Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 10
Hlaöið eftir snúru. er skrifar greinina á bls. 8. Nýir möguleikar__ Franiiiald af bls. 8. ene-) frauðplast-plötum, og skapast þá engar kröfur til múrhúðunar. Ekki er rétt að þrengja loftbilið vegna ein- angrunarefnisins, heldur hafa bilið milli veggþilja sem svar- ar þykkt einangrunarefnisins + 5 cm. Til varnar gegn gufuflæði vatnsgufu-diffusion) og til frekara öryggis gegn leka má setja gluggaplast eða svart landbúnaðarplast ípolystyrena damp-procf membrane incorp- orating a carbon black filler) innan við einangrunarlagið. INNVEGGIR Þar sem innveggir úr hleðslusteirii eða steinsteypu bera þak og/eða loft verða þeir samkvæmt byggingarsamþykkt að vera minnst 12 cm að þykkt. Hér má nota 9,5 cm máthellur múrhúðaðar eða mátsteina. Ef sérstök burðargrind er notuð, þarf ekki að múrhúða máthell ur. GRÓP Þegar múrblandan i hleðsl- unni er farin að harðna, skal krafsa út á steinamótum sem svarar 1—1,5 cm á útvegg, þar sem síðar á að hreingrópa, en það er gert þegar lokið er hleðslu hússins. Til litunar á grópfyliingu má nota ýmsar tegundir af sementi og sandi, en ekki kalk. Hleðslan er lítil lega bleytt áður en grópað er. Þegar grópa skal liggur biand an í grópfyllinguna rétt hnoð- rök á stálbretti og er þrýst inn í grópin með sérstöku grópjárni. Það er oftast flatt, 1 cm á breidd en 20—50 cm á iengd. Gróp standa oft 23— mm dýpra en hleðslusteinninn, eða sem svarar grópjárnsþykkt. inni, en annars er hverjum í sjálfsvald sett um lag og dýpt grópsins. Snyrtileg og veður- þétt gróp eru jafnsnar þáttur i útliti húss og vönduð hleðsla. FRÁGANGUR veggja Venjulega er engin ástæða til þess að múrhúða hlaðna út- veggi. Ef þeir eru á annað borð múrhúðaðir má múrhúðin ekki vera úr of sterkri blöndu. Þó það sé ekki nauðsynlegt má auð veldlega vatnsverja veggina með því að sprauta kísilupp- iausn (silicone) sem einnig sparar utanhúsmálningu. Með kilisvatnsvörn er steinninn ljós ari að lit í rigningu en ella. Innveggi má múrhúða, sem- entskústa og mála, mála einung is eða láta þá eiga sig. Þar sem hleðslusteinarnir eru nokk uð hrjúfir, er æskilegt að gang ar og stigar séu hafðir u.þ.b. 10 cm breiðari en ella. GLUGGAR og OYR 1 öllum aðalatriðum er frá- gangur á gluggum og dyrum sá sami í steyptum húsum og hlöðnum. 1 stað gyrðis eru hins vegar settir listar á gluggakistu. Ganga þeir inn i loftbilið á milli veggþilja í út- vegg. Æskilegt er að setja tjörupapparenning með hstan- um. Giuggakistu er fest með fjórum til sex gluggaakkerum sem skrúfuð eru í hverja gluggakistu og siðan múruð inn í veggþilin. Þá er einnig framleiddur sérstakur mát- steinn með rauf fyrir glugga- járn. Yfir dyrum og gluggum eru settir tveir steypustyrktar teinar á miíli laga i hvert vegg- þiL Innid.vrakarmar hafa eng- in séreinkenni. Oft er auðveld ara að láta glugga og dyr ná upp í loft. Binda þarf þök u.