Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 2
V Eitiu sinnl var „Iffamma Karas,jok“ blómleg' ung stúlka. Kirsten var um tvítugt, Jtegar þessi mynd var tekin. *. < Óboönir gestir tjalda og kofa flökkusamanna, vajr það nóg að hún var dótt- ir hennar lénsmanns-Marit, og þeir gáfu henni fúslega hrein- dýrakjöt. Hún skipti matnum i smá- skammta, og hér og þar tók hún margs konar áhættu til að geta gefið föngunum eitthvað. Kirsten fór inn i skóginn, þar sem hana hafði dreymt fyrir striðið að koma myndu menn i grænum og gráum klæðum, og að trén yrðu höggvin niður. Hún tók börn með sér þang- að og fór í leiki við þau þeg- ar hún nálgaðist fangana og varðmennina. Meðan leikurinn stóð yfir athugaði hún andlit Þjóðverjanna. Sumir voru grimmdarlegir og aðrir mannúð legir, og fyndi hún varðmann, sem ekki horfði á hana köld- um, fjandsamlegum augum, gekk hún framhjá honum með hvita pokann sinn undir hand leggnum. Bak við hól eða þétt skógar kjarr lagði hún pakkana frá sér og fór aftur til barnanna. Júgóslövunum varð fljót- lega kunnugt um konuna með hvita pokann, og á daginn reyndu þeir að fikra sig svo ekki bæri á þangað sem þeir töldu, að maturinn væri geymd ur. Blóðvegurinn, sagði fólk og það hefði líka getað sagt Blóð skógurinn. f>vi að hermennim ir, sem höfðu ánægju af að kvelja og drepa, höfðu komið á fót einföldu en jafnframt mjög árangursríku ógnunar- og morðkerfi. Til þess að lifa daginn af urðu fangamir að geta lyft furubolunum eins og hermenn irnir skipuðu þeim. Ef hermaður hrópaði „ein Mann,“ hófst spilið um lif fang anna. Tækist hinum soltnu Júgóslövum að lyfta trjáboin- um, litu þeir ekki meira á fórn ardýr sín i bili. En margsinn is reyndu fangarnir árangurs- laust að iyfta furutrjánum frá jörðu. f>eir rifu magrar hend- ur sínar til blóðs er þeir reyndu að hefja bolinn upp frá mosanum og yfir öxlina. Þeir náðu honum upp að hnjánum, upp að mjöðm, og lyftu sem framast gátu, en orkuðu þeir ekki að koma honum yfir öxl- ina, voru þeir dauðans matur. Þreyttum, óeðlflegum stór- um augum í mögru andlitinu sártoændu þeir vörðinn árang- ursiaust um náð. Þeir voru skotnir niður meðan þeir gerðu síðustu örvæntingarfuilu til- raunina til að lyfta trjábolnum i burðarhæð. Verðir, sem ekki höfðu ánægju af að myrða varnar- lausa mer.n, sögðu „zwei Mann,“ þegar bolurinn var of þungur fyrir einn fanga. Morðingjarnir skemmtu sér þvi líka við að benda á stór- an bol og hrópa „ein Mann“ og biðu þap til hann hafði í dauð ans angist reynt hið ómögulega áður en þeir hrópuðu „zwei Mann“. Á þennan hátt gátu þeir leikið sér að sama fórnar- lambinu dögum saman úti i Blóðskóginum hjá Karasjok. Kirsten fór víða um næstum daglega til að útvega Júgóslöv unum mat. Þar sem fangalestin gekk um vegi og stiga festi hún smá- pakka við girðingarstólpa og lagði kjöt, fisk og brauð í laut ir og skurði, þar sem hún reikn aði með að einhver hinna hungruðu manna myndu koma. Hún vogaði sér einnig til sög unarplássins með pokann und- ir nandleggnum. Þar hjuggu og söguðu hinir ánauðugu brenni í ofna Þjóð- verjanna og drógu viðinn á stórum sleða heim að húsum og hermannaskálum. Rösklega tíu fangar toguðu eins og dráttar- dýr í langan kaðalinn. Þeir, sem mesta