Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 7
hún svo þreytt, að hún komst varla upp til að hafa fataskipti. Hvítur kjóll, jaðefesti, græn ir skór og sokkar. Þetta var ekki gert af ásettu ráði. Hún hafði ráðgert þessa litasamsetn ingu mörgum kiukkustund- um áður en hún stóð við gesta- stofugluggann. Það skrjáfaði lágt í krónu- blöðunum hennar i forsalnum, og hún kyssti frú Norman Knight, sem var að fara úr kostulegri, appelsínugulri kápu með skrúðgöngu af svört- um öpum eftir endilöngum fald inum og upp með opinu að framan. „Hvers vegna, hvers vegna eru miðstéttirnar svona þungar á bárunni, svona gjörsviptar kimnigáfu? Góða mín, það er fyrir mestu hundaheppni, að ég er komin hingað, Norman verndaði mig. Elsku aparnir mínir ollu þvilíku fjaðrafoki í lestinni, að allir stóðu á fæt- ur og ætluðu að eta mig með augunum. Ekki hió fólkið, ekki var því skemmt, en það hefði mér þótt gaman. Nei, bara starði og stakk mig í gegn með augunum, hvað eftir annað.“ „En rúsínan i pylsuendanum var,“ sagði Norman og setti ein glyrni með perlumóðurumgjörð í augað, „þér er sama þó að ég segi það, Face?“ (Heima og meðal vina kölluðu þau hvort annað Face og Mug.) „Það bezta var, að þegar hún var búin að fá nóg af þessu, þá sneri hún sér að konu við hlið sér og sagði: „Hafið þér aldrei séð apa áður?“ “ „Ó, já,“ frú Norman tók þátt í hlátrinum. „Var það ekki al- veg ágætt?" En það, sem var enn fyndn- ara var, að þegar hún var kom- in úr kápunni, líktist hún raun veruléga mjög gáfuðum apa, sem jafnvel hefði búið sér til þennan gula silkikjól úr sköfnu banar.ahýði. Og raf- eyrnalokkarnir hennar voru eins og litlar dinglandi hnetur. „Þetta er ekki gott,“ sagði Mug og staðnæmdist hjá kerru Litlu B. „Þegar barnakerran er komin i forsalinn . . . en lauk ekki við tilvitnunina. Bjallan hringdi. Þetta var hinn granni og föli Eddie Warren, snögglega gripinn sál- arangist (eins og venjulega). „Þetta er rétta húsið, er það ekki?“ sagði hann biðjandi. „Ó, það vona ég, það held ég,“ sagði Bertha glaðlega. „Ég lenti í alveg hræðilegu með bílstjóra. Hann var mjög skuggalegur. Ég gat ekki feng- ið hann til að stanza. Því meira sem ég barði, þeim mun hraðar ók hann. Og í tunglskininu, þegar þessi kynlega vera með flata höfuðið beygði sig yfir litla stýrið ...“ Hann skalf og tók af sér gríðarstóran hvítan trefil. Bertha tók eftir, að sokkarnir hans voru líka hvítir og fannst þetta mjög hrífandi. „En hræðilegt," kallaði hún. „Já, það var það raunveru- lega,“ sagði Eddie og gekk á eftir henni inn í gestastofuna. „Ég sá sjálfan mig akandi gegn um eilífðina i tímalausum leigu- bíl.“ Hann þekkti Norman Knight hjónin. Sannast að segja ætlaði hann að skrifa leikrit fyrir N. K., þegar leikhúsáætlun hans yrði að veruleika. „Jæja, Warren, hvernig gengur með leikritið?" sagði Norman Knight og sleppti ein- glyrninu og gaf auganu andar taks tækifæri til að komast undir bert loft, áður en hann huldi það aftur. Og frú Norman Knight sagði: „Ó, herra Warren, en hvað þetta eru glaðir sokkar." „Mér þykir vænt um, að þér geðjast að þeim,“ sagði hann og starði á fætur sér. „Þeir virð ast hafa hvftnað svo mikið, sið- an tunglið kom upp.“ Hann sneri mögru og sorgbitnu and- litinu að Berthu. „Það er tungls ljós, veiztu það?“ Hana langaði til að hrópa: „Ég er viss um að svo er oft — oft.“ Hann var raunverulega mjög áðlaðandi persóna. Það var Face líka, þar sem hún kúrði við eldinn í bananahýðinú sínu og einnig Mug, sem reykti sígarettu og sagð: um leið og hann sló öskuna af: „Hvað dvelur brúðgumann?" „Þarna kemur hann.“ Skyndilega opnaðist útihurð- in og var jafnskjótt lokað aft- ur. Harry hrópaði: „Halló, gott fólk! Ég verð kominn niður eft- ir fimm minútur!" Þau heyrðu hann hlaupa upp stigann. Bertha gat ekki stillt sig um að brosa. Hún vissi, hvað hon- um þótti gaman að framkvæma hlutina með hraði. Og hvað gerðu einar fimm mínútur til, þegar öllu var á botninn hvolft? Hann var vanur að telja sér trú um, að þær skiptu gríðarmiklu máli. Og síðan myndi hann leggja mikið upp úr þvi að koma inn í gesta- stofuna framúrskarandi róleg- ur og stilltur. Harry naut lífsins út í yztu æsar. Ó, hvað hún dáðist að þeim eiginleika hans. Og þessi ástriða hans á baráttu, að reyna alltaf að sanna mátt sinn og megin í hverju verk- efni, sem að höndum bar, það skildi hún líka. Jafnvel, þegar það gerði hann ofurlítið hlægi- legan í augum fólks, sem þekkti hann ekki mjög vel og sem sárasjaldan gerðist. Þvi að þau augnablik komu, þegar hann var aibúinn í bardaga, þar sem enginn bardagi var. Hún talaði og hló og stein- gleymdi alveg, að enn var Pearl Fulton ekki komin. „Getur verið, að ungfrú Ful- ton hafi gleymt þessu?“ „Ég býst við því,“ sagði Harry. „Hefur hún síma?“ „Ó, þarna kemur leigubill." Og Bertha brosti með dálitlum valdsmannssvip eins og ævin- lega á meðan þessir kvenfund- ir hennar voru nýir og dular- fullir. „Hún býr í leigubílnum." „Hún hleypur í spik með því móti,“ sagði Harry kuldalega og hringdi eftir matnum. „Ljós- hærðar konur eru í mikilli hættu, hvað það snertir.“ „Harry . . . ekki,“ varaði Bertha hann við og hló til hans. Aftur kom andartak á meðan þau biðu hlægjandi og talandi, aðeins um of ánægb með lifið, aðeins of óviðbúin. Og þá gekk ungfrú Fulton inn, klædd silfurlitlu frá hvirfli til ilja og silfurbandi var bund ið um Ijóst hárið Hún brosti og hallaði ofboðlítið á. „Er ég of sein?“ „Nei, nei, alis ekki,“ sagði Bertha. „Komdu." Hún tók undir handlegg hennai', og þau fóru inn í borðstofuna. Hvað var það í snertingu þessa svala handleggs, sem blés í gleðiglóðina, sem Bertha vissi ekki, hvað hún átti við að gera og fékk hana til að blossa, blossa? Ungfrú Fulton leit ekki á hana, en hún leit líka sjaldan beint framan í fólk. Þung augnalokin hvildu á augunum, og þetta kynlega daufa bros kom og hvarf af vörum henn- ar eins og hún lifði fremur í heimi heyrenda en sjáenda. En allt í einu vissi Bertha eins og langt og innilegt tillit hefði far ið á milli þeirra, eins og þær hefðu sagt hvor við aðra: „Þú líka . . .?“ að Peari Fulton, sem hrærði í fallegu rauðu súpunni á gráa diskinum, fann einmitt til hins sama og hún sjálf. Og hin? Face og Mug, Eddie og Harry, skeiðarnar þeirra risu og hnigu, þau snertu varirnar lauslega með munnþurkunum, brutu brauðið og fitluðu við gafla og glös og töluðu. „Ég hitti hana á Alpha-sýn- ingunni, sú er nú skrýtin. Það var ekki einungis það, að hún hefði stuttklippt sig, hún virt- ist einnig hafa tekið væna sneið af fótunum, handleggjun um, hálsinum og jafnvel vesa- lings litla nefinu.“ „Er hún ekki vellesin í Michael Oat?“ „Þeim, sem skrifaði „Ást með falskar tennur“?“ „Hann langar til að skrifa leikrit fyrir mig. Einn þáttur. Einn maður. Ákveður að fremja sjálfsmorð. Telur upp allar röksemdir með og á móti. Og einmitt, þegar hann hefur tekið ákvörðun — tjaldið. Ekki svo slæm hugmynd?“ „Hvað ætlar hann að kalla það? „Meltingartruflun“?“ „Ég held, að ég hafi rekizt á sömu hugmynd í litlu frönsku tímariti, alveg óþekktu á Englandi “ Nei, þau fundu ekki til hins sama. Þau voru yndisleg, elsku leg og henni þótti vænt um þau þarna við borð sitt og gaman að geta gefið þeim ljúffengan mat og vín. 1 raun og veru langaði hana til að segja þeim, hve dásamleg þau væru og hve fallegur hópur og hvað þau sýndust upphefja hvert annað og hve þau minntu hana á leik- rit eftir Chekhov. Harry naut kvöldverðarins. Það var hluti -— ekki beinlín- is eðlis hans og vissulega ekki tilbúinnar framkomu hans, — en einhvers í fari hans að tala um mat og stæra sig af „blygð- unarlausri ástríðu sinni á hvítu holdi humarsins" og grænum lit pistachio-íssins, — grænum og köldum eins og augnalok egypzkra dans- rneyja." Þegar hann leit upp og á hana og sagði: ..Bertha, þetta er aðdáanlega gott „souflée“,“ gæti hún hafa grátið af barns- legri gleði. Ö, hvers vegna fann hún til svo Ijúfra tilfinn’nora gagnvart öllum heiminum í kvöld? Allt var gott og rétt. Allt, sem gerðíst, virtist fyi'a gleðibikar hennar á barma. Og enn, djúpt i hugarfylgsn um hennar var nerutréð. Nú væri það silfurlimð í tungls- ljósi vesalings, cóða F.ddies, silfurlitað eins og ungfrú Ful- ton, sem sat þarna og sneri tangerinu milli gi’annra fingr- Framhaid á bls. 12. 8. nóvember 1970 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.