Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Qupperneq 11
1946, 70. bls.: „Svar Halldórs við beiðni konungs verður líka með þeim brag hjá Grími, að ókunnur lesandi hlýtur að álíta það haft eftir heimildinni með slakri samvizkusemi.“ — í kvæðinu Á Glæsivöllum er Grími kuldi ofarlega í huga: hirðvistin er köld, viðmót kon- ungsmanna kaldranalegt og konungur sjálfur kaldur und- ir niðri, þótt hann sé kurteis og hýr á yfirborðinu: „Goðmundur kóngur er kurteis og hýr, yfir köldu býr; —“ segir hann í upphafi fjórða er- indis. Og í síðasta erindi kvæð- isins lýsir hann þeim ískulda, sem frá konungsmönnum staf- ar, með eins nöprum saman- burði og unnt er: „Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á; en kaldara uind rifjuim er konungsmönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp ég.“ Þessi lýsing mundi vel hæfa frásögnum af hirðlífi þeirra einvalda sem sprottið hafa úr jarðvegi okkar aldar, svo af- dráttarlaus vottur sem hún er 'um miskunnarleysi valdabar- áttunnar. Hemra var svo níst ingsköld, að þegar hljóp drep í það, sem í henni vöknaði. Um það segir svo í Þorsteins þætti bæjarmagns: „Ríða þeir nú til árinnar, var þar eitt hús, ok tóku þeir þar önnur klæði, ok klæddu sik og sína hesta; þau klæði voru þeirrar náttúru at ekki festi vatn á þeim, en vatn- it var so kalt, at þegar hljóp drep í, ef nokkut vöknaði.“ Næðingurinn sem lék um kon- ungsmennina í Kaupmanna- höfn hefur áreiðanlega átt sinn þátt í að kalla fram þennan kaldranalega samanburð í lok kvæðisins, þótt ekki sé ástæða til að gera meira úr honum en efni standa til. Sá, sem yrkir ljóðið um Goðmund á Glæsi- völlum, er ekki einungis þreyttur diplómat og stjórn- málamaður, heldur einnig — og ekki síður — skáld. Of bók- staflegur samanburður á kvæð- inu og reynslu Gríms sjálfs get ur leitt út í öfgar og raskað réttu mati. Þó að leyfilegt sé að skoða líf Gríms í ljósi þess, er hitt rangt að draga of víðtækar ályktanir af því. Að vísu erþað uppgjör, en að því leyti afstætt eins og allt annað að það túlk- ar tilfinningar skáldsins á þeirri stund sem það er ort. Það er ort á erfiðum tímamót- um í lífi Gríms, þegar sársauk- inn er öðru yfirsterkari. En þá ber þess eiininig að geta að hvorki hann né aðrar truflanir á tilfinningalífi Gríms setja kalda íhugun hans og skyn- semi úr skorðum. Með það í hiuga miá leglgja út af ljóðiniu einis og gert hefur verið. XXX Á Glæsivöllum var fyrst prentað í Þjóðólfi 21. des. 1875 eða um það bil tíu árum eftir að það var ort. Næst kom kvæðið svo út á prenti í 3. út- gáfu Snótar árið 1877. Skáldið hefur því haft nægan tíma til að íhuga efni þess og afstöðu. Athyglisvert er að í þessum prentuðu gerðum kvæðisins eru erindin ekki nema sex. Síð- asta erindið vantar í þær báð- ar. Grímur bætir því ekki við, fyrr en hann lætur prenta kvæðið í fyrstu ljóðabók sinni, sem gefin va-r út í Reykjavík 1880 og nefndist Ljóðmæli. Erfi-tt er að segja um, hverj- ar orsakir eru til þessa, en þó má láta sér detta í hug, að Grímur hafi ekki viljað segja hug sinn allan, — ekki fund- izt tímabært að gefa þegar í stað vísbendingu