Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 11
Sigurður Ólason, lögfræðingur HINN HEIMULEGI HÚSKROSS Eins og getið var i útvarps fréttum var látið liggja að því í handritamálflutningnum í Khöfn um daginn, að Árni Magniússon hefði gifzt til fjár danskri konu, og á þann hátt fengið möguleika á að safna handritum og koma Árna- safni á laggir. Þetta hefir reyindar heyrzrt: fyrr og jafn- vel verið almennt trúað. 1 upphafi málaferlanna, fyrir nokkrum árum, skrifaði form. Árnasafn snefndar, próf. West- ergaard-Nieison, bækling all mikinn, þar sem hann reynir að renna nýjum stoðum und- ir þessa kenningu. En prófess orinn er talinn einhver harð asti andstæðingur íslendinga í handritamálinu, og mjög reynt að tefja eða spilla fyr- ir hinni drengilegu lausn rhálsins, sem Danir ákváðu með afhendingarlögunum 1%3, og hefir nú 'jafnvel í hótunum í sambandi við vænt anlega dómsúrlausn Hæsta- réttar. Bæklingi þessum svar aði Sigurður Ólason á sinum tima í alllangri grein, en hann átti sæti í handrita nefndinni, sem þá var stai’f- andi. 1 greininni kemur hann m.a. inn á hjónaband og fjár mál Á.M., og eru skýringar hans viða á annan veg, en hingað til hefir verið gengið út frá, og sumar allnýstárleg- ar, svo sem um hinn ,,heimu- iega húsikross“, sem frægur er af íslandsklukkunni. Bii’t- ir Lesbókin með leyfi höf. r.okkra teafla úr greiininni, (smábreyt. vegna úrfel'linga), en telkur anmars ekki afstöðu gagnvart efni þeirra. ★ Formaður Árnasafnsnefnd- ar í Kaupmannahöfn, hefur ekki fyrir löngu gefið út bækling, sem fjallar um konu Áma Magnússonar, hins fræga handritasafnara, hverr ar ættar hún hafi verið, hver hafi verið fyrri maður henn- ar o.sf.rv., og þvi næst um hjónaband þeirra Á.M., og loks (óbeint) um fjárhagsleg ar forsendur og uppruna Árnasafns. Það sýnist nú í fljótu bragði ekki sérlega merkilegt rannsóknarefni að grafast fyr ir um forfcíð þessarar löngu liðnu konu, sem maður skyldi halda, að flestum mætti á sama standa nokkuð svo, hvoru megin hryggjar lægi úr þessu. Það er, líkt og Ámi Pálsson komst að orði, „illa farið með góðan þorsta,“ þeg ar kunnur danskur vísinda- og háskólamaður fórnar dýr- mætum tima sínum í slíka Kaflar um hjóna- band Árna Magnússonar og f járhags- forscndur Arnasafns rannsókn. Reyndar virðast danskir háskólamenn ekki alltaf hafa látið sér títt um þessa konu, a.m.k. meðan hún enn var lífs, svo sem þegar þeir ruddust inn í íbúðina sama morgun og maður henn ar gaf upp öndina, og höfðu á brott með sér peningaeign hennar i „járnskríni", eins og heimildir greina. Og „sköff- uðu henni einn dal til hand- peninga," svo sem frá er sagt í sömu heimild. Nú er þessi sama kona allt í einu orðin menningarbjargvættur að þeirra dörni, og merkispers- óna í sögunni, sem „pá mere end én máde har ydet . . . bidrag til det danske monark is vækst"l), eins og höf. kemst að orði um þau hjón. Þetta er svo sem gott og blessað. En þegar dýpra er skyggnzt má sjá þess nokkur deili að þessi nývaknaði áhugi fyrir konunni muni ekki eingöngu vera af sagn- vísindalegri rót, heldur sé hér lengra seilzt til lokunnar. Það athugast, að það er sjálf ur forniaður Árnasafnsnefnd ar, sem hér er að verki. Það er vafalaust, að rannsókn hans og skrif eru hugsuð sem framlag til handritamálsins, þótt síðbúið sé. Þar sem nú liggur fyrir að dæma um skaðabótakröfur Árnasafns vegna áformaðrar