Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Blaðsíða 10
Rætt við ITauk Krist j ánsson það hefur von um einhverjar tryggingarbaetur. Kn almennt er fólk ekki vel að sér í trygg- ingarlöggjöfinni og hefur ekki hugmynd um, hvers konar bæt- ur það ætlar að fá, en trúir því samt, að vottorð skaði akki. — Þetta eru sem sagt ekki unglingar? — Sjaldnast. Yfirleitt er þetta eldra fólk og til dæmis geta eldri konur verið mjög ágengar. Ef ekki er hægt að fá vottorð alveg viðstöðulaust, þá er viðkvæðið að spyrja: „Hvað er þetta eiginlega, á þetta ekki að heita þjónusta?" Það er öneitanlega kyndugt, en stundum neitar viðkomandi að segja, hvað amar að. Sumir þessara næsturgesta heimta myndatökur án frambærilegra ástæðna og varðar ekkert um að til þess þarf að ræsa út hóp af fóiki. — Þú segir að yfirgnæfandi meirihluti næturslysa séu fylliriisslys. Verða slík slys á heimilum eða annars staðar? — Lang oftast er þar um að ræða heimiliserjur. Af þeim leiðir glóðaraugu og kannski einhverjar rispur eða þá bara grátur. Það er auðvitað ekk- ert gert, þó einhver komi með gióðarauga, en margir ætla sér að nota slík verksummerki til að fá vottorð, sem siðan á að nota gegn hinum aðilanum. Við segjum stundum við fólkið: Þetta mál kemur okkur ekki við. En það er vita þýð- ingarlaust og á slíkar rök- semdir er alls ekki hlustað. I stað þess að taka sönsum bregzt viðkomandi reiður við og þá er oftast hótað að skrifa í blöðin eða klaga fyrir heil- Urigðisyfirvöldum. — Og kannski hefur eitt og eitt bréf hafnað í dálkum Vel- vakanda? — Já, ekki mun örgrannt um það. En taktu eftir, að það er einmitt þess konar fólk, sem skrifar blöðunum; fólk sem ekki tekur sönsum. Svo er eitt til viðbótar, sem færist í vöxt. Það er að fólk telji meinsemd- ir sínar stafa af klaufaskap við einhverjar fyrri læknisað- gerðir. — En er mikið kvartað yfir ykkar eigin aðgerðum? — Af hverju sem það stafar, þá fer talsvert í vöxt, að fólk komi og kvarti yfir því, að að- gerð hafi ekki tekizt vel. Kröf- urnar, sem gerðar eru til okk- ar, eru satt að segja mjög strangar. — Nú hefur mátt lesa í blöð um, að í Bandaríkjunum eiga læknar á hættu málssókn verði þeim á minnstu mistök, ekki sizt ef sjúkdómsgreining hefur verið röng, Mér skilst að þetta sé notað þar í þeim til- gangi að ná sér í bætur eða tryggingarfé og kannski eru það áhrif þaðan, þegar þið verðið varir við auknar um- kvartanir? — Já, það hefur mikið ver- ið skrifað um þetta og lækn- ar fyrir vestan eru lögsóttir miskunnarlaust. Ég skal ekki segja um, hvort þetta eru áhrif þaðan, eða aðeins aukin óbil- girni og kröfuharka. Ég sagði við konu, sem var að biðja um einhverja fjarstæðu, að það væri eins og að fara í járn- vörubúð og biðja um brauð. — Og svo er auðvitað tals- vert um almennt kvabb, vegna þess að fólk nær ekki i lækn- inn sinn? — Jú, þjónusta af því tagi hefur farið mjög vaxandi. Fólk er ef til vill að fara í ferðalag og það vantar bíl- veikipillur handa börnunum eða annað álíka. Það mæðir mikið á okkur vegna þess að heimilislæknaþjónustan er að minu áliti úrelt fjrrirbrigði og meingallað. Þetta ramb á milli húsa er leifar frá gömium tíma. Kannski er lausnin pólyklíník, eða lækningarmiðstöðvar, sem að nokkru leyti væru hliðstæð- ar slysadeildinni. Þar væru læknar og hjúkrunarkonur til taks og siíkar miðstöðvar mundu að sjálfsögðu senda lækni heim, ef þurfa þætti. Þar með ætti hver maður að- gang að iækni miklu lengri tíma en nú er. — Er þetta þakklátt starf, eða finnst þér að stofnunin mæti misskilningi? — Mér finnst að hún mæti oft misskiiningi. Auðvitað er mestur hluti fólksins kurteis og þakklátur en hinir, einkum næturhrafnarnir, setja mjög leiðinlegan svip á starfið. Þetta fólk vill yfirleitt fá hraðaf- greiðslu; því finnst þetta vera eins konar kjörbúð. Sumir koma æðandi og segja: „Það bíður eftir mér bíll.