Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 3
ur og Kappar nans sitja I Geir-
röðargörðum. Gengur þar á
ýmsu, hnútukasti, knattkasti,
glímum og drykkjum, og hall-
ast oít á Goðmund og hans
menn, en Þorsteinn bæjarmagn
kemur þeim ætíð til hjálpar á
síðustu stundu og hefur þá oft
ýmiss konar brögð í tafli, enda
ekki vanþörf á til að mæta
fjölkynngi í höll Geirröðar.
Jafnvel drykkjarhornið Grím-
ur hinn góði, sem ýmist var
hlæjandi eða óhýrlegur eftir
atvikum er tákn þess forynju-
skapar sem þar ríkti: „—manns
höfuð er á stiklinum með holdi
oÆ m-anni, ok þat mælir vit
menn, ok segir fyrir óorðna
hluti . . í tíunda kafla segir
frá því, er Þorsteinn bæjar-
magn drepur Geirröð konung
og Goðmundur og kappar hans
sleppa naumlega burt. Og í nið-
urlagi sögurunar segir loks frá
brúðfangi Þorsteins og stað-
festu. Af þessu má sjá að lýs-
ing kvæðisins á við um hirð
Geirröðar jötuns, en ekki Goð-
mundar kóngs. Grími hefur
þótt fara betur á því, þrátt
fyrir allt, að lýsa lífi sínu í
Höfn innan um fólk, en ekki
jötna. Misminni kemur vart til
greina, svo greiðan aðgang sem
Grímur átti að söguheimild
sinni, þegar hann yrkir kvæðið.
xxx
Auðvelt er að finna líkingu
og skyldleika milli lýsingar
Gríms á Goðmundi kóngi og
ýmsum þeim stórmennum, sem
hann lýsir í öðrum sögukvæð-
um sínum. Setningin: „fránar
eru sjónir“ á sér t.a.m. ýmsar
hliðstæður í öðrum sögukvæð-^"
um Gríms, þar sem hann lýsir
bæ^i óskyldum og ólíkum sögu
persónum. í 31. erindi Rímna af
Búa Andriðssyni og Fríði
Dofradóttur lýsi-r hann Dofra
meðal annars með þessum orð-
um:
„I hásætinu hrafns af tinnu
hár af elli Dofri situr,
þó er hann bæði stór og
stinnur,
stórmammlegur, augnabitur, —“
í Tókastúfi lætur hann Tóka
lýsa Hrólfi konungi á þessa
leið:
„Ei var Hrólfur hár á stokki,
en hár á svip og augnasnar, —“
Og Hálfi konungi lætur hann
Tóka lýsa þannig í sama kvæði:
„f öndvegi ég konung kenni,
karlmannleg og snörp var
brún, —“
Grímur vissi af langri
reynslu að eitt augnatillit gat
ráðið örlögum manna í kaldri
keppni um metorð og völd.
Augun töluðu fyrir þann innri
manm sem leyndist bak við
hversdagsiegt gervi. Úr þeim
mátti lesa það sem ósagt var
látið.
xxx
Fleiri líkingar má finna með
Goðmundi kóngi og öðrum per-
sónum, sem fyrir koma í sögu-
kvæðum Grims. En Goðmundur
kóngur er með bezt gerðu per-
sónum frá Gríms hendi, sem til
eru, og um leið ein bezta, skýr-
asta og stórfenglegasta mann-
lýsing, sem skáldið hefur dreg-
ið upp í ljóðum sínum. Þor-
steinn Gíslason vitnar til lýs-
ingar Gríms á Goðmundi á
Glæsivölium, þegar hann ber
saman mannlýsingar hans og
Bjarna Thorarensens í ritdómi
um kvæði hans í Eimreiðinni
1896, og segir þar m.a.: „En
það skortir Bjarna á við Grím, .
að hann lýsir ekki útliti mann-
anna, en það er opt talandi
ljóst hjá Grími, svo sem kulda-
brosið á vöngum Goðmundar
kóngs á Glæsivöllum.
