Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Side 13
Gömlu sundlauganiar, sem nýlega voru lagöar niður. í þær var veitt heitu vatni frá þvotta- laugunum 1907. En fyrsta hitaveitau var tekin í notkun 1930. Fyrsta hitaveitan hér á landi Eftir Helga Sigurðsson fyrruin hitaveitustjóra í Lesbók Morgunblaðsins 18. okt. s.l. skrifaði Gísli Sigurðs- son ágaeta grein um Ólafsfjörð. Þó var þar eitt atriði, þar sem rangt var skýrt frá staðreynd- um, og mig langar til að leiðrétta. Greinin hefst með þessum orð um: „I miðju bæjarins trónar skíðastökkpallurinn steinsteypt ur, en grængresi í kring. Ekki einu sinni London eða New York geta státað af þess kon ar mannvirki. Og ennþá síður gátu Iteykvikingar stært sig af hitaveitu á þeim tíma er hún var orðin staðreynd í Ólafs- firði.“ I»að er eðlilegt að liöfundi þyki mikið til þess koma, að Ólafsfirðingar skyldu verða á undan Reykvíkingum að byggja hitaveitu, eins og liann telur, en ég verð því miður að liryggja höfundinn og Ólafs- firðmga með því, að þetta er ekki rétt. Reykjavík var fyrsta bæjar- eða sveitarfélagið hér á landi, sem byggði hitaveitu. I>etta var liitaveitan frá Þvottalaugunum, sem tekin var í notkun 1930. Það fer raunar eftir því livernig hugtakið liita veita er skilgreint, livort þetta er fyrsta liitaveitan, og má því geta þess, að þegar gömlu sund Iaugarnar voru byggðar 1907— 1908 lét Reykjavíkurbær leiða þangað heitt vatn úr Þvotta- laugunum. Hér mætti eftir efninu setja punkt, eins og þar stendur, en fyrst ég er farinn að minnast á Þvottalaugaveituna, sem á 40 ára afmæli á þessu ári, þá er rétt að fara nokkrum orðum um hana og aðdraganda hcnn- er, þótt það verði ekki gert svo vel sem vert er í stuttri blaðagrein skrifaðri í fljótlieit- um. Fyrst má geta þess, að árið 1902 voru gerð mannvirki við Þvottalaugarnar til þess að bæta aðstöðuna til þvotta. Laugabarmarnir voru hlaðnir upp, galviseraðar járngrindur settar yfir þær og umhverfi lauganna lagað og snyrt, svo þægilegra væri að atliafna sig þar við þvotta. Mannvirki þetta var gert samkvæmt upp- dráttum Knud Zimsen verk- fræðings og síðar borgarstjóra. Þótt sum ibúðarhús i Reykja vík liefðu á þessum árum þvottahús með kolakyntum þvottapottum, voru þeir einnig margir, sem fóru með þvottinn inn í laugar og þvoðu hann þar. Var lionum þá ekið á milli á lijólbörum, lijólatikum eða handvögnum, en sumir báru þvottinn á bakinu. Á ófriðar- árunum 1914—18 urðu kol svo dýr, að næstum allir bæjarbú- ar notuðu laugarnar til þvotta, en kostnaður sá og erfiðleikar er fylgdu flutningi þvottsins til og frá laugunum, urðu til þess, að árið 1920 var alvar- lega farið að íhuga livort ekki svaraði kostnaði að Ieiða heita vatnið til bæjarins, og nota það þar til þvotta og baða. Þess ar athuganir leiddu til þess, að árið 1923 var bent á að nota mætti heita vatnið til upphit- nnar á liluta af bænum, sér- staklega ef auka mætti vatnið með bomnum. Árið 1926 fékk bæjarstjórn- in dr. Þorkel Þorkelsson til þess að fara til ítaliu og kynna sér árangur ítala af borunum eftir jarðhita, sem þeir höfðu framkvæmt fyrstir manna, en þeir notuðu jarðgufu til raf- orkiivinnslu og efnaiðnaðar. Árið eftir fól bæjarstjóm Reykjavíkur verkfræðingunum Geiri G Zoéga, Valgeiri Björns syni og Benedikt Gröndal að gera áætlun um liitaveitu frá Þvottalauguniim til upphitunar þriggja stórhýsa, sem þá voru í smíðum þ.e. Austurbæjarskól- ans, Landspitalans og Sund- liallarinnar auk nokkurra fleiri bygginga. Áætlun þessi lá fyr- ir í desember 1928. Fyrstu boranir eftir lieitu vatni hér á landi voru fram- kvæmdar við Þvottalaugarnar á árunum 1928—1930. Voru þá boraðar 14 holur 4 þumlunga víðar 20—“246m djúpar, en með aldýpt þeirra var 118 m. Þótt þessar holur gæfu ekki allar vatn, varð lieildarárangur þeirra þó sá, að vatnsmagnið óx um 50% upp í 15 lítra á sek. og liitinn óx um 5 stig upp í 93 stig. Um sjón með þessum borunum höfðu þeir dr. Þorkell Þorkels son og Steingrímur Jónsson raf magnsstjóri, en verkstjóri var Einar Leo Jónsson, sem síðar var bormeistari borgarinnar um áratugi. Áætlanir þrenienninganna sýndu að liér var um f járhags lega hagstætt fyrirtæki að ræða, og þegar boranir gáfu svona góðan árangur, var haf- izt handa um byggingu veit- unnar, og var lnin tekin i notkiui haustið 1930 eins og fyrr segir. Fyrstu luisin, sem liituð voru frá Iienni, voru Austurbæjar- skólinn, Landspítalinn og aðr- ar byggingar á Landspítalalóð- inni. Síðan bættust við Sund höllin, gamla Mjólkurstöðin og um 60 íbúðarhús á svæðinu milli Bergþórugötu, Laugavegs, Barónsstígs g Snorrabrautar. Þegar Laugarnesskólinn var byggður, var hann hitaður frá Þvottalaugaveitunni, og þá var lögð ný æð að sundlaugimum eftir Reykjavegi. Listasafn Ás- mundar Sveinssonar var einnig liitað frá þessari veitu og lieitt vatn var leitt í nýtt þvottahús í laugunum. Ef lýsa ætti þessari veitu að öðru leyti, þá var heita vatninu safnað frá laugunum og borliol unum og leitt eftir stálpípum i steypta þró við gafl dælustöðv ar. Dælustöðin var úr járn- bentri steinsteypu, kjallari og ein liæð. Niðri voru þrjár raf- knúnar dælusamstæður. Ein þeirra var ætluð til sumarnotk unar, önnur stærri notuð að vetrinum, en sú þriðja, jafn stór lienni var til vara. Á efri hæð voru stjórntæki og spenni- stöð. Dælunum var stjórnað sjálfvirkt frá þrýstingsmæli í Austurbæjarskólanum. Frá dælustöðinni Iá aðalæð, 7 þuml- unga víð einangruð stálpípa eft ir Þvottalaugavegi, Laugavegi, Hringbraut, (síðar Snorra- braut) og Bergþórugötu upp i Austurbæjarskóla, en frá henni greindust svo mjórri pípur I ýmsar áttir. Samanlögð Iengd götuæðanna var 4,9 km. Aðallivatamaður þess að Þvottalaugaveitan komst á var Knud Zimsen borgarstjóri, sem hafði brennandi áhuga fyrir þessu máli. Jón Þorláksson verkfræðingur og ráðherra veitti þvi einnig eindreginn stuðning. Hann ritaði ma.a. um það í tímarit Verkfræðingafé- lags Islands. Síðar, eftir að liann varð borgarstjóri, tók hann mjög virkan þátt í þess- um málum og það féll í lians lilut að semja um kaup á liita- réttindum á Reykjum í Mos- fellssveit 1933, en Knud Zim- sen hafði hafið undirbúning þess máls. Hitaveitan frá Þvottalaugun- um gaf svo góða raun, að strax var farið að vinna að út vegun meiri jarðliita til stækk unar veitunni. Hitaréttindi á Reykjasvæðinu í Mosfellssveit voru keypt 1933, eins og fyrr er sagt og sama ár liófust bor anir þar. Áætlun um hitayeitu frá Reykjum vrar fullgerð 1937, en vegna tafa af pólitískum ástæðum og erfiðleika sökum siðari heimsstyrjaldarinnar, tók Reykjaveitan ekki til starfa fyrr en 1943. Síðan liefir stöð- ugt verið unnið áfram að þess um málum og nú er svro kom- ið, að öll Reykjavík er hituð með hveravatni. Þróun hita- veitu Reykjavíkur eftir 1933 er þó öiinur og lengri saga, sem ekki verður rakin hér, en því má gjarnan lialda til liaga að Hitaveita Reykjavík- ur hefir vrerið frumherji á sínu sviði liér á landi og auk þess hefir hún um langt árabil ver ið stærsta hitaveita í heimi. sinnar tegundar. inn. Og hún sá . . . Harry stóð og hélt á kápu ungfrú Fulton, og ungfrú Fulton sneri baklnu að honum og laut. höfði. Hann henti kápunni frá sér, lagði hendurnar á axlir hennar og sneri henni æstur að sér. Var- ir hans sögðu: „Ég dái þig,“ og ungfrú Fulton lagði tunglskins fingur sina á kinnar hans og brosti syfjulega brosinu sínu. Nasavængir Harrys skulfu, var ir hans kipruðust í andstyggi- legu glotti, og hann hvíslaði: „Á morgun." Og ungfrú Ful- ton sagði „já“ með augnalok- unum. „Hér er það,“ sagði Eddie. „Hvers vegna alltaf tómat- súpa?“ Það er svo djúpsatt. Finnurðu það ekki? Tómat- súpa er svo hræðilega eilif.“ „Ef þú vilt það heldur," heyrðist rödd Harrys segja mjög hátt frammi í forsalnum, „get ég hringt á bíl fyrir þig og látið hann koma að dyrun- um.“ „Ó, nei. Það er ekki nauð- synlegt," sagði ungfrú Fulton, og hún gekk til Berthu og rétti henni granna fingurna. „Vertu sæl. Þakka þér inni- lega.“ „Vertu sæl,“ sagði Bertha. Ungfrú Fulton hélt einu and artaki lengur um hönd hennar. „Yndislega perutréð þitt,“ tautaði hún. Og svo fór hún og Eddie á eftir eins og svarti kötturinn, sem elti þann gráa „Ég loka búðinni," sagði Harry, framúrskarandi róleg- ur og stilltur. „Yndislega perutréð, peru- tréð, perutréð . . .“ Bertha bókstaflega hljóp að háa glugganum. „Ó, hvað verður nú?“ kall- aði hún. En perutréð var alltaf jafn- yndislegt, blómum þakið og kyrrt. Anna María Þórisdóttir þýddi. LEIÐRÉTTING SLÆM bremglun hefur orðið á greininni um átök Johnsons við Robert Kennedy og fylgis- menn hans, sem birtist í síð- ustu Lesbók. Nálega þrír dálk- ar af upphafi greinarinnar hafa færzt aftiast. Byrjun grein arinnar er þvi lengst til vinstri á bls. 12, ofarlega: „Næstu mánuðina hélt forsetíinn opin- berlega áfram að leggja áherzlu á þörfina" . . . o.s.frv. Er það í beinu framhaldi af endi fyrri hl'U'ta, sem birtist í Lesbók 25. okt. Prentvilla kemur einnig fyrir i nafni Bill Moyers, sem nefndur er Woy- ers. Lesendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Rangfeðruð vísa 1 greiin Björns Daníelssonar um 'ieiðina austur, tekur harin upp þekkta vísu og eignar Rikharði Jónissyni. Það er rangt, vísan er eftir Freystein Gunnarsson: Aila þá sem eymdir þjá er yndi að hugga, og Lýsa þeim sem ljósið þrá en lifa i skugga. 8. nóvember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ] 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.