanum. En um þessar mundir var Guð- brandur Magnússon, síðar for- stjóri Áfengisverzlunarinnar, kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey. Hann þurfti á bankaafgreiðslu að halda á hvaða tíma sólar- hringsins, sem hann var á ferð- inni og þá blístraði Guðbrand- ur eða söng utan dyra. Banka- starfsmennirnir, sem bjuggu þar í húsinu, ruku þá á fæt- ur. Auðvitað var sjálfsagt að afgreið'a Guðhrand. Mér kem- ur þetta í hug vegna þess, að mér finnst léleg þjónusta vera einna helzt það, sem sameigin- legt er með hinum allt of mörgu bönkum í Reykjavíkur- borg. Þetta var raunar útúrdúr og ég ætla ekki að orðlengja meira um bankana. Nær væri að minnast örlítið á kríuna, sem kom á krossmessunni eins og hún er vön. Þá heitir svo að vorið sé komið til fulls, þeg- ar krían birtist. Hún er merki- legur fugl, krían, og enginn fugl kemur hingað um eins lanigan veg. Þeissvegna er stundvísi hennar í senn aðdá- unarverð og óskiljanleg. Ami Waag, fuglafræðingur segir, að krían komi allar götur sunnan úr hafinu í námunda við Suður- skautslandið. Þar hefur hún að setur á sjónum að mestu og nyt ur bjartra nátta, líkt og á Is- landi og hitastigið á þessum breiddargráðum er víst eitt- hvað ámóta og hér á okkar norðlægu slóðum. En þegar dag ar taka að styttast á hafinu í 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 21. júní 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.