Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 6
Minnispunktar 40 ára á Spáni James A. Michener Siðprúðar konur sjást ekki á reiðhjóli SÍÐARI HLUTI Ung, dökk og falleg niítíma- stúlka á Spáni. Hann tók við kortinu, leit á það, brosti og sagði, „Sagan er það, sem vitringarnir segja að hún sé.“ „Trúið þér í raun og veru, að þetta hafi verið þanníg?" Hann danglaði í kortið, gerði hvorki að játa né neita, og sagði, „Þetta er það, sem menn hafa komið sér saman um.“ „Hafa menn einnig komið sér saman um ásakanir þær, sem þér hafið verið að bera á Ameríkana?“ „Já.“ „Svo þær eru núna sann- leikur?“ „Já, í Evrópu." „Mjög svo athyglisvert," sagði ég og sneri mér frá hin- um hávaðasömu Frökkum til að velta fyrir mér hinum und- arlegu örlögum Ameríkumanna í heiminum í dag. Um þessar mundir höfðu nokkrar enskar bækur, sem ég hafði verið að lesa, valdið mér sérstökum vonbrigðum, en þar sögðu skynsamir höfundar með há- skólapróf furðulegustu hluti um ameríska ferðamenn, sem þeir höfðu hitt í Evrópu. Ameríkanar voru allir heimsk- ir og ógeðfelldir, hávaðasamir og ómenntaðir. Sjálfur sat ég við borð mitt og bjó til lista yfir þá Ameríkumenn, sem ég hafði hitt á ferðum mínum ný- lega: þrir nóbelsverðlaunahaf- ar, tveir af beztu leikritahöf- undum heims, þrir góðir skáld- sagnahöfundar mikið lesnir i Englandi og Frakklandi, fjór- ir landsþekktir bankamenn, sem eyða frítíma sínum við störf i stjórnum háskóla, óperu húsa og safna, tveir tugir hæ- verskra prófessora, kona sem aðstoðar við rekstur lista- safnsins i Cleveland, fram- kvæmdastjóri einnar hinna stóru sinfóníuhljómsveita okk- ar, og tveir málarar með fág- aða framkomu. Hvað svo sem miðað er við voru þessir menn meðal leiðtoga heimsins, og vissulega meðal hinna bezt menntuðu og fáguðustu. Eng- inn þeirra talaði hátt. Satt að segja varð ég að halla mér fram til að heyra hvað Tenn- essee Williams sagði, og Ashcrafts-hjónin töluðu svo lágt, að það nálgaðist hvísl. 11. „Hvers vegna hittir aldrei neinn Evrópubúi þess konar Ameríkana ?“ spurði ég sjálfan mig. 1 þremur nýjustu ensku ferðabókunum um Spán var óslitin halarófa af amerískum aulum og dónum, en höfundarn ir voru velupplýstir menn og hljóta örugglega einhvern tíma að hafa einhvers staðar rekizt á þá tegund Améríkana, sem ég þekkti. Ég komst að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri hægt að ásaka enska rithöfunda fyrir fjandskap, því slíkt var ekki ætlun þeirra. Þeir tóku aðeins blindandi fyrir góða og gilda vöru eins konar amerískan svartagaldur, sem þeir möluðu tilbreytingarlaust. Ég get ekki borið á þá falsanir af yfir- lögðu ráði, en ég get dregið í efa athyglisgáfu þeirra og sanngirni við skráningu bess, sem þeir sjá. Á ferðum mínum hef ég rek- izt á nokkra miður skemmtilega Englendinga. Þar á meðal var hökulausa undrið í Singapore, sem vildi fara með mig í hinn einstæða Raffles Club af við- skiptaástæðum, og eyddi um það bil fjörutíu mínútum í að hlýða mér yfir hvernig ég ætti að haga mér, en gleymdi því alveg, að ég hafði dvalizt tvö ár við einn af beztu háskóJum Bretlands. Hann var svo asna- legur, að hann var hlægilegur. Á flugvellinum í Sevilla tók ég eftir tveimur ferlegum enskum konum af þeirri manngerð, sem virðist ætíð hafa nóg af öilu. Nístandi röddu spurðu þær hvar farangur þeirra væri. Burðarmaðurinn svaraði á skýrri spænsku, „Farið inn í bygginguna, snúið til vinstri, tíu mínútur." Konurnar, sem nú voru orðnar ergilegar, æptu sömu spurninguna á ný að veslings manninum báðar i senn, og hann útskýrði enn með látbragðshreyfingum, „Inn í bygginguna, snúið til vinstri, tíu mínútur." Konurnar litu fyrirlitlega á hann, ýttu hon- um til hliðar, og önnur sagði og lá hátt rómur. „Aumingja skepnan. Hann skilur ekki orð af því sem við erum að segja.“ Og þar fram eftir götunum. Aðalatriðið er, að þótt ég hafi séð óteljandi dæmi um slíka hegðun, hef ég forðazt að skrifa um hana eins og hún væri algeng framkoma Eng- lendinga erlendis, af því að ég veit að svo er ekki. Ég hef hitt of marga enska heiðursmenn til að leyfa mér slík afglöp. Ég forðast ekki að skrifa níð um Englendinga af þvi að ég elska þá, heldur vegna þess, að ég ber virðingu fyrir staðreynd- um. Meðan ég sat þarna eins hljóðlega og hinir frönsku fé- lagar mínir gerðu mér kleift, reyndi ég að gera mér ljóst hvernig tilfinningar mínar væru í raun og veru gagnvart þessari spurningu um heiðar- lega lýsingu. Á ferðum mínum hef ég aldrei hitt einn einasta Ameríkana jafn hávaðasaman og ruddalegan og suma Þjóð- verja, engan jafn innilega auvirðilegan og einn eða tvo FrakJ: , engan jafn hlægileg- an og einstaka Englending, engan jafn hrokafullan og suma ?!vía og vissulega engan jafn nízkan og Portúgala. Enginn Ameríkani stenzt sam- anburð við fyrsta flokks dæmi um grófa hegðun frá Indlandi eða Egyptalandi, og mig grun- ar að vænlegra sé að leita með al Rússa að þeim tilfinninga- lausa, ómenntaða aula, sem ég rekst svo oft á í bókum og þar lýst sem dæmiger-ðum Amerí- kana. En með þessum þjóðernis- dæmum er ég aðeins að tala um fáein andstyggileg tilfelli. Séu allir enskir ferðamenn bornir saman við alla ameríska, verð ég að játa, að sem heild eru hinir amerísku verri. Ef ein- hver Evrópubúinn vildi halda þvi fram, að sjötiu prósent allra amerískra ferðamanna yllu vonbrigðum, mundi ég vera sammála. Ef hann héldi fast fram áttatiu prósentum, tæki ég undir það. Ef hann segði níutíu, býst ég ekki við að ég mundi fara út i neinar deilur. En ef hartn segði að hundrað prósent væru þannig, eins og Frakkarnir vinstra megin við mig og ensku höf- undarnir undir handleggnum á mér, þá mundi ég ásaka hann fyrir að fara rangt með stað- reyndir. 12. Miðað við þau lönd, sem ég ferðast um, finnst mér Amerí- kanar dæmdir af meiri sann- girni á Spáni en annars staðar. Þeir eru að vísu ekki elskaðir, en þeir eru ekki skammaðir. Spánverjai' almennt eru mót- falinir því að hafa ameriskar herstöðvar á spánskri grund, en þeir viðurkenna þörfina fyrir vernd. Þeir eru tor- tryggnir gagnvart hinum mikla fjölda amerískra mótmælenda, sem koma til Spánar, og eru sannfærðir um, að þeir ætl- ist ekkert gott fyrir. Það gerir þeim gramt í geði að sjá ameríska hermenn eyða stórum auðfengnum peningaupphæð- um, en þeir eru ánægðir yfir því, að Kanarnir skuli haga sér jafn vel og þeir gera. Af þvi að Spánn er einvaldsríki, er skylt að ófrægja lýðræðið, og þar sem Amerika er leiðtogi meðal lýðræðisþjóða, flytja blöðin stöðugar frásagnir um mistök okkar, einkum í meðferð kyn- þáttavandamálsins. Við lestur spánskra dagblaða mætti halda að Bandaríkin væru að hruni komin, en samtímis er gefið í skyn, að þau séu ein- beittur bandamaður, sem Spánn geti treyst. Af því að Spánn er kaþólsltt land, verða blöðin þar að lasta ameríska öfga á sviði kynlífs, fræðslu og fjölskyldulífs, og ógnvekjandi mynd dregin fram, en jafn- framt er Ameríkönum þannig lýst, að þeir séu hugdjarfir, drenglyndir og ábyggilegir. Tvennt er kátlegt. Af því að Spán skorti neyzluvörur í mörg ár, var skylt að sanna, að Bandaríkin hefðu glatað sál sinni í ágirndinni á slíkum vör- um. Sérstökum svívirðingum var ausið yfir afborgunarkerfi okltar. „Ameríkanar hafa sjón- varpstæki, en þeir eiga þau aldrei. Tækin eru lánuð þeim með afborgunarskilmálum, og til að standa við þessar greiðsl ur, veðsetja þeir sálir sínar." f þessum greinum var bent á, að hin spánska sál væri ekki spillt af afborgunum. En með tilkomu sjónvarpsins var frum- kostnaður hvers tækis svo mik ill, að miðlungsstór fjölskylda á Spáni átt ekki nægilegt reiðu- fé. Afborgunarkerfi var inn- leitt og gert að skyldu, en spyrji maður Spánverja um þetta, segir hann, „Já, en kerf- ið, sem við bjuggum til, spillir ekki sálinni." Þótt segja megi, að Spán- verjar séu sanngjarnir í garð Ameríkana á flestum sviðum, er þar þó ein undantekning á. Spánverjar hata Yale-háskóla. Ég býst við, að ef rikisstjórn- in bæði um sjálfboðaliða á morgun til að gera innrás í Connecticut og jafna Yale við jörðu, mundi heraflinn vera kominn fyrir ljósaskiptin. Á þriggja mánaða tíma las ég fjór ar árásargreinar á Yale; sumar höi'muðu að virtur háskóli skyldi hafa lagzt svona lágt, aðrar hótuðu hefnd. Ósköp þessi eiga rætur að rekja til yf- irlýsingar, sem hópur próf- essora við Yale sendi frá sér árið 1965 þess efnis, að þeir hefðu fundið landakort, sem sannaði, að Kristófer Kólum- bus hafði elrki orðið fyrstur til að finna Ameriku árið 1492, heldur hefði Norðuriandabúi nokkur orðið til þess árið 1118 og hugsanlega árið 1020. „Það var nógu slæmt að koma með þessa lygi,“ sagði spánskur fræðimaður mér, „en að láta til O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.