Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR hesta og kýr. Og maðurinn minn eignaðist reiðhesta, sem voru bæði góðir og þægilegir að sitja á. Hann tók við staðr.- um árið 1922, og þar vorum við næstu sex árin. Okkur féll vel við sveitafólkið, og ég saknaði þess mikið að þurfa að fara þaðan. Ég hafði öðru hvoru verið i fjósinu við mjaltir, og þekkti því kýrnar mínar vel. Ég gaf þeim undanrennu, áfir, skol innan úr ílátum og annað sem til féll. Ég fór ekki ósjaldan i fjósið með drykkjarföturnar, en væru hrossin i túninu þá komu þau hlaupandi og um- kringdu mig, og drukku það sem var í fötunum, svo það komst aldrei í fjósið . . . Þegar við fiuttum frá Mosfelli létum við þrjú kúgildi til séra Guð- mundar Einarssonar, sem tók við af manninum mínum. Kálf- ur var þar líka, sem nýi prest- uilnn leyfði mér að láta ganga með kúnum yfir sumarið. Þegar við vorum að fara frá Mosfelli biðu bílarnir á brúnni sunnan við lækinn. Kýrnar voru á túninu. En þegar við komum að bílunum, þá komu þær allar hlaupandi niður eftir. Ég hafði smurt heilmikið af brauði til ferðarinnar og ætiað okkur á leiðinni. En þegar kýrnar voru komnar skipti ég á milli þeirra nestinu okkar. Þegar við fórum upp í bilana stóðu þær kyrrar og horfðu á okkur. Þegar við vorum komin spölkorn leit ég út um aftur- rúðuna og sá þær enn standa kyrrar á sama stað og horfa á eftir bílunum. 3. Jæja, nú var ég komin til höfuðborgarinnar, og maðurinn minn tekinn við skólastjóra- starfi við Gagnfræðaskóla Aust urbæjar. Það var árið 1928 Skólinn fór sístækkandi, því alltaf fjöigaði nemendum ár- lega. Ingimar hafði enga skrif- stofustúiku, og varð ég því að gefa upplýsingar um skólann, gegna hringingum hér heima og oft að taka á móti skólaumsókn um fyrir hann. Þetta var mikil viðbót við mitt starf og mjög ónæðissamt. Ég man að einn daginn tók ég á móti umsókri- um frá 94 nemendum . . . Auk heimilisstarfanna saumaði ég mikið og baldíraði; saumaði upp hluti bæði á fuiiorðna og te'p- ur, telpnaupphlutina með húf- um og öllu tilheyrandi. En þar kom að ég þreyttist á þessum sífellda saumaskap — og þá byrjaði ég að skrifa. Franihald á bls. 12. Elínborg Lárusdóttir. Pablo Neruda KVEÐJA Jóhann Hjálmarsson þýddi. Ljóðið birtist í bókinni Af greinum tjánna, 1960. Pablo Neruda fékk bókmenntaverð- laun Nóbels í ár. Hann er fæddur í Chile árið 1904 og er frægastur suður-amerískra ljóðskálda. Neruda er sendiherra lands síns í París. en að öðru leyti skal vísað til greinar um skáldið í Morgunblaðinu 22. október. 1 Dapurt barn líkt mér horfir á okkur krjúpandi úr þínum innstu fylgsnum 1 þessu lífi sem mun loga í æðum barnsins verður okkar líf bundið saman í þessum höndum barni handa þinna deyja hendur mínar í augum barnsins opnum í jörðu mun ég sjá augu þín tárast 2 Ég vil ekki eiga það vina mín Af því að ekkert mun binda okkur má ekkert sameina okkur Hvorki orðin sem ilmuðu á vörum þér né það sem orðin ekki tjáðu Hvorki hátíð ástarinnar sem við héldum ekki né snökt þitt við gluggann 3 (Ég elska ást sjómannanna sem kyssa og halda áfram Þeir skilja eftir fyrirheit Þeir koma aldrei aftur Við hvert hlið bíður kona Sjómennirnir kyssa og halda áfram Næstu nótt hvíla þeir með dauðanum í rúmi hafsins) 4 Ég elska ástina sem skiptist í kossa saung og brauð Ást sem getur verið eilíf eða getur verið hverful Ást sem vill frelsa þig svo að þú elskir á ný Guðleg ást sem nálgast Guðleg ást sem flýr 5 Augu mín munu ekki framar töfrast af augum þínum ég mun ekki framar huggast hjá þér En hvert sem ég fer mun augnaráð þitt fylgja mér og hvert sem þú ferð mun sorg mín fylgja þér Ég varð þinn þú varst mín Hvað meir? Saman fórum við hliðargötu þar sem ástin kom ekki við Égvarð þinn þúvarst mín Þú skalt lúta þeim sem elskar þig þeim sem í trjágarði þínum uppsker það sem ég sáði Ég held mína leið Ég er dapur en ég er alltaf dapur Ég kem úr örmum þínum Ég veit ekki hvert mig ber Frá hjarta þínu veifar mér barn í kveðjuskyni Og ég sendi barninu kveðju mína 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.