Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 2
I GESTA GRIÐUM ► m vera stoltir af að teljast til sömu þjóðar“ og hann. xxx Grímur Thomsen fæddist á Bessastöðum 15. maí 1820. For- eldrar hans voru Þorgrímur gullsmiður Tómasson og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir. Grímur varð stúdent seytján ára gamall og sigldi til Kaup- mannahafnar til frekara náms. Lagði hann þar einkum stund á bókmenntir og heimspeki og varð magister árið 1845, en 10. maí 1854 var sú nafnbót hækk- uð í dr. phil. með konungsúr- skurði. Hann var víðförull eins og Bjarnd Benediktsson segir og ferðaðist suður um lönd með konungsstyrk að loknu prófi. Sumar ferðalýsingar hanis í bréfum eru mjög ítarlegar og sýna óslökkvandi áhuga hans á rótgróinni klassiskri menn- ingu Evrópu. Þar er á ferð eins konar 19. aldar útgáfa af Álfi frá Vindhæli. Hinn 5. ágúst 1848 varð Grímur kanzellisti í utanríkis- málaráðuneyti Dana og sendi- sveitarritari í öðrum löndum um hríð. Snemma árs 1856 varð hann fulltrúi í verzlunardeild utanríkismálaráðuneytisins, en skrifstofustjóri þess 27. desem- ber 1859. Því embætti sagði hann lausu 28. marz 1866 og fluttist alfarkm heim til fs- lands næsta ár; var síðan þing- maður lengst af frá 1869—1891. — Hann lézt á Bessastöðum 27. nóvember árið 1896, 76 ára að aldri. Um það verður varla deilt, að Grímur Thomsen var eitt bezta og sérkennilegasta skáld íslenzkt á síðustu öld. Rætur hans stóðu djúpt í íslenzkri hefð, en nærðust jafnframt í nýj tim jarðvegi rómantisku stefn- unnar. Grimur orti lítið framan af og sendi ekki frá sér ljóðabók, fyrr en raunsæis- ítefnan var ríkjandi á Norður- löndum og var að eignast ítök hér á landi. Ljóð Gríms voru því sízt af öllu tízkufyrirbrigði. Mörg beztu kvæða Gríms bera merki ednis höfuðeinkenn- is rómantísku stefnunnar, fom aldardýrkunarinnar. Þó að Jón Sigurðsson hafi verið betur að sér í sögu íslands en Grímur, stendur enginn honum á sporði í þekkingu á fombókmenntum okkar og skilningi á þeim. Hann sækir efniviðinn í kvæði sín mjög oft til fomaldarinn- ar. Hún verður honum upp- 9pretta. Með henni skyggnir hann samtíð sína og líf. Hann yrkir söguljóð sín út af fom- íslenzkum sögum, en spinmiur jafnframt úr þeim sjálfstæð listaverk, meitluð af mikilli lífsreynslu og sérkennilegum stíl. Um fá íslenzk skáld á það fremur við að stíllinn sé mað- urinn. Eitt þessara listaverka er kvæðið Á Glæsivöllum. Án nokkurs skilnings á því er von laust að komast að lífskviku Gríms Thomsens. Þar er hann — ekki allur, því að enginn er allur í ljóði sínu — heldur sá Grimur sem er hvað forvitni- legastur: skáldið undir skel kaldranalegra hversdagsátaka, sem ýmist eru kölluð baktjalda miailök eða huigsjón. Sikáldið með al stjórnmálamanna. XXX Söguefndð, sem Grímur notar í þetta kvæði sitt, er að finna í Þorsteins þætti bæjarmagns. Þátturinn hefur að geyma æv- intýraefni, arfsögn um galdra og fjölkynngi og viðskipti mennskra marana við heiðraa jötna og risa. Minnir þátturinn til dæmis mjög á för Þórs til Geirröðargarða (sbr. Snorra- Edda), og eru áhrifin frá þeirri sögu svo glögg, að skyldleik- ans verður alls staðar vart, þegar þessi tvö ævintýri eru borin saman. P. E. Miiller minnist á þetta í bók sinni, Sagabibliothek, og segir, að í sögunmi séu gömul mirani, er skáldin hafi fært sér í nyt sem yrkisefni, og enn fremur segir hann: „Skáldin | höfðu lofsungið för Þórs til Geirröðagarða og sigur hans á jötnum, hér er sigurinn eign- aður krafti kristindómsins og Ólafs koraungs, sem hjálpaði Þorsteini með undarlegu sam- bandi við galdur dverganna." — Benedikt Gröndal mlranist einnig á þennan skyldleika í Gefn 1871, og segir: „Hlutföll goðaheimsims og goðin sjálf og allt það undralíf eru eintómar speiglanir hvað af öðru: Allt er jötunkunnugt og áskunnugt í serrn og allt goðalífið eins og leikur á hverfulu speigilhveli: Útgarða-Loki, sem Þórr kom til, og Goðmundur á Glæsis- völlum, sem Þorsteinn bæjar- magn kom til, eru ekkert ann- að en afspeiglanir eða skugga- myndir Óðins sem kunnáttu- guðs og sólarguðs, eða sliks; og Þorsteinn bæjarmagn er sjálf- ur eftirmynd Þórs að nokkru leyti.