Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 5
— Hún fer ySur vel, saf^i luragfrú Emimia. — Þér vitið éo gleymimérei er mjög merkilegt tolóm. Petri lektor leit örvæntingar fullur á hana. — Ef þér aiðeins vtsisiuð, umg- frú Emtma . . . — Já, víst veit ég það. Hún þýðir „gleymíð mér ekíki,“ svar- aði hún og leit einkar blíðiega á lektorimn. Petri lektor varð talsvert rjóðari í andliti en hann átti vanda til. — Miig hefði langað að segja dálítið . . . en þér verðið áreið- anlega bana reið . . . svo afð ég verð víst að hætta við það — Þér þurfið ekkert að ótt- ast hierra lektor. — Nei, unigfrú Emma, biðjið mig ekki um . . . Hann tók síðan aftur til máls þar sem frá var horfið um igreiiruimglu j'urta og sérkermi fanieroigaimer, kryptogiaimier, did- ynamia og tetradynamiana. Síðan héldu þau aftur til þæj arins með lestinmi og á ledðinni hélt lektorinn ræðustúf yfir ungfrúnni um að allar þessar jurtir tilheyra áttunda flokki, það er að segja octandria, lauk hann máli sinu. Síðan fyligdi hann henni til rektorsbústaðar- ins. — Grleymið nú ekki, sagði hann í kveðjuskyni, að sníkju plönturnar hafa rætur að nokkru í jörðimni og að nokkru á öðrum plöntum og að þær fæða af sér aðrar tegundir. Góða nótt ungfrú. Þeg.ar hún var farin inn reik aði hann fram og aftur fyrir ut- an rektorsbústaðin.n í meira en stuimdarfjórðunig. í hvert skipti sem hann leit á bliómið í hnappa gat-inu roðnaði hann. Hann leit upp í gluggann og að lokum herti hann upp hugann,, gekk aftur að húsinu og hrimigdi dyra blölkinni. Hann fékk hjartanlegar mót- töfcur. Hann bað margfaldlega afsökiunar á því að hann trufl- aði svona síðla kvölds, en það væri dálítið sem hann yrði nauðsynlega . . . Kannski mætti bjóðia honum inn í dagstofuna. Rektorsfrúin horfði á hann bjarteyg og ung- frú Emma starðí hungruðum augum á varir hans. — Herr.a rektor, sagði lektor- inn vandræðalega — á ferð okkar í dag tíndi umgfrú Emma þetta blóm og saigði: Lbyfiðiþér að ég setji Iþað í hinappagatið á j.aikka'num yðar? Þér get- ið ekki ímyndað yður hvílik áhrif þetta hafði á mig. Ég veit ekki hvort mér leyfist að segja það sem ég er nú sannfærður u .m . . . — En kæri herra lekitor, við höf'uim nú þeklkzt svo lenigi, sagði rektorsfrúim til að hjálpa honum í vandræðum han.s. — Ég sé, sagði Petri lektor, að uimgfrú Bmmia miun ekki held ur taka það óstinnt upp og ein- mitt það skiptir hiöfuðmáli. Þar se.m ég er nú á föruim og veit eklki, hvenær ég kem aftur vil ég ekki hailda ungfrúnni. í óvissiu. Þetta blóm sem un.gfrú Emima setti í hnappa.gatið v.ar ekiki gleymmérei, öðru nafni m.yosotis palustris, heldur uxa- tuiniga eöa anchuisa officinial- is . . . Og þeasa nótt Sviaf Petris lektor sætum svefn.i, sæiastur ai'lra mannia. BÖKMENNTIR OG LISTIR Njála í nýju Eftir Jóhannes í»orgrímsson 1 • >* • ÍJOSI Allir sem kynint hafa sér Njálssögu að nokkru ráði hafa tekið eftir því, að í sögunni fimnst víða kristinn andi og kristileg orð. Sbr. andlátsorð Höskulds Hvítanesgoða „Guð hjálpi mér og fyrirgefi ykkur.