afhending- ar handritanna, mun þeim Árnasafnsnefndarniönn- um þykja mikils um vert, og tímabært, að hefja nú eða herða áróður í þá átt, sem reyndar stundum áður, að Árnasafn sé til orðið og varð veitt fyrst og fremst fyrir danskt fé, eða nánar tiltekið þessarar ,,dönsku“2) konu Árna Magnússonar, Mettu Fischer, sem hann hafi gifzt til þess að geta í hennar skjóli og eigna hennar unnið að söfnun handritanna, og komið safninu á laggir og tryggt varðveiziu þess og framtið. Safnið sé þess vegna dönsk eign að uppruna og öllum rétti, og afhending handritanna lögleysa og rang læti, nema þá, — úr því sem nú er komið málum, -— að fullar fébætur komi fyrir. Þessu sjónarmiði er ætlað að hafa að ininnsta kosti óbeina þýðingu í málinu, ef hin laga legu rök þess teldust ekki fullnægjandi. Nú kann þessi áróður að virðast helzt til langsóttur, og ekki alls kostar sannfær- andi. Þó er ekki um að vill- ast, að háttv. höf. er fyllsta alvara. Enda slær hann því föstu í niðurlagi bæklingsins, að stofnfé Árnasafns sé „helt igennem samlet fra danske kilder '. Og sýnist þetta falla í góðan jarðveg hjá dönskum blöðum, t.d. segir i Berl. Tid., að það sé ekki „lielt lig-egyld igt for vurderingen af probl- emerne," — (þ.e. skaðabóta- málsins), — „om de er is- landske eller danske penge, der har sikret bevarelsen af de haandskriftskatte, der nú skal udleveres." Og síðan seg ir, að það megi „slaas fast,“ að fjármunir Árnasafns „ude lukkende liidrörte fra danske kilder." • • • Þær „nýju upplýsingar", sem sérstaklega snerta „gifter mál“ þeirra hjóna Á.M. og Mettu Fischer, eru aðallega þær, að konan muni hafa ver iö 19—20 árum eldri en Árni. Þötot höf. fúllyrði ekkert um þetta, vill hann með þessu renna nýjum stoðum undir þá skoðun, að Á.M. muni hafa gifzt konu þessari til fjár, sem svo er kallað. Hafi hann, den „fattige isi. student", fengið með henni „betydelig meðgift“ etc, enda hafi „en af tidens mest effektive metoder til prompte elevati- on paa den sociale rangstige" verið „netop et rigt gifter- mál.“ Hugsun og samhengi þessara tilvitnana má lesa á rnilli linanna, og ekki um að villast, hvað höf. er að fara. Er þess vegna ekki úr vegi að athuga þetta nánar: Fyrst hvort ætla megi, að Á.M. hafi gifzt konunni vegna eign- anna, fyrst og fremst, og því næst hvort eignir þessar hafi þá í reynd orðið forsenda og fjárhagsgrundvöllur handrita söfnunarinnar og Árnasafns, svo sem sífellt er látið liggja að. Er þá fyi-st að atlhuga nán- ar, hvort Á.M. muni hafa gifzt konu þessari „til fjár,“ sem kallað er. Sannleikurinn er sá, að próf. Westergaard- Nielsen er ekki upphafsmað- ur að þeirri kenningu, þótt hann þykist nú færa henni auknar líkur, sem fyrr segir. Finnur Jónsson segir í ævi- sögu Á.M.: „Siikkert er, at hun (þ.e. konan) var berhidl et, og det er vel dette, der for Árni har været af betydn- ing,“ o.s.frv. Sama kemur fram hjá öðrum fræðimönnum sem á þetta minnast. Um þessa skoðun mun sennilega hafa mestu ráðið aldursmun ur hjónanna, og auk þess óbeint þau ummæli Jóns Ólafs sonar, sem kunnugur var einkahögum Á.M. síðustu ævi árin, að konan hafi verið hon um „einn heinmlegur liús- kross“. Enda hafa Islending- ar alltaf hafa horn í síðu þessarar konu, þ.