Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 8
1 \ \ \ ! I í \ \ \ \ > \ i k f \ \ l ► f f ► ► I ! ► f I f I \ I ORSAKIR SLYSA GEFA MIÐUR GEÐÞEKKA MYND AF í> JÓÐINNI Rætt við Hauk Kristjánsson yfirlækni á slysadeild Borgarspítalans ( Ekki alls fyrir löngii var t vakin athygli á því í blöðun- I um, að íslendingar verðu stærri liluta af þjóðartekjum , til heilbrigðismála en nokk- I ur þjóð önnur. Svíar voru í í öðru sæti og Bandaríkja- l menn í þriðja, ef ég man rétt, i og sem sagt; þarna vorum 1 við sannarlega menn með 1 mönnum. Ekki veit ég hvað- an það var haft, né heldur hvernig þetta var reiknað út og hvort ef til vill væri Iiægt að fá aðra útkomu með nnn- , ars konar uppsetningu á dæminu. En þessu hefur að minnsta kosti ekki verið mót mælt opinberlega. Jafnframt var þess getið, að hvert rúm í Borgarspítalanum kostaði jafn mikið og stórt, nýtt ein- býlishús, þegar búið var að deila heildarkostnaðinum nið ur á rúmafjöldann. Og ekki nóg með það; kostnaðurinn við að liggja einn sólarhring í slíku rúmi var eittlivað ánióta við það að búa í „svít- unni“ á hótel Sögu. Ekki veit ég um tölulegar sönnur á þessu, en því hefur lieldur ekki verið mótmælt. J»egar þessi tíðindi voru gerð kunn, ráku margir m upp stór eyru og spurðu: hvernig má þetta vera, við erum nieð svona fullkomna heilbrigðisþjónustu og samt virðist stundum vera lífsins ómogulegt að ná í lækni í sjálfri höfuðborginni. Og það var sannarlega ekki út í bláinn, að fólk ályktaði svo. Oft er talað um læknaskort dreifbýlisins, en þegar öllu er á botninn livolft, virðist stundiim auðveldara að ná í liéraðslækni í sveit en heim- ilislækni í lienni Reylcjavík. Og hvað gera menn, þegar bráðan lasleika ber að hönd um og enginn heimilislæknir til taks? Það fyrsta sem flest um dettur i hug er slysa- deiidin. Menn vita að luin er á síniim stað; að þar eru menn á vakt, og þar verður leyst úr vandræðunum, ef nokkur leið er. Lengst var siysavarðstofan til húsa í lieilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og samsvaraði í uppliafi þvi, sem Danir nefna skadestue. En þróunin varð sú að slysavarðsstofan fékk til meðferðar miklu fleira en beinbrot og Iemstranir af völdum slysa. Nú er stofn- unin reyndar flutt í horgar- spítalann i Fossvogi eins og allir ættu að vita og lieitir ekki lengur slysavarðstofa, heldur slysadeild Borgarspít- alans. — Það fór fljótlega að bera á þvi, sagði Haukur Kristjáns- son, yfirlæknir á slysa- deild Borgarspítalans, að fólk liti ekki á deildina sem slysa- varðstofu, heldur allsherjar- klíník. Til að gefa hugmynd um álagið hér, get ég nefnt að árið 1960 komu 12 þúsund manns til einhvers konar með- ferðar, en á sl. ári komu 22 þúsund manns. 1 ár er enn aug- Ijós aukning og samkvæmt talningu, sem gerð var síðla septembermánaðar, fer talan i 27 þúsund nú í ár. Það gefur þó engan veginn fullkomna mynd af álaginu, því sumir þurfa að koma oftar en einu sinni og má búast við, að á þessu ári verði um 45 þúsund vitjanir hér í slysadeild borg- arspítalans. En er ekki aðstaðan miklu betri hér í nýju húsi? — Hún er að nokkru leyti betri, til dæmis höfum við feng ið 12 legurúm, sem við höfðum ekki áður og i þessum rúmum er einkum slasað fólk með vond beinbrot. Með þessu móti höfum við einnig getað haft hjá okkur og annazt fólk, sem hlotið hefur meiriháttar höfuðmeiðsli, en hinu er svo ekki að leyna, að þetta húsnæði er nú þegar of þröngt. Ég get ekki sagt að læknarnir hafi neins staðar af- drep, þar sem þeir geti talað einslega við mann. Þegar á heildina er litið, er hér aðeins eitt herbergi, sem ég er ánægð- ur með og vildi óska að ann- að gæti verið 1 samræmi við það. Þar á ég við endurlífg- unarstofuna, þar sem við reyn- um að koma til l'ífs fólki, sem hingað er flutt meðvitundar- laust eða jafnvel „dáið“. — Áttu þar við hjartatilfell- in? — Bæði þau og ýmislegt ann- að. Menn detta niður áf völd- um