Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 8
Við Bleiksárs:l.iiifiir i FljótsWíð. Skójrarleifarnar eru trúlega vegna skjólsins, sem Jiarna verður. Fyrir 40 árum kom út í Nor- egi bók eftir Christian Gierlöff um samskip i skógar og manna. Las ég hana í útvarpið fyrir all nokkru, en það sem hér fer á eftir er eins konar eftirmáli að þeim lestri loknum. Bókin er vissulega enn i fulliu gildi, því að höíundur sikyggnist árþúsundi,- aítur i tímann og um aldir ftam. Guð- mundur Hannesson, pröíessor, þýddi bókina af eigin hvötum án þess að hafa nemn ákveð- inn útgefanda að ha.nni, enda Sá enginn í henni ne na hagn- aðarvon. Það vandamá. v’ar svo léyst með því, að bókm var felld inn í ársrit Skógræktar- félags íslands, en jafnframt gef- in út 300 sérprentuð eintök, sem rikið keypti og Fraiðslu- málaskrifstofan annaðist dreif- ingu á. Mér var því ljóst, þeg ár ég sá og las bókina í fyrsta sinn, að hún myndi vera i fárra ei'gu og tilvera hennar þó á vit orði enn færri. Ég taldi þvi, að með lestri hennar i útva.í p gæti hún ef til vill orðið að nýju að einhverju því gagni, sem henni var upphaflega ætiað að vera, er hún var þýdd og gefin út af hugsjón og áhuga einvörð ungu fyrir 30 árum. Ég taldi ennfremur sennilegt ag eðlileg!, að með þeim, sem hlustuðu á lestur bókar nnar, myndu vakna ýmsar spuro'ng- ar um skógræktarmál vors ást- kæra fósturlands, svo sem raunin varð, hvað mig sjálfan snerti. Ég hef því kynn' mér þessi mál að nokkru, og mér er það bæði Ijúft oe skylt, að mér finnst, að koma ýmsum upplýs- ingum á framfæri í þeirr'. von, að þær verði :I að svara eir- hverjum þeirra spurnmga, sem vaknað kunna að hafa í huga hlustenda þei'rra, sern ekki hafa tekið virkan þátt í skóg- ræktarmál'Um. svo heitið geti, fremur en ég. Og þá >r rótt að taka það fram s rax, að skóg- ræktarmenn gera greinarmun á skógrækt og 'rjárækt, Skóg- rækt merkir ræktun skóga í þeiim tilgangi að afla viðar. En trjárækt ræk un einstakra trjáa við hús og býli og rækt- un lunda eða teiga. Hvar skal byrja? Hvar skal standa? spurði Matthias. Væri ekki i þessu tilfelli rétt að byrja við isaldarlokin, sem tal- in eru hafa verið fyrir einum 12—14000 árum. Það mun hafa verið almenn skoðun til skamms tíma, að fsland hafi allit verið jökli hulið á jökul- tímunum og þvi ördauða, þeg ar jökla tók að leysa. Álit nátl úrufræðinga var, að fræ planta hefði borizt hingað eft- ir þann tíma, ýmist með vind- um, fuglum eða hafstraumum. Fyrir um fjórum tugum ára varð mönnum ljóst, að í Skand inaviu voru islaus svæði á ýms um stöðum á jökultímanum, þar sem margar tegundir plantna lifðu ísaldirnar af. Steindór Steindórsson, grasafræðingur og skólameistari á Akureyri, hefur rannsakað útbreiðslu flestra islenzkra plöntu egunda og fyrir 6 árum gaf hann út bók um þessar rannsóknir sín- ar. Þar skýrir hann frá því, að af 434 íslenzkum tegundum hafi um helmingur lifað ísald- irnar af. Um fimmti h'ut' teg- undanna er talinn hafa borizt hingað með mönnum á ýrr.sum tímum. Hann vill ekki fella dóm um uppruna tæplega þriðj- ungs tegundanna, en senmiegt er, að nokkur hluti þeirra hafi einnig lifáð ísaidirnar af. Og éins sé það víst, að margar geti þær tegundir ekki verið, sem borizt hafi hiingað til lands af sjálfsdáðum eftir ísaldarlokin. I sambandi við þet'a er rétt að geta frjórannsókna, sein dr. Þorleifur Einarsson hefur gert víða um land. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að lofts- lag á ísiandi hafi verið háð svínuðum sveiflum og loftslag ið á Norðurlöndum a!.lt frá ís- aldarlokum. Rannsóknir hans b'-nda til þess, að birkið hafi lifað ísaldirnar af íyrir norð- an land, og það er í góðu sam- ræmi við niðurstöður S'eindórs Steindórssonar. Þorleifur telur, að bipkið hafi farið að breiðast út frá ís- lausu svæðunum norðanlands fyrlr um það bil 11000 árum. Það hafi haldið vestur og suð- ur um land og verið um 2000 ár á leiðinni til umhverfis Reykjavíkur, sem nú er. Og um svipað leyti hafi birkið verið komið um allt landið, sem Sa.gt einni.g um Austurland, hvernig sem göngu þess þar hafi verið hátitað eða jafnvel, að það hafi lifað isaldirnar af austanlands. Og eftir það óx það milli fjalls og fjöru, fram á landnámsöld, alveg eins og hermt er í Is- lendingabók og Landnámu. Og þá erum við komnir að þeim tíma, er mannabyggð hefst á Islandi. Og þá fer brátt að halla undan fæti fyrir gróðr inum, eins og óumdeilanleg: er, ekki aðeins skógargróðri, held ur öllum gróðri, þvi að með tím anum hefst stórfelld jarðvegs- eyðing af völdum uppblásturs. I bók sinni vitnar Gierlöff í orð rithöfundar, er hafði sagt, „að gullöld Islands hafi staðið, meðan skógarins hafi notið við.“ Taldi Gierlöff þetta senni legt, því að þannig hafi þetta gengið í mörgu.m löndum, eins og hann nefndi fjölmörg dæmi um. Skoðanir manna hafa verið mjöig skiptar um orsakir þessa alvarlega uppblásturs, og minna margar þeirra, að mér finnst, á stjórnmálaskoðanir. Við skulum nú athuga þetia mál og ieita á vit vísindamanna í þessum efnum. 1 ritum Þorvalds Thorodd- sens ber uppblástur og sand- fok víða á góma. Telur hann eyðingu birkiskóganna aðaior- sök uppblástursins á íslandi. Hann segir orðrétt: „Þar sem graslendi hefur blásið upp, er það oftast að kenna eyðing skóganna." Og hana tel'ur hann vera fyrst og fremst nf völd- um mannsins og húsdvra hans, einkum sauðkindarinnar. Fjöldi erlendra visindamanna, sem rannsakað hafa uppbiást- urinn hér á landi, eru á svip- aðri skoðun. Til að ge^a sér grein fyrir alvöru uppblásturs ins, skal mönnum á það bent, að talið er, með hliðs.ión af gróðurhæðarmörkum birkiskóg ar á hinum ýmsu stöðum á land inu, að alls hafi um 40% af landinu verið þakið samfelld- um gróðri á landnámsöid. Hlið stæð :ala nú mun vera nálægt 20%, þannig að um helmingur gróðursins hefur eyðilagzt ásamt jarðvegimtm, sem hefur blásið eða skolað burt. 1 ársriti SkógraSktarfélags Is lands 1960—61 skrifar dr. Sig- urður Þórarinsson ítarlega grein, er hann nefnir: Upp- blástur á Islandi i skjóli ösku- lagarannsókna. Þangað leitaði ég fróðleiks um þet a mikla vandamál. Eins og öllum ætti að vera kunnugt, þótt ekki sé nema af l'estri blaðagreina, þá hafa bæði lærðir og leikir ver- ið mjög ósammála um orsakir uppblástursins. Hafa sumir kennt nær eingöngu um eyð- ingu skóga af völdum manna og húsdýra og þá sérstaklega ofbeitar, meðan aðrir sýkna eigi aðeins sauðkindina, heid- ur telja jafnvel sauðbeitina landin'U til heiUa. 