Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1970, Side 1
POPLIST - STOFULIST - HVERSDAGS- LIST Nútíma myndlist er lítt bundin kreddum og kennisetningum. Hún hefur snúið sér aftur að Eiiin ágætasti myndListarmaður samtímans er R.B. Kitaj. Verk hans eru í anda popstefnunnar og minna á plaköt, eins og raunar margt í myndlist síðustu ára. manninum sem viðfangsefni og opnað dyr til allra átta í óstöðvandi leit Eftir Gísla Sigurðsson Maðurinn sem yrkisefni, en meðferðin er frjálsleg. Þetta er naumast poplist, en fremur í anda súrrealismans, sem margir nútímamálarar leggja rækt við. Stundum getur þó verið svo mjótt á mununum, að erfitt er að segja um hvort popstefnan eða súrrealisminn ræður meiru. Myndin er eftir Paul Wunderlich. 1 Myndlistin hefur upp á síð- kastið verið að draga dám af óteljandi hlutum úr samtíman- um. Auglýsingar og plakatlist hafa lagt henni nokkuð til, en einnig kvikmyndir og ljós- myndatækni. Poplistin var að nokkru leyti afkvæmi skilta- málara, sem máluðu hrikalegar tertur eða hamborgara á skilt- in meðfram þjóðvegum Banda- rikjanna. Síðan kom oplistin, tilraunir með optisk áhrif af ó- þaagilegum litum og flötum, sem hreyfast fyrir augum manns. Manneskjan sjálf kom inn á sviðið að nýju, eftir að hafa staðið utanvið sem bannvara um hríð. Aðeins kjarkmenn eins og Picasso höfðu leyft sér að mála „fígúrur", meðan óhlut- læga myndlistin lagði undir sig heiminn. En smám saman komu fleiri og fleiri og hófu mann- inn sjálfan til vegs og virðing- ar. Manninn sjálfan og ekki sízt aðskiljanleg vandamál hans og aðsteðjandi ógnir. Sumir hafa haldið sig við þetta hey- garðshorn, menn eins og Fran- cis Bacon; mannheimur hans er i senn dularfullur og þar læð- ist alltaf einhver lymskufull ógn. Einhvern tíma hefði verið sagt, að slíkt væri of bók- menntalegt. En það var meðan myndlistin átti að vera flatar- kúnst og skreytingar. Uppreisnin gegn þvi viðhorfi varð mjög víðtæk. Menn heimt- uðu frelsi, einnig á þessu sviði. Og nú í nokkur ár, hefur mikill hluti myndlistarinnar í heimin- um einkennzt af tilraunum. Unga kynslóðin hefur tekið Ýktur natúraUsiui er eitt þeirra bragða, er poplistamenn beita og sést á myndinni að neðan. Hún er eftir Þjóðverjann Otmar Alt og heitir „Mótorhjólreiðamaðurinn“. j <■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.