Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 9
1. og 2. verðlaun í samkeppni meðal arkitekta um máthelluhús 1. verðlaun: Ulrik Stahr, arkitekt WStíW £í!<auu/ HUIT C-C (VESTUm SKÝRINGAR Hugmyndin er að gera hús, þar sem hægt væri aö greina innra skipulag af útliti hússins. I»að er reynt að skipta daglegum athafna svæðum í 3 meginhluta: svefn- deild, dagstofu og athafnasvæði húsmóður. Með þeim vinklum og innskot- um, sem myndast á utlínum húss- ins, fæst hentugt skjól á þeim stöðum, sem sérlega er nauðsyn á afdrepi fyrir veðri og vindi, svo sem inngangur, garður og bakgarður. Iiinar brotnu útlínur eiga að sýna einkenni lilaðins húss. Barnaherbergin tvö eru þann- ig staðsett, að þau eiga að vera sólrík mestan hluta dagsins.’ Hjónaherbergi fær sól úr austur- og vesturátt. Stutt er úr öllum svefnherbergjum að baðinu. Hjónaherbergi ásamt baði er lyft um 60 cm og myndast þá auka- geymsla og sorpgeymsla, sem er lítið áberandi og í góðum tengsl- um við eldhúsið. Þessi lyfting er þó ekki nauðsynleg. Fyrir ofan þrepin að svefnherbergi hjóna myndast pallur, sem hentugur væri sem leiksvæði barna eða fyrir hannyrðir húsfreyju. Stofa og skáli eru staðsett á móti suðri í vinkil kringum sól- pall (,,terrasse“) og myndast þannig skjól á pallinum fyrir aðalvindáttum. Það sem kalla má atliafnasvæði húsmóður er staðsett á móti norð- austri með útgang í fyrirhugaðan bakgarð. Eins og afstöðumyndin sýnir, er hægt að staösetja húsið við mismunandi aðstæður. Það getur bæði verið á þéttbyggðu svæði sem hús eitt sér og ennfremur raðhús, þar sem hægt væri að mynda aukið skjól. Einnig er hugsanlegt að húsið gæti farið vel sem sjálfstætt ,„form“ utan þéttbýlis. 2. verðlaun: Guðmundur Kr. Guðmundsson, Manfreð Vil- hjálmsson, Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitektar FÍA. vest'GX' h:\sb SbiJf* , ÍJor“Í8r ftiUSí- ! I-ÍWJS 1 ; : ■; I | i ■ a"x' HUGMYND Höfundur hefur leitazt við að nýta eiginleika hleðslusteinsins við alla formun hússins og taka tillit tii sérkenna hans. Þetta lief- ur leitt til hornformaðra veggja er standa sem stífaðar sjálfstæð- ar einingar. Samtímis því að vera stífing, býður hornlögunin upp á sérlega góða skjólmöguleika utan- húss. En skjól má telja eina höf- uðröksemd fyrir því að byggja einbýlishús (garðhús) hér á landi, þar eð sú ósk aö búa í eigin húsi, í eigin garði, að stórum lilut, hyggist á löngun til að geta not- ið gróðurs og sólar, sem hér á landi er gersamlega háö skjóli. Með hliðsjón af ísl. veöráttu er einnig þakformið valið, stór þakskegg, sem skýla gluggum og veggjum gegn ágangi veðrunar. Húslð er djúpt og nálgast fern- ingslögun. Eru útvcggir l>ar með mjög stuttir. Grunnflöturinn skiptist af „kjarna“ í tvo meginhluta, dag- og næturverustaði. „Kjarninn“, sem gengur mitt í gegnum húsiö, inniheldur inn- og útganga, öll „vot“ herbergi, geymslur og stiga. Þetta fyrir- komulag gerir allar vatns- og skolplagnir mjög einfaldar og stuttar, auk þess, sem „kjarninn“ myndar góðan „hljóðmúr“ milli dag- og næturdeildar. í þeim