1 grein sinni segir Sigurður Þórarinsson: „Eini möguleikinn til að fá úr þvi skorið, hverjar séu höfuð- orsakir hins mikla uppblásturs á Islandi er: rannsóknir og aft ur rannsóknir. Segir hann síð- an, að tilgan'gurinn með þessu ritgerðarkorni sé að vekja at- hygl'i á rannsóknaraðferð, sem ætti að geta stuðlað að þvi vö fú skorið úr einhverjum vafaat riðum í þessu mikiLvæga og þjóðarhágvarðandi deilumáli. Og þessi aðferð sé: ös'kutíma- bilið. Bygigist þessi rannsóknar aðferð á könnun eldfjaWaösku- laga í jarðveigi. Hafi henni ver ið beitt í aldarfjórðung hér- lendis, einkum til rannsókna á eldfjailasögu iandsins, sem þeir Hákon Bjarnason hafi hafið í sameiningu 1935. Hér er ekki rúm til að rekja þessar rann- Sóknir ítarliega, heldur verðum við að snúa okkur beint að nið- urstöðunum í lok greinarinnar, þar sem segir orðrétt: „Allt frá þvi, er ísa síðasta jökulskeiðs tók að leysa af landinu, hafa verið hér meira eða minna gróð urvana affok.ssvæði: urðir fram með jökLum, jökuLsandar, sahd ar með sjó fram, vikrar ag há- lendisauðnir. Frá þessum svæð- um hefur áfok borizt á gróður- lendi og bundizt svo, að allur islenzkur moldarjarðvegur má heita lösskenndur. (Hér skal því skotið inn í, að löss er kvenkynsorð, í eignarf. lassar og merkir: lin, smákornótt berg tegund mynduð við áfok). Á meirihluta póstgilasíala hlýviðr isskeiðsins, eða frá því um 500 f. Kr. a.m.ik. voru affokssvæð- in þó mjög takmörkuð að flatar máli, miðað við það sem nú er, ógrónir jökulsandar minni um sig, mikill htuti innlandsháslétt unnar gróinn og gróðurmörk hærri en nú. Uppblást'Ur var þá tiltölulega mjög litiTð. og jafn- vægi ráðandi milli uppgræðslu og gróðureyðingar. Hin snög'ga versnun loftslags í járnaldar- byrjun lækkar gróðurmörk nókkuð og áfok vex, en þó ekki að neimu verulegu ráði, fyrr en norrænt landnáni hefst. Strax upp úr því stóreykst uppblásturinn, sem hefur hald ið áfram óslitið síðan, svo að stórkostlega hefur gengið á gróðurlendið. í sumum þéttbýi- ustu héruðunum urðu stór svæði örföka þegar snemma á öldum, en heildarlega séð mun uppblásturinn þó hafa 1. eytt mun meira af gróðurlendi á síð ari öldum, einkum á móbergs svæðunum. Meginorsök upp- blástursins er hvorki að finna í eMsumbrotuim né versnandi loftslagi. Maðurinn og sauð- kindin eru meginorsök þess óhuginanlega uppblásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýr- mæta gróðurland í „Islaiids þús und ár“.“ Engin tilraun til skógræktar, til gagnsóknar eða einu sinni til skipulegrar varnar, er gerð fyrr en fyrir 70 árum. Og frum kvæðið áttu h'vorki stjórruar- völd landsins, né landsmenn sjálfir. En skógræktarhugsjön- ar hafði þó orðið vart og skulu í því sambandi nefnd 3 steáld, enda þótt fleiri hafi lagt til máiL anna, sem enn siður hefur wer- ið hlustað á. Eggert Ötefsson 1 orti um garðrækt og skógar- lundi. Hann ferðaðist um l«*i 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.