þ.b. 140 cm niður í veggi til þess að fá nóg viðnám gegn lóðréttu sogi á þakfleti. Reynslan hefur sýnt að auðveldast er að steypa lykkjur í vatnslásgólflistann í útveggjum og binda þökin nið- ur i gólf með galvaniseruðu gyrði. Steypt þök eru óæskileg á hlaðin hús nema gerðar séu sérstakar ráðstafanir til styrk- ingar vegna jarðskjálfta og góð einangrun sé sett á þak og þakbrún. RAFLAGNIR Svo ekki þurfi að gera nein ar raufir í óhulda hleðsluveggi eru allar raflagnir fyrir tengla settar í steypta gólflista. Æski legt er að nota tenglategund- ir sem smábörn geta ekki skað að sig á. 1 dyrakörmum er höfð rauf fyrir raflagnir upp að slökkvurum sem borað er íyrir eftir á við dyralistana. Raf- lögnum fyrir loftljós er komið fyrir milli veggþilja í útvegg, í geymsluvegg eða 1 bakhlið skápa eða slíkum stöðum. LOFTRÆSTING Bilið á milli stein.þiljanna í útveggjum er loftræst með^þvi að hafa hallandi rauf neðan tu í annarri hverri neðstu og efstu gróp á ytra þiii. Reyna skal að láta raufarnar halla eins mikið upp á við og hægt er t.þ.a. fyrirbyggja að það rigni inn. Efri raufarnar eru jafnframt loftræsting fyrir þak. Ástæðan fyrir þvi að frekar ber að nota svart land búnaðarplast en gluggaplast í rakaþéttingu er sú að svarta plasthimnan þolir betur sólar- ljósið inn um loftræstingarrauf arnar. MÁLEINING Mikill sparnaður er í þ.ví að máleinimg (modu'l) i flatar- teikningum af hlöðnum húsum er nærri 41 cm, sem jafngildir heilum mátsteini (39,5 cm) + einni lóðréttri gróp (1,5 cm). Þessari máleiningu má aftur skipta niður i fjórðunga, hálfa steina og þrjáfjórðunga. Þrír mátsteinar og þrjú gróp eru 123 cm. 1 loftbitum kemur þessi mál- eining sem 61,5 cm miðja á miðju í loftbitum; tveir loftbit ar m.á.m. 123 cm. G-lerullar- motta er 58 cm að breidd og fellur upp að á mil'li bitanna. Spónaplötur eru staðlaðar 122x244 cm. Með því að hafa 1 cm breið samskeyti á heilum plötum fæst. aftur 1.23 cm. Til þess að auðvelda hleðslu húsa í ofangreindri máleiningu hefur reynzt vel að skipta húsi niður í minni heildir eða blokk ir með dyrum og gluggum frá gólfi til lofts, sem uppfyiling á milli blokkanna. UNDIRBÚNINGUR Áður en hleðslumúrari og handlangari hefja vinnu, þarf gólfplata og gólflistar (með raf leiðslum og þakfestilykkjum) að vera tilbúin. Eftir því sem við verður komið þurfa dyra- karmar, gluggar og hleðsluleið arar í innhornum að vera sett ir upp og skorðaðir. Þessi und irbúningsvinna er yfirleitt gerð af trésmið. Handlangari hrærir hleðslu- blöndu og jafnar henni á múr- blöndustampana, sean næst þeim stöðum er hlaða skal. Breiða á yfir staflana. Þegar losað er af bíl, vinnst léttast ef steinunum er með sveiflu fyigt eftir I stöflun en ekki teknir upp hver fyrir sig, rétt úr baki og lagðir niður. VERKASKIPTI Handlangari hrærir hleðslu- blöndu og jafnar henni í múr- stampana, sem standa með 1,5 til 2 m millibili. Þá sér hann til þess að nægir steinar séu til taks, í réttum lengdum eftir þörfum. Mátsteinana má fyrst laga í kring og höggva svo í sundur með hamri og meitli. Stórtækari er einföld fallöxi. Hleðslumúrari fylgist með málkerfi tmáleiningu) i bygg- ingu húss, bæði lárétt og lóð- rétt. Oftast borgar það sig, að leggja fyrst niður tvær steina- raðir áður en byrjað er að múrhúða til þess að sjá fyrir sér hleðslumynstrið. Ódýrast er að hlaða í fjórðungsmynstri, þar sem færri hálfsteina þarf þá við. HSeðisil'uimúrari merkir hæðarmálin á hleðsluleiðara, sem standa í mesta lagi á 5 