Af þessum dæmum má sjá, að
skyldleikinn leynir sér ekki,
þótt notuð séu mismunandi orð
til þess að lýsa sama einkenn-
inu.
Einkum er aðferð skáldsins,
stefna og markmið með líku
sniði í Tókastúfi og Á Glæsi-
völlum. Þar heldur á penna
skáld sem hefur „spilað við
kónginn", þekkir andrúmsloft
hallarinnar. Þótt hann hafi
komizt til hárra metorða er
hainn gestur og áhrif heins áv-
allt í réttu hlutfalli við völd
vina hans. Þannig kemst Grím
ur Thomsen aldrei „til jafn
mikilla valda í Danmörku og
sumir hafa haldið fram.“ Hann
var ávallt háður duttlungum
annarra. Diplomat kemst ekki
„til valda“. Hann er ráðgjafi. f
því eru áhrif hans fólgin. Grím
ur var íslendingur í Höfn,
stundum leiksoppur frekar en
stjórnandi leiksims. En einkum
og sér í lagi athugull og ráðholl
ur áhorfandi sem oftar var
leitað til en ætla mætti, svo
lágættaður . íslendingur sem
hann var í augum „hirðmanna".
En Grímur var fastur fyrir,
stundiuim viðiskotaillur og hefur
ekki gengið í geð allra. í bréfi
segist hann vera „stirðlundað-
ur“. Hann var a.m.k. nógu
röggsamur til þess að finna
kulda í sinn garð í konungs-
sölum. Hlutverk íslenzkra
skálda var annað í Kaup-
mannahöfn 19. aldar en þegar
Sighvatur skáld og diplomat
Þórðarson setti hvað sterkast-
an svip á hirðlíf Noregskon-
unga. Sighvatur sat ekki við
fótskör sinna konunga. Það
gerði Grímur. Samt kom hann
til álita í ráðherraembætti.
XXX
Snemma á Hafnarárum sín-
um hafði Grímur kynnzt ýms-
um mönnum, sem síðar mörk-
uðu djúp spor í stjórnmálasögu
Dana um og eftir miðja síðustu
öld, og nægir þar að nefna Hall,
Krieger, Gjödwad og Blixen-
Finecke. Suimuim þessiara mianna
tengdist hann ævarandi vin-
áttuböndum, eins og sjá má af
bréfum í handritasafni Lands-
bókasiafn.sins, einkum Lbs.
1839, 4to. Með öðrum átti hann
ekki samleið nema um stundar-
sakir.
Hér verður ferill Gríms í
danskri konungsþjónustu ekki
rakinn, en til þess þó að gefa
nokkra hugmynd um áhrif hans
í stjórnmálalífi Dana um mið-
bik síðustu aldar, má vitna í
nokkra kafla úr „Kriegers
Dagböger 1848—’80“ frá þeim
tíma. Þær sýna í senn áhrif
Gríms í Danmörku, þegar veg-
ur hans var mestur, og þá tog-
streitu og valdabaráttu sem
átti sér stað við hirð Friðriks
VII og Kristjáns IX. íslenzkt
ætterni Gríms stóðst ekki sam-
anburð við þann frændgarð
sem sumir keppinautar hans
áttu að bakhjalli, en menntun
Framliald á bls. 10
Grímur Thomsen
Á Glæsivöllum
Hjá Goðmundi á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika þar um völl,
en lítt er af setningi slegið.
Áfengt er mungátið,
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn,
en óminnishegri og illra hóta norn
undir niðri’ í stiklunum þruma.
Á Grími’ hinum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín.
En homs yfir öldu eiturormur gín,
og enginn þolir drykkinn nema jötnar.
Goðmundur kóngur
er kurteis og hlýr,
yfir köldu býr.
Fránar eru sjónir, en fölur er hans hlýr,
og feiknstafir svigna í brosi.
Á Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt.
En bróðernið er fláti mjög. og gamanið er grátt.
í góðsemi vegur þar hver annan.
Horn skella’ á nösum,
og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð.
En þegar brotna hausar og blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra,
því Nif'lheimi frá
nöpur sprettur á.
En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá.
Kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
9. ágúsf 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3