tilfellum þegar mænir þaksins er yfir „kjarnanum“ má telja mjög eðlilegt að nýta rýmið í mæninum, því lækka má loftið yfir baðherbergi og geymslu. Fæst þannig mjög ódýrt geymslu- rými (háaloft). Sýnd er tillaga í kv. 1:100 með lágan kjallara undir „kjarnan- um“, þar sem grunnur byði upp á slíkt. Má þannig minnka grunn- flötinn um það, sem nemur geymslum og hitaklefa, auk þess að „óhreinn“ inngangur fæst um kjallarann fyrir börn. Einnig gerir slíkur kjallari undir „kjarnanuin“ allar lagnir auðveldari og öruggari, þar eð leggja má þær aðgengilegar und- ir lofti í kjallaranum, í stað þess að leggja lagnir í grunn og steypta plötu. öll svefnlierbergi eru rífleg að stærð til að geta þjónað hinum tvöfalda tilgangi sínum, sem svefnstaður og vinnu- og leikstað- ur barna og unglinga. Þau snúa öll i sólarátt. Húsið getur aðlagazt breyti- legri f jölskyldustærð á auöveld- an hátt og má nota herbergið inn af stofu, sem gestaherbergi, vinnuherbergi húsbónda eða hús- móður, barnaherbergi, eða sem stækkun á stofu, allt eftir óskum og þörfum húsráðenda. Gerð hússins gerir mögulegt að nota það við flestar liugsan- legar aðstæður lóðar og götu. Á þaki, þakköntum og göflum er bárujárn (báruál, báruasbest) á pappa og krossviðarplötur, sem negldar eru á einfaldar planka- sperrur. Sperrurnar má negla saman á byggingarstað eða smíða á verk- stícði í tveim helmingum. Loft klæðist lárétt undir sperrur, í „kjarna“ yfir baði og geymslum er loftið lækkað eins og áður segir til að gefa nýtilega lofthæð i mæni þaksins (háaloft). 2 stik. 2x8” ásar eru boltaðir á gluggaeiningarnar og bera þeir, ásamt „kjarnanum“, þakið. Einnig má liugsa sér ris þaks- ins þvert á „kjarnann“ og þá burður í útveggjum en spennt á milli þeirra með 6 kraftsperrum. Ofan á þær kæmi síðan 5” ásar, klæðning og þak. Útveggir allir eru úr 2x9.5 sm steini með loftrúmi og einangrun á milli. Heildarþykkt 30 sm. Þar sem útveggir ganga út úr húsi og verða að skjólveggjum eru þeir hlaðnir úr 20 srn mátsteini. Burðarveggir í „kjarna“ eru úr 20 sm steini en aðrir innveggir allir úr 9.5 sm steini. í hlöðnu liúsi, sem ekki er ætl- unin að múrhúða þarf að liugsa mjög vel fyrir leiðslum öllum og lögnum, þar eð ekki er hægt að grópa þær í veggi. Vatnslögnum hefur áður verið lýst, en raflagnir eru hugsaðar lárétt í stokkum meðfram ásum og vegglægjum, en lóðrétt í stokkum rnilli steinveggja og lóðréttra burðarkarma og komi þar einnig slökkvarar og tenglar. Tenglar við gólf komi í steypta gólfbrík. Upphitun hugsast með ofnum undir glugguin. Meginhugmyndin er að leysa einfalt hús, þar sem tilskilið efni og notagildi í sameiningu ráða formi, uppbyggingu og útliti. Reynt hefur verið aö taka sér- lega tillit til allra aðstæðna og veðurskilyrða hérlendis við upp- byggingu og form liússins með skjólinyndunum. (Góð skjól við ölluni áttum og inngangar vel skýldir). Efnisval er einfalt og byggt á efnunt, sem hér eru yfirleitt fá- anleg og liafa fengið liér góða reynslu. 28. marz 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.