“ — Enn fremur má geta þess hér, að fyrirmyndin að horn- inu Grími enum góða, sem fyrir kemur í sögumni, er vafalítið Mímishöfuð. f Þorsteins þætti, segir svo: „Goðmundr gekk at Grími, ok tók af sér gullkór- ónu ok setti á hann, ok mælti í eyra honum, sem Þorsteinn hafði sagt honum.“ En í Völuspá, segir hins veg- ar: hátt blæss Heimdallr, horn er á lopti; mælir óðinn við Mimis höfuð. (Sbr. einnig Sigurdrífumál). XXX Þorsteins þáttur bæjarmagns hefur oft verið prentaður. Helztu útgáfur hans eru: 1. Björners Nord. Kampdater, útg. 1737. (Er þar bæði latn esk og sænsk þýðing auk hiris íslenzka frumtexta). — 2. P. E. Miiller: Sagabiblio- thek, 3. bindi, útg. 1820. (Þar er útdráttur úr sögunni á dönsku). — 3. Forramarana sögur, 3. bindi, 1827. 4. C. C. Bafn, Oldnordiske Sagaer, 3. bitidi, útg. 1827 (dönsk þýðirag á sögunni). — 5. Scripta historica Islandor- um, 3. bindi, 1829 (latnesk þýðing). — 6. C. Rusqwurm, Zschr. f. deut. Mytol., 1. bindi, 1853 (þýzk þýðing). — Þátturinn hefur birzt oftar á prenti, en þær útgáfur hans eru yngri en svo, að Grímur hefði getað þekkt þær, þegar hann orti kvæðið 1865. Fornmanna sögurnar hefur Grímur vafalaust lesið þegar á unga aldri, því að Þorgrímur, faðir hans, var áskrifandi að þerrn, eins og sést á áskrifenda lista þeirra, svo að auðvelt hef ur verið fyrir Grím að komast yfir þær þegar í æsku. Einnig þýddi hann úr þeim valda kafla á dönsku og gaf út í bók sinni, Udvalgte Sagastykker, sem kom út 1846 og 1854. Og síðast, en ekki sízt, þýddi hann XII bindi Fommaniraa sagmiamma á latínu. Af þessu má ætla, að Grímur hafa ekki aðeins þekkt Fornimanna sögurnar, heldur þaullesið þær á unga aldri. I Fornmanna sögunum, segir: „Kvomu þeir nú til borgarinn- ar, ok kvomu menn Goðmund- ar í móti horaum; riðu þeir nú í borgina, mátti þar nú heyra alsháttar hljóðfæri, en ekki þótti Þorsteini af setníng sleg- it.“ — f Björners Nord, Kamp- dater segir hins vegar, 11.—12. bls.: „Koma þeir nu til borgar- innar, eran adur þeir innridu, geingu menn a moti þeim God- mundi, þeir sem undann hofdu ridid. Ridu þa aller saman heim til borgarinnar, matti þar heyra marghattud hliodfæri, enn þo þotti Þorsteim ecki neitt af konst og setningi sleyg- id vera.“ — Murauriran er auð- sær. Þorsteinis þáttur bæjarmagns, skarar eragan veginn fram úr öðrum fornsögum, hvorki að stíl né efni. ólíklegt er, að Grímur hafi hrifizt af honum þess vegna, enda tekur hann eragan kafla úr honum upp í bók síraa, Udvalgte Sagastykk- er, sem var úrval úr fornsög- um í þýðingum Gríms. Má telja líklegt, að Grímur hafi ætlað þessum köflum það hlutverk að vera sýnishorn í fomís- lenzkri bókmenntasögu sem hann hafði í smíðum. í bréfi frá Grími til væntanlegra útgef- enda lýsir hann gerð bókar- innar og helztu köflum, Bók þessi kom þó aldrei út, en nokkur bókmenntasögubrot birti Grimur í öðrum ritum, s.s, árbók Uppsalaháskóla. í einni ritgerðinni er athyglisverður samanburður á hlutverki kon- unnar í forngrískum og forníslenzkum bókmenntum og áherzla lögð á virðuleik heran- ar í íslenzkum ritum. Grímur hefur ekki heillazt af Þorsteins þætti bæjarmagns listarinnar vegna, heldur efnisins. Haran get ur notað það, gert það að um- gjörð eigin lífs. Annað vakir ekki heldur fyrir honum. „f Tókastúfi, en einkum Goð- mundi á Glæsivöllum, hefir hann í gervi fomra sagraa lýst lífi sínu meðal stjórnmálamanna og hinu kalda návígi í sölum höfðingjanna," segir Sigurður Nordal. í fyrstu fjórum köflum sög- unnar segir aðallega frá Þor- steini bæjarmagni, er var hirð- maður Ólafs konungs Tryggva- sonar, ferðum hans og ýmsum yfirnáttúrlegum atburðum. f fimmta kapítula segir frá því, er Þorsteinn hittir Goðmund á Glæsivöllum, sem er á leið til Geirröðargarða til þess að taka konungsnafn af Geirröði kon- ungi, en Goðmundur er honum skattskyldur. Þar segir og frá komu þeirra til Geirröðargarða og móttökum þar. í næstu köfl- um segir svo frá veizlum þeim og mannfagnaði, er Goðmurad- 9. ágúst 1970 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.