Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 2
samkvæmi, sem New Direction efndi til, minnir mig, og nú litu rithöfundarnir hvor á ann an sem vini. Og vináttan styrkt ist 1960 þegar Tennessee og Frank Merlo, vinur hans, nú lát inn, dvöldu hálfan mánuS í Tok io á hnattferð sinni. Mishima, klæddur í kimono, sýndi þeim alúð og gestrisni í glæsilegusm, Japönskum veitingahúsum, og gaf Tennessee íholt epli úr fíla beini, sem átti að tákna leik- svið í fiskiþorpi. Þeir hittust aftur í Tokio, við óheppilegar aðstæður, þegar Tennessee var miður sín. Broddarnir í Maða- greinum i Life og New York Times um Ieikrit hans: „In the Bar of a Tokyo Hotel voru sárir. Þar hafði verið kveðinn upp dauðadómur yfir honum sem rithöfundi. Og þá var það sem hann hafði flúið að heim- an með leikkonunni Anne Meacham. Frá þessari heim- sókn, sem bar að skömrnu fyr- ir hið mikla hugarstríð hans, sem hann reyndi að lina með ofdrykkju og eiturlyfjum mundi hann harla Mtið, aðeins það eitt, að Mishima hafði verið imjög áhyggjufullur um ástand hans. — Á meðan hafði Tenn- essee tileinkað Mishima eitt af nýjustu leikritum sínum: The Day on Which a Man Dies: an occidental Noh Play, skrifað 1960, enn óprentað. Þessir tveir menn áttu margt sameiginlegt: báðir voru leik- ritaskáld, þó að Mishima væri einnig, og einkum, smásagna- höfundur. Báðir höfðu skrifað kvikmyndahandrit. Báðir hlot- ið frægð ungir að árum, og höfðu verið óvenju frjóir. Báð- ir höfðu skrifað djarflega og sýnt nokkra hneigð til ofbeid- is, græðgi og kynferðislegra af brigða. 1 persónulegu lífi þeirra var margt líkt. Þeir höl uðust að dulfræðum og jókst það með árum. Tennessee varð katólskur trúskiptingur og Mishima hafði skapað sér trú- arbrögð, innblásin af þjóðern ishyggju og skeytingarleysi um vanabundið kynferðislegt sið- gæði. Báðir höfðu þeir líka náð duiarfullri aðdáun, og voru í raun og veru lifandi helgisagn ir. Hvað mig snerti, heyrði ég fyrst um Mishima af vörum þeirra Frank og Tennessee ár- ið 1961, eftir að þeir höfðu heimsótt hann í Tokio. Þ-eir höfðu verið a.ð ljúka við að lesa The Temple of the Gold- en Pavilion, og mæltu ákaflega með því. Nokkur ár liðu, áður en ég komst yfir aS lesa það, en ég varð svo hrifinn, þegar Ioks varð aif lestrinum, að ég gerði mér far um að ná í allt annað sem til var í þýð- ingum eftir hann: sjMfsævisög- una Confessions of a Mask, sem var mjög áhrifamikil; The Sounds of Waves, þægileg og yndisleg bók; The Sailor, Who Fell from Grace with the Sea, Ijómandi og hryllileg í senn; After the Banquet, djúp innlif- un í smámunasemi japanskra KVÖLDSTUND MEÐ MISHIMA stjórnmála; og Forbidden Colors, sem gaf glögga innsýn í undirheima japanskrar kyn- villu. Ég las einnig sum leik- ritin og smásögurnar, og, í öll- um verkum hans, jafnvel í þýð ingum, var mér ljós hinn undra verði máttur, sem virtist bor- inn uppi í senn af frumstæð- um tilfinningum og næst- um kvenlegum yndisþokka og næmleika. Ég hafði i stuttu máli orðið einn af hinum mörgu amerísku aðdáendum Mishima, og horfurnar á því að hitta einn af minum uppá- haldshöfundum fyllti mig of- væni. Einhver orðrómur, sem okk- ur hafði borizt nýlega til eyrna, olli okkur samt sem áð- ur nokkrum kviða, að Mishima væri orðinn mjög andvíg- ur Ameríkönum. Hann væri fas isti, með allan hugann við að endurvekja japanskan hernað aranda, eins og hann var fyr- ir strið. Hann hafði barizt fyr- ir hreyfingu viðs vegar um landið, er hafði það á stefnuskrá sinni að sameina fornspartverskan meinlætalifn- að og hugsjónir hernaðaraðals miðalda. I þessum tilgangi hafði hann safnað um sig flokki ungra hernaðarsinna, sem hann æfði sjálfur. Ein- kennisbúninga þeirra hafði hann sjálfur teiknað. — Við ræddum þennan orðróm t>ft á tuttugu daga sjóferð okkar, og vorum næsta forvitnir um, hvort hér væru ekki ýkjur á ferð. Vissulega var þessi hugs- un okkur ekki