Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 13
Á liðnum vikum hejur hitamál hausts- ins, hundahald í Reykjavík, horfið í skuggann og við tekið nýtt umrœðu- og baráttuefni: eiga fyrrverandi geðsjúkling- ar að fá að búa innan um „venjulegt“ fólk og eru slíkir sjúklingar bráðhœttu- legir umhverfi sínu og börnum í því hverfi, sem í hlut á. Athygli skyldi vak- in á því í leiðinni, að margt starfsfólk býr reyndar í bústöðum á lóð Kleppsspítalans og eru þar meðal annars fjölmargar hjúkr- unarkonur með börn. Ekki hefur heyrzt, að börn þessa starfsliðs hafi nokkru sinni orðið fyrir áreitni sjúklinga. Ekki er œtlunin að leggja neinn dóm á viðbrögð íbúa Laugarásvegar, en á það bent að ekki er vafi á því að það var í upphafi mjög óœskilegt að blása málið upp af fréttastofnunum, eins og raun varð á. Hitt skal lítillega um fjallað, að þetta leiðir hugann að því, hversu undra grunnt er á fordómum hjá þeirri víðsýnu og frjálslyndu þjóð, sem við tslendingar álít- um okkur vera. Um það eru mýmörg dœmi, bœ&i fyrr og nú. Við eigum hægt með að skrafa um það hátt og í hljóði af hinni mestu vandlœtingu, þegar kyn- þáttaofsóknir vaða uppi i fjarlægum lönd- um. Þetta vandamál þekkjum við að sjálf- sögðu ekki af eigin raun og venjulega er auðveldara um að tala en í að komast. Almannarómur hefur lengi haft fyrir satt, að svertingjar megi t.d. ekki vera í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, hvort sem satt er eða ekkL Þetta lyktar af dá- litlum fordómum eigi að síður. Við þurfum heldur ekki að leita til út- landa eða útlendinga til að finna efni, sem koma við frjálslynt tslendingseðlið. Hús- eigendur hafa ajdráttarlausa fordóma gagnvart fólki, sem hefur orðið það á í lífinu að eiga afkvœmi; þess konar manneskjur fá helzt alls ekki inni í leigu- húsnæði eins og allir vita. Til skamms tíma voru fordómar gagnvart ógiftum mæðrum álláberandi, þótt úr hafi dregið á síðustu árum. Aftur á móti hefur það áldrei verið lagt karlmanni teljandi til lasts, þótt hann vœri ógiftur faðir. Þá kemur mér og í hug að fyrir þó nokkrum árum var í héraði einu úti á landi rœtt um að táka skóla í sýslunni og gera þar heimili fyrir vandrœðatelpur. Málið náði aldrei lengra en á umrœðu- stigið, meðál annars vegna mikillar gremju íbúa þessa ágœta héraðs, sem létu óspart í sér heyra og aftóku með öllu að fá „svoleiðis hyski“ í sveitina. En við erum ekki aðeins háldin fordóm- um í álvörumálunum. Það eru undarleg- ustu hlutir, sem verða okkur tilefni hneykslunar og gremju. Til skamms tíma þóttu það .til að mynda ákaflega skrítnir fuglar, sem ferðuðust um borgina á reið- hjóli. Einn ágætur guðsmaður hér í borg hafði stundað hjólreiðar árum saman áð- ur en það varð intellektúelt, og margir urðu til þess að tala um hvað hann væri sér og fur&ulegur maður og ekki næði nokkurri átt að táka fullorðinn mann hátíðlega, sem væri hjólandi út um borg og bý í tíma og ótíma. En í fordómum, álvarlegum sem þeim léttari, getum við ekki einu sinni verið sjálfum okkur samkvœm. Við álítum sjálfsagt mál og raunar alveg lífsnauðsyn- legt að sem allra flestir drekki sig útúr drukkna og það sem oftast, alténd eins oft og viðkomandi aðili sjálfur vill. Komist mál hans hins vegar á það stig, að hann þurfi að leita sér lœkninga vegna ofneyzlu slíkra drykkja e&a lyfja, breytist líka hljóðið í strokknum og við erum oft fljðt til að kveða upp okkar dóma yfir slíkum manni. Auðvitað verða alltaf fordómar, þeir hafa fylgt manninum frá upphafi vega, og við getum sennilega ekki gert okkur djarfari vonir en þœr, að sem við útrým- um einum fordómi sprettur annar upp í staðinn. Jóhanna Kristjónsdóttir. inni, hélt svo áfram, og fðr mðr þá að þykja það miklu skemmti legra. Rók þessi seldist vel og vakti athygli fyrir þjóðlífslýs- ingar og dálítið sérkennilegan lífsferil Hólmfríðar. Þriðja ævisagan var um bónda austur í Grímsnesi, Sig- urð Gíslason írá Kringlu, bróð- ur Stefáns læknis, sem var lengi í Vík í Mýrdal, og margir kann ast við . . . Sögumaðiur minn, Siigurjón Gislason, var stórvel gefinn maður, og hefði betur notið stn sem embættismaður en fátækur sveitabóndi. Hann ólst upp við hliðina á þeim Hraungerðisbræðrum, séra Geir biskup á Akureyri og Ólafi bróður hans, og var mikill vinur þeirra og félagi. Ég býst við að það hafi orðið honum mjög sárt þegar bróðir hans, Stefán, var settur til mennta ásamt Hraungerðisbræðrium, en bann varð að vera eftir til að hjálpa foreldrum sínum heima, en langaði þó inni'lega til að njóta menntunar. 1 hans bók er sagt frá uppeldi hans og mikið frá Hraungerðisbræðrum, bú- skap hans og langvinnu striði við fátæktina. Og sú bók hefur líka að geyma sínar þjóðlífslýs- ingar. Ég hef verið beðin um að skrifa fleiri ævisögur, en jafn- an neitað þvi. Það er allt ann- að að skrifa slikar sögur en að semja skáldsögur. 1 ævisögunni verður höfiundiurinn að standa utan við sögusviðið. Hann má ekki skapa neitt frá eigin brjósti, ef hægt er að orða þetta þanmig, samt liggur hon- um sú skylda á herðum að gera sögupersónurnar eins lif- andi og kostur er á. 1 flestum ævisögum eru óútfylltar eyð- ur, og það gerir þessar sögur sumar hverjar lítils virði. Til þess að fá rétta hugmynd um eðli manns og starfsbiætti, verð ur maður að sýna manninn og viðbrögð hans bæði utan húss og innan. Einn og sami maður getur og er stundum líkt og margir menn, oftast þó sem tveir menn i höfuðatriðum — og jafnan mjög ólikir, en án lýsingar á báðum síðum nær maður ekki tökum á að sýna manninn eins og hann raunveru lega er. 5. Horfnar kynslóðir. Þetta 4. binda verk er saga ættar minnar. Ég hafði velt þessu efni fyrir mér í mörg ár. Það var mjög áleitið við mig og kom aftur og aftur í huga minn. Ég tók þvi að safna saman alls- konar sögum um móðurætt mína, sem ég vissi þó dálítið um sjálf frá Margréti ömmu minni og eins móður minni. Þær voru mjög ættfróðar og virtust al- veg geta lýst löngu liðnum at- vikum og atburðum. Eins talaði ég við frænda minn, Stefán á Höskuldsstöðum, sem er fræði- maður . . . Og loks lagði ég í að byrja á bókinni. Fyrsta bindið, Sól í hádegisstað, má eegja að sé að uppistöðu lýs- ing á Mera-Eiríki, sem stund- um var líka kallaður Eiríkur riki í Djúpadal, — og Skúla fógeta, viðskiptum þeirra, sem vor;u allsöguleg vægast sagt, en raunsönn eigi að síður. Það sanna m.a. bréf sem Skúli fógeti reit Eiríki í Djúpadal. Skúli var þá búsettur í Viðey. En bréf þessi fundust eftir 3át Eiríks í Djúpadal . . . Hér verð- ur ekkl ÍJÖlyrt um annað bindi sögunnar, Dag skal að kveldi lofa, en hún er beint framhald þeirrar fyrri. Ég fékk svo mikið lof fyrir þessar tvær bækur, að ég var að hugsa um að staðnæmast þarna. En í raun og veru var ég búin að hugsa mér fjórar bækur. Og mér þótti ákaflega vænt um að öllu minu ættfólki í Skagafirði likaði bækumar. Að mínum dómi var þetta eitt- hvert vandasamasta verkið sem ég hafði unnið, þar sem fjöldi ættingja Eiríks í Dal er enn á lifi. Það var alls ekki auðvelt fyrir mig að hætta við verkið í lok annars bindds, því sumar persónurnar í þessari sögu leit- uðu fast á hugann, og þá sér- staklega Benjamín. Ég hafði alitaf haft samúð með honum, og mér fannst ég yrði að gera honum einhver skiL Mér fannst ég skilja hann svo vel, hans stórbrotnu lund og löngunina til þess að brjóta af sér alla hlekki. Og því varð bókin tii: Eigi má sköpum renna, — og ári seinna: Valt er veraldar gengið. Þama er sagt frá ævi- ferli séra Eiríks, sem var prest- ur á Staðarbakka í Húnavatns- sýslu, og séra Hannesi lang- afa mínum á Ríp, einnig er get- ið barna þeirra að nokkru í bókarlok. Þessi saga er eigin- lega öll frá átjándiu öld þó hún endi í byrjun nítjándu aldar . . . Alls eru kcxmnar út eftir mig 30 bækur, og í handriti á ég drög að tveim bókum öðrum. Þegar ég var að dauða kom- in á Vífilsstöðum á tvítugs aldri kunni ég ekki að þakka lif- gjöfina sem vert var. Nú finn ég bezt hvers virði það var mér að fá að liía þennan langa dag í skóla jarðlífsins. Þótt ég sé enn fákunnandi hef ég samt lært margt. Ég hef verið lán- söm í lifinu, eignazt heimili, mann og tvo sonu, sex barna- börn og f jögur langömmuböm. Allt þetta fölk umvefur mi-g kærleika. Ég hefi eignazt vini og kunningja sem verða mér ógleymanlegir. Ég þakka lesendum minum og öllum sem stutt hafa að því að ég hefi getað setið við skrif- borðið — því að hvergi hef ég unað mér bet-ur. En ég vil um leið geta þess, að öll mín skrif eiu ígrip, tömstundavinna, og því sennilega margt við þau að athuga. Og nú þegar tekur að kvölda og degi er að verða lokið stend ég betur að vígi að mæta G-uði mínum og gera honum einhver skil. Ég er að hugsa um að hafa það eins og gömlu hjúin heima er þeim fannst eitthvað ávant við vinnubrögð sin, og segja mér til afsökunar: Ég gerði eins og ég gat. Lokið á Galtarvita I október 1971. Óskar Aðalst-einn. LEIÐRÉTTING 1 grein minni um Staðastað I seinustu Lesbók varð sú villa, að kirkjan, sem þar var reist 1825, hefði staðið fram til 1942. Kirkjan var tekin niður og endurbyggð á sama stað þegar séra Eiríkur Gíslason sat stað- inn (1890—1901) og það var þessi kirkja séra Eiríks, sem seinust stóð i kirkjugarðinum og var rifin 1942. Á.Ö. Rætt við Hauk Kristjánsson Franihald af bls. 10. ið sé hingað með einhvern, sem hefur brugðið hníf á púlsinn, þá þarf ekki endilega að vera um vísvitandi sjálfsmorð að ræða. Viðkomandi hefur ein- ungis ætlað að hræða. Það er aðferð, sem stundum er gripið til og venjulega er þá um að ræða einhvers konar vandræði í ástamálum. Yfirskammtar af pillum eru lika sjaldnast áform uð sjálfsmorð, en miklu frem- ur hugsunarleysi. Ég held það sama gildi raunar um mörg til- felli, þegar maður deyr á ein- hvern hátt fyrir eigin hendi. Það mun sjaldnast áformað en er miklu fremur klaufaskapur. Skotsár koma sára sjaldan fyr- ir sem betur fer, en hins veg- ar fer í vöxt, að menn beiti hnífum. Það var talsvert um slíkt hér einu sinni og nú hef- ur það færzt í vöxt aftur. Stundum er það einungis, að konan grípur eldhúshnífinn gegn karlinum sínum og af því verða venjulega ekki stórslys. — Hvað er liðið f jölmennt, sem hér vinnur? — Á slysadeildinni vinna 5 sérfræðingar og 4 ungir að- stoðarlæfcnar. — Stundum heyrist, að hér séu aðallega kandídatar, sem lítið kunni. — Já, þetta hefur verið sagt, en það er mjög ósanngjarnt. Þessir aðstoðarlæknar, sem ég nefndi, eru ekki sérfræðingar, en þeir eru útlærðir læknar og mjög færir. Eins og allir ungir læknar eru þeir prýðilega vel menntaðir og þekkja vel sin takmörk. Það hefur verið þátt- ur í námi lækna að starfa hér, en síðan hafa leiðir þeirra leg- ið bæði til Bandaríkjanna og Sviþjóðar, þar sem mjög mikl- ar kröfur eru gerðar til lækna, og mér er kunnugt um, að þeir hafa verið í góðu áliti þar,- G.S. Siöprúdar konur... FranihaM af bls. 7. horfa á hana af áhuga. Hún selur alveg jafnmarga bila og fyllir jafnmargar frétta- siður blaðanna. Og hún drepur engan. A: En upprunalega er hún kvenleg íþrótt. Og hun fell- ur ekki Inn i hið ameríska félagsmynstur. S: Alveg rétt. Af þvi að Amer- ikanar heimta grófari íþrótt. Og þótt efnilegir ungir menn séu drepnir á hverju árl, þá er það lífil fórn fyrir skemmtunina. A: Ég hef aldrei séð neinn drepinn. S: Er. þá, sem meíðast? A: Kannsld eitt og eitt háls- brot. Eða framtennur slegnar úr. En piltarnir kom ast yfir slíka hluti. S: Og ganga haltir það sem eft ir er ævinnar. Hin alvar- lega staðreynd er samkvæmt banaslysaskýrslum, að amer- ísk knattspyma sé sex hundruð sinnum hættulegri en nautaatið okkar. Samt ætlizt þér til, að ég beri fram mótmæli gegn nauta- ati, en mér leyfist ekki að krefjast, að þér mótmælið knattspyrnu. A: Munurinn er sá, að ungi maðurinn getur leikið knatt 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.