Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Blaðsíða 11
Páll Briem starfandi otg setur merki hrein- leika og fegurðar á ailt krin.g- um sig. Þessu finnst mér Fram- sókn vilja vinna að, og mér finnst hún hafa yfir góðum kröftum að ráða, þess vegna árna ég henni af hjarta nils góðs.“ Fyrir vikið fékk Ólafía mjög dónalega svargrein í Fjallkon- unni, og ritar Valdimar stafi sina undir. Mottó greinarinn- ar var: Þýtur í þeim skjá, sem 1000 eru götin á. Ólafía svarar þá aftur í Þjóðúlfi og er nokk- uð harðorð í lokin, en Valdi- mar verður stórum skömmóÞ:- ari í Fjaiilkonunni næst, ta'iar um Ólafíu sem valhopp- andi skepnu, kallar hana pilsapostula og sakfellir hana um slettirekuskap og vitleysur. Hann vænir hana jafnvel um drykkjuskap, sem mér skilst, að hún hafi sízt af ölliu átt skil ið. Öll þessi grein Valdimars var fram úr hófi ósvifin. En þessar illdeilur hjöðn- uðu fljótt, og seinna sagði Briet Bjarnhéðinsdóttir, að blöðin hefðu skipt þannig með sér verkum, að sitt blað hafi einkum átt að fjalla um mennta mál kvenna, uppeldismál, fræðslumál og félagsmái, en Framsókn aftur hin pólitísku Bríet Bjiiruhéðinsdóttir Þjóð- laga kvöld Lög í b.jöðlagastíl hafá lengi notið mik- illa vinsælda liér á landi, enda hafa þau fylgt þjóðinni í gegmirn aldirnar og segja niá að þau séu orðin samgróin okkur. Áður fyrr var algengt að fólk syngi við vinnu sína, konurnar við rokkinn og vögguna en karlmennirnir við smíðarnar eða sláttinn. I>essi ágæti siðtir hefur að mestu lagzt nið- ur í því iðn- og tæknivædda þjóðfélagi sem við búiim í en þó má oft heyra menn raula við vinnu sína. Og margir eru þeir sem afa mikið yndi af að hlusta á þessa teg- und tónlistar, livort sem það er af liljóm- plötum eða á tónleikum. Á undanförnum árum hefur mjög færzt í vöxt að efna til svokallaðra þjóðlagakvölda og eru þau arftakar kvöldvakanna sem mjög voru vinsælar hér áður fyrr. Fyr- ir nokkru var ég staddur á einu slíku kvöidi í Tóuabæ og ætla ég að segja stuttlega frá því. Þarna voru skráð til leilts Hannes Jón Hannesson, Þrjú á paili, Árni Jolmsen, Ríó Trió og Hörður Torfason. Allt geklt fremur Iiægt fyrir sig, magnarakerf- ið var í einhverju óstuði til að byrja með en það telst nú orðið til fastra liða. IJm kl. 9 kom Hannes Jðn og var liinn vigalegasti, með fjöður í hárinu og gítar i liöndunum. Það kom í Ijós að Iiann er skemmtilegur náungi sem sagði brandara, söng meðal annars lög af nýlegri þriggja laga plötu sinni og spilaði að mínu viti skemmtiiega á gítar. Ríó Tríó var næst á dagskrá og minnist ég þess ekki að liafa heyrt í þeim félög- um betri. Gítarspil þeirra og söngur var allt ákaflega fágað og samstillt og iíigin hin áheyrilegiistu. Textinn í „Strákur að vestan" féil mér vel í geð og einnig er text- inn í „Hver gerði Gerði“ hnyttinn. Nú var dálítil óánægja ríkjandi, því Hörður Torfason sem átti að vera næstnr lét ekki á sér kræla. En til að bæta úr þvi lék Ásta Jóhannesdóttir nokkrar plötur í diskótekinu. Þær voru ekki af verri end- anum, Rod Stewart, John Lennon, Wlio og fleiri. Ekki kom Hörður né lieldur Þrjú á palli, en búizt var við þeim um