Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1970, Page 8
GRETA Grefra Garbo kom til Holly- wood árið 1925, þegar fjörið í þessari miklu kvikmyndaborg stóð sem hæst. Risakvikmynda- ver á borð við Metro-Gold- wyn-Meyer, Warner Broth- ers og Paramount voru þá þeg- ar tekin að framleiða „stjörn- ur“ ofan í hungraðan lýðinn. Þegar var farið að verja geysi- fé til auglýsinga á stjörnunum og myndum þeirra. Þegar áhorf endur tóku við sér var sagt, að ný stjarna væri borin í heim- inn. Oft féllu stjörnurnar ágæt- lega að hlutverkum sínum ut- an sviðs. Douglas Fairbanks lék vígdjarfar hetjur í mynd- um sínum og var sjálfur róman tískur ofurhugi. Humphrey Bogart var að vísu ekki alveg jafn harður af sér og þeir kappar, sem hann lék á hvíta tjaldinu, en þó var margt líkt með honum og hlutverkum hans. Gary Cooper var „sterk- ur og þögull" jafnt í myndum sínum, sem utan þeirra. Kathe- rine Hepburn lék gjarn- an viðkvæmar, tilfinninganæm ar, greindar og brjóstgóðar konur og þannig var hún einn- ig sjálf. Á hinn bóginn gat munað miklu, að leikarar stæðu und- ir hlutverkum sínum í hinu dag lega lífi. Theda Bara, fyrsta mannskæða glæfrakvendi hvíta tjaldsins, var geðsleg gyðinga- stúlka fró Cincinnati, sem aldrei gerði nokkrum manni miska, nema í kvikmyndum. Eft ir að hún hafði reynt með litl- um árangri við annars konar hlutverk hætti hún kvik- myndaleik og gerðist húsmóðir og eiginkona. Rudolph Valen- tínó var einfaldur, ítalskur stráklingur, sem reyndi að standa í stykki hins mikla elsk huga, sem hann lék í myndum sínum, og það varð honum að fjörtjóni. Kvikmyndirnar voru enn þöglar, er hér var komið sögu, en þær höfðu þegar náð al- þjóðahylli, útbreiðslu og áhrif- um. Charlie Ohaplin var eftir- lætisgamanleikari alls heimsins. Mary Pickford var „kærasta Ameríkiu“, ein vinsœldir henn- ar náðu langt út fyrir mörk Bandaríkjanna. Gloria Swan- son var ímynd hinnar fáguðu konu (hún fullkomnaði hlut- verkið með því að giftast ekta markgreifa). Greta Garbo var mikið ný- næmi í Hollywood. Hún var há vexti og herðabreið, en á þess- um tíma voru kvenstjörnur yf- irleitt smáar vexti og fínlegar. Hún var dapurleg og hlédræg í framkomu, þegar allir aðrir gengu um með málskrúð og handaslætti og höguðu sér yfir leitt eins og þeir ættu allan heiminn. Kvikmyndajöfrarnir gerðu sér þess ekki þegar í stað ljósa grein, með hverjum hætti þeir gætu komið henni í verð. En lírnumar tóku brátt að skýrast. Greta kom fram í fyrstu bandarísku mynd sinni, „The Torrent" og viðbrögðin voru stórkostleg. Áhorfendur kunnu að meta þó nokkrar tegundir hlutverka, sem Greta gat leikið. í ást- arhlutverkum kom sér vel, að hún hafði jafnt andlegt sem líkamlegt aðdráttarafl, hún var kvenileg, en þó jafnframt ofur- lítið karlmannleg, og dró jafnt að sér konur og kaiia. Þó var hún jafnframt alltaf líkt og á verði um tilfinningar sínar. Hún hafði afar myndræna and- litsdrætti; fólk sá sínar eigm hugsanir og ástríður speglast í andliti hennar. Garbo endurspeglaði vel óánægju þá og vanlíðan, sem duldist undir hinu glæsta yfir- borði. Ekki leið á löngu þar til sú trú gróf um sig meðal áhorf- enda, að hún væri rómantísk, einmana og undirorpin stöð- ugri þjáningu; hún væri lífsleið kona sem léti að vísu berast með lífinu, en