“ Orð Njáls „Guð er miskunn- samiur og miun ekki láta oss brenna bæði þessa heims og annars.“ Flosi á leið til hefnd- anna — „bað alla menn koma til kirkju og biðjast fyrir." En það er annað sem fæstir hafa tekið eftir, að höfundur- inn hefur sótt allmargar fyrir- myndir að atburðum í biblíuna einkum Gamlatestamentið. Ég minnist ekki að hafa séð eða heyrt þetta atriði nokkurs stað ar framkomið hjá Njáluskoð- endum, það er því alger nýj- ung fyrir fólk að kynnast þess- um þætti í Njálssögu. Þess- ar hliðstæður eru það fyrir- ferðarmiklar að ekki verður hægt aið rúima þær allar í þeisis- ari blaðagrein, ein sikréðar þær sem skipta verulegu máli í sög- unni. Eftir að ég hafði komizt a'ð þessu og hugleitt það, hlaut ályktun mín að vera þessi: Hin mikla biblíuþekking sem kemur fram í sögunni verður að teljast alltraust sönnun, að höf undurinn hafi verið lærður klerkur. — En hver var hann. Hvert var nafn hans. Ég taldi mig algerlega vanmegnugan að svara þeirri spurningu. — Gafst upp, og lokaði skráðar athuganir niður í skúffu. Ekki alllöngu síðar bar fyr- ir mig sýn í draumi (sem stund um hefur komið fyrir mig og oft reynzit rétt í vökunni) er ég tók sem bending til mín að halda leitinni áfram, sem ég og gerði. DRAUMURINN (var það höfundur Njálu?) Það var eina fagra sumar- nótt í júlí 1968 að ég þykist staddur úti fyrir opnum kirkju dyrum. Heyrði ég þá nafn mitt kallað inni í kirkjunni snjöll- um hlýjum rómi. Jóhannes. Mér verður litið inn. Sé ég þá mann innarlega í kirkjunni — að sunnanverðu — og heyrði hann segja mjög skýrt, með sama snjalla rómnum: „Ek heiti Ketill." Svo hélt hann áfram að tala, en í lægra — smálækk- andi rómi nokkrar setningar, og rétti um leið upp og fram vinstri handlegg og hélt á bók og nokkrum lausum blöðum að sjá í hendinni, og veifaði því lítið eitt á áttina til min, eins og hann vildi vekja athygli mína á þessu. Orðin í setning- unum, sem hann talaði eftir að hann sagði nafn sitt nam ég ekki, held það hafi verið latína. Hvort ég heyrði þar orð ið „níal“ þori ég ekki að full- yrða, en líkt var það. Úti og inni virtist hálfrökkvað og sá- ust litir lítt. Maðurinn var klerklega búinn — hempu- klæddur — eldri maður með dökkt hár og alskegg (ekki sítt og fór vel) fremur þunnt hár- ið að sjá og greitt aftur, ofur- lítið úfið. Ennið nokkuð mikið og augabrúnir vel greinjlegar. Nefið fremur beint en hitt. Vöxtur hans svaraði sér vel, virðulegur og göfuglegur, eink um þegar sýnin var að hverfa, þá var sem slæigi bjartara blæ á andlitið. . HIJÐSTÆÐUR f NJÁLU OG BIBLÍUNNI Eins og kunnugt er eru flest- ar bækur (sögur) Gamlatesta- menntisins kenndar við spá- mann (sjáanda) og lagamann. Njálssaga er einnig kennd við sjáandann og lagamanninn Njál á Bergþórshvoli. Víg Abels og Höskulds eru og hliðstæð. Kain drap Abel bróður sinn saklausan úti á akri. Skarphéðinin dnap Hösikiuld fósturbróður sinn einnig sak- lausan úti á akri. Nj. K. 130 Flosi — Og er það mitt ráð að við ríðum upp í fjallið