Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 7
xastar ser r nlöurgðnguna að lúkarnum og heyrist þá tauta fyrir munni sér: „Hvað verður úr þessum ósköpum?" I sama mund finnum við að skipið lyftist upp og kastast með mikl um hraða á hliðina langa leið, og lýkur með því að möstur og seglabúnaður stingast í sjó- inn. Varð þá myrkur um stund og kváðu við mikil brothljóð og sjór fossar um allt skipið. Flestir hugðu að skipið væri nær því að fara á hvolf, en þá kom önnur alda og reisti þetta góða skip sig þá við og komst á réttan kjöl. Flestir bjuggust til að ganga upp á dekk, og var ófögur sjón sem blasti við augum. Allt var horfið, stórseglið í druslum, báturinn, fiskikassar og allt bæði bundið og óbund- ið var horfið fyrir borð, stór- bóman hafði gengið uppúr krók við mastrið og komin út í sjó, lunning brotin, aftursegl og fokka rifin og þverrár brotnar af mastri og tveir lið- ir — 15 faðmar —- af keðju fyr- ir borð. Kappar voru hálffull- ir af sjó, en lestarlúgur höfðu ekki látið undan. f fyrstu leit einna verst út með stórbómuna, sem nú var úti í sjó, en þó föst á stórri talíu, sem var köll- uð stórs'kaut. Slóst bóman við síðu skipsins og óttuðumst við að hún myndi þá og þegar brjóta gat á síðu skipsins. Var um það rætt að skera á skautið og hleypa því aftur fyrir skip- ið og losna þannig við bómuna. Þá kölluðu tveir menn: „Við tökum bómuna unp, drengir.“ En til þess að stöðva skipið í þessum vonda sjó þurfti keðju. Skipið veltist nú stjómlaust og á næstu öldu kom bóman þjótandi. Þá var hún gripin, þótt sjór gengi yfir þá sem reyndu að grípa. Fremstir í þessu gengu tveir kraftamenn miklir, þeir Ásmundur Jónsson, sem var mágur skinstjórans og Egill Ólafsson úr Njarðvíkum (sem vinnur nú hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur). Báðir voru þessir menn sterkir og handtakagóðir með afbrigðum. Aðrir fylgdu fast á eftir og var engin raunarolla á neinum. Stjórnaði skipstjóri og skipti verkum milli manna. Ailt var nú bundið fast, segld'-uslur leystar, handdælum komið fyr- ir og kaðlar settir yfir þorð- stokk. En þegar við stóðum við handdælu skinsins sáum við fal le®a sikútu, ,,Grétu“, koma sigl- andi út úr sortanum. Skiostjóri var Óiafur Kristófersson frá Mörk í Vesturbænum. Sigldi hann skioi sínu vindmegin við okkur, eins nálægt og tök voru á og kallar: „Hvemig er hægt að bjarga ykkur? Mér sýnist þið vera á sökkvandi skipi, allt er brotið og far- ið fyrir borð.“ En Guðbjartur svarar: „Ég held við björgum okkur sjálfir. Hér eru dugmikl ir menm.“ ,,Gréta“ kom þá aft- ur til okkar og spurðu áhafn- armenn, hvort þeir gætu ekki veitt einhverja aðstoð. Nú sneru roeon sér að því a'ð ná í sumarsegl úr stíu undir þiljum og þræða þau á festing- ar. Var það verk bæði erfitt og hættulegt, því að sjór var úf- inn og þungur vindur. Skipið valt enn stjórnlaust og gekk sjór yfir dekkið. Var unnið af kappi, því að skipið bar óð- fluga að landi. En klukkan fjögur eftir miðnætti var það þó komið undir segl. í ljós kom þá að áttavitinn hafði ruglazt, en þó var siglt eins og hægt var suð til vest í hvössum beiti- vindi. Fór skipstjórinn síðan upp í mastur, þótt rá væri brot in. Eftir röskan klukkutíma kemur hann niður og er þá glaður í bragði og segir að hann sjái litla vitann á Reykja- nesi. Taldi