Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1971, Blaðsíða 1
I>etta er kafli
úr bókinni
„Mamma
Karasjok“ eftir
Per Hansson.
í»ar segir frá
Samakonunni
Kirsten, sem
fræg varð á
stríðsárunum
fyrir hugrekki
sitt og aðstoð
við júgó-
slavneska
fanga sem
Þjóðverjar
fluttu til
N orður-N oregs
og ýmist dóu
þar eða
skrimtu í
fangabúðunum
við sult og
hryllilega
meðferð.
*
Stríðið náði seint til fólks-
ins í mesta dreifJbýlinu. 1
júmí 1940 var baráttunni gegn
þýzka hernum í Norður-Noregi
hætt, en það var ekki fyrr en
í septemiber, að íbúarnir
í Karasjok sáu fiokk af her-
mönnum Hitlers.
Þeir, sem komu óbeðnir og
gegn vilja íbúanna til þessa
eyðilega héraðs, fundu til mik-
iM-ar einimanalkenndar, jafnvel
þótt þeir hefðu öll völd sín
megin, og margir hinna
einkennisklæddu útlendinga
vildu gjarnan komast í kynni
við þá, sem bjuggu í Karasjok.
En framréttar hendur biðu
þeirra engar, og það kostaði þá
mörg orð að Æá eitt stutt svar.
Kirsten hafði ekki leng-
ur fasta næturvákt á sjúkra-
stofunni. Ráðnar höfðu verið
útlanðar hjúkrunarkonur, sem
skiptu með sér vöktum allan
sólarlhringinn.
Hún byrjaði aftur að sauma
fjöldann allan af skinnhúfum,
skinnskóm, peningapyngjum og
skinnpokum undir kaffi og
salt, og hún átti kindur, sem
gáfu af sér ull í vettlinga,
sokka og vaðmálsflikur. Jafn-
framt þessu hélt hún áfram að
fara i sjúkravitjanir, þegar um
það var beðið, og veitti sjúk
um huggun.
1 júlí 1942 komu hundruð ban
hungraðra og þrautpíndra
manna i tötralegum fötum til
Karasjok. Þetta voru menn
frá ýmsum héruðum Júgó-
siavíu, — frá Makedóníu, Dal-
onatíu, Bosníu, Króatiu —. Fiest
ir voru þeir Serbar, og ailir
voru þeir kallaðir Serbafangar
af Þjóðverjum og þvi einnig af
Norðmönnum.
Kirsten hafði aldrei heyrt
um Júgóslavíu, og aldrei hafði
hún séð menn kvelja meðbræð-
ur sína. Hún gat ekki horft á
hina þjáðu og hungruðu án
þess að hjálpa þeim.
Kennarinn og presturinn
sögðu henni liítillega frá land-
inu, sem fangarnir komu frá.
Hún fékk að vita, að það var
land með vinberjum og rauðum
ávöxtum stærri en stærsti
bandhnykill, og að þar voru
sólrikar strendur á miðjum
vetri, blátt haf og íslausar ár
allt árið um kring.
Margir í Karasjok sýndu
kjark og dugnað við að smygla
mat til fanganna án vitundar
varðanna, og Kirsten gat ekki
um annað hugsað en hina ban-
hungruðu og vamiarlausu
menn, sem voru vinnuþrælar í
skóginum og við veginn, sem
þeir voru að byggja við bar-
smíð og spörk, milli Karasjok
og finnsku landamæranna.
Brátt fékk hann nafnið Blóð
vegurinn, og sums staðar voru
lík notuð til uppfyllingar,
ásamt möl og sandi.
Þegar Kirsten varð hugsað
til þess að þeir voru frá landi,
þar sem sjórinn og árnar eru
ekki isi lögð hálft árið, og að
þar uxu vínber og stórir rauð-
ir ávextir, gat hún freistazt til
að biðja guð um að bægja
vetrinum burt frá Finnmörku.
Því jafnvel fiökkusamar gátu
ekki lifað heimskautakuldann
af hungraðir og klæddir bóm-
uSJartö’trum, en þessir menn
voru frá sólarlandi langt í
suðri.
Hafi henni einhvern táma
þótt leitt að hafa ekki lengur
fasta næturvakt á sjúkrastof-
unni, gladdist hún nú yfir því
að vera óbundin og geta notað
daginn að eigin geðþótta.
Sífellt varð hún að vera á
stjái til að saifma mat handa
föngunum. Hún lagði til pen-
inga fyrir hluta hans með því
að selja hannyrðir, en mest af
kjötinu, fiskinum, smjörinu og
bi'auðinu fékk hún hjá góðu
fólki, sem ekki spurði hvað
hún ætlaðist fyrir með allan
þennan mat. Það þekkti Kirst-
en og vissi, að hún rak ekki er
indi í eigin þágu án þess að
segja frá því, og það skildi und
ir eins hverjum hún ætiaði að
færa matinn.
Þótt hún færi iangar ferðir til
í tilefni opinberrar heinisóknar Títós Júgóslavíu forseta til Nore«rs 1965. var Kirsten serstaaiega
boðið og við það tækifæri færði Tító lienni þakkir þjóðar siiinar og heiðraði Þana. Hér er Kirsten
með Titú og: Gerliardsen, forsætisráðlierra.
f