Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 7
Picasso ásamt Jacqueline konu sinni. Hún er 49 árum ynRri en Picasso. Picasso á vinnustofu sinni rétt fyrir níræðisafmælið. lákamiega er iiann svo vel á sig kominn aö nærri einstakt má teljast. Málverk frá 1900. Hér er Picasso óráðinn og minnir t. d. á Manet. „Draumurinn“ 1932. Fyrirsæta var eiginkona hans María-Theresa. Ouemica 1937. sem marjrir tel.ia háounktinn í list Picassos. Hún er ug-gflaust frægasta mynd, sem máiuð hefur verið á þessari öld. Frá vinstri: Grátandi kona, 1937, sjálfsmynd frá 1964 og „Köttur að éta fugl“ frá 1939. Enn við sama heygarðshornið. Slái- verkið er frá bessu á.ri. barn á vettvangi tónlistar, svo var Picasso undrabarn í mynd list. Harrn fæddist 25. október, 1881 í Malaga; skýrður mynd- arlegu nafni: PABLO Diego José Fransisco de Paula Juan Nep- omunceno Crispin Crispinano de la Santisma Tininidad R'uiz PICASSO. Sjálfur kveðst hann hafa teiknað eins og Rafael þegar hann var tó'lf ára, en það er ugglaust nokkuð orð- um aukið. Hinsvegar telst það nærri lagi, að hann hafi verið búinn að tilein'ka sér flest, sem hægt var að læra í myndlistar- akademii, þegar hann var fimmtán ára. Ungur að árum hélt hann til Parísar, líkt og fjöldi ungra málara gerði á þeim tima. Hann sagði fljótlega skilið við hinn akademiska stíl og í myndum hans frá því um aldamótin má sjá bregða fyrir hjá hónum meira en greinileg- um ábrifum frá Toulouse- Lautrec, Manet, Gaugain, Munch og fleirum. Greinilegt er, að hinn ungi Picasso var á þessum árum mjög leitandi og óákveðinn listamaður þótt hann segði síðar: „. . . það er tilgangslaust að 'leita í mál- verki; það sem máli skiptir er að finna.“ Slík staðhæfing var ekki með öllu ólik honum. Sú gamla skoðun, að snillingar hafi öðr um meiri auðmýkt til að bera, fær venjuiega ekki sitaðizt, og Picasso er þar heldur ekki undantekning. Eftir því sem bezt verður skilið, hefur Picasso verið og er enn — eitt stórt ÉG. Hann hefur sjaldan efast um það, sem hann var að gera og kannski ekki þurft þess: Meira lof hefur verið á hann borið i lifanda Hfi en flesta aðra listamenn. Katalómiumaðurinn ungi var ennþá einn af hinum nafn- 'lausa skara í Parísarborg um aldamótin. Og þá var gaman að lifa í borg ljósanna þrátit fyr- ir fátæktina og framundan það giaðværa tímaskeið, sem síðar hefur verið nefnt La BeUe Epoque. Þátttaskila í lifi Pablo Picassos var ekki langt að bíða. Þau urðu með „Bláa skeiðinu" í myndlist hans, sem byrjaði 1902 og síðar „Bleika skeiðinu". Þarmeð hafði Picasso áskotnazt persónuleg- ur stíl'l. Samt er það svo, að væri allt það sem Pieasso mál- aði fyrir 1906 máð af blöðum listasögunnar þá yrði þar, eng- in umtalsverð eyða. En einmitt það ár byrjaði Picasso að þreifa sig áfram með nýtt form, sem síðar var nefnt kúbismi. Með þeirri myndgerð var lagð- ur grundvöllurinn að siðari tima flatarlist. PICASSO TEKIIK FORUSTUNA Það var þó elkki fyrr en ár- ið eftir, 1907, að til varð sú mynd í höndum Picassos, sem jafnan er höfð til viðmiðunar um upphaf kúbismans: Les Demoiselles d’Avignon, fimm konur naktar og að sumu ieyti ærið tröllslegar en verkið allt mjög i anda þessarar nýju hugsunar, kúbismans. (sjá með fylgjandi mynd) Svo mjög var brotið blað í þróuninni, að nánustu vinum Picassos í hópi listamanna fannst nóg um og sumir héldu, að nú væri hann liklega að ganga af göflunum. Það væri of einföld skýring að segja, að kúbisminn hefjist ná- kvæmlega með þessari einu mynd, en staðrejmd er ]rað hinsvegar, að um þetta leyti urðu timamót í list Picassos; hér eftir var hann „maestro" í heimi myndlistarinnair, stæld- ur í stað þess að stæla aðra. Frá áratug kúbismans, sem á eftir fyi’gdi, sjáum við hvern- ig formin breytast fra því að vera talsvert stilfærð til þess að verða hálfgerðar felumynd ir og mjög nærri því að vera alveg abstrakt. Stundum má sjá að dagblöð'n frá þess- um tima hafa orðið efniviður; þau hafa verið limd á mynd- flötinn og þarna má liklega greina undanfara nútíma popp Mstar. Á árunum mJL 1930 og 1940 gerði Picasso "'ölda stór- kostlegra myndiistarverka; meginyrkisefnið er ástin og kvenfólkið annarsvegar, en of- beldi, stríð og dauði hinsveg- ar. Ef til vill nær þessi ára- tugur i list Picassos hámarki með hinu magnaða verkl Guernicu, sem hann málaði eft- ir árás Þjóðverja á samnefnt Framh. á hls. 14 28. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.