hann allar líkur á að við kæmumst fyrir Reykja- nesið, ef við beittum upp í vindinn og seglin biluðu ekki, því að vindstaðan væri hættu- leg, ef vindur sneri vestur. Nú var komið myrkur og enn herti vindinn. En sigling gekk vel og skipið rann svo nærri landi sem mögulegt var og inn í húllið, sem kallað var. Þá gekk v ndur til vesturs og skip sem voru austur við Suð- urland, lögðu til drifs, en veðr- ið hélzt í þrjá daga. Til Reykja víkur komum við daginn eftir. Um líkt leyti bárust þær fréttir til höfuðstaðar n.s, að enskur togari hefði fundið björgunarbát af kútter Esther og myndi skipið líklega hafa farizt. Margs var að gæta meðan skipið var á leið til lands. I káetu yfirmanna var kolaofn og í kjallara 40 lítra olíubrúsi. í stóru veltunni höfðu hringir af ofninum farið upp í rúm skipstjóra. Olian kastaðist úr brúsanum um þ ljur og gólf, og svo fossaði sjór yfir og hefur það bjargað því að ekki kvikn aði í öllu saman. Frammi í lúkar eða háseta- byrgi var heldur ekki félegt um að litast. Allmikill sjór hafði komizt þangað, þrír menn höfðu fengið taugaáfall við ósköpin og sátu eins og rol- ur. Kokkurinn sat þjáður á bekk, hafði fengið brunasár á handleggi. Þessi maður hét Þor steinn, harður við sjálfan sig og góður félagi. Þegar skipið fór stóru veltuna hafði hann verið að elda graut í stórum potti, sem var bundinn til beggja hliða. En all-t kom fyr- ir ekki og skvettist grauturinm upp úr pottinum og á Þorstein. Sjór var í flestum rúmum og nóg að gera að þrífa föt. Nú kom til umræðu, að annar yrði að taka við starfi kokksias. Yar ég dæmdur í það starf, en Þorsteinn lofaði þó að leiðbeina mér. Eg var því kokkur á þess- ar. heimsiglingu og satt að segja var ég hálfmóðgaður, því að mér fannst ég hafa staðið mig heldur vel að klifra um rriöstur og reiða, enda var ég léttur á mér, 19 ára strákling- ur. Ekki höfðu önnur slys orð ið á mönnum og skein gleðin af andlitum allra á le'ðinn' heim. Var mönnum orðið glaðara í geði og kom fram sú tillaga að syngja sigurljóð við grautar- pottinn, ef nýi kokkurinn gæti eldað góðan rúsínugraut. For- söngvari var Þóröur Bjama- son, náinn frændi Páls ísólifs- sonar. Hann var lærður mað-ur og góður drengur. Við komum til Reykjavíkur síðari hluta dags þann 11. apríl. Fæstir báru kennsl á Esther, því að al'lt var nú með öðrum brag en hafði verið, þegar við lögðum frá landi. Við köstuð- um akkerum suðaustur af Ör- firiöey, sunnan við núverandi skipaleið. Fóru menn síðan land og urðu fagnaðarfundir og þóttust menn hafa okkur úr helju heimt. Pétur Thorsteinsson útvegaði menn og búnað til viðgerða. Efni var flutt út í skipið og unnið af kappi. Vann skips- höfnin einnig að lagfæringum. Var unnið látlaust í fjóra sól- arhrimga og síðan ákveðinn brottfarardagur. Þá var komið gott veður og aðeins austan- kaldi en blíða var um lög og láð og ferðahugur kominn í aflamenn . Ég minnist þess, þegar ég gekk til starfa þann morgun, 16. apríl, að veðrið var yndis- legt, en mér þótti eitthvað dul- arfullt að horfa til lands. Efst við steinbryggjuna hafði verið komið fyrir háum staurum og milli þeirra var verið að klæða þverrár. Það var eimhver stór- hátíð í nánd. Fánar voru dregnir að húni. Öll vinna lagð ist niður og Reykjavík færðist í hátíðabúning. Hvað var um að vera? Engar fréttir