Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 13
Hinn heimulegi
húskross
Framhald af bls. 11.
hafi kvænzt henni af því að
hann var „hrifinn" af henni,
eða hvernig við orðum það, en
ekki i ábataskyni og alls ekki
vegna handritasöfnunarinn-
ar. Hér koma vitaskuld ekki
til greina neinar „sannanir",
heldur einungis vissar tilgát
ur eða líkur. Til dæmis sýnast
mér bréf Á.M. til konunnar
benda eða geta frekar bent
til þess, að hann hafi raun-
verulega verið hrifinn af
henni, enda þótt viðurkenna
verði, að bréf séu fremur lé-
leg heimildargögn í slíkum
efnum. Hann ávarpar hana
(t.d.) „Hierte allerkierste",
„söde dueke“ o.s.frv. Það at-
hugast þó hér, að Á.M. var
mjög frábitinn allri mærð og
pempíuhætti i bréfum sínum,
— (allt „orðskrúð og rósamál
var honum andstyggð", seg-
ir F.J.) •— Þess vegna er það
fremur ólíklegt, að hann
hefði notað þetta orðalag eins
og „söde ducke“, nema af þvi
konan hafi verið nett og fín-
leg- og (líklega) fríðleiks-
kona. Hann hefði a.m.k.
aldrei orðað þetta þannig, ef
hún hefði verið svo gömul og
ferleg á að líta, sem menn
hafa stundum viljað vera
láta.
Hér er ekki úr vegi að
benda á, að svo virðist sem
kynni þeirra Árna muni hafa
staðið dýpri rótum eða lengra
aftur í tíma, en menn hafa
e.t.v. gert sér grein fyrir.
Þegar vel er að gáð má sjá
þess deili, að Á.M. hafi verið
búinn að „stíga í vænginn"
við konuna, sennilega um
lengri tíma, og meðan hún var
gift fyrri manninum. En svo
er frá sagt, að Á.M. hafi haft
þann sið að ganga við hjá
henni (þeim) á morgnana og
drekka te, á leið sinni á
skjalasafnið. Þetta gæti ver-
ið athyglisvert atriði. Það sýn
ist varla þurfa mikið hug-
myndaflug til þess að láta sér
detta i hug, að eiginmaðurinn
hafi e.t.v. stundum verið far
inn til vinnu sinnar, fyrst
þessi timi var valinn til heim
sóknanna. Hafa má i huga,
að Á.M. var áreiðanlega kven
hollur vel, þótt hann færi vel
með það. „Mesta kvenna-
mannaætt i landinu" lætur
Laxness biskupsfrúna segja í
Isl. klukkunni og mátti víst
til sanns vegar færa notokuð
svo, enda lentu t.d. bæði fað
ir hans og bróðir i miklum erf
iðteikum vegna laiuslætishátta.
— Og vel kunni hann að
meta kvenlegan þokka, ef svo
bar upp á, eins og ævintýri
hans og Þórdísair í Bræðra-
tungu — Snæfriðar Islands-
aólar — bar vitni um, glæsi-
legustu konu á íslandi í þann
tíð. — Þessar morgunheim
sóknir virðast nokkurn veg-
inn afsanna hugmyndir
manna um „óásjáleik" kon-
unnar, hvað sem öðru líður.
Hinn hávirðulegi prófessor
og fagurkeri hefði varia lát
ið sér svo títt um söðlasmiðs-
konu(na) nema af þvi að
hann hafi verið hrifinn af
henni, eða séð eitthvað við
hana, sem kallað er. Og etoki
hafði söðlasmiðurinn nema
rétt gefið upp öndina þegar
Á.M. tekur upp þráðinn aft-
ur, og gengur að eiga ekkjuna
strax á sama eða næsta ári.3)
Sýnist þetta allt benda til
þess, að Á.M. hafi hlotið að
vera eitthvað hrifinn af þess
ari konu, og gifzt henni í þá
veru, en ekki vegna pening-
anna, svo sem venjulega hef
ur verið álitið. Hitt má vel
vera, enda svo sem ekki óal
gengt, að hrifningin hafi
dofnað eitthvað er frá leið,
og sambúðin e.t.v. stirðnað,
þegar árin færðust yfir, og
konan þvi orðin honum „hús-
kross“, í elli sinni og heilsu-
leysi. Um þetta vitum við að
sjálfsögðu ekkert með vissu,
en geta mætti sér tif, að um-
mæli J. Ól. væru af þessum
rótum runnin.