um tilgang hans með kvæðinu. Þó er hugs- anlegt, að han-n hafi breytt af- stöðu sinni til kvæðisins síðar og fundizt það til þess fallið að túlka reynslu hans og við- horf til efnisins, sem það fjall- ar um. Er það þó fremur ósennilegt vegna þess, hvernig Grímur velur söguefnið og mótar, í þeim tilgangi að lýsa dönsku hirðinni og stjórn- málum þar í landi'. Öll gerð kvæðisins sýnir að skáldið hef- ur skoðað endinn í upphafi. Þeir, s-em ókunnugir voru söguefnínu hafa lesið kvæðið í Þjóðólfs- og Snótarútgáfunni í þeirri bjargföstu trú, að sögu- þráðurinn væri þræddur af stakri samvizkusemi. En eftir að síðasta erindinu var bæ-tt við í Ljóðmælunum 1880 og skáldið tekur af sér grímuna, gegnir allt öðru máli. Nú sér hver maður, að eitthvað býr hér undir, fyrst G-rímur sjálfur stigur fram á sviðið sem þátt- takandi í hirðlífi Goðmundar kóngs og því „gráa gamni“, sem þar tíðkast. Kvæðið verð- ur á óvæntan hátt vísbending um, hvernig lesa skuli í málið í ljóðum hans af svipaðri gerð. Aðrar breytingar, sem Grímur gerir á kvæðinu, eru fremur litlar. í Þjóðólfi og Snót er niður- lag fimmta erindis svo: — „í góðsemi vegur þar hvor annan.“ En í Ljóðmælunum 1880 er þetta vísuorð á þessa leið: — ,,í góðsemi vegur þar hver annan.“ í tveimur fyrstu gerðum kvæðisins er næstsíðasta vísu- orð sjötta erindis á þessa leið: — „en þegar brotna hausar og blóði litast storð,—“ í Ljóðmælunum 1880 er þetta vísuorð þannig: „en þegar brotna hausar og blóðið litar storð,—“ Hér er breytingin til þess gerð að st í litast og storð falli ekki saman. Breytingin er ekki mikilvæg, en þó til bóta. Hún sýnir að Grími var annara um endanlega gerð Ijóða sinna en sumir hafa haldið fram. — xxx Heldur fékk Grímur það orð af samtíðarmönnum sínum, að hann væri bæði stirðkvæður og ósmekkvís og í kvæðum hans fyndust jafnvel braglýti, sem leir- og rímnaskáld þeirra tíma hefðu varla gert sig sek um. Nú er að mestu litið fram hjá þessu og hitt dregið fram sem sker sig úr að listfengi og per- sónulegri efni-smeðferð. Grímur treður nýjar slóðir. Gamalt söguefni vekur honum nýja reynslu. Söguljóð hans eru ekki endursögn, heldur upplif- un. Því ber þó ekki að neita, að Grímur átti í erfiðleikum í ljóðagerðinn'i. Hann var stirð- kvæður, hafði mikið fyrir ljóð- um sínum. Þau voru honum fremur ásetningur en ástríða. Þau komu samtímamönnum hans til að efast um skáldgáf- una. En þeir, sem hann höfð- aði til á annað borð, litu fram- hjá agnúunum. Jón Þorkelsson segir í ritgerð sinni um Grím Thomsen í Andvara 1898: „Prýði rims, höfuðstafa og stuðla er ekki gætt að sama skapi sem afls og fegurðar í máli, jafnvel ekki altjend, þar sem hverjum óvöldum og ómerkum hagyrðingi gæti ekki fatazt. Er þetta alveg einkenn- andi fyrir Grím, og því hafa sumir kallað, að honum væri ekki sýnt um form kveðskap- ar.“ Og enn segir hann: „Það er að vísu satt, að „fyrstu staf- rófsreglur" í íslenzkum kveð- skap eru þær, að gætt sé ríms, stuðla og höfuðstafa, en þar með er „formsins lögum“ ekki nærri fullnægt. Væri það svo, þá væru líka rímurnar með öll- um sínum hortittum og smekk- leysum eitt af því fullkomn- asta að formi, sem til er.