Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 3
Pablo Picasso rétt fyrir níræðisafnia*lið. Mestu máli skiptir að vinna segir Pablo Picasso, frægasti listamaður vorra tíma, sem nú er níræður orðinn, en hraustlegur eins og ungur tarfur og með árstekjur upp á 1350 milljónir íslenzkra króna. Robert Frost BLÓMA- skopleg og Möðin eiga sinn þátt í því, hve allt líf hans hef- ur verið útmálað með sterkum litum. 1 afmælisgrein, sem Robert Hughes ritaði í Time, minnist hann einmitt á þetta og segir: „Maður gæti haldið, að vinnudagur meistarans hefjist með því að hann snæði geit- hafurseistu í morgunverð; síð- an beint á vinnustofuna í fylgd með þrjátiu tömdum dúfum, þar sem hann í snar- heitum lý'kur við þrjátíu graf- ísk verk, veggmynd og upp- stillingu. Eftir að hafa tekið „Zapateado" fyrir ljósmyndara París Match, sezt hann að hádegisverðarboði og gefur hinum fræga vini sinum, nauta bananum Dominguin nokkur hollráð um það, hvernig nauti má granda með yndis- þokka. Síðan er röðin komin að keramikinni og eftir 83 kera- mikugiur gerir meistarinn boð fyrir bílstjóra sinn og á baðströndinni tínir hann upp þrjár hreinar meyjar. Þær eru afgreiddar um leið og síestan er búin; þakkiátaæ draga þær sig í hlé til að rita endurminn- ingar sínar. Meistarinn er hress og nokkur portret koma undan penslinum fyrir kvöld- matinn. Steikin titrar und- ir gafflinum og trúir ekki til fulls, hve heppin hún er að breytast í Picasso. Hijóð- látt kvöldið leggst yfir garð- inn; þögnin rofnar aðeins lít- illega, þegar griskir útgerðar- milljónerar smeygja þúsund dollara seðlum inn í gegnum blaðarifuna i þeirri von að Picasso teikni á einn þeirra. En dagurinn er allur . . .“ EINNIG SA RÍKASTI Hughes bætir við, að lífið sé ekki þessu liíkt og ekki held- ur Picasso. Hinsvegar mun það staðreynd, sem naumast tjó ir að mæla á móti, að enginn peningaseðill í heiminum er svo verðmikill, að jafn stór auð. pappírsörk sé ekki meira virði ef Picasso setur eitthvað á hana. Picasso er ekki aðeins frægasti listamaður heims; hann er einnig sá ríkasti. Þótt hann sé kominn á tíræðisald- ur, eru tekjur hans gífurleg- ar. Verð á nýlegum málverkum eftir Picasso er frá 450 þús- und íslenzkum krónum og uppí 1 milljón og 350 þúsund. Verð á teikningum er í kringum 125 þúsund ísl. krónur. Áætlað er, að árið 1970 hafi verðmæti árs- vinnu Picassos numið 1350 milljónum króna. Peningar ei-u löngu hættir að skipta Picasso máli. Margir eiga mikið undir þvi að hann falli ekki í áliti og það kann að vera ástæðan fyrir því, að hann hefur næstum verið haf- inn yfir kritik i seinni tíð. Eins og að líkum lætur, getur Picasso látið eftir sér það sem hann vill, en gerir það þó næsta takmarkað. Hann er Frainli. á bls. 6 BRÚSKURINN Við heysins þurrk ég hlaut að sýna rögg sem hann, er grasið sló í morgundögg. Sú morgundögg er léði ljá hans bit, var löngu þornuð, brostu tún og fit. Ég leita varð að hverfisteini hans, er heyrðist til, sem stiginn væri dans. En hann var þegar utan sjónarsviðs, og sömuleiðis ég varð einn míns liðs. „Svo öllum fer,“ ég sagði, ungur sveinn, „hvort saman vinna eða hver og einn.“ Sem ég það mælti, dægurfluga flaug mér fram hjá, þögul gegnum loftið smaug. í leit að gærdags blómabikar hún sér brá á sveimi yfir holt og tún, um loftið margan hnitað fékk sinn hring, sem hefðu blómin visnað allt í kring, á leifturvæng hún skjótt mér sveif úr sýn, um síðir flaug þó aftur heim til mín. Með spurn í huga, sem ei svar við fékk, ég sjálfur kaus að snúa heysins flekk. Sem bjós't að starfi, benti hún mér á einn blómaskúf þar straumi nokkrum hjá. Þeim blómum ljárinn mundi hafa hlíft, en hvert eitt strá á lækjarbakka stýft. Ég sá, er leit þau döggum drifnu blóm, að dægurflugnagrös það voru tóm. Þeim hlífði grasabanans bljúga lund, svo blómgazt mættu þau um nokkra stund, sízt til að beina að sér okkar hug, en yndið, gleðin lyftu sál á flug. Við dægurflugan kveiktum kyndli á, sem kom með fagran boðskap dögun frá; Ég heyrði, hvernig fuglafjöldinn kvað, og fagran ljáinn hvísla grundum að. Sú einsemd hvarf, sem fyrr mér grið ei gaf, mig gleðja skyldi samstarf héðan af, og hjá þeim sem ég vinna mundi með, þótt mæddist stundum, verða svölun léð, mér veitast honum tryggðarorð að tjá, sem tæpast hafði búizt við að sjá. „Menn hjálpist að,“ ég sagði ungur sveinn, „hvort saman vinna eða hver og einn.“ Þóroddur Guðmundsson þýddi. 28. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.