Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 9
Ólafur Ingibjörnsson, læitnir á siysadeild, gerir að beinbroti. Að ofan og; neðan. Læknar og hjiikrunarkomir gera að sárum og meiðslum. Annríkið fer sífellt vaxandi og 13% sjúklinganna koma á nóttinni. við svona stofnanir og þá er öllum eitursjúklingum visað þangað. — Þessir þrír ílokkar slysa, sem þú hefur nefnt, gefa vissu lega athyglisverða mynd af þj'óðinni og þú segir þá alla óeðiilega stóra. En borið sam- an við heildartöluna hljóta þó aðrir slysavaldar að vera stærri ? — Já, sá flokkur sem heitir fall og byltur er fjölmennast- ur; sökum þessa komu hingað 6598 manns á árinu 1970. Við fengum til meðferðar liðlega 3000 beinbrot og liðhlaup og mikið af því er vegna falls eða byltu og oftast fullorðið fólk sem á í hlut. Hér á hálkan á vetrum stærstan hlut að máli. Auk þessa höfum við talið 1160 íþróttaslys. Mörg þessara slysa hafa orðið á skíðum eða skautum og hlotizt af beinbrot, höfuðkúbubrot eða heilahrist- ingur. Eins og að líkum lætur, hljóta menn stundum skrámur í knattspyrnu og nokkur brögð eru að fingurbrotum úr hand- bolta og liðhlaupi úr glímu, en það er ekki teljandi vegna þess hve fáir iðka hana. — I fyrra var rekin trimm- herferð, eins og þú manst, og þá gengu sögur af eldri mönn- um, sem áttu að hafa oftekið sig eða jafnvel dottið niður. Voru einhver brögð að þessu? — Nei, það er ekki teljandi. En það var talað um þetta. Ætli það sé ekki vegna þess, að það var einn maður sem datt niður. Hann lifnaði við hér, en reyndar dó hann um þremur mánuðum síðar. Annað iþróttaslys, sem nokk- uð hefur kveðið að, er hásinar- slit. Það kemur einna helzt fyrir S badminton, að menn slíti hásinina, og oft- ast eru það þá fullorðnir menn, sem komnir eru með skemmd í hásinina. En þá eru ekki öll kurl komin til grafar. Við höf- um hér stóran flokk, sem við nefnurn ýmsar orsakir. f þeim flokki eru til dæmis maðurinn, sem kom hér að næturlagi fyr- ir skömmu og heimtaði að láta athgua á sér hrygginn. Hann var liðlega fertugur og þegar farið var að inna hann eftir þvi, hvað komið hefði fyrir, þá sagðist hann hafa fengið i bak ið árið sem hann fermdist. Og nú átti helzt að ræsa út mann- skap og setja allt i gang vegna þess að honum þóknað- ist að koma til þess að vekja athygli á meinsemdinni eftir 30 ár. — Nei, síður en svo. íslendingar eru alveg einstak- ir i sinni röð. Ég get sagt þér til dæmis, að hér tinnu um tima sérfræðingar frá finnsku fyrir- tæki, sem tekur að sér skipu- lagningarstörf fyrir spítala. Þeir voru fengnir hingað til að athuga möguleika á stsekk- un borgarspítalans og þá gerðu þeir athugun á spítalan- um í heild. Þeir töldu að 10% af íbúa- tölu umdæmisins kæmi á ári á samsvarandi stofnun i Finn- landi og það mætti teljast eðli- legt. Eins og fram hefur kom- ið áður hér i þessu samtali er sú tala 23% hér. Þeim fannst það furðu mikið. Einnig vakti athygli þeirra timasetning- in, það er, hvenær sólarhrings- ins fólkið kemur. 13 af hverj- um 100 sem hingað leita, koma frá miðnætti til kl. 8 að morgni. Miðað við líklega heildartöiu i ár, eru það 3500 manns. — Hvað veldur slikum næt- urslysum? — Yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru fylliríisslys. En einnig frekt fólk og drukkið, sem heimtar að ótrúlegusbu hlutir séu athugaðir; inngróin nögl á tá eða þvíumlíkt. Það kemur hingað til að heimta vottorð um að það sé óvinnu- fært stundum vegna þess að 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.