Ég vil nú víkja að því, sem
meiru máli skiptir, nfl. hver
áhrif kvonfang Á.M. og
Mettu Fischer, — af hvaða
hvötum sem til þess var stofn
að, — liafi raunverulega haft
í sambandi við söfnunarstarf
Á.M. og stofnun Árnasafns.
Hér er komið að þunga-
miðju málsins. Ég vil nota
tækifærið og láta það koma
fram, sem ekki mun hafa ver
ið gert áður, að það er alger
lega rangt, að nokkur eigin-
leg orsakatengsl séu milli
þessara einkamála Árna
Magnússonar og stofnsetning
ar Árnasafns, hvað þá held-
ur að það sé konunni eða'
peningum hennar að þatoka,
að handritunum var haldið til
haga. Það er þvert á móti
hægt að sýna fram á með gild
um rökum, að jafnvel þótt
gengið væri út frá, að Á.M.
hefði gifzt konu þessari til
þess að skapa sér peninga-
lega aðstöðu, þá varð honum
a.m.k. ekki að því í reynd,
eða kom aldrei til, og þess
vegna ekki ástæða til að
þakka konunni eitt eða neitt
í sambandi við safnið sem
sMtot, nema þá siður væri ef
út í það væri farið. Af marg
umtöluðum peningum hennar
virðist ekki eyrir hafa farið
til safnsins, né beldur mun
hún á annan hátt hafa stuðl-
að að stofnun þess. Það varð
eingöngu til fyrir frumkvæði
og íomfræðaáhuga Á.M.
sjálfs, og eigið fé hans og
framtak. Og verðmæti Árna-
safns, eða það sem heim verð
ur flutt, er ekki „skabt i
Köbenhavn", heldur af löngu
liðnum kynslóðum hér úti á
Islandi. Peningaeign Árna
stofnunar höfum við Islend-
irrgar aldrei ásælzt hingað
upp.
Til þess að gera sér grein
fyrir þessu nánar þarf að at
huga tvennt: Hvernig var
handritasöfnunin á vegi
stödd fyrir hjónaband Á.M.
og margnefndrar konu, og
hvað sýnir „úttekt" dánarbús
ins við fráfall þeirra ?
Eins og áður var lauslega
bent á var „aðalsöfnun hand-
ritanna" lokið, — svo sem F.
J. upplýsir, bls. 148—149, —
löngu áður en til hjónabands
ins var stofnað. Það sem síð-
ar bættist við af handritun-
um, — aðallega frá Þormóði
Torfasyni, — vegur ekkert,
hvorki að gæðum né magni,
— á móti því, sem fórst i brun
anum 1728. Safnið var þann-
ig orðið miklu meira og betra
áður en Á. M. giftist heldur
en það var við lát hans. Það
er þýðingarlaust að reyna að
sniðganga þessa staðreynd.
Peningaeignir hjónanna, ann-
ars eða beggja, er algert auka
atriði í þessu sambandi, og sí-
fellt peninganudd höf. þess
vegna utan gátta.
En hvað þá um peningaeign
frúarinnar, den „betydelige
medgift," sem höf. telur Á. M.
hafa fengið við giftinguna?
Því er þar til að svara, að
a'llir þessir margumtöluðu
peningar virðast enn hafa ver
ið óeyddir við lát hans, enda
hirti Háskólinn þá a.lla, í
„járnskríni“, strax um morg-
uninn og hafði á brott, svc>
sem frá er sagt hér að fram-
an. Og þessa peninga, eða þíð
sem eftir er af þeim, hefur
Árnastofnun í Khöfn enn
undir höndum, svo sem höf-
undi ætti að vera bezt kunn-
ugt um, sjálfum stjórnarfor-
manni stofnunarinnar. Og af
þessum peningum eru nú m.
a. kostaðar málssóknir henn-
ar gegn handritakröfum Is-
lendinga. Það er rétt að menn
staldri við og hugleiði þetta.
Sú staðreynd, að peningar
frúarinnar muni ekki haía
runnið til safnsins, kemur
greinilega fram, þegar gerð
er úttekt á dánarbúinu 1730,
miðað við það, sem hún lagði
með sér í búið við giftinguna
1709. Gegnir reyndar furðu,
að slík úttekt skuli ekki hafa
verið gerð fyrir löngu, til þess
að leiðrétta sifelldar rang-
færslur og misskilning um
þetta, og um fjárhagsupp-
runa Árnasafns yfirleitt. Svo
vel vill til, að hægt er að til-
færa fjárhæðir með nokkurn
veginn vissu. Við giftinguna
mun konan hafa komið með
6000 ríkisdali i búið, en á því
hvíldu töluverðar óuppgerðar
kröfur frá tíð íyrri mannsins.
