Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 6
>M Vlð liotn l»orsliiif,iiiro:ir. Kétt hjá hcstinum á miori myndinni má (ffrelna tóftarbrotin, ef myndin prentast sæmil«'Ka. Valgerður Þóra SAGA ÚR KOLLA- BÚÐUM Þessi frásaga er lýsing; á lífi fólks vestur við Breiðafjörð og í Stranda- sýslu um aldamótin. Hún flytur okkur sögru harðduglegs, nægrju- sams fólks og bar kynnumst við hujrsunarhætti, sem er okk- ur, sem Hfum 70—80 árum síð- ar viðs fjarri. Atburðirnir styðj- ast við frásögur frú Ingibjargrar Árnadóttur, sem fæddist að Kolla- búðum og: býr nú að Miðhúsum í Beykhólasveit. Árni Gunnlaugsson fæddist að Munaðstungu í Reykhólasveit 15. apríl 1852. Faðir hans var Gunn- laugur Ólafsson, trésmiður, sem ólst upp að Brandsstöðum í sömu sveit. Faðir Gunnlaugs bjó þar einnig. Síðar fluttist Gunnlaugur að Mun- aðstungu. Kona Gunnlaugs hét Anna og var hinn mesti kvenskör- ungur. Lét hún sér ekki fyrir brjósti brenna að klifra í Höllu- staðabj.argi þar í sveit komin sjö mánuði með barni. Börn Önnu og Gunnlaugs voru Árni og Ólafur. Ólafur var þrígiftur, bjó fyrst í Skeljavik í Strandasýslu, siðar að Bassastöðum og síðast að Kaldrana nesi, sem var mikil iörð og kirkju- staður. Kona Árna Gunnlaugsson- ar var Kristin Hallvarðsdóttir. Árni og Kristín kynntust ungl- insar að Munaðstungu, þar sem Kristín var alin upp. Hún fædd- ist 17. sept. 1856. Hún var dóttir Ingib.iargar ættaðrar úr Ey.iunum og Hallvarðs úr Börmum í ReykhóLa- sveit. Árni og Kristín giftu sig haustið 1883 og byggðu upp bæ að Ósseli í Steingrímsfirði í Stranda- sýslu. Faðir Árna, Gunnlaugur, var trésmiður og b.ió hjá þeim eftir að Anna Sveinbiörnsdóttir, kona hans, var dáin. Að Ósseli fæddust fyrstu börnin, Anna og Finnboga, Anna 11. okt. 1884 og Finnboga 14. okt. 1886. Síðar flytjast þau hjónin að Bólstað í Kaldrananeshreppi og þar fæddist þeim sonur, Guðmund- ur, 29. maí 1889. Árið 1900 flytjast þau alfarin af Ströndunum og yf- ir í Þorskafjörð og settust að í Kollabúðum. Þar byggöu þeir feðg- ar upp bæinn. Að Kollabúð- um fæddust þeim hjónunum fimm börn, þau Þórarinn 8. maí 1892, Ólafía Halldóra 19. okt. 1893, Hallvarður Einar 23. des. 1895, Ingibjörg 5. nóv. 1897 og Brandís 4. ágúst árið 1900. Þegar þröngt var i búi fóru Árni og aðrir bændur i sveitinni oft fótgangandi yfir Þorskafiarðar- heiði yfir til Arngerðareyrar, en þar hélt danski kaupmaðurinn sig og var því aðalverzlunarstaðurinn um þær mundir. Það var ekki fyrr en seinna að farið var að fara á bát út í Flatey og verzla, þegar fólkinu fór að fjölga þar og dönsku kaupmennirnir að flytja varning sinn þangað. Það var eitt sinn, að Árni og nokkrir bændur fóru kaupstaðarferð á bát út í Flatey til að sækja björg í búið. Gerði þá norSan stórhrið og urðu þeir veðurtepptir i viku í eyjunní. Var það ekki óalgengt á þessum tímum. Gunniaup'ur gamli heima að Kollabúðum sá fram á matarskort og ákvað að fara yfir að Skógum í Þorskafirði. Tvær ár renna niður Kolkibúðaeyrar, heitir sú eystri Músará og sú vestari Þorskafjarð- ará. Gunnlaugur þurfti að fara yf- ir Þorskafjarðará inn í Múlakots- heiði til að ná í hesta til fararinn- ar að Skógum. Áin var óbrúuð og varð mjög illfær í norðanveðrum. Illveðrið og ófær áin reyndist gðml- um manni yfirsterkari og Gunn- laugur drukknaði í ánni. Um miðja 19. öld hófst merkur þáttur í athafna og frelsisþrá ís- lendinga fyrir atbeina Jóns Sig- urðssonar forseta. Voru Vestfirð- insjar með þeim fyrstu að tileinka sér þá hreyfingu með því að efna til almennra funda á Kollabúða- eyrum. Þar voru öll helztu áhuga- málin rfedd og undirbúningur haf- inn að alþingi yið Öxará á Þing- völlum. Utan af Breiðafirði bar bátia fyrir hafgolu inn Þorskafjörð. Allir mættust þeir á Kollabúða- eyrum, þar sem forfeður þeirra höfðu hvert vor endur fyrir löngu átt með sér þing og skemmtan. Marffir beirra rnanna, sem hittust þarna á Kollabúðaeyrum á þess- um tíma höfðu a-ldrei sézt fyrri. En nú var rík ástæða til að hittast og ræða um áhugamál, sem öllum var sameiginlegt. Þeir ætluðu sér að reyna að skapa einhug um ákvarð- anir sínar. Árla morguns 18. júní 1849 hóp- uðust 80 Vestfirðingar kringum tóftabrot Gests spaka. Það höfðu verið send út fundarboð, en enga óraði fyrir, að undirtektir myndu verða svona góðar. Magnús Gísla- son, þáverandi sýslumaður Isfirð- inga, var valinn forseti fundarins, en til vara Ólafur Sívertsen, próf- astur í Flatey. Þeir áttu samkvæmt fundarskönum að vaka yfir reglu og siðsemi á fundinum; að fundar- sköpum yrði hlýtt. Ritarar voru' kiörnir séra Eiríkur Kúld og séra- Ólafur E. Johnson, prestur á Stað.; Og síðan hófust fundirnir á Kolla- búðaeyrum með þessum hvatning- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. sept. 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.