að skapi, að Mishima væri að feta í fótspor Hitlers, og ekki heldur hitt, að hann kynni nú vegna þjóðern- is okkar að verða óvinveittur. En Tennessee hafnaði þeim möguleika. Hann efaðist ekki um einlægni Mishima. Eftir allt saman, voru tæplega tvö ár sið an þeir höfðu fundizt, og þá hafði hann verið alúðin sjálf. Tennessee minntist þess, að Mishima hafði þá haft mifelar áhyggjur af drykkjuskap hans: „Ég man, að hann kom til New York fyrir fimm árum, það var eftir að Frank var dá- inn, að ég held, ég var „niðri" lengst af þeim ttma og við neyttum hádegisverðar sam an úti á Manhattan. Hann benti mér á að ég væri að fara með mig, og ég svaraði eitt- hvað á þessa leið: „Tja, því ekki það." " Og þá baetti hann við, alvar- degur á svip; „Honum þótti vænt um mig, það geturðu séð." Til þess að forðast óloftið i Tokio, stakk Tennessee upp á því, að við dveldum í Yoko- hama, og þegar skipið var lagzt þar að 30. sept., og hann hafði runnið sitt skeið milli frétta- manna og sjónvarpsljósmynd- ara, settumst við að á New Grand hóteli. Með Cleveland hafði verið stúdent frá Yoko- hama, sem hafði boðizt tö þess að verða leiðsögumaður okkar, og það var önnur ástæðan fyr- ir dvöl okkar þar. 1 raun og veru var litill munur á loft- inu í borgunum tveim. Fyrir þæginda sakir fluttumst við sið ar til Okurahótels í Tokio. Tennessee hafði simað til Mishima frá skipinu daginn áð ur og sagt, að við mundum íieímsælcja hann við komu okk- ar. Við höfðum ekki fyrr kom- ið okkur fyrir í herbergjum okkar en hann hringdi. Erind- ið var að bjóða honum til mið- degisverðar. Það hittist svo á, að Mishima var ekki laus þetta kvöld, en hann bauðst til að hitta okkur í Yokohama dag- inn eftir og fara með okkur til eins af hinum kínversku mat- sölustöðum þar. Síðla daginn eftir vorum við Tennessee á barnum í New Grand og drukkum martini með japanska stúdentinum Shinji og föður hans, þeg ar Mishima símaði til þess að segja okkur, að hann væri að leggja af stað í leigubíl og mundi finna okkur innan stundar. Tennessee hafði sagt mér, og ég hafði það einnig annars staðar frá, að Mishima væri sundurgerðarmaður í klæðaburði, og aiitaf, hvort heldur hann væri í kimono eða Vesturlandaibúnmgi, mjög glæsi lega búinn, svo að ég varð ekki svo lítið hissa — og Tennessee líka, það sagði hann mér seinna — þegar Mishima kom á barinn skömmu seinna og var íklæddur ólýsanlegum búningi, sem fór vel, og sport- skyrtu, sem var opin i hálsinn. Hann var nokkru lægri en ég hafði búizt við, þó að hann hafi sjálfsagt verið i meðallagi hár, miðað við landa sína, og hann bar sig áberandi vel. Ég vissi, að hann var 45 ára, en hann leit út fyrir að vera nokkrum árum yngri. Hann var kunnur fyrir líkamsfegurð. Ég hafði séð myndir af honum í Life og öðr- um tímaritum, en að slepptuim þreklegum hálsi, mundi þig ekki hafa grunað, að hann væri vöðvamikill, því að líkam- inn virtist grannur. — Síðar um kvöldið, þegar við vorum á leið til hóteisins, fékk ég tækifæri til þess að taka undir hand- legginn á honum og ég fann stálharða vöðvana undir mjúku efni ermanna. Andlit hans var jafnvel snotrara en mig hafði grunað, ljósmyndirn ar sýndu það ekki eins og það var, en það leit frekar út fyrir að vera af. hnefa- leikamanni eða atvinnuafl- raunamanni en listamanni, þangað til þú hafðir virt það gaumgæfilega fyrir þér. And- litsdrættirnir undir snögg- klipptu hárinu voru regluleg- ir, eitthvað órannsakanleg- ir, minntu eitthvað á grimu, og svipur hans, þegar hann brosti ekki, hvað hann ekki gerði þessa stundina, var dáiítið tví- ræður. Þú hefðir jafnvel eitt augnablik getað látið þér detta Hisliíma. Hér er rithiifiiduriiiii foring endurheimta herveldi Japana. sveit harðru fyltiismaiiiiu. Þeir höfrtu heitio hvi a8 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. sept. 1972 —— iii I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.