á.m. hugsað sér hana litt ásjálega eða það an af verra, svo sem skemmst er að minnast af meðferð þeirri, sem hún fær hjá Lax- ness, að vísu í skáldverki, þar sem henni er lýst með „krúng úr baki“ og „ninnn- inn á miðjum niaga". Þetta píslarvætti á Á.M. að hafa lagt á sig til þess að geta, fyrir peninga konunnar, bjargað hinum fornu menn- ingarverðmætum • okkar og annarra norrænna þjóða. Og þessu hefir verið almennt trú- að. Pi-óf. W.N. segir Á.M. hafa einungis verið „fátækan isl. stúdent," og gefur í skyn, að öll hans „prompte elevation" og þjóðfélagsframi hafi verið fyrir hans riku giftingu i Khöfn. Þetta er allsendis ósæmileg sögutúikun. Á.M. var sýslumannssonui’ og sæmi lega vel að heiman búinn, að þeirra tíma visu. Hann komst fljótlega í launuð störf og (siíðan) embætti i háum launa- flokkum. Hann var reglusam ur í öllum háttum og frábit inn eyðslu og óhófslifnaði. Það er þvi lífill vafi á, að hann hafi fljótlega komizt í góð efni, og þegar hann loks giftist, þá orðinn 45 ára, er hann búinn að vera í hálauna embættum og störfum um lengra árabil, skjalavöröur og prófessor og konunglegur commissarius. Og það sem meira er um vert, að Á.M. var mikið til búinn að safna handritunum, áður en hann gekk að eiga margnefnda konu. Enda mun hann og hafa komizt tiltölulega létt út af því fjárhagslega, þar sem meginhluta þeirra fékk hann ýmist gefins eða að láni (til afskrifta), en miklu sjaldnar að hann þyrfti að greiða fyr- ir þau. Þegar þessa er gætt, að Á.M. er þegar kominn á efstu þrep hins „sociale rang stige“, orðinn vel stæður fjár hagslega, og auk þess búiim að safna umræddum forn- skjölum og handritum, þegar hann gekk að eiga konuna, þá hefur það allar líkur á mótí sér, að hjá honum hafi það nokkru ráðið um hjóna- band þetta, að konan var vel efnum búin, og að þvi er handritasöfnunina snertir þurfti Á.M. ekki, er hér var komið, neinnar sérstakrar f járstyrkingar til þess að sinna þvi hugðarefni. Hins vegar afsannar þetta heldur ekki, að Á.M. hafi að einhverju leyti gengizt fyrir peningum konunnar, og það kannski ráðið úrslitum um kvonfangið, svo sem F.J. læt- ur liggja að. Og sé gengið út frá, sem menn hafa gjarn- an viljað trúa, að konan hafi verið óásjáleg — auk aldurs ins, — þá náttúrulega ber- ast böndin að Á.M. að þessu leyti. Það kann nú að sýnast heldur fánýtilegt rannsóknar efni hvernig kona þessi hefur litið út, eða hvað menn hafa „séð við hana“, sem svo er kallað. En á þvi gæti það samt oltið, hvort talið verð- ur liklegra, að Á.M. hafi f>T?st og fremst gengizt fyrir peningum hennar, eða hvort aðrar venjulegri og mann- legri hvatir hafi legið að baki. Það má velta þessu fyr ir sér sem krossgátu, svona til gamans, ef ekki annars. Vitaskuld er hér ekkert áþreifanlegt við að styðjast, nema ef vera skyldu ummæli Jóns Grunnvíkings um „hús- krossinn". En þau verður að taka með mikilli varúð. Þeg- ar Jón kemur á heimili þeirra hjóna eru þau búin að vera gift 17 ár, og aldursmunur- inn þá orðinn tilfinnanlegri, sem skiljanlegt er, konan orð in gamalmenni síðari árin, og líklega sjúklingur, svo sem sjá má nokkur deili af sam- tíma bréfaskriftum. Þessi urn mæli Grunnvikingsins sanna þvi ekkert, hvorki um útlit konunnar, né þær hvatir, sem réðu þvi á giftingardegi, að Á.M. valdi sér þessa konu til fylgilags og lifsleiðsögu. Ég vil nú leyfa mér, að setja það fram sem mína persónulegu skoðun, að kon- an muni hafa verið þokkaleg asti kvenmaður, og að Á.M. Framhald á bls. 13. 28. rnarz 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.