höfðu borizt nema um ægilegt strjð úti í heimi og þýzkir kafbátar voru tiðir vágestir við íslands- strendur. Menn veltu þessu fyrir sér, sumir fóru að blaða í almanak , aðrir kunnu fingra- rím. En allt kom fyrir ekki. Loks kom skipstjórinn okkar um borð. Og meira að segja sparibúinn. Dundu nú spurn- ingar á honum. Hann svarar: „í dag er stórhátíð. Við förum ekki fyrir hádegi. En tilefni þessarar hátíðar er að fyrsta hafskip íslendinga, Gullfoss, er að koma á höfnina og þáð er ástæða til að fagna því.“ Sjáum við skömmu síðar, hvar Gull- foss er kominn inn að bauju með bátaflotann, sem farið hafði 11 móts við hann og er „íslend ingur“ fremstur. Létu þeir akkerin falla í sjóinn, svo sem 40—50 metra frá okkur. Stóð áhöfnin á Esther, 28 menn, stafna á milli og þegar Gulifoss lét akkeri falla tóku allir ofan höfuðföt. Síðan var hrópað ní- falt húrra á öllum flotanum. Segir skipstjóri okkar: „Nú hefur éinn af framtíðardraum- um íslenzku þjóðarinnar rætzt.“ Ráðherra landsins, Sigurðúr Eggerz gekk á stjórnpall Gull- foss og hélt snjalla ræðu, sem við heyrðum glöggt. Að henni lokinni var klappað og hróp- að húrra. Við sáum að mann- fjöldi var á steinbryggjunni og hafði breiður borði verið strengdur yfir hana þvera og stóð letrað á honum „Velkom- inn Gullfoss". En það sem jók enn á gleðina og metnað manna var að á Gullfo9si sáust ekki málaðir danskir fánar. Sú frétt barst, að daginn áð- ur hefði skipið kom ð upp und- ir Vestmannaeyjar og skips- menn málað yfir dönsku fán- ana. Það fylgdi sögunni, að ráðherra hefði lagt nýtt fána- lagafrumvarp fyrir konung ís- lands og Danmerkur en fengið neitun. Var sagt að S'gurður hefði móðg’azt og tekið glaður þátt í því að danski fándnn sæ- isit ekki á síðum skipsins, sem hann var farþegi á. Þá þótti og gleðilegt að flestir skip- verjar voru íslenzkir. Koma Gullfoss til Reykjavíteur 16. apríl 1915 var flestum minnés- stæ'ður atburður og mikil há- tíðeisitiumid. Bækur frá Ivar Lo- Johansson: Elektra Kvinna ár 2070. Roman. Albert Bonniers förlag. • Stockholm 1967. Ivar Lo-Johansson hefur ver ið virkur rithöfundur í tæp fjörutiu ár og í Svíþjóð er nýj- um bókum frá hans hendi ætíð tekið með eftirvæntingu. Þessi bók, skáldsagan um fram- tíðarkonuna, Elektru, gerist á næstu öld, nánar tiltekið eftir rétt hundrað ár. Hún er frá- brugðin ýmsum framtíðarsteáld sögum að því leyti, að í þessari sögu ríkír bjartsýni um það sem framtíðin ber í skauti sín.u. í skáldsögu Ivar Lo- Johanssons hefur verið tekið fyrir styrjaldir, offjölgunar- vandamálið hefur verið leyst og hungrið og húsnæðisskort- urinn eru ekki heldur vanda- mál í þessari sögu. Sagan hefst á því, að fimmtugur maður, Peter Bly að nafni, hefur verið svæfður með vísindalegum að'ferðum árið 1970, en nú vaknar hann af svefni sínum réttum hundrað árum síðar. Jafnframt er hon- um veitt sú náð að lifa einn mánuð í nýja heiminum. Hann er starfsamur og forvitni hans um mannlífið er mikil. Einkum leita þó sjö spurningar á huga hans, hvað tækniframförum sé komið, hvernig menn elskist, hvernig styrjöldum hafi verið útrýmt, hvað títt sé um Guð, dauðann, lífshamingjuna og líf skáldanna. Höfundur gefur hugmynda- flugi sínu lausan tauminn, en heldur skáldsögunni þó innan trúlegs ramma. Er tæknifram- förum lýst á lifandi hátt, en það