Ennfremur átti konan hús
eign, sem siðar var seld kon-
ungi fyrir 3000 rdl. Sé geng-
ið út frá, að það söluandvirði
hafi greiðzt, sem e.t.v. er
vafasamt — verða það saman
lagt 9000 rdl., sem konan hef-
ur lagt með sér. Þar frá drag
ast svo töp og óuppgerðar
kröfur, sem að vísu verða
ekki ákveðnar með nákvæmni,
en munu þó hafa numið veru-
legum fjárhæðum, enda segir
J. ÓI., að konan hafi vasazt
í peningaspekulationum bak
við mann sinn, og stundum
hlotið skelli. Séu afföll þessi
reiknuð 1000 rdl., sem er víst
áreiðanlega iágmark, verður
netto „medgift“ frúarinnar
þannig ca. 8000 ríkisdalir á
giftingardegi. Enda þótt þvi
skuli ekki neitað, að þetta sé
nokkurt fé á þeim tíma, þá
voru þau auðæfi í rauninni
smámunir I samanburði við
handritasafn Á. M. sem þá er
orðið eitt merkasta og verð-
mætasta í öllum heimi. Má að
því leyti segja, að konan hafi
í rauninni verið hreinasti
„proletar“ i samanburði við
manninn, þegar til hjóna-
bandsins var stofnað.
Og hvað kemur svo upp,
þegar dánarbúið er innsiglað,
og talið upp úr „járnskrín-
inu“? Úr skrintnu tooima i
lausu fé 8014 ríkisdalir. Sem
sé peningar konunnar, sem
þarna áttu að vera, líklega
upp á eyri eða ettthvað
bebur. Hér kom allt til
skila. Má af þessu marka, að
konan hefur verið fjárgæzlu-
kona, og peningar hennar
ekki legið á lausu, enda segir
Finnur Jónsson, að hún „syn-
es ikke at have interesseret
sig for andet end penge, og
var vist — paaholdende og
nærig.“ Vafalaust hefur hún
alla tið haldið fjármálum sín-
um fyrir sig, haft aðskilinn
fjárhag, sem kallað er, „hún
hafði“ -— segir J. Ól. — „samt
sem áður peningamök við
ýmislegt fólk“ bak við mann
sinn. En sem sagt, hér koma
peningar frúarinnar, — den
„betydelige medgif't", sem höf.
talar um, — allir í leitirnar.
Það hefur enginn haft upp á
þær heimtur að kiaga.
Þessi „úttekt“ eða uppgjör
á dánarbúinu 1730 tekur, sem
sjá má, af skarið um það, að
af peningum frúarinnar muni
ekkert hafa farið til safnsins
— eða áreiðanlega ekki neitt
sem nerruur, — hvorki til söfn-
unar eða kaupa á handritum,
afritunar fornskjala, launa
og uppihalds afritara, o.s. frv.,
heldur muni Á. M. hafa stað-
ið straum af þessu sjálfur, af
eigin tekjum sínum og eignum.
Handritasafnið var að öllu
leyti eign og framiag Á. M.
sjálfs, og er að sjálfsögðu að-
alverðmæti Árnastofnunar í
dag. Höf. hefur sjálfur verð-
iagt handritin á 6000 miilj. Isl,
króna, (það af þeim sem hing
að á að koma). Sjóður stofn-
unarinnar mun hins vegar
ekki fara fram úr 600 þús. isl.
kr.
Peningaeign sú, sem safn-
inu fylgdi samkvæmt „erfða-
skránni" var og er að þvi
leyti algert aiukaatriði, eins
og áður er sagt, enda þótt því
skuli ekki neitað, að sitthvað
gott hefur af henni leitt á
liðnum tímum. Er það i raun-
inni rangt, að blanda þessu
tvennu saman, sjóð og safni,
því enda þótt segja megi, að
sjóðseignin sé af dönskum upp
runa, „fra dansíke kilder“,
eins og höf. kemst að orði, þá
hafa Islendingar heldur ekki
gert kröfu til hennar, heldur
eingöngu hinna gömlu hand-
rita og fomskjala í safninu,
sem enginn getur borið brigð-
ur á, að séu af íslenzkum upp
runa, og safnað og saman hald
ið fyrir frumkvæði og fram-
kvæmd Islendingsins Árna
Magnússonar, og, að því er
til þurfti, eigin f jármuni hans,
en á engan hátt hinnar
norsku eða „dönsku“ konu
hans, Mettu Fischer. Þetta er
staðreynd, sem menn hafa e.
t. v. ekki gert sér grein fyrir
sem skyldi, en sem þó er með
ötliu vonilaust fyrir höf. eða
aðra danska áróðursmenn að
reyna að komast fram hjá.