kraftana höfðu, not uðu þá til hins ýtrasta til að létta á hinum sjúku og veik- byggðustu. Hinir síðarnefndu beygðu bakið stynjandi og héldu afllausum höndum í kað- alinn til þess að Þjóðverjarnir dræpu þá ekki sem gagnslausa. Enigri skepnu var eins hrotta- lega misþyrmt og þessum mönn um frá Slóveníu, Dalmatiu og Bosniu. Dag eftir dag drógu þeir þungan sleðann meðan verðirnir slógu þá i bogin bök in með svipum og byssuskeft- um. Einnig á blóði drifnu sögun arplássinu hafði Kirsten fund ið ráð til að gefa föngum mat. Hún hafði valið sér mannúð- legan varðmann, sem sneri bak inu í hana í hvert sinn er hún kom. Dag nokkurn sá hún ungan pilt, já, Kirsten þótti hann vera sem barn, og hann starði á hana biðjandi augum. Eld- snöggt greip hún kjötstykki og kastaði þvi til fangans. Hún var vön því að fangarnir feldu strax matinn undir fataræflum sínum, en drengurinn gat ekki beðið. Hann beit stóran bita af kjötinu. Einn hinna grimmlyndu her- manna sá þetta og lét svipu- högg og spörk dynja á pil-tin- um. Kirsten stóð kyrr. Hún gerði sér ijóst að þetta var hættulegt, en pilturinn var að vissu leyti barinn hennar vegna, og hún gat ekki hlaup- izt á brott frá kvölum hans. Við hvert svipuhögg, sem fang inn fékk, engdist hún stynj andi saman eins og svipuhögg- in lentu á henni samtimis. Nokkrum sinnum lyfti piltur- inn bióðugu andlitinu í áttina til hennar, og hún reyndi að horfa í augu hans til að tjá honum kærleika sinn. Þegar fanginn lá meðvitund arlaus á gulum sandinum við árbakkann, sneri Kirsten heim á leið til Svineng. Augu hennar voru blinduð af tárum, og fætur hennar urðu sjálfir að finna stíginn, vagnslóðann og litlu brýrnar tvær. Þetta var á síðsumardegi, ein um þeirra daga þegar allt var svo kyrrt í skóginum, að heyra mátti kú bauia í milufjarlægð. En þótit ailir sauðirnir í Kara- sjok hefðu jarmað meðfram stígnum og allar kýrnar i daln um bauiað og loftið uppi yfir henni verið sem tístandi þak af í Karasjok fuglum, mundi hún ekkert hafa heyrt nema hvininn í svipunni, angistaróp piltsins og formæl- ingar hermannsins. Næsta dag fór hún tii ætt- ingja sinna í Lakselv. Þeir áttu alltaf svo mikinn þurrfisk til að gefa henni. Börnin á heimilinu spurðu: „Getur þú borðað svona mik- inn fisk Kirsten frænka?“ ,,Ned, það get ég ekki.“ „Hver borðar þá allan fisk- inn?“ Það skuluð þið ekki spyrja mig um.“ Þá vissi húsmóðirin hverjum hún ætlaði að gefa fiskinn, og hún óttaðist um líf hennar. „Ertu aldrei hrædd. Kirst- en?“, spurði hún. ,Nei, guð ákveður stundina, og guð er góður. Hvað hef ég þá að óttast?“ .,En fjandmennirnir?" Kirsten h'ló og sagði: „Hvorki Þjóðverjarnir né úlf- arnir vilja gamla Sama-kerl- ingu.“ Þá gat hin konan ekki að sér gert að hlæja, og sagði: „Þú ættir að sjá þig í spegli." „Verð ég yngri og laglegri við að horfa á sjálsfa mig?“ spurði Kirsten. Hún var nú orðin fimmtug og hafði ekki breytzt mikið frá því hún var fertug. Hárið var svart og ógránað. Andlitið hrukkulaust. Hún var hvelfd um barminn og bein í baki, og hún hugsaði stöðugt áhyggju- laust fram á við, jafnvel þótt hún þyrfti að garaga margar milur yfir auðnina. Þegar Kirsten lagði af stað frá Lakselv, sagði konan við hana: „Ég hefði gjaman viljað fara með þér til að gefa föngunum mat, en ég hef ekki kjark til þess.