“ Það merk- ir með öðrum orðum, að þá á að afgreiða í hvelli. Stundum ætla menn hreinlega að tryllast, þegar komið er með stórslasað fólk og það tekið fram fyrir. Það er ekkert skemmtilegt að þurfa að standa í að rífast, og maður reynir þá frekar að segja með hægð, hvort þeir sjái ekki, hvað sé hér um að ræða. Maður verður að gæta að ólík- legustu hlutum. Stundum er verið að hringja og spyrj- ast fyrir um fólk, sem hefur fengið meðferð hér. Þegar slys ber að höndum og aðstandend- ur eiga í hlut, er það fullkom- lega eðlilegt. En við fáum lí'ka fyrirspurnir um fólk í vafa- sömum tilgangi. Það getur ver- ið hnísni um hag náungans eða beinlínis njósnir. Unglingar lenda í ýmsu nú á dögum og koma stundum heim með alls konar áverka. Þau skrökva þá ef til vill einhverju að foreldr- um sinum, en foreldrarnir hringja þá hingað til að kom- ast að raun um það sanna. — Það hefur verið sagt, að mikið sé um sjálfsmorð á Is- landi og raunar miklu meira en' almenningur hefur hug- mynd um. Eitthvað fáið þið sjálfsagt af fólki, sem reynir sjálfsmorð? — Jú, það hefur verið nokk- uð um sjálfsmorð. En þótt kom- Framhald á bls. 13. ' , '' | I önn dagsins á slysadeildinni. Slys af völdum ryskinga eð'a slagsmála slaga hátt upp í umferð- arslysin. Ljósmyndir Sv. Þormóðsson. Ásnuindur Brekkan K j af tshöggin endurspegla efnahags- ástandið Rætt við Ásmund Brekkan yfirlækni röntgendeildar Borgarspítalans Röntgendeild borgarspítal- ans er til húsa beint yfir slysa- deildinni, Ásmundiur Brekkan, yfirlæknir deildarinnar, segir: — Liðlega þriðjungur eða um það bil 35% af öllum rann- sóknum, sem framkvæmdar eru hér á röntgendeild, koma um slysadeild. Það er ekki aðeins á daginn, heldur og á öllum tímum sólarhringsins og skap- ar þvi óeðlilegt vinnuálag. I hvert sinn, sem maður kemur á slysadeildina og grunur er um beinbrot eða innvortis meiðsli, verður að fá röntgenmynd. — Hvað viltu segja um bess- ar tölur, sem slysadeildin hef- ur skráð: 1095 manns eftir um- ferðarslys, 941 slasaði-r af völd um annarra og 573 eitranir? — Það er margoft búið nð gera að umtalsefni, að umferð- arslysin eru óeðlilega mikil, af hverju sem það er. Enginn vafi er þó á þvi, að tillitsleysi og kunnáttuleysi eiga þar mikinn hlut að máli. Um öH þessi slys af völdum annarra vildi ég segja, að það er undantekning, ef þau standa ekki í sambandi við fyliiri. Við höfum gert athug- anir á andlitsbrotum, sem oft- ast stafa af kjaftshöggur' og það er merkilegt samband 'nilli þeirra og efnahagsástands’ns á hverjum tíma. Það var 'air"/ert mikið um slík and’itsbrot fyr- ir 1967. en úðan m"n minr” ár- in 1968 og 1969. -Síðan ^afa andl'tsbrot komið fyrir i vax- andi mæli og það er óne:,:an- lega merkilegt, ef hægt "æri að finna efnahagskúrfuna á hverjum tíma með því a' at- huga tíðni kjaftshögga! — Gæti sjónvamíð haf ein- hver áhrif á tiðni kiaftshö ga? — Kannski einhver, en "vrst og fremst tel ég, að slíkar bar- smiðar standi í semband' við vínneyzlu á hverium tím° og vinneyzlan stendur í ""'jög nánu sambandi v'ð efnabags- lega afkomu eins og al-lir vita. — En eitranir eru ka"nski meira utan við svið þessarar deildar? — Já, við höfum sjamnast ónæði af þeim; það er þé und- antekning. Venjulega len ’ r á lyflæknum að fjalla um bær. Ég vildi gjarna minnast á það hér, að slysadeild er að ’-iínu viti ekki réttnefní. Slík «tofn- un er eins konar bráða- þjónusta, eða það ~em við 'töll- 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. n„ /ember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.