tíu. llpp úr tíu birtist svo Eldeyjarfarinn frægi, Árni Johnsen. Hann söng og lék nokkur ágæt lög, en eitt þeirra, „Gölli Valdason“ vakti sérstaka hrifningu mína. Lagið sjálft er mjög fallegt og textinn ljallar um ævi og dauða manns, sem ég álít að liafi verið dæmigerður Eyjapeyi. Einnig sagði Arni sögur af Manga-Krumm lieima og lieiman, en þær fannst mér full langdregnar. Að lokum kom Lítið Eitt fram, svona sem sárabót fyrir Hörð og Þrjú á palli. Þeir bera nafn með réttu, vorn anzi þokkalegir, en ósjálfrátt datt. mér í liug að þeir væru vasaútgáfa af Ríó Tríóinu. Ástarsaga þeirra var mjög góð og eimiig lagið „Heilaga móðir". Þannig Ieið þessi skemmtilega kvökl- stimd. Auðvitað var sitthvað sem skyggði á og þá helzt að Hörður og Þrjii á palli skyldu ekki einu sinni láta vita að þau kænm ekki, en sem betur fer gleymist það oftast er verr fer. Ég tel að þjóðlagakvöld sem þetta eigi mikinn rétt á sév, þ\i „stemmningin“ sem þar inyndast er nokkuð sérstök og oft mjög skemmtileg. Einnig mætti sjónvarpið taka til athugunar að taka upp þátt (eða þætti) þar sem nokkrir þjó V lagaflytjendur kæniu fram í einu til að skapa fjölbreytni. Þeir lijóðlagaþættir sem hafa verið í sjónvarpi liingað til hafa yfir- leitt verið fremur einliæfir og leiðinlegir. mál kvenna og bindindismál. Þegar svo Framsókn hætti að koma út 1901, tók Kvennablað- ið upp stefnu hennar smáitt og smátt. Þingvallafundur var hald- inn 1895, og þegar hann var í aðsigi, birtist i Þjóðvitjanu-m unga grein undirskrifuð D, þar sem skorað er á konur að senda áskorainir til fundarins um framgang mála sinna, svo að ekki sé hægt að berja því við, að þær hafi ekki sjálf- ar haft áhuga á auknum rétt- indum. Auk þess eru konur hvattar til að sækja fundinn og taka til máls, því að varla þurfti að efa, að þær hafi þar málfrelsi. Svo var og, að fund- urinn veitti við.öku fulltrúa kvenna með málfrelsi og at- kvæðisrétti. Valdist einmitt til þess Ólafía Jóhannsdóttir, sn meðal áheyrnarfulltrúa voru fleiri konur. Fyrir Þingvalla- fundinum lá áskorun þingmála funda í ísaf jarðarsýslum að beina þvi til alþingis að endur- samþykkja kjörgengisfrum- varpið, og annar fulltrúi Norð- ur-Múlasýs'lu, Indi’iði Ein- arsson revísor, lagði fyrir fundinn, að hann skoraði á al- þingi að veita konum með lög- um, svo fljótt sem unnt væri, algjört jafnrétti við karla. Þessi tiii'aga Indriða var sam- þykkt með 15 samhljóða at- kvæðum. En áskorun sú, sem hið ís- lienzka kvenféiag safnaði skriftum undir, var svoh'ljóð- andi: „Hér n.eð leyfum vér undirskrifaðar konur oss að skora á alþingi, að það þrátt fyrir synjun stjórnarinnar á lagafrumvarpi um kjörgengi kvenna í hreppsnefndir o.s.frv. samþykki frumvarp þetta á næsta alþingi og áfram, þang- að til það nær staðfestingu." Enn sagði: ,,Um leið og vér þakksamlega viðurkennum rétt indi þau, er alþingi hefur þeg- ar veitt oss, berum vér það trausí til þess, að það fram vegis eftir atvikum veiti oss allt j'afmrétti við lcarl- menn, samkvæmt tímans vax- andi menningar- og frelsiskröf- um.“ Framh. í næsta blaði. 28. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.