“ Grímur fékk gjarna að finna rækilega fyrir þessum misbresti í ljóðagerð sinni. Þegar hann hafðá g-efi'ð út Ljóðmæli 1880 réðust t.veir íslenzkir fræði- menn á hann, sem báðir voru skáld og sæmilegir smekkmenn á bókmenntir. En tilburðir þeirra keyrðu svo úr hófi að augljóst var að báðir þóttust eiga Grími grátt að gjalda. Enda var það svo. — Þessir menn voru Jón Ólafsson, al- þingismaður og ritstjóri, og Eiríkur meistari Magnússon í Cambridge. Jón var andstæð- ingur Gríms á þingi, en Eirík- ur hafði orðið fyrir barðinu á gagnrýni Gríms í Fróða, 6. sept. 1886, þar sem hann skrifaði ritdóm um þýðingu Eiríks á Storminum eftir Sihafce-sp©are undir dulnefninu „Ariel“. Klykkir Grímur þessum rit- dómi sínum út á þann hátt, að fátt sé meistaralegt við þessa þýðingu nema það „að hún sé gerð eftir meistara Eirík.“ Slík viðbrögð kölluðu auðvitað á andsvar. Það er gömul saga og ný. Ritdómur Jóns Ólafssonar uim Ljóðmæli Gríms birtist í Skuld 12. marz og 21. maí 1881. Fer hann þar ómjúkum orðum um hvert kvæðið á fætur öðru og lýkur raunar ekki lofsyrði á neitt kvæði í bókinni nema Á Glæsivöllum. Honum farast svo orð um Ijóðið: „Svo kemur gim- steinninn í allri bókinni: „Á Glæsivölium.“ Hvert skáld mætti vera stolt af að hafa orkt þetta kvæði. í staðinn fyrir: „Þegar brotna hausar og blóð- ið litar storð“ verðr að lesa: „Þegar hausar brotna" o.s.frv. og verðr þá rétt stuðlasetn- ingin. Síðasta erindinu er of- aukið, það bara skemmir kvæð- ið, enda er það ný og óheppi- leg viðbót höfundarins.“ (Neð- anmáls segi-r hann svo enn fremur: „hlýr“ (- kinn) er eigi karlke-nt orð, eins og Grímr vill hafa, heldr kynlaust (ætti því að vera: „fölt er hans hlýr“ eða „föl eru“).“ — Ritgerð Eiríks Magnússonar kom ekki út fyrr en 1887, enda var hún bein afleiðin-g þess rit- dóms Grims í Fróða 1886, sem fyrr er nefndur. Greinin heitir: Dr. Grí-mur Thomsen, ritdómari og skáld; vörn og sókn, eftir Eirík Magnús-son M.A. Er þetta nokkurra blaðsíðn-a pési. Eiríkur byrjar á því að mót- mæla gagnrýni Gríms á lélega þýði-nig-u á Storminum. Síðan færist han-n allur í aukana, snýr vörn í sókn, og hættir ekki fyrr en hann þykist þess fullviss að í Ljóðmælum 1880 standi ekki steinn yfir steini. Hefur hann augsýnilega haft ritdóm Jóns Ólafssonar sér til hliðsjónar, enda má segja að ekki hafi af veitt. Meistari Eiríkur heggur auð- vitað helzt að Grími, þar sem hon-um finnst hann liggja bezt við höggunum. Hann færir sér í nyt til hin-s ítrasta þá brag- galla, se-m hann sér á kvæðúrn Gríms, og segir m.a. um þessi formlýti: „Yfir málinu hefir Doktorinn eiginlega ekkert vald. Maðr sér hann alls stað- ar í ósjálfbjarga baráttu við rímið, og það leggr tíðast á skáldið þann læðing, að hann fær sig ekki hreyft til annars, enn að böggla hugmyndunum rétt einhvern veginn inn undir þess boð og bann. Þar af leiðir allskonar villur í hugsun og máli.