til 6 m millibili og í öllum horn- um Á hleðsluleiðara er strengdur þráður (önglagarn), sem fest er á nagla sem aðeins HOLSTEINAR — FROSTÞOL REYKJAVfK, 25. JCiLÍ 1367 er tyllt og færður upp um hverja röð. f útvegg er fyrst innra vegg- þilið hlaðið. Mátsteinn er hlaðinn með holur niður á við. IILEÐSLA HÚSA 1 múrhleðslublönduna er bætt dálitlu vatni og hún að- eins hrærð upp með múrskeið og jafnframt lagður hryggur undir neðstu hleðslusteina. Fyi’sti steinm er lagður yfir snúru og aðeins slegið á hann með múrskeiðinni þar til hann liiggur i rétitri hæð. Höggin valda þvi að hleðslublandan gefur frá sér sementsvatn, sem gengur upp í steininn. Hleðslu blandan, sem þrýstst hefur út úr veggfletinum er skafin af og notuð á ný. Annar steínn er múrborinn á enda og lagð- Framhald á bls. 14. Hér nieð sendum vér níðurstöður á frost-þiðuprófumim á múr- steini frá fyi-irtæki yðar. Prófanir vorn framkvæmdar á eftirfarandi hátt: Hver steinn var í fyrstu sagaður í fjóra eins hluta og þeir látnir sæta 60 nm- skiptum frosts og þíðu i lofti. Að þvi loknu var ekki að s.já nein- ar misfelhir á yfirborði steinanna. Þvi næst voru sagaðir til úr þessuni sömu steinum massívir strendingar að sta*rð ea. 5x3x36 sm, þeir settir í vatn og frystir og þíddir á víxl 50 sínnum. Eng- ar verulegar misfellur var að sjá á steinununi að þessu loknu. Voru nú steinarnir brotnir og beygjuþol Jjeirra ramisakað. Til samanburðar voru sagaðir strendingar úr steinum, sem ekki höfðu hlotið neina slíka meftferð og beir brotnir. Fyrstu stein- arnir eru merktir I, II, III og IV en hinir A, B, C. og D. Niður- stöður á beygjuþoli steinanna eru sýndar í töflu I. I>ar eð steinn III var gallaður (gat hafði verið borað í liann t.il hitastigsmæl- inga) er lionum sleppt við litreikning meðaltals. Þar næst fylgir tafla yfir mál, brotkraft og beygjuþol þein-a steino, sem raransakaðir voru, en það hefur varia almenrat gildi og er þvi sleppt. En síðan segir svo: Miðað \iir við 50 frost-þíðuumferðir í samræmi við ameríska staðla um hliðstæðar prófanir á steinum af svipuðu tagi. I>ar eð staðlar eru ekki fyrir hendi liér um prófanir á steinum sem þessum, var engum sérstökum forskriftum fylgt um mat á nið- urstöðum. Gildar ástæður eru þó fyrir því að mæla rýrnun á beygjutogþoli steinanna, þar eð ef nm aJvarlegar siiriingnmj’iid- anir hefði verið að rieða í stcinunum hefði slíkt komið mjög greinilega fram við þau próf. Rýrnun á, beygjutogþoli er um 3.2% og er bað mjög óverulegt. og bendir til þess. að frost-þiðupi’ófin hafi ekki skert styrkleika steinsins svo að neinu nemi. Þrýstiþol steinunum ern lió erfiðieikum bundnar, vegna þess hve erfiðiega þols lijá þeim, er böfðu blotið frystingu. Þrýstiþolsprófanir á steinunum eru þó erfiðleikum bundnar, vegna þess liv erfiðlega gengur að saga slétta, samsíða fleti á þá. Segja má því, að steinninn bafi staðizl; iirófið með ágætum. Virðingarfyllst, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, dr. Óttar P. Halldórsson. RANNSÓKNASTOFNUN BVGGINGARIÐNAÐARINS KANNSÓKN NR. H67/308. RANNSÓKNARKFNI: ]0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. marz 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.