1) Þar sem vitnað er í danskar
setningar eru þær teknar úr bækl
inffi prófessorsins.
®) Próf. leggur sig mjög íram
um að gera frúna danska og Jón
Grunnvíking að iygalaup. Samn-
leikurinn mun sá, svo sem sýnt
er fram á í svargreininni, að
frúin var norsk, og fjármunir
hennar þá væntanlega einnig það
an runnir.
3) Hér mætti skjóta inn í, að
um sama leyti varð Snæfríður
íslandssól einnig á lausum kili, —
og einnig vel efnuð, — en samt
valdi Á. M. hina dönsku ekkju.
4) Jón Grunnvíkingur talar um
12.900 rd., sem Háskólinn hafi tek
ið við. Hefir dánarbúið þá skilað
meiru í reiðufé heldur en frúin
lagði með sér í búið.
Óboðnir gestir
í Karasjok
Framliaid af bls. 3.
skýrði beztu leiðina til sænsku
landamæranna fyrir fyrstu
flóttamönnunum, og þeir, sem
komu til hennar þessa nótt,
virtust sjálfir vita mikið um
stefnuna, sem þeir áttu að
taka.
1 birtingu brá Kirsten sjali
yfir peysuna og fylgdi mönn-
unum úr hlaði, þar til hún gat
bent þeim á fyrsta hluta leið-
arinnar, þar sem hún taldi að
þeir hefðu mesta möguleika á
að forðast þýzkar varðstöðvar
og könnunarflokka.
1 þriðja sinn var hún vakin
af tveim föngum á flótta, og
hún hjálpaði þeim á sama hátt
og hinum f jórum.
1 sömu vikunni var hún stað
in að verki þegar hún reyndi
að lauma brauði til fanga á
Kirkested. Fyrst hafði hún fal
ið sig bak við vörubíl, og þeg
ar hún haíði athugað svip varð-
mannsins vandlega, hraðaði
hún sér til Serbans, sem næst
ur stóð, og gaf honum brauð-
ið. Áður en hún komst aftur
til bilsins, var harðri krumlu
gripið um handlegg hennar.
Fyrir framan hana stóð hávax-
inn maður, Norðmaður, sem
hjálpaði Þjóðverjunum við að
kvelja fangana.
Formælingunium rigndi yfir
Kirsten, og hann hristi hana
svo hranalega, að hviti pokinn
féll niður i snjóinn.
Þegar hann hætti að öskra
og formæla henni, en þagði og
sneri upp á handlegginn á
henni með illskusvip, megnaði
hún engu að síður að horfa á
hann mildum augum og segja:
„Ef þú hefðir verið svangur,
hefðir þú líka fengið mat minn
og samúð.“
Þá starði hann á hana eins
og hún væri ekki með öllum
mjalla. Svo varð augnaráðið
flöktandi og hann sieppti tak-
inu á handlegg hennar. Án
þess að segja orð sneri hann
við henni baki og gekk burt. ..
Fyrstu frostnæturnar komu
snemma árið 1942 og vatnið í
Karasjoká nálgaðist frost-
markið. Yfirforinginn hélt sig
eftir því strangara við „hinar
þýzku hreinlætiskröfur.“
Hann stóð í eigin persónu á ár
bakkanum og gætti þess, að
fangamir þvæðu sér nógu
langt úti.
Allir urðu að standa um
stund með vatnið upp í háls,
en fengu leyfi til að hafa lík-
amann upp úr niður að mitti
meðan þeir skoluðu fataræfla
sina.
Þegar merki var gefið um að
fangamir mættu koma upp úr,
skoðaði yfirforinginn þvottinn
og valdi jafnan úr tiu til tólf
fanga og æpti, að þeir hefðu
ekki þvegið sér nógu veL
Með öskri og barsmið voru
þeir reknir út i ískalt vatnið á
ný, og meðan þetta stóð yfír,
urðu hinir fangarnir að standa
blautir og kaldir í snjónum við
árbakkann.
Væri yfirforinginn i slæmu
skapi, og það var hann oft, iét
hann Júgóslavana standa í
ánni eða nakta á bakkanum
allt að þvi hálftíma. Eftir hvert
28. marz 1971
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13