Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 7
Þjóðlegt sport: Nautiim sleppt lausum og síðan reynir hver að forða sér. Nokkrir Terúelbúar, sem um leið geta talizt clæmigerðir Spánverjar. Terúel, bærinn, sem kom svo mjög við sögu í borgarastyrj- öldinni. kynna hana rétt fyrir 12. októ- ber, E1 día de la raza, þegar heimurinn var að búa sig und- ir að heiðra hinn mikla spánska landkönnuð — það var of langt gengið. Með því verki sverti Yale sitt eigið nafn.“ Það vekur furðu að komast að raun um, að flestir Spán- verjar líta á ítalann Kólumbus sem einn af þeim, á sama hátt og þeir gera Grikkjann E1 Greco að Spánverja. Samtímis mótmæla þeir þegar franska stjórnin le.-tur Pablo Picasso vera með á lista yfir franska máiara. Þegar ég gerði athuga semdir við bessa mótsögn, benti Spánverji nokkur á að „Þið Ameríkumenn haldið því fram á bókmenntanámskeiðum, að Henry James og T.S. Eliot hafi verið Ameríkanar, jafnvel þótt þeir hafi gerzt innfiytjendur í Englandi, en þið eignið ykkur líka máiara eins og Lyonel Feininger og vísindamann eins og Lyonel Feininger og vís- indamann eins og Albert Ein- stein, jafnvel þótt þeir hafi lengst af unnið í Þýzkalandi." 1S. Síðan fyrsta sunnudaginn í Valencia, þegar ég horfði á Lalanda, Ortega og E1 Estudi- ante berjast við sex naut, hef ég verið nautaatsdýrkandi. 1 þrjátíu og fimm vertíðir hef ég séð alla mestu nautabana á Spáni og í Mexíkó nema Spán- verjann Pepe Luis Vázquez, en svo undarlega vill til að ég var góður vinur mexíkanska nauta banans með sama nafni. Ég hef ferðazt með nautabönum í báð- um löndunum, lesið næstum allt á prenti bæði á spánsku og ensku, auk margra góðra bóka á frönsku, og í stað þess að missa áhuga eftir því sem árin liðu, hefur þessi list orðið mér æ eftirsóknarverðari. Ég býst við að ég hafi séð yfir 250 nautaatssýningar með fullgildum nautabönum, sem eru smámunir i samanburði við þær 750, sem atvinnuáhorfandi eins og Kenneth Vanderford hefur séð, eða ninar ótrúlegu 114, sem ameríska stúlkan Virginia Smith sá á einu ári með því að aka Renault-bíln- um sínum eins og óð manneskja landshorna á milli á Spáni um nautaatsvertíðina. Ég er fyrir iöngu síðan hættur að biðjast afsökunar á áhuga mínum á nautunum, en ég býst við, að eftirfarandi athugasemdir Spánverja, sem búið hefur i Ameríku, muni reynast vera í samræmi við efnið. Amerikumaður: Hvernig get- ur siðmenntaður maður eins og þér þolað nautaat? Spánverji: Þetta er sann- gjörn spurning, sem á slcilið al- varlegt svar. Ég legg til að þér hugsið um nautaat á Spáni eins og þér munduð hugsa um hnefa leik í Ameríku. A: Einmitt það, sem ég vildi sagt hafa. Allir sómakærir Ameríkumenn eru mótfalln- ir hnefaleikum. í hvert sinn sem hnefaleikamaður er drepinn í hringnum, birtast viðvaranir í ábyrgum blöð- um, spurningar eru lagðar fyrir þingið og hreyfingum til að binda enda á þennan blóðuga starfa er hrint af stað. S: Réttilega, vegna þess, að hnefaleikar eru miklu grimmdarlegri en nautaat. Og auðvitað eru miklu fleiri menn drepnir i hnefa- leikahringnum en á nauta- atsvellinum. Samkvæmt skýrslum eru hnefaleikar hættulegri. Siðferðilega eru þeir óhollari. A: Ég er sammála. Og þess vegna erum við allir á móti þeim. Hvers vegna eruð þið Spánverjar ekki á móti nautaati? S: Að vissu marki erum við það. Margir sómakærir Spánverjar eru andvígir nautaati af nákvæmlega sömu ástæðum og sómakær- ir Ameríkanar eru andvígir hnefaleikum. Á hinn bóg- inn eru til sómakærir Spán- verjar, sem hafa ánægju af nautaati og telja, að grimmdin sé lítil fórn fyrir svo mikla fegurð. A: Það er þetta, sem við Amer- íkumenn getum ekki skilið. Hvernig getur nokkur mað- ur haldið því fram, að skammvinn fegurð, hversu ágæt sem hún er, réttlæti hlut eins og nautaat ? S: Til að skilja þetta, býð ég yður að gera ekki saman- burð á nautaati og amerískri íþrótt eins og hnefaleikum, sem fallin er í ónáð, heldur viðurkenndri íþrótt eins og knattspyrnu. A: (með þjósti) Hvað meinið þér, knattspyrnu? S: Ég hef fylgzt með skýrslum ykkar í nokkur ár, og á hverju ári verður . amerísk knattspyrna meira en fjöru- tíu ykkar beztu, ungu manna að bana. A: Slys eiga sér stað öðru hverju. S: Fjörutíu menn, ár eftir ár. Og það eru ekki piltar án íramtíðar eins og hnefaleika mennirnir, heldur beztu ungu menn landsins, margir þeirra ágætir fræðimenn. Samt heyri ég engai' viövar- anir gegn knattspyrnu. A: Knattspyrna er öðruvísi. 1 beztu háskólum okkar er leikin knattspyrna. S: Hvers vegna eru engin al- menn mótmæli gegn iþrótt, sem verður árlega fjörutíu ykkar beztu ungu manna að bana? A: Jú, sjáið til, knattspyrna er hluti af amerískum lífsvenj um. Allir vilja knattspyrnu. S: Hárrétt. Knattspyrna er hluti af lifsvenjum ykkar. Háskólar borga fyrir íþróttavelli sína með knatt- spyrnu. Sjónvarpið græðir stórfé á að flytja hana inn á heimili ykkar. Bilar og rakvélablöð eru seld með fulltingi hennar. Blöð, sem ætla mætti að veittu barátt- unni gegn slíkri grimmd for ystu, fá mikið af tekjum sin um með því að leggja áherzlu á knattspyrnu. Það væri hlægilegt að ráðast gegn einhverju, sem gefur svo mikið fé í aðra hönd. A: En við lítum ekki á knatt- spyrnu sem tekjulind. Hún er karlmannleg iþrótt. S: Fyrir Evrópubúa eins og mig er það furðulegt, að þið skuluð drepa fjörutiu manns árlega meðan þið eig ið völ á miklu betri tegund knattspyrnu, sem drepur engan. A: Þér eigið við venjulega knattspyrnu? Þá stelpu- íþrótt? S: Alls staðar annars staðar í heiminum leika menn það, sem þér i hæðni kallið stelpuíþrótt, og telja hana beztu fjöldaíþrótt, sem nokkurn tíma hefur verið fundin upp handa atvinnu- mönnum. Milljónir manna Franihald á bls. 13. 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.