hjartasjúkdóma og þá er oftast komið með þá hingað i dauðans ofboði. Stundum er einhver til taks að aka þeim, en oft er hringt í sjúkrabíl og sjúkrabillinn hefur talstöðvar- samband við okkur á leiðinni. Og við getum þá verið tilbún- ir. Mjög oft eru þessir menn dánir að kalla, þegar komið er með þá, það er, að hjartslátt- urinn er hættur og ekki verð- ur lengur vart við andardrátt. í þessum tilfellum mæðir oft- ast mest á læknum lyfja- og svæfingadeildar spítalans. — En er þó ekki öll von úti? — Það er undir atvikum komið. Blóðstraumurinn ti-1 heilans má ekki stöðvast meira en 4 eða 5 mínútur. Liði lengri tími, getur mað-ur átt von á heilaskemmdum. Flestir sjúkl- inganna eru með skemmd- an heila af þessum ástæðum, þegar hingað er komið. — Hvað gerið þið við þessa menn? — Það sem við gerum er að framkvæma á þeim hjartahnoð, sem svo hefur verið nefnt, en auk þess hefur verið notaður rafstraumur til að koma hjart- an-u af stað eða öllu heldur til að gera hjartsláttinn eðlileg- an. En þetta eru ekki bara hjartasjúklingar heldur einnig fólk, sem er langt leitt af verk unum einhvers konar eiturs, eða þá að það hefur kafnað eða druk'knað. 1 ölluin tilfell- um gildir það sama: heilinn varðveitist óskemmdur i aðeins skamma stund. — Og hver er árangurinn? — Hann er eins og við má búast. Tiltölulega fáir lifna við á nýjan leik og ekki þar með sagt að þeir lifi lengi. Við höf- um lífgað við hjartasjúklinga, sem í vissum skilningi voru dánir, og þá var það því, að þakka, að þeir náðu hingað nægilega fljótt. En sumir hafa fengið annað hjartaáfall litlu síðar og þá látizt. — Nú er aukning á aðsókn hingað miklu meiri en sem svarar aukningu á mannfj'ölda í Reykjavík og nágrenni. Hvað veldur? — Það er rétt, aukningin á aðsókn á síðasta ári var um 23% og það er miklu meira en sem svarar aukningu á mann- fjölda og ástæðan er fyrst og fremst aukinn slysafjöldi. Ef við litum á nokkrar tegundir slysa á árinu 1971, þá kemur í ljós, að hingað komu 1095 manns vegna umferðarslysa. Borgarspítalinn að næturlagi. Slysadeildin er til húsa í mjög takmörkuðii húsrými á 1. hæð, lengpst til vinstri á myndinni. Það er uggvænlega stór hópur, og þó finnst mér hitt líka ískyggilegt, að á sama tíma kom 941 maður vegna áverka af hendi annarra. Það er hreint og beint ótrúiegt að slagsmál skuli vera upp- undir annar eins slysavaldur og umferðin. Þessar tvær teg- undir slysa gefa hreint ekki litla mynd af þjóðinni, ófagra mynd raunar, og stafar af þvú hömluleysi, sem hér rikir ásamt mikilli frekju og til-litsleysi. — Svo það er sannarlega óhætt að segja, að íslencH’ngum er laus höndin. Þarna kemur sennilega vínneyzlan inn í myndina, en stundum hefur maður heyrt að fólk éti pillur ofan í brennivin eða drekki vín ofan í pillur og það ku ekki vera hollt? — Eitranir eru miklu fleiri en eðlilegt mætti teljast. Á ár- inu 1970 komu hingað 573 vegna eitrana og samt er alltaf verið að brýna fyrir fóiki að hafa ekki hættuleg efni á glám bekk. Oftast eru þetta krakk- ar, sem drekka eða láta ofan i sig hreinsiefni, málningu, tekk olíu, hreinsibón eða því-umlíik efni. Þá er það algengt, að þau nái í alls konar lyf, eink- um róandi lyf, svefnlyf og taugapillur, jafnvel tóbak og sígarettur. En þegar fullorðið fólk kemur vegna eitrunar er oftast um að ræða yfirskammt af lyfjum og það gerist venju- lega í fylliríi. — Og þá kemur til Teits og Siggu, eins og þar stendur. Hvað gerið þið við þetta íólk? —- Stundum er gefið mótefni, stundum eru því gefin uppsölu- að bíða og vakta íólkið og stundum eru því gefið uppsölu lyf. Þó er ekki endilega vist, að betra sé að láta sjúkling- inn selja upp. Það getur jafn- vel verið hættulegt. Eitursér- fræðingur er eitt af þvi sem okkur vantar, og ekki hægt um vik að bæta úr því. Erlend- is starfa sérstakar eiturstöðv- ar, poison-center, í sambandi 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.