Þríh, og bíðum þar til þess að in þriðja sól er af himni. — Jósiu. K. 2. Haldið svo til fjalla svo að leitarmenn finni ykkur ekki, leynist þar þrjá daga. — Nj. K. 97. Kalla munum vér á hana, segir Flosi og vita hvernig henni lítist maður. Var þá kallað á hana. I. Mós. K. 97. Þau sögðu, við skulum kalla á stúlkuna og spyrja hana sjálfa. Þá kölluðu þau á hana og sögðu: Vilt þú fara með honum. Nj. K. 124. Flosi. — Kjósið yður höfðingja þann er yður þykir bezt til fallinn. II. Konungs. K 10 — Þá veljið þið hinn bezta og hæf- aaba af sonuim 'herra yðvars og setjið hann í hásæti föður síns. Nj. K. 17. Og var Glúmi vant margra geldinga. — Þá mælti Gl. við Þjóst, — Gaikk þú á fjall með húskörlum mínum og vitið ef þið finnið nokkuð af sauðum. Þeir fóru upp Reykja- dal hjá Baugagili til Þverf. til Súlufjalla og í Skorradal í leit. (5 staðir). Samuels. K. 9. En ösnur Kis, föður Sáiis vonu týuidiar og Kis sagði við Sál. — Tak með þér einn af sveinunum og farðu og leitaðu að ösnunum. Og þeir fóru um Efr.fj. og um Sal-land og um Saal.land og um Benj.m.l. og í Zúfl (5 staðir). Nj. K. III. — Hvað mun eftir koma, segir Skarphéðinn. — Dauði minn, segir Njáll, — og konu minnar og allra sona minna. — Hvað spáir þú mér? segir Kári. — Erfitt mun þeim að ganga móti giftu þinni, því þú munt þeim öllum drjúgari verða, sagði Njáll. II. Kron. K. 18. — Ég sá all- an ísrael hríslast um fjöllin (Mika). — Far þú, þú munt giftudrjúgur verða (hinir spám.). Nj. K. 140. Ásgr. rriælti: — Vér viljum biðja þig Guðm. ör- uggrar liðveizlu. Guðm mælti — Ég skal veita yður slíkt er ég má og berjast með yður. — II. Kron. K. 18. Þá mælti Akab Israels konungur við Jósafat Júda konung. — Hvort muntu fara með mér til Ramat? Hann svaraði honum. — Eitt skal yfir ganga mig og þig, mína þjóð og þina þjóð. Skal ég fara með þér til bardagans. Þessi afréttarlýsing gæti þýtt að höfumdi hafi fjöll þessi verið kær frá unglings- árum sínum í Hítardal. Ég átti þar margar ánægju- stundir í göngum! Ég get varla séð annan til- gang höf. En það virðist að næstum hvert atvik eigi hlutverki að gegna. Það fer lítið fyrir Atla siem kom vistlaus að Bergþórshvoli. En af hendingu sá ég að hann hefur þar miklu hlutverki að gegna. Langar mig að skrifa um það síðar. Lúk. K. 14. Þegar þér er boð ið til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti, ef maður fremri þér að virðingu skyldi vera boðinn og að sá komi, sem bauð þér og honum og segi við þig: — Gef þú þessum manni rúm, og verðir þú með kinnroða að taka hið yzta sæti. Nj. K. 35. — Kom Helgi heim og Þórhalla kona hans. Þá gekk Bergþóra að pallinum til Hallgerðar og Þórhalla með henni og mælti Bergþóra til Hallgerðar. — Þú skalt þoka fyrir konu þessi. Hún mælti: — Hvergi mun eg þoka, því engi hornkerling vil eg vera. Hanna Kristjónsdóttir ANGIST Angistin gerir sér hreiður verpir, ungar út. Ungarnir flögra á burt eina stund. Næsta morgun eru ný egg komin í hreiðrið. 9. áigúst 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.