Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Page 15
Að loknum kosningum Um síðustu helgi rann út skilafrestur atkvæðaseðla i kosningum Gluggans um beztu hljómsveitina og popstjörnu ársins 1970. Varð þátttakanægi lega góð og úrslitin verða því birt. 1 næsta Glugga verður skýrt frá úrslitum i kosning- unni um beztu hljómsveitina, en popstjarnan verður ekki kynnt fyrr en viku síðar. Greinilegt er, að mikill áhugi er fyrir kosningum sem þess- um, að minnsta kosti meðal unga fólksins, sem fylgist með islenzkum pophljómsveitum, en hins vegar hefur komið í Ijós, að nokkrar hljómsveitir hafa engan áhuga á þeim. Hvers vegna? Ekki er hægt að finna neina aðra ástæðu, en að þær séu hræddar við sannleik- ann. 1 þessum kosningum var gerð tilraun með nýja tilhögun, til- raun, sem að visu gaf ekki eins góða raun og vænzt var, en gaf þó góðar visbendingar um hvers konar tilhögun verði heppilegust, þegar næst verður efnt til kosninga sem þessara. Augljóst er, að réttari og sann- gjarnari úrslit fást en ella, þeg- ar hver kjósandi greiöir fleiri en einni hljómsveit atkvæði, því hér á landi er munurinn á hijómsveitum yfirleitt greini- legri en víðast hvar annars staðar. Langflestar islenzkar hljómsveitir flytja sömu tónlist ina, stælingar á vinsælustu lög- unum í Bretlandi og Bandaríkj unum. Sumar standa sig vel í stælingunum, aðrar ekki eins vel, og enn aðrar hreinlega illa. Því ætti að vera sæmilega auðvelt fyrir kjósendur að dæma á milli hljómsveitanna og setja þær í sæti á kjörseðlin- um. Hins vegar verður al,lt slíkt erfiðara í nágrannalönd- um vorum, t.d. í Bretlandi. Þar er breiddin gífurleg í poptón- listinni og erfitt að segja um hva^a hljómsveitir eru betri en aðrar. Já, lesandi góður, hvern ig myrídir þú raða þessum tíu hljómsveitum upp á kjörseðil?: Ued Zeppelin, Ueatles, Wlio, Pinlt Floyd, Family, Rolling Stones, Moody Blues, Soft Maehine, Fleetwood Mae, Fairport Convention. Veltu því fyrir þér og berðu svo röðina þína saman við þessa, sem hér er birt, því þetta eru tíu beztu hljómsveit- irnar' í Bretlandi að dómi les- enda Melody Maker (í réttri röð). Þar fékk hver kjósandi aðeins að greiða einni hljóm- sveit atkvæði, en ekki tíu eins og í kosningum Gluggans. En þó að allir ættu að geta verið sammála um, að sú tilhög- un gefi bezta raun í kosning- um hér, þá er ekki sama hvern ig hún er notuð. Á at- kvæðaseðli Gluggans voru birt nöfn helztu pophljómsveit- anna i Reykjavík, þar sem bú- izt var við flestum atkvæðum af höfuðborgarsvæðinu og einnig vegna þess, að óumdeil- anlega eru hljómsveitir í Reykjavík yfir heildina betri en hljómsveitir úti á landi. Fyrst og fremst vegna þess, að öll aðstaða er hér mun betri en úti á landi. En til að öllu réttlæti væri fullnægt voru á atkvæðaseðlinum auðar línur, þar sem kjósendur máttu skrifa nöfn þeirra hljómsveita, sem þeim fannst vanta á seðilinn. Þessa heimild notfærðu kjós- endur sér mun minna en búizt var við og er því hlutur hljóm- Úrslitin í kosningu Gluggans um beztu hljóm- sveitina árið 1970 verða birt í næsta Glugga. Popst j arnan árið 1970 verður kynnt í þar næsta Glugga. sveita úti á landi heldur bág- borinn miðað við Reykjavíkur- hljómsveitirnar. ’ Virðist sem flestir kjósendur hafi tekið auð veldasta og þægilegasta kost- inn: Að merkja aðeins við hljómsveitirnar á seðlinum. Má því segja, að þær hljómsveit- ir, sem nefndar voru á seðlin- um, hafi haft nokkurn aðstöðu mun fram yfir þær hljómsveit- ir, sem ekki voru nefndar. Ligg ur því beinast við, þegar næst verður efnt til kosninga sem þessara, að reyna að jafna þennan aðstöðumun með því að hafa einungis auðar línur á seðlinum, þannig að kjósendur verði sjálfir að reyna að upp- hugsa tiu hljómsveitir til að setja á seðilinn, hvernig sem það svo gengur. En spurningin er þá: Er rétt að birta úrslit þessara kosn- inga, fyrst þau eru ekki alveg fyllilega réttlát og sanngjörn? Já, það ætti að vera allt í lagi að birta úrslitin, ef lesendur hafa þessar staðreyndir í huga, þegar þeir lesa úrslitin. Við vonum, að svo verði. Fimm hljómsveitir hafa sent Morgunblaðinu og tveim öðr- um dagblöðum yfirlýsingu, þar sem þær segjast ekki vilja una við þessa tilhögun og einnig lýsa þær yfir vanþóknun sinni á skrifum þeim, sem fylgdu kjörseðlunum úr hlaði. Drógu hljómsveitirnar sig út úr kosn- ingunum og báðu kjósendur að greiða þeim ekki atkvæði. Virð ist sú bón hljómsveitanna hafa fengið lítinn hljómgrunn, því að af þeim hundruðum at- kvæðaseðla, sem bárust eft- ir að yfirlýsingin var birt í Mbl., voru aðeins tveir seðlar merktir að ósk hljómsveitanna, þ.e. strikað hafði verið yfir nöfn þeirra á öðrum seðlinum, en hinum seðlinum fylgdi bréf, þar sem sagt var, að ef þessi yfirlýsing hljómsveitanna yrði tekin gild, væri seðillinn ógildur. Hafa kjósendur sjálfir því lagt sinn dóm yfir yfirlýs- ingu hljómsveitanna fimm. En hljómsveitirnar fimm sögðu ýmislegt fleira í yfirlýs- ingunni. Þær kröfðust þess, að nöfn þeirra yrðu ekki birt þeg- ar úrslitin yrðu birt. Ýmsir hafa dregið í efa, að hljómsveit imar hafi nokkurn rétt til að setja framm þessa kröfu — Glugginn standi fyrir kosning- unum og hljómsveitirnar hafi því engan rétt til að skipta sér af þeim. En hins vegar hefur það líka heyrzt, að hljómsveit- irnar séu með lögfræðing á sinum snærum, og má þvl búast við, að þær höfði mál á hendur Morgunblaðinu, ef nöfn þeirra verða birt, þegar skýrt verður frá úrslitum. Ef hins vegar nöfnin verða ekki birt, má bú- ast við að lesendur verði ákaf- lega óánægðir með úrslitin, hvort sem sú óánægja bitnar á hljómsveitunum eða umsjónar- mönnum Gluggans. En það ber að hafa í huga, að ef nöfn þess- ara fimm hljómsveita verða ekki birt, þá vita þær sjálfar ekki hvar þær standa í röðinni, vita ekki hvort kjósendur telja þær í hópi beztu hljómsveit- anna eða ekki, vita ekki hvort þær hafa popstjörnu I sínum röðum eða ekki, í fáum orðum sagt: Vita ekki hvar þær standa. Og það finnst þeim sjálfsagt ekki nógu gott. Hver verður niðurstaðan i þessu máli? Verða nöfn hljóm- sveitanna birt með öðrum nöfn um eða ekki? Svarið verður i næsta Glugga, og þá verða birt úrslitin í kosningu Glugg- ans um beztu hljómsveitina ár- ið 1970. Ævintýri: „Við viljum ekki vera mcð!“ Myndin var tekin á pophátíffinni í Laugardalshöllinni í fyrra, þegar hljómsveitm sigraffi í kosningum og var ákaflega ánægð með úrslitin. I»á áttu svona kosningar rétt á sér að dómi hljómsveitarinnar, en ekki nú. Hvers vegna hefur hljómsveitin skipt um skoðun? 8. nóvember 1970 LESBQK MQRGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.