virtist ævinlega örvænta. Þegar þessi skoðun hafði grafið um sig á annað borð nærðist hún af sjálfri sér og dró ekki úr henni, að leikstjór- ar, aðrir leikarar, auglýsinga- fólk og blöðin, útbreiddu hana sem bezt þau gátu. Loks fór svo, að í augum almennings varð Greta og goðsögnin eitt og hið sama og verkið var fullkomn- að. X rauninni voru þau alls ekki eitt og hið sama. En mynd sú, sem almenningur gerði sér af stjörnunni varpaði slíkum skugga á upprunalegan per- sónuleika hennar, að fólk var engu nær um hann eftir en áð- ur. Hvernig fór húin að þessiu? Með því að malda í móinn í sí- fellu. Hún umgekkst fjölda fólks, en lýsti því jafnframt yf- ir, að hún mæti það ofar öllu öðru að fá að vera í einrúmi. Hún elskaði, en staðhæfði, að einun'gis væri um vináttu að ræða. Hún gerði myndir, sem allur heimurinn dáðist að, en lýsti því samt yfir, að allt þetta ylli sér aðeins sársauka, Hollywood væri listfjandsam- leg og annað í þeim dúr. Hún sigldi um heimshöfin á lysti- sin,ekikj'um,, uimikriirugd fræigu fólki og saiglðd blátt áfraim, að sér hundleiddiist. Sveigjanleiki Garbo gerði henni kleift að endurspegla hugarburði áhorfenda sinna. í þeim skilnmgi var hún eins konar viðtæki fyrir tilfinning- ar annarra. Hversdagslega virt ist hún hlutlaus og lokuð, en var í raurJnni mjög opin fyrir og reiðubúin að taka leiðbein- inigum oig S'amiaig'a siig fólki með sterkan og sviptinga- saman persónuleika. f upphafi ferils síns, árið 1923, komst hún undir áhrif Mauritz Still- ers, sem þá var fremsti leik- stjóri Svía. Og hafi nokkur uppgötvað, þá var það Stilller. Hann stóð á fertugu, er þetta var og var æðstiprestur sænskrar kvikmyndagerðar, sem þá var í miklu áliiti. Greta var aðeins sautján ára að aldri og stundaði leiklistarnám á styrk við Konunglega lei'khús- ið í Stokkhólmi. Báðir foreldrar hennar voru úr bæindiaistétt. Faðir heninar var lítt menntaður maður og stundað'i algen'ga vekamanna- vinnu í Stokkhólmi. Hann var oft annað hvort, veikur eða at- vinnulaus. Auk Gretu voru tvö börn önnur, bæði eldri og hétu þau Sven og Alva. Fjölskyldan bjó í lítilli íbúð uppi á fjórðu hæð. Umhverfið var heldur ömur- legt, en það voru leikhús ekki alllangt þarna frá. Greta fór snemma að venja komur sínar að leikhúsunum og sniglast um þau og hún lék einnig gjarnan frumsamda þætti fyrir vini og kunningja. Greta var fullvaxin tólf ára gömul og varð tíðhugsað um útlit si'tt. — Ég var hræðilega leið yfir því, hve stór ég var. Mér fannst fólk alltaf vera að hvíslast á um það, hvað ég væri afkáraleg. Faðir Gretu dó, þegar hún var fjórtán ára. Alva systir hennar fékk vinnu við vélrit- un, en Greta komst á rakara- stofu nágrennisins. Nokkru seinna fékk hún vinnu í maga- síni Paul U. Bergstroms, sem venjulega var nefnt PUB. Þar afgreiddi Greta tízkuvörur og fékk fyrir það sem svaraði tíu pundum á mánuði. Þegar Ragnar Ring, yfirmað- ur fyrirtækis eins, sem gerði auglýsingamyndir, kom í PUB að gera stutta mynd, er átti að heita „Svona á ekki að klæða siiig“, fétok Gnetia simá hliutiverk í myndinni og var það gaman- hlutverk. Seinna fékk Ring henni annað hlutverk í auglýs- inga- og áróðui'smynd fyrir 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. ágúst 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.