“ Og enn fremur segir hann í niðurlagi ritgerðarinn- ar að „enginn mundi trúa því, og þó er það satt, að í þesisum 46 smákvæðum eru yfir þrjú Hundruð bragarlýta! —“ Og á Glæsivöllum fær ekki betri við tökur en annað í bókinni. „Hjá Goðmundi á Glæsivöllum kenn ir þeirra undra, að fuglinn „Óminnishegri" og illra hóta norn (=norn, sem ilt býr í skapi), „þruma undir niðri í stiklunuim,“ þ.e. hímia niði'i á botni í mjaðarhornun-um undir mungátinu!!! Þetta mun vera sú amböguleglsta mythologi, sem enn hefur heyrzt. í brosi Goðmundar þessa „svigna feiknstafir." Hvað slíkt eigi að þýða, sést ekki, nema hvað alt sambandið bendir til, að það sé eitthvað ekki gott. Þetta er einn af þeim mörgu stöðum, er leyndardómr lokleysunnar á að gefa svo sem óútgrundanlega tignarlegan spekingssvip. Hirð líf Goðmundar þessa hefir ver- ið hið þjösnalegasta skræl- ingjafar og dónaskapr, sem nokkurn tíma hefir óprýtt mannlega sambúð. Svo er að sjá, sem skáldið sjálft hafi orð- ið að ala einhvern hluta æfi sinnar í þessari konunglegu vargastíu. og hafi jafnan síðan dregið dám af hirðlífi Goð- mundar, því svo segist þvi, að „kalið á hjarta“ hafi það það- an sloppið." — Jón Ólafsson finnur aðeins einn braggalla á ljóðinu, meist ari Eiríkur engan, þótt hann hártogi annað í því. En hvorug- um dettur í hug að lýsa að- ferð skáldsins, þar sem and- stæðurnar vega salt á einu litlu orði í öllum erindunum. Þetta orð er en. Andstæðurnar eru dregnar upp skýrum stöf- um og magna áhrif kvæðisins. Um hlutverk gagnistæðisteng- ingarinnar en í ljóðinu, sem kemur fyrir í lok hvers erind- is farast Sigurði Guðmunds- syni orð á þessa leið i Samtíð og sögu, 3. bindi: „f fyrstu vísuorðum 1. erindis er kveðið um glæsileikann á öllu við hirð Goðmundar, höfðinglegar veit- ingar, gömul vín, dýran borð- búnað, kurteisi í háttum, hve margt sé til gleðskapar og skemmtunar. En í fjórða vísu- orði flestra erindanna og í 5. vísuorði 1. erindis kemur í byrj un þeirra gáfaðasta orð ís- lenzkrar tungu, gagnstöðuteng- ingin „en“, og í þeim birtist, hve görótt og rotið er undir gljáanum." — xxx Á Glæsivöllum er ekki aðeins þaulhugsað Ijóð að efni, held- ur allri gerð. Það er ekki ein- ungis minnisvarði um reynslu Gríms Thomsens og óvenjulega vist gáfaðs íslendings í heimsglaumi höfðingja, heldur gott dæmi um listræn tök og sjálfstæð vinnubrögð eins sér- stæðasta skálds á tungu okkar. En fyrst og síðast er það reynsla í sjálfu sér. Sem slíkt á það enn erindi við okkur á sama hátt og líf skáldsins og störf. Það er vaxið úr jarðvegi sem einn er þess megnugur að fóstra fyrirheit okkar og fram- tíð. Það vísar veginn, sýnir hvert við eigum að sækja aflið i þá menningu sem nú er í deiglu hér á landi. Þá er gott að hafa í huga að sá sem var „eitt bezta og rammíslenzk- asta skáld, ekki einungis á síð- ustu öld, heldur um allar ald- ir íslandsbyggðar" hafði einn- ig nánari kynni af alþjóðlegum menningarstraumum en aðrir ís lendingar um hans daga. f skáldskap Gríms Thomsen renna þessar meginelfur í einn farveg. Rammíslenzk hefð og alþjóðleg menning eru ekki andstæður í verkum hans, heldur greinar á sama stofni. Það var því engin tilviljun að ljóð hans og líf væru Bjarna Benediktssyni ofarlega í huga. 9. ágúst 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.