Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 5
að hún hefur valdið keisaran- j* um ótöldum áhyggjum og erfið- | leikum. Meðal þess sem höfund- urinn staðhæfir fiáiam fetum er að Hirohito hafi í eigin persónu fyrirskipað árásina á Pearl Harbour. Þó segja þeir, sem hafa lesið bókina, að rök- semdirnar sem Bergamini fær- ir fyrir máli sinu þar sem víða annars staðar séu veigalitlar og á stundum beinlínis ósann- færandi. Japanska stjórnin hef ur neitað að iáta hafa nokkuð eftir sér um bókina, nema það eitt að „hún komi á óheppileg- um tima“. 1 einkaviðtölum hafa háttsettir japanskir embættis- menn visað efni hennar á bug og kailað það uppspuna og staðlausa stafi. Þeir benda með al annars á, að Hirohito hafi bætt við setni-ngu í stríðsyfir- -lýsingu þeirri, sem honum var fengin til undirskriftar og stað festingar. Sú setning hljóðaði svo: „Það er mjög andstætt vil'ja mínum og óskum, að keis- araríki mitt sér sig nú tilneytt að lýsa styrjöld á hendur Bandaríkjunum og Bretlandi.“ Með þessu telja hollir ráðgjaf- ar keisarans, að hann hafi vilj að sýna hernaðarsinnum á þess um árum, að hann liti svo á að ábyrgðin væri ekki hans á því, hvernig komið væri og á þvi hvernig framhaldið yrði. TÁKN FORTÍÐARINNAB Eins og al'ku-nna er var stöðu keisarans breytt við lok heims styrjaldarinnar, hann var ekki lengur guð þjóðar sinnar og afkomandi gyðjunnar Amater- asu, heldur réttur og sléttur þjóðhöfðingi sigraðrar þjóðar. vald hans er aðeins í orði og takmarkast við það að undir- skrifa skjöl, sem fyrir hann eru lögð og taka á móti erlend um sendimönnum og sitja göf- ugar veizlur. I-Iirohito er fæ-dd ur 29. apríl 1901 og er því sjö- tugur að aldri. Hann er tákn fortíðarinnar í aug-um flestra, en milljónir þegna hans líta þó enn á hann sem guð og það mun verða mörgum áfall i Jap- an að frétta um þær misjöfnu og iðulega afleitu móttökur, sem hann fékk í ferð sinni. Keisarinn lifir fábrotnu lifi, stundar rannsóknarstörf i vel- búinni rannsóknarstofu sinni, sem komið hefur verið upp i bústað hans. Hann á heiðurinn af því að hafa fundið um 250 tegundir plantna og sjávargróð urs og eins og áður sagði nýt- ur hann óskoraðs álits i röðum visindamanna í sinni grein. Keisarinn er hændur að fjöl skyldu sinni og dvelur í hópi barna og barnabarna, eftir því sem honum gefst timi og tæki- færi til. Krónprinsinn Akihito hefur iðulega farið í ferðir til útlanda. Hann kvæntist árið 1959 ungri stúlku af borgara- ættum og eiga þau þrjú böm. Sumir þeir sem standa keis- aranum nærri segja, að harm- leikur lífs hans hafi verið, að honum var meinað að fremja „seppuku“ — trúarlegt sjálfs- morð, þegar Japanir höfðu ver ið sigraðir í striðinu. Kannski hefur skuggi heimsstyrjald- arinnar aldrei vikið frá hon- um siðan og þvi þungbærari hljóta móttökumar víða i Evr- ópu að hafa verið þessum hæg- láta og alvörugefna Japans- keisara. SMÁSAGA eftir Samuel Blas Egill Jónsson þýddi Hefnd „Hann drap mig,“ sagði hún og starði fram fyrir sig. Ég gleymdi réttvísinni — gleymdi öllu nema hefnd. „Ég sver að ég skal hafa hendur í hári hans. Ég kála hon- um.“ Síðan hófst eltmgaleikurinn. Húmið seig yfir dalinn. Er bærinn langt fyrir neðan okk- ur reis af dvala, kvi-kn-uðu Ijós týrurnar ein af annarri og smá skýrðu mynd hans i myrkrinu. Krákustígurinn upp fjaliið þrengist er nær dregur tind- inum, loftið þjmnist og drunur vélarinnar láta hærra í eyrum. Vaxandi myrkur og djúp kyrrð renna saman í þokumóð- unni á aðra hönd, og marka deginum aldur. Framundan -glampar á gult, ferhyrnt skilti í bílljósunum: HÆTTULEG BEYGJA. Brattar skriður teygja sig niður að vegarbrún inni. Á hina höndina, þar sem Elsa sit-ur, strjúikast neðstu greinar einmana furu við bíl- þakið. Elsa er hluti þessarar djúpu þa-gnar. Lengi da-gs h-efir hún ekki mælt orð af vörum. Hún er hvorki hýr né hrygg. Það hvilir yfir svip hennar alvara, eins konar æðruleysi, eins og hugtökin hlátur og grátur séu henni framandi með öllu. En I morgtrn — þá brosti