Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 12
Ásgeir Jakobsson -- 2. hluti
Um borð í
Mánafossi
YFIRMANN AÞÆTTIR
Skipstjórinn, Þórarinn Ingi
(jafnan kallaður Ingi) á
heldur ekki langt að sækja
það, að kunna að stjórna
fólki af lagni, þvi að hann er
sonur Sigurðar á Geir, en Sig-
urður var alþekkt valmenni í
togaraflotanum og það lá öll-
um vel orð til hans, og var þó
Sigurður uppi á þeim árum,
sem togaraskipstjórar þurftu
ekki að vanda mannskapnum
kveðjurnar, ef þeir voru þann
ig gerðir. í>að voru jafnan tíu
menn fyrir einn í boði.
Sigurður var Seltirningur
að ætt og byrjaði sjómennsku
á kútterum ungur að árum.
Hann lauk prófi úr Stýrimanna
skólanum 1912, þá tæplega 21
árs. Hann var alla tið búsett-
ur i Reykjavik og átti hlut að
útgerðarfélögúm, bæði kúttera
og togarafél. og togaraskipstjóri
var hann í meir en tuttugu ár,
lengst af á togaranum Geir og
við hann var hann jafnan
kenndur. Hann varð bæjarfull-
trúi 1942, en dó ári siðar fyr-
ir aldur fram. Hann var 51 árs
þegar hann dó (F. 20.6. ‘91.
D. 9.6. 1943).
Kona Sigurðar, Ól'ína Ágústs
dóttir er enn á lifi. Hún er
ættuð úr Reykjavík.
Ingi skipstjóri byrjaði ung-
ur að árum með föður sinum til
sjós á Geir, og lærði þar tog-
arasjómennsku til hlítar, en
langaði til að prófa fleira og
réðst fyrir hálft kaup á Detti-
foss.
Hann langaði til að prófa far
mennskuna, en þótti þetta samt
hörð býti, þar sem hann var
orðinn fullgildur háseti á tog-
ara, og á fullum hlut og kaupi,
en fékk nú ekki nema um þriðj
ung þess kaups um borð í Foss
inum. Hann bjó þó ekki við
þessi kjör nema einn túr, þvi
að þegar sýrimaðurinn hafði
horft á hann splæsa, en við
það verk standa engir togara-
mönnum á sporði, taldi hann
ekki stætt á því, að hafa pilt-
inn upp á hálft kaup.
Síðan þetta var hefur Ingi
verið hjá Eimskip, nema árin,
sem hann var í skólanum, en
þaðan lauk hann prófi úr far
mannadeild 1946 og nú hefur
hann tekið við nýjasta skipi fé
lagsins. Ingi er málamaður
ágætur, og þó að hann segi hér
síðar, að hann hafi eytt frí-
stundum sínum illa á sjónum,
þá held ég það eigi ekki lengur
við. Hann hefur með sér góðar
bækur á sjóinn og stundum
Ingi skipstjóri við radarinn og teligrafið.
Finnbogi 1. stýrimaður.
gerir hann það sér til dundurs,
að skrifa heilar ritgerðir á
ensku eða sænsku, en þau mál
erlend eru honum tömust.
Þannig æfir hann sig í þessum
málum.
Ég kom oft upp til skipstjór
ans á ferð minni með Mána-
fossi, því að við könnuðumst
hvor við annan frá veru okk-
ar í Stýrimannaskólanum. Ingi
var í 2. bekk farmannadeild-
ar þegar ég var í 2. bekk
fiskimannadeildar. Við kynnt-
umst ekkert þá, því að yfir-
leitt er lítill samgangur, eða
var, hvað sem nú er, milli fiski
manna og farmanna í Stýri-
mannaskólanum. Ég man þó
vel eftir Inga. Hann var þá
dökkur á brún og brá og áber-
andi spengilegur, enda iþrótta-
maður, einkum góður sundmað-
ur, en nú er hár hans tekið að
grána og hið granna mitti
horfið — farið að votta fyrir
skipstjóraístru. Mér finnst allt
af nökkurt öryggi í þvi að hafa
skipstjóra vel í holdum, —
helzt svo feitan að hann geti
ekki forðað sér úr brúnni,
hvað sem á gengur. Slíkur mað
ur hefur gilda ástæðu til að
halda skipi sinu á floti. Þetta á
ekki við skipstjórajnn á Mána
fossi — hann er rétt að byirja
að hlaða á sig og ennþá manna
frískastur á fæti. Ég meina
það heldur ekki til hans, held-
ur miklu fremur til sjálfs min
að það finnast mér undarleg ör
lög, að þegar maður er kominn
yfir miðjan Eildur, stækkar
ekkert á manni nema belgur-
inn.
,,.MJE1.T1:"SV0,SÝH1ST TylÉR,
"MEdXÍ) >ÉR EMI ÍMÓTI WEUtJ
m OXWÝXT ER AUtLIi)".
SEM MÁl ÞETTA SE KOTO I ÓWÝTI
EFNI,06 £R ÞAÐ ALÐ XÍKlKtDXOTf>VÍ
K£> A.F 1X,ÞUM RtíTWl HEFUR
UPP Rtnwi©".
V7wt r>A rrjELT, æð do'mewdur
"NTT BlÐ Ed PIÓ, HALPUR AF SltHJ...
BÐ Ed NJÚ JVÐ SJJ.TTHST AVÍdlÐ
FYRIR FltiND SDNfl JTIRNA.OfiVil
sd, AÐ GERJ U7H 1=£1R., ER BE3T
ERV TIX 1‘AX.XIVJR
"E& VlXVÐyR 'K.VNITUGT GER71, Jffi EG UNNI TMEtRR. HögKULDI EW
30WM m.lWTVI.... oá HELHUR VJL-DI SS IM.TSS'T HS.TA ALT-Ra. SOJIA
ITJIWA 00 LIFÐI HANIV".
SKVLDU SIT-4A í L»ðRÉTTU EN
AL.L.IR Æ>RlR dENd-ðU IBBflúT
NxJtiLS
SöGV
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. nóvember 1971