Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1971, Page 8
Vilhjálmur Eyjólfsson, Hnausum
Á FERÐ
MEÐ
STEFÁNI STEFÁNSSYNI
FRÁ VÍK
Harmonikuspilarbin Steían Stefánsson þenur nilikuna við
Skálmárbrú, austan við Mýrdalssand. T>á var verið að koma af
stúkuballi á Klaustri. I>etta var á pokabuxnaskeiðinu, árið 1930.
Maðurinn, sem ber við iiæítri hönd Stefáns er Eriendur Einars-
son, forstjóri SÍS, þá ung-linffur í Vík.
Stefán um 1940. T>á hæt.t.i bann
að snila á böllunum í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Við beygjum af hringnum
inn á Hafnarfjarðarveginn. Við
nálgumsit öákjuMiiðiina. Þar
uppi hima hitaveitugeymarnir
heldur kollhúfulegir, og mun
svo verða, þar til búið er að
byggja þarna hótelið, sem þeg-
ar er búið að teikna þarna sem
hugmynd, óvenjulega viðeig-
andi hugmynd. Það rignir og
skúraflókarnir koma hver eftir
annan úr suðri, inn yfir Reykja
nesfjallgarðinn, svartir og
þungir af regni. Það er vor-
ið, sem er að koma, því að nú
er maímánuður. Ferðafélagi
minn er Stefán Stefánsson frá
Vik, við erum á leið suður með
sjó og varla enn ákveðnir i því,
hvað langt við förum eða
hvernig við högum ferðinni.
En við erum á leið suður, eins
og sagt er um allt land, hvem-
ig sem afstaðan er til Suður-
nesja.
Er þetta ekki okkar þjóð-
braiut ’66? Hémia hafa kynslóð-
irnar gengið suður. Þreyttir
menn með poka sína á baki. Fá-
ir hafa farið varhluta af þrúg-
un reiðinnar, líkt og söguhetj-
ur Steinbecks. Stefán Stefáns-
son er einn þeirra manna, sem
gekk austan úr Skafta-
fellssýslu með færur sínar á
baki, eins og kynslóðirn-
ar höfðu gert á undan honum.
Hverjum mundi detta þetta í
hug nú, en það er aðeins eitt
dæmi um þá reginbreytingu,
sem hefur orðið á þjóðlífinu á
rúmlega 50 árum. Er við ökum
framhjá Fossvoginum, skipu-
leggjum við ferðina; Stefán
hefur mest fyrir þvi, enda
kunnugri. „Við skulum heim-
sækja Magnús frá Kotey núna
á suðurleið og Kristjón forseta
bílstjóra í bakaleiðinni." Og
svo ákveðum við að skreppa
suður að Stað í Grindavík, þar
sem Stefán var til sjós 1917,
aðra vertíð sína. Magnús Sig-
urðsson frá Kotey í Meðal-
landi býr nú í Melgerði 22 í
Kópavogi, og fyrr en varir er-
um vi'ð komnáir þamgað og setzt-
ir við hlaðið borð af kaffi og
kökum. Við sitjum þarna góða
stund í bezta yfirlæti hjá þeim
hjónum, Magnúsi og Margréti
Egilsdóttur. Ég er spurður
frétta að „austan" og ýmislegt
ber á góma. Svo brýt ég upp
á öðru, en það er eins og orðin
vilji böglast fyrir mér og
verða umkomulaus, því þarna
er dauðinn annars vegar. Það
er færra héma á heimilinu, en
í fyrra þegar ég kom hér. Einn
sonurinn var sjómaður í Vest-
mannaeyjum, núna á vertíðinni
og hann drukknaði. Sóknin frá
útverunum islenzku hefur kost
að mörg mannslíf, en:
„ek veiit einn
at aldrei
deyr dómiur
of dau-ðan hvem."
segir í Hávamálum, og þar fór
góður drengur er Ingimundur
frá Kotey var.
Það kemur ferðasnið á
okkur og Margrét hellir á
könnuna áður en við förum.
Finnst ekki koma til mála ann-
að en við drekkum nýlagað
kaffi að skilnaði. Við ökum
suður, Kópavogur og Amames
eru að baki og Silfurtún tek-
ur við. Við ökum inn í byggð-
ina I Hafnarfirði. Ég hef ekki
gert víðreist um landið, samt
er ég þess fullviss, að fáir bæir
séu hér yndislegri. Hin upp-
haflega byggð í skeifulagaðri,
hárri hraunbrúninni, sem lyk-
ur um lygnan hyldjúpan fjörð-
inn. Ætli huldufólkið búi ekki
þarna i klettunum milli hús-
anna. En byggðin eykst og
teygist út. Og fyrr en varir er
hún sameinuð stórborginni að
fullu og öllu. Ég hef oft kom-
ið hér áður. Ég vann hér í
fiski, stuttan tíma að vori, með
mörgu fólki þarna úr firðinum.
Það var sama hvar maður henti
þama frá sér vettlingum og
hlifðarfötum, það var allt frið-
heilagt. Þeir virðast yfir það
hafnir þama að ganga í stoln-
um fötum. Megi svo alltaf
verða.
Við komum í sjoppuna við
sjóinn og kaupum nesti til ferð
arinnar. Og við ökum af stað.
Það glampar i daufu sólskin-
inu á svartar, regnvotar klapp
imar. Kannski liggur guHhring
ur á einhverri þeirra eins og á
Gni'taheiöi forðuim? Brugg-
uðu menn ekki í þessum hraun
um, héma á bannöldinni? spyr
ég Stefán.
„Ekki hefur nú kannski ver-
ið laust við það.“
„Þú hefur ef til viil fengið
hressingu, þegar þú fórst suð-
ur?“
„Nei,“ segir Stefán, „en það
mun hafa verið þama hressing
handa gangandi ferðamönnum
nokkru áður.“
„Var ekki eitthvað um þetta
þama á bannöldinni eins og
viðar?“
„Til mun það hafa verið,"
segir Stefán. „Eitt dæmi um
það. 1 landlegu á Suðurnesjum
eru sjómenn utan af landi að
skemmta sér og taka bíl og er
áætlunin að fara til Reykja-
víkur. Spyrja þeir bílstjóra,
hvort ekki sé nein leið að út-
vega bragð. Hann gerði
lítið úr þvi, en reynandi
væri þó að koma við á einum
bæ í leiðinni. Er þangað kom,
var þeim boðið inn upp á kaffi
og góðgerðir. En þvi miður
var ekki annað þar að hafa.
Eftir nokkra setu í ekta yfir-
læti, var ekið af stað, enda álið
ið kvölds og svartamyrkur. Er
komið var á þjóðveginn, fór bíl
stjóri út og sagði að rétt sé
að stanza aðeins, áður en hald
ið sé lengra og fóru allir út úr
bílnum. Gekk bílstjóri út á veg
arbrúnina og rakst þar á fimm
potta kút. Héldu sjómenn, að
þarna hefði einhver týnt stein-
olíubrúsa. Datt bílstjóra í hug
að athuga innihaldið. Var það
þá fyrsta flokks vínandi. Er
þetta reyndist svo, var ferð-
inni snúið aftur. Var þetta
ein sú mesta happaferð og
dugði kúturinn þangað til gaf
á sjó aftur.“
„Vissu mennirnir nokkuð,
hvaða bær þetta var?“
„Nei, því miður," segir
Stefán, „þvi svarta myrkur var
á.“
Við ökum fram hjá álverinu,
þar sem reginafl íslenzkra
fossa er í fyrsta sinn notað til
stóriðju. Þarna er draumur
Einars Benediktssonar orðinn
að veruleika. Við ökum steyptu
hraðbrautina, bezta veg á Is-
landi, og segulbandið liggur á
milli okkar í bílnum.
„Hvenær fórstu fyrst í
útver?“ spyr ég.
„Það var 7. janúar 1916. Það
var siður að halda jólin heima
og fara síðan í verið. Ég átti
þá heima i Holti i Álftaveri;
var þar fram yfir Kötlugos
1918. Fór á hestum til Vikur
við fjórða mann. Þeir voru með
mér, Magnús Bjarnason frá
Herjólfsstöðum, jafnaldri minn,
dáinn fyrir mörgum ár-
um, Bjarni Bjarnason frá Her-
jólfsstöðum, búsettur í Reykja-
Vik og Auðunn Oddsson frá
Þykkvabæjarklaustri; hann dó
núna um áramótin.“
„Hvað varstu gamall,
Stefán?"
„Þá var ég 18 ára. Svo var
gengið úr Vík með pokann á
bakinu, 35—40 pund voru þeir
venjulega. Ferðin tók 6 daga
til Reykjavikur. Færðin var
misjöfn, alls staðar snjór úr
þvi er kom út fyrir Eyjafjöll-
in en minni austar. Víða voru
samt brautir eftir ferðamenn
úr því er kom út fyrir Þverá.
Farareyrir suður þótti þá næg-
ur 15 kr„ með einhverju nesti,
er menn höfðu með sér. Ég var
léttur á fæti, en frekar orku-
Itill, eina og margir fleiri á
þeim dögum, enda fæði viðast
hvar af skornum skammti."
„Hvernig dugðu þér ferða-
peningarnir?“
„Þeir dugðu og var þó að-
eíiins aifigainiguir.“
„Hvernig leið þér á ferðinni.
Hlakkaðir þú til?“
„Ég hlakkaði til. Mikið var á
sig lagt og maður var drjúg-
montinn, er til Reykjavík-
ur kom eftir þessa löngu
göngu."
„Gerðist nokkuð sögulegt?"
„Nei, ekkert sérstakt. Bjarni
og Auðunn voru beðnir fyrir
okkur Magnús, eins og sið-
ur var með unglinga. í
Reykjavík dvöldum við tvo
sólarhringa, og Bjarni Bjarna-
son kom okkur Magnúsi á
mótorbát, sem fór til Sandgerð-
is. Á þeim bát voru aðeins 2
menn, góðir drengir, formaður
og mótoristi, og gáfu þeir okk-
uir fargjaildiö pf Sandgerðis.
Eftir stuttan tíma fórst þessi
bátur á innsiglingu i Sand-
gerði. En kynni okkar voru
þannig, að við Magnús sökn-
uðum þeirra mikið. Bjami tók
að sér að ráða okkur Magnús
báða á áraskip. Réðst Magnús
fyrst í Bárugerði skammt frá
Sandgerði, hjá ágætismanni,
Hans Wium, ættuðum austan
úr Skaftafellssýslu. Fór svo
Bjarni með mig suður í Hvals-
neshverfi og réð mig hjá Páli
Magnússyni í Hvalsnesi. Þar
reri ég á áraisik'i'pi fyrsitiu ver-
tíðina mína. En var svo óhepp
inn að verða herfilega sjóveik-
ur. Aftur á móti naut ég mín
vel í landlegum við skepnu-
hirðingu, enda því vanastur.
Ég varð í miklu uppáhaldi hjá
þeim hjónum, Páli og
Guðlaugu Eyjólfsdóttur, og
börnum þeirra, Magnúsi og
Guðrúnu. Ég var ráðinn upp á
100 kr. yfir vertíðina. En um
lokin, er gert var upp, þá
greiddu þau mér meira en um-
samið var. Við Magnús Bjarna-
son lögðum af stað heim tveim
dögum eftir lokin og fórum til
Reykjavikur á mótorbát. En er
við komum þangað, þekktum
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. febrúar 1971