hún. Siðan höfum við lagt hálfa dagleið að baki. Hún steig þá niður úr vagnhúsinu okkar, út í morgunsvalann, brosti elskule-ga og veifaði ti-1 mín. Henni hitnaði í kinn-um er ég sneri við og kyssti hana á ný, og kossar hennar br-unnu á vörum mínum er ég hafði mig loks til að aka á brott. LífiS var unaðslegt, og ég ók sæll í hjarta til innkaupa í nálægu þorpi. Okk-ur v-arð ásamt um að dvelja eitthvað lengur í rjóðrinu okkar á fja.ll- inu — fannst að sið-ustu hveiti brauðsdögunum væri ekki bet- ur varið á annan hátt. Er ég nédgaðist þorpið fla-u-g mér i hug að gaman væri að fela smá gjöf til Elsu innan um varn- inginn, áður en ég sneri aftur. Það var liðið fast að hádegi er ég lagði af stað heim í rjóðr ið með vistir til vikutíma. Á meðan ég beið eftir grænu Ijósi bar blaðadreng að, og keypti ég af hönum dagblað. I feit- letraðri fyrirsögn var frétt um handtöku strokufanga úr hegn ingarhúsi, og í smáletraðri klausu sagði að félagi hans léki enn lausum hala, senni- lega í skógunum umhverfis Campelltown. Ég steig bensíngjöfina í bot.n óðar er skipti um ljós. Að visu var Campelltown ekki í næsta nágrenni við okkur, en þó nær en svo að mér hýj- aði það eins og sakir stóðu. Mögulegt var að fanginn héldi sig einhvers staðar skammt frá okkur, en það, sem olli mér mestum 'kvíða var að Elsa hefði heyrt fréttina í útvarpinu og orðið skelkuð. Vegurinn lá í einlægum bugðum meðfram hæðum og skógardrögu-m, og sjálfsásakan ir mínar fyrir að hafa skilið Eslu eina eftir gjörðu mér erf- itt um aksturinn. Ég minntist þess nú að hún lagði á það ríka áherzlu að ég færi án hennar. „Ég hefi nokkuð óv-ænt handa þér um hádegið," sagði hún og brosti ofurlítið íbyggin —■ það var eina undirhyggjan, sem hún bjó yfir. Ég varð að taka á til að einbeita mér við akst- urinn. Er bugðunum lauk tók við þráðbein akbraut, umgirt há- vöxnum trjám, sem juku annar- lega á ikviða minn. En þetta var nú lokaspöhirinn, og ég tók að gera mér í hugarl-und hvernig Elsa tæki á móti mér. Auðvitað mundi hún þvertaka fyrir að hafa orðið hraedd — en hjúfra siig fastar að mér uni leið. Gleyma síðan öllu saman á augabragði, brosa hamingju- brosi og biðja mig að leggja aftur augun. Mikið gat ég elsk að þetta bros. Eftir skömm kynni og nokk- urra vikna sambúð hafði mér lærzt að tilbiðja það, og hlát- urtöfrana sem jafnan fylgdu. Sú eðlislæga hlýja, sem Elsa lagði í sambúð sina við mig var þvi furðoilegri, sem hún var allt að því feimin í nær- veru annarra manna. Ég held að hún hafi óttazt karlmenn. En eitthvað sérlegt var það í fari hennar, sem hleypti ólgu í blóð þeirra, og tæki einhver að renna hana nærgöngulum aug- um bað hún mlg ávallt að þrýsta sér fast að mér — en sagði mér aldrei ástæðuna. Ég náði heim í rjóðrið er sól var í hádegisstað, lagði bílp- um þegar við grasflötina, feg- inn skjótri heimkomu, og leit í áttina að vagninum, þar sem ég hugði Elsu bíða mín. En hugar léttir minn hlau-t skjót enda- 'lok. Út um hálfopnar dyrnai' lagði smá reýkský, sem dreifð- ust um tært haustloftið, baðað skæru sólskini. Skrjáf í vinrauðum laufum, sem feyktust um grasið, var það eina, sem rauf þögnina. Ég hljóp að vaginum og reif dyrnar upp á gátt. Þykkan reykjarmökk lagði á móti mér. Ég baðaði út höndun-um, og þegar rofaði til sá ég að ekki var eldur uppi. En hádegisverð ur okkar stóð rjúkandi á elda- vélinni. Ég sé það enn fyrir augunum: þrjár kolbrurtnar kótelettur á glóandi pönnu, sniðbaunir í eldh-eitum potti, dökkbrúnar þar sem vatnið vár gufað upp með öllu. Siðan íann ég brunarustir og svarta samrunna klessu i ofninum — eflaust leifamar af fyrstu köku Elsu — sem hún ætlaði að gefa mér óvænt um hádeg- ið. Skelfingin greip mig. „El-sa!“ hrópaði ég. Ekkert svar. „Elsa! Elsa!“ Eina svarið sem mér barst, var snarkið frá eldavélinni, og dauft bergmál eigin ópa ut- an frá skóginum. Snarkið hélt áfram um stund, eins og þrálát ögrun, svo snöggþagnaði það. Franihald á bls. 14. 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.