miðlæga í verkinu er þó manneðlið eins og það hefur þróazt á þessum hundrað árum. Ástin til konunnar, sem Peter Bly hittir og ástin til jarð.ar- innar skipa hér mikið rúm. I augum Peter Blys verður ástin spurning um tilgan.g lífs- ins. Hann verður gagntekinn af ást ti,l Elektru, konu þess tíma, sem hann vaknar ti'l. Hún á ekkert skylt við aðrar Elektrur og stendur ekki í neinu sambandi við Evripídes. Þrjár nætur unnast þau, en þá er tími Peters liðinn og hann verður að hverfa aftur in.n í veröld skugganna. Ivar Lo-Jolianssons: Martyr- erna. Passionerna. Albert Bonniers förlag. Stockholm 1968. I þessari bók Ivar Lo- Johanssons eru tuttugu sögur, sem eru nokkuð sín úr hverri áttinni. Seilist höfundur víða í efnisöflun sinni, allt frá Colosseum hinnar fornu Rómair til Maríutorgsinjj í Stotekhólmi samtímans. Flestar eiga sögunnar það saimeiginlegt, að þær taka til meðferðar sjálfspísliir ýmsar, Bonniers sem menn leggja á sig, eða þá píslir, sem aðrir menn gera söguhetjunum að þola. Kemur fram hjá höfundi, að hvort seim um sjálfspíslir eða pyndingar sé að ræða, sé hugmyndaauðgi þeirra, sem að slíku standa, nær taikmarkalaus. Birtist þetta með eftirminnilegum hætti í mörgum sagnanna. Nöfn einstatera sagna geta gefið nokkra hugmynd um inn tak þeirra og fjölbreytileik bókarinnar. „Píslarvottarnir" heitir sú fyrsta, en siðar koma sögur eins og „Ungfrúin hvíta“ og „Nótt heilagrar Birgittu,“ „í fangabúðunum," „Fátæki presturinn og brennivínskóng- urinn,“ „Saga Lappans," „Á elliheimilin.u“ og svo mætti lengi telja. Minni sumra sagnanna eru söguleg, önnur gera grein fyrir högum minnihlutahópa eða ann arra olnbogabarna þjóðfélags- ins, en öllum er þeim það sam- eiginlegt að draga upp lifandi myndir af viðfangsefni höfund ar hverju sinni. Ing-Marie Eriksson: I Getsemane. Roman. Albert Bonniers förlag. Stockholm 1968. Ing-Marie Eriksson er ungur skáldsagnahöfundur. Kom fyrsta bók hennar, Mrit, út ár ið 1965, en vakti þá meiri at- hygli en títt er um fyrstu bæk- ur höfunda. Var haft á orði í Svíþjóð um þær mundir, að fá- ar frumraunir hefðu hlotið jafn jákvæðar undirtektir þar í Landi í seinni tíð og Mrit hlaut. í þessari nýju skáldsögu Ing-Marie Eriksson, I Getse- manie, er þjániinig maninsiins miðlægt þema, þjáningin eins og hún líbur út í augum annarra. Þorpskonan Magdalena er sögð hafa lifað ævintýralegu lífi, en hún hefur einnig fengið að finna smjörþefinn af fátækt og erfiði. Þungbærasta reynsla hennar er þó, er einn sona hennar, Geong, er sleginn dul- arfulilum sjúkdómi. Þegar lækn inum tebst að lokum að gera sjúkdómsgreinin.gu, er orðið um seinan að hafast nokkuð að. Þorpsbúar eru gagnteknir ótta og samúð, en tilfinningar þeirra leita útrásar á fruanstæð- an hátt. Þannig telur amma sögumanns, að Georg sé fórn- arlamb og sjúkdómur hans eigi að friðþægja fyrir allt illt, seim aðrir hafa gert, svo að þeir geti öðlazt fyrirgefningu. Á þann hátt fser líf hans tak- markalaust gildi. í augum ann- arra er hann örkumlamaður, sem nýtur forréttmda, svo sem þeirra að fá að lesa og tefla að vild. Bók Ing-Marie Eriksson „I Getsemane fjallar um þun.g- bæra þjáningu, en er þó jafn- framt þrungin hlýju og djúpri samúð með þeim, sem fátækt og umkomuleysi hrjá. 9. áigúst 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.