“ Kirsten faðmaði hana að sér og svaraði: „Þú verður að hugsa um þína, en ég á hvorki mann né börn. Ef eitthvað kem ur fyrir mig, þá kemur það að eins fyrir mig, og hiimiinsins hlið stendiur ætið opið.“ Daginn eftir fór hún út á Blóðveginn. Hún tók með sér böm yngsta bróðurins, Jó- hannesar. Þau sögðu við hana: „Þú missir niður pakka, Kirst en frænka.“ ,Já, í dag eigum við eftir að missa marga,“ svaraði hún og lét sem hún tæki ekki eftir að smápakkar með þurrfiski runnu hvað eftir annað út úr pokanum, sem hún hélt á undir handleggnum. Þrír varðmannanna horfðu upp í loftið eða sneru við henni baki. Tveir þeirra höfðu komið heim til hennar að Svin eng og óskað eftir að fá keypt ar hannyrðir. Sá þriðji hiaut einnig að vera mamneskja, og það var einnig fjórði hermað- urinn við beygjuna. Hann sagði: „Ekfki meira í dag. Her maðurinn, sem stendur þarna, er ekki góður maður fyrir þig og fanigana." Yfirforinginn í fangabúðun- um var sanfrtfærður um að ótt- inn væri beztur allra lærimeist ara. Þegar fyrstu dagana, sem fangarnir voru i Karasjok, valdi hann úr fimm Júgóslava og drap þá til að undirstrika orð sin um að þannig skyldi fara fyrir hverjum þeim, sem reyndi að strj.úka. Gagnvart íbúunum á staðn- um taldi yfirforinginn nægilégt að tilkynna, að sá, sem hjálp- aði fanga á flótta, yrði skot- inn. Kirsten settist upp í rúminu og hlustaði. Það var um nótt síðla í ágúst 1942. Allan dag- inn hafði verið rigning og þoka, og hún hafði farið snemma að hátta. Það var hljótt í margar mín útur og hún hélt að kind eða eittihvert annað dýr hefði kom ið við vegginn. Þá var aftur barið að dyrum. Kirsten vildi ekki kveikja á olíulampanum, en sveipaði um sig sjalinu og gekk berfætt tii dyranna. Hún staldraði við og hlust- aði eftir mannaferðum úti fyr- ir, en allt var kyrrt á ný. Enginn stóð fyrir utan þeg- ar hún opnaði. Það rigndi stöð ugt og þokan var svo dimm, að hún sá aðeins grilla í fjárhús- ið eins og dökkan skugga. Þetta gátu ekki verið hættu legir vegfarendur. Þeir mundu hafa ruðzt inin strax og hún opnaði, hugsaði hún, og lokaði dyrunum. Skömmu síðar kall- aði einhver „mamma — mamma" frá skógarjaðrinum. Röddin var niðurbaald af ótta við að einhver annar en konan í litla húsinu kynni að beyra. Kirsten kveikti á lampanum. Þetta hiutu að vera góðir menn, sem bara kölluðu „mamma — mamma," en rudd- ust ekki inn til hennar. Hún opnaði dymar aftur og tvær mannverur komu í ljós út úr myrkrinu. Fötin voru tötra leg, og aftur sögðu þeir „mamma“ og horfðu á hana spyrjandi, óttaslegnum augum. Kirsten brosti og benti þeim að ganga inn í eldhúsið. Ann- ar mannanna kinkaði kolli af- sakandi um leið og hann tók teppi og hengdi það fyrir giuggann. Hún bar á borð það bezta, sem hún átti, og þeir borðuðu eins og hungruð dýr. Um leið og hún sá þá, hafði hún skilið, að þetta voru flótta menn frá Serbabúðunum, og það var óþarfa fyrirhöfn að út skýra, að þeir væru í hinni mestu hættu. Þeir bentu með fingrinum á brjóstið og sögðu „bang-bang, deutsehe soldat- en.“ Bróðursonur hennar, Jóhann es á Grönnmo, hafði séð tvo tötralega menn fela sig i skóg * 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.