Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Blaðsíða 11
Owens tekur við keflinu í boðhlaupi á Olympíuleikunum í Berlín 193fi. Reynt hefur verið að draga mannkynið í ýmiss konar dilka eftir litarhætti. Eftir fræknlega spretthlaupasigra Jesse Owens 1936 þótti sannað að svarti kynstofninn hefði líkamlega yfirburði. En á síðustu Olympíuleikum reyndist hvítur Rússi ósigrandi. Einn kemur öðrum fremri, en það fer ekki eftir litarháttum. floMíar ag óTiikustu Iþjló’air mainin kiyii. ins iblandazlt í rikum mtellli. Huigimyindiin <um ih'reinleik fcyin- stofna eða forréttindastétta hefur lengi verið helber blekk ing, ekki átt við minnstu rök að styðjast. Blöndun mann- kynsins verður ekki stöðvuð og hlýtur að færast í aukana. Þessi þróun verður hvorki stöðvuð með ferðabönnum, inn fiutningshöftum né neinum öðr um ráðum. Það er sorgleg staðreynd, að jafnvel hér á landi eru til menn, sem enniþá trúa kynlþátta þvaðrinu í nasistum, sem þeir meðal annars notuðu til að út- skýra nauðsyn þess að myrða milljónir manna af stofni gyð- inga. Við skulum þvi líta um stund dálítið nánar á þessa hættulegu fordóma og reyna að athuga hlutlaust, hvort nokk- ur rök hníga að því, að einn kynstofn sé öðrum æðri. Þá er þess fyrst að geta, að frá líffræðilegu sjónarmiði séð er hugmyndin um ,,æðri“ og „óæðri" kynstofna órétt- lætarileg. Það er almennt við- urkennt af vísindunum að all- ar þjóðir heims nú á dögum virðist búa yfir sömu líffræði- legu hæfileikunum til þess að, ná hvaða siðmenningarstigi sem er, oig að m'ismiun á þleimi ár- angri sem hinar ýmsu þjóðir hafa náð, verði að rekja ein- göngu tdl menningarsögu þeirra. Og þá er vitnisburður scg- unnar ennþá afdráttarlausari. Á þriðju heimsráðstefnu al þjóðalæknasamtakanna árið 1967, sagði Hugh Keenleyside yfirmaður tæknihjálparstofnun ar Sameinuðu þjóðanna m.a. eftirfarandi: „Ef trúin á meðfæddan mis- mun á hæfileikum manna eftir kyniþætti eða litarhætti er vis- indalega séð röng, þá verður þetta enn ósennilegra, þeg- ar því er brugðið undir smá- sjá sögunnar. Jafnvél yfirborðs þekking á sögu mannkynsins ætti að draga úr ofstæki þeirra, sem itrúa á lyfirhurðii vilssra kynþátta, ef slikt fólk er þá móttækilegt fyrir nokkur skyn samleg rök. F'yriir íjögiur þúsuind árum trúðu hinar þeldökku þjóðir Mesapotamíu og Egypta- lands því, að þær tilheyrðu æðri kynstofni; en þær höfðu það þó sér til afsökunar, að þær skorti vísindalega þjálf- un í liffræði. Á þeim tímum var engin ástæða til að ætla, að skrælingjar þeir er byggðu Grikkland eða fyrirrennar- ar þjóðarinnar, sem átti eftir að stofna hið mikla rómverska heimsveldi, gætu nokkru sinni jaifinazJt í mienniinigarliegium alf- rekum við Memphis eða Baby- lon, við Amenemhet 1. eða Hammurabi, hinn mikla lög- gjafa. Nokkrum öldum síðar hefði ekki verið óeðlilegt þótt Ass- íríumönnum eða Kínverjum hefði dottið i 'hug, að forlögin hefðu um alla framtíð ætlað þeim að gnæfa yfir allar aðr- ar þjóðir í skapandi list. Um svipað leyti sannfærðust Hebrear um að þeir væru hin útvalda þjóð Jahves og má það teljast furðulegt dæmi um það, hvernig hægt er að láta kveða niður það sem sennilegra má þýkýa, þeg'air kekið er (tiffilt ItSJ þess hve þjóðin var þá írum- stæð. Og hver skyldi á gullöld Grikkja eða dýrðardögum Rómverja hafa getað látið sér detta í hug að hinir hálfnöktu, hjátrúarfullu, máluðu villi- menn sem reikuðu um skóga Þýzkalands og fen Bretlands gætu nokkru sinni orðið ann- að en sljóir þræiar og tornæm ir á nauðsynleg störf hins sið- menntaða manns, eins og til dæmis það að drepa náungann! Eða þá Márarnir. Á sama tíma og Vestur-Evrópa gekk í gegn um timabil viðbjóðslegra, villimannlegra styrjalda, og einu tækniframfarirnar lágu i bættum herbúnaði, þá var þessi þeldökka þjóð að skapa stærð- fræðivisindin og skipuleggja siðmenntað þjóðfélagslíf, sem i samanburði sýndi Evrópumenn sem hreina villimenn. Og þannig væri hægt að halda áfram.“ Já, vissu'lega, því 'herra Keenleysiide mininist hér ekkl á önnur eins dæmi um mannleg afrek og hinar miklu siðmenn- ingar á indverska skaganum og Suðauistur-Asíu; eða dýrð indií- ánasiðmenningar Maya og Inka í Ameríku, og fyrri siðmenning artímabil i Mið-Afríku. Og bendi vísindin og sagan í sömu átt í þessum efnum, má sama segja um hin miklu trú- arbrögð mannkynsins og 'heim- spekikerfi. Hér er ekki tírni til þess að ræða um ástæðurnar til kyn- þáttahrokans, þótt forvitnilegt væri, en í þess stað ska-1 hér aftur litið dálítið á hina líf- fræðilegu hlið þessa deiluefn- is. Á fundi sem Unesco stóð fyr ir árið 1964 voru 22 heimsfræg ir liffræðingar, erfðafræðingar og mannfræðingar frá seytján löndum sammála um yfir- lýsingu, sem fjallaði um lif- fræðilegu hliðina á kynþátta- vandamáilíum. 'Þeir voriu tfrá eft- irtöldum löndum: Belgíu, Braziiiiu, Kan'adá, Téikíkó- slóvakíu, Frakklandi, Vestur- þýzka sambandslýðveldinu, Indlandi, Japan, Mexikó, Nígeríu, Noregi, Póllandi, Sene gal, Stóra Bretlandi, Banda- ríkjunum, Ráðstjórnarrtkjun- um og Venezuela. Ég æfia nú að rifja upp nokkur atriði úr þessari yfirlýsingu eða sam- þykkt. 1. Allir menn sem lifa nú á dögum tilheyra sömu tegund, Homo Sapians oig eiiga tótit s'ma að rekja til sama stofns. Skoð- anir eru skiptar um það, hvern ig og hvenær mismunandi mannflokkar aðgreindust frá hinum upphaflega stofni. 2. Líffræðilegur mismunur á mamnlegum verum statfar af mismunandi erfðaeiginleikum og áhrifum umhverfisins á þá. 3. 1 öllu manrilegu þjóðfélagi gætir mjög margvislegra og mis munandi erfðaeinkenna. Hrein ir kynþættir eru ekki til með- al mannkynsins. 5. . . . Mismunur á einstakl- ingum innan ákveðins kynþátt ar er oft miklu meiri en hinn venjulegi mismunur á kynþátt unum sjálfum . . . 6. . . . Viss líkamleg einkenni hafa almennt líffræðilegt gildi til viðhalds mannkyninu, án ti'l lits til 'umhverfisins. Sá mismun ur sem skipting mannkynsins í kynþætti er byggð á, hef- ur ekki áhrif á þessi einkenni, og þess vegna er — frá líf- fræðilegu sjónarmiði séð — ekki hægt á nokkum hátt að tala um að einn kynþáttur sé öðrum æðri eða óæðri. . . 7. . . . Sökum hinnar miklu hreyfingar sem hefur verið á íbúum jarðarinnar og af þjóðfé lagslegum ástæðum, þá heíur blöndun mismunandi þjóð- flokka skipt miklu meira máli í sögu mannkynsins heldur en í dýraríkinu. Saga allra þjóð- flokka og kynþátta ber með sér, að meðal þeirra hef- ur mjög mikil blöndun átt sér stað og virðist hún sífellt fara i vöxt. . . 9. Það hefur aldrei verið sannað, að blöndun ólíkra kynstofna hafi haft í tför með sér óheppileg áhrif fyrir mann kynið í heild. Þvert á móti styrkir það hin liffræði- legu tengS’l milli mann- legra flokka og vinnur að ein- ingu mannkynsins í öllum fjöl- breytileik þess. Líffræði'legar afleiðingar hjónabands fara eingöngu eftir erfðaeiginleik- um einstaklinganna, en ekki eft ir kynþætti þeirra. Þess vegna er ekki hægt i líffræðinni að leita réttlætingar á banni á hjónabandi milli fólks af ólik um kynþáttum eða vara við því af þeim ástæðum . . . 13. . . . Þjóðir heimsins nú á dögum yirðast búa yfir sömu líffræðilegu möguleikum til þess að ná hvaða menningar- stigi sem er. En mismunandi afrek hinna ýmsu þjóða verð- ur að rekja eingöngu til menn- ingarsögu þeirra