Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Blaðsíða 6
 EIN SJÓFERÐ Á ; t „KIJTTER Jh ESTHER66 í APRÍL 1915 Eftir Enok Helgason Skútumynd. Þótt margháttaðar breyting- ar hafi orðið á atvinnuháttum íslenzku þjóðarinnar frá alda- mótum hefur breytingin orðið mest að því er að sjósókn lýt- ur. Þjóðskáldin kváðu dug og djörfung í alla áhugamenn; við þyrftum að eignast stærri skip til að geta sótt þorskinn utar. Þá réðust dugnaðarmenn í skútukaup, aðallega frá Skot- landi, en einnig frá Englandi. Þeim var siglt hingað heim og gerðar út á handfæri. Þessum skútum fjölgaði furðufljótt í stóran flota. Mörgum þótti sú sjón tilkomumikil að sjá flotann sigla undir þöndum seglum til og frá Reykjavík, en hún var heimahöfn flestra. Skútuöldin er venjulega tal- inn fyrsti fjórðungur aidarinn ar, en síðan varð önnur mikil- væg breyting, þegar togararnir komu til sögunnar og vélar voru settar í skúturnar. Skútuöldin var ekki átakalaus tími. Marg- oft reyndi á hyggindi, krafta og þor áhafnar, ekki hvað sízt stjórnendur. Þó var sótzt eftir að komast í skipsrúm á skút- unum og þóttust þeir meiri eft- ir, sem tækir voru á skúturn- ar. Þarna var í rauninni keppni um, hver drægi fiskana flesta, því að helming áttu þeir sjálf- ir, en skútan hinn helminginn. Það var kallað hálfdrætti. Þeir sem heppnir voru og fengsælir nutu oft betri kjara hjá útgerð- inni og voru þeir eftirsóttir í skipsrúm. Skúturnar voru flestar innan við 100 tonn, og höfðu aðeins segl sem hreyfiafl. Þeim þurfti að beita af gát og hyggindum í vondum veðrum á vetrarver- tíðum. Enn lifa í minningum at burðir um mannskæð slys, þeg- ar skútur fórust með allri áhöfn, 25—30 mönnum. Þá var þjóðin öll harmi lostin og menn sýndu samúð sína í kær- leiksverkum. En svo var þó fyr ir að þakka, að oftast fór allt vel, þótt stundum væri teflt í tvísýnu og mjóu mætti muna. Ég ætla nú að segja frá einni sjóferð á skútu frá Reykja- vík. Þótt liðin séu 55 ár er hún mér enn í minni. Það var fyrri hluta apríl- mánaðar árið 1916, að skúturn- ar höfðu verið að fiska á hand- færi suður í Eyrarbakkabugt, við hraunkantinn sem er kall- að svo. Höfðu þær aflað dável. Skip það sem ég var á hét Esth er R.E. 81, eign Péturs Thor- steinssonar, sem oft var nefnd- ur Bíldvdals-Pétur. Skipið var gott, vel búið seglum. Skips- höfnin var 28 menn. Yoru þeir allir úrvalsmenn og prúðmenni hin mestu. Við sigldum frá Reykjavík í austankalda og var förinniheit ið austur fyrir Reykjanes. Vanalega var vöktum skipt, er siglt var úr heimahöfn. Nefnd- ist þá stjórnborðsvakt —henni stýrði skipstjóri — og bakborðs vakt og stjórnaði stýrimaður henni. Dagvaktir voru frá kl. 12 á hádegi til kl. 7 að kvöldi, síðan tók við kvöldvakt frá klukkian sjö til miðnættis og Skipstjórinn Guffbjartur Ólafsson. næturvakt eða hundavakt frá 12—4 og stutta vaktin frá 4—7 að morgni. Allir gengu vakt- ir nema matsveinninn, sem fékk að sofa um nætur. Fyrir skipiniu réð umgur dug- mikill skipstjóri og kom í ljós að honum fylgdi einstök gæfa„ sem varð einnig öðrum til happs, og var lán hans svo mik ið að undrun sætti. Þessi skip- stjóri var Guðbjartur Ólafs- som, síðar forseti Slysavama- félags ísiands. Aðrir skipverj- ar voru úr Reykjavík og af Akranesi, allt góðir sjómenn. Skipið sigldi nú sína leið suð ur fyrir Reykjanes. Austankald inn ekki beið, öslaði sjór um borð til hlés. Ég man það nú, að margt var 'Sagt í myrkri vetrar, þá var kalt. Við sem höfðum hundavakt, hugsuðum fátt, en heyrðum margc. Eftir að ég hafði staðið við stýri, skipstjóra til aðstoðar og notið tilsagnar að lesa á átta- vita, gekk ég fram á skipið. Heyri ég þá, að Steinn Einars- son úr Vesturbænum, skip- stjóralærður, segir við Ingvar Þorsteinsson af Grettisgötunni: „Af því að þú er álitinn greind astur okkar og maður draum- spakur, langar mig að segjaþér drauim, sem veldur mér nokkr- uim áhyggj uim. Mér rarnn í brjóst nú á kvöldvaktinni og dreymir mig að ég þykist koma upp úr lúkarnum og er veður bjart. Sé ég ókunnan sjómann standa við afturmastrið og horfa í seglin og ber hann hönd á sjóhatt sinn og er áhyggjufullur á svip. Því næst gengur hann að bátnum okkar, tekur með hendi á borðstokkinn, eins og hann vilji hrista bátinn, en ekki hreyfðist hann þó. Þá hristir maðurinn höfuðið og bendir á stórseglið. Mér féll ekki útlit mannsins í geð, þótt gervilegur væri hann. Aldrei þóttist ég hafa séð hann fyrri. Og hversu segir þér nú hugur um þennan draum, segir Steinn við Ingvar. Hann hugsar sig um og segir: „Ég hef verið sannfærður um að þetta skip væri happafleyta, við höfum góðan skipstjóra og stjórnsemi öll er í bezta lagi. Að auki er valinn maður í hverju rúmi, skipið nýtt og traust. Þótt eitthvað komi fyr- ir okkur hef ég þá trú, að allt fari vel. Þó bendir draum- ur þinn til, að einhver sé með okkur um borð, líkast tii fram- liðinn sjómaður. En góður hug- ur gerir aldrei mein. Næsta morgun vorum við kominir anstur á Selvo'gisbanika. Þar var fjöldi seglskipa frá mörgum þjóðum, en fallegastar þó'ttu mér frömskiu s'kúturnar, sem allar voru hvítmálaðar og mieð fjölbreytileiguim seglabún- aði. Við kiomumst fljótt í fisk og að kvöldi var koimi'nm góður afli uim borð. Þá var farið í að- ger'ð og saltað í lest, og fylgd- ist sikipstjóriinm gaumigæfileiga með því hvernig staflað væri í lestina; einn stafli þvert yfir lestina, en ekkert í hliðarstíur. Því náði staflinn upp undir dekk og var lestarlúgum lokað vandlega. Þá var tekið að storma á austan og sjó farið að þyngja. Eftir næturvaktina var lok ið við að gera að fiskinum, gengið frá lúguopum og tunn- ur og pokar bundnar kring- um bátinn. Færin voru bund in við borð=tokkinn og öllu hag rætt sem bezt til að vera við öllu búinn Síðan kom stutta vaktin frá klukkan 4—7 og þá stiórmborðsvaikt. Nú hafði hvesst á suðaustan og sjólag versnaði mjög. Skipstjóri af- réð að leggja skioinu til drifs. eins og kallað var. Við hag- ræddum seglum samkvæmt því — minnkuð segl og d,-egið inn skaut með fokkuna hakk. dreg- ið yfir kannana, en þa/5 var niðurganga í lúkar og káetu. Nú var farið að birta af degi. Þá komu fvrstu menn upto á dekk og gætt.u að bví, sem gert hafði verið til að skinið gæti mætt drift. sem svo var kall- að. Stýri var bund'ð uno í borð og s°glum °nn bet.ur hag- rætt. I hetta s;nn atvikaðist svo. að St°;nn E’narssnn var að hagræða trostunnu. sem hann átti og hafðí bund’ð við biöreunarnát.'r'n e" stóð í fest- ingu aftur af stórmastrinu Er hann hefur lokið bví og l'tur u.pp. sér ha.nn. ofriaiháa öldu líða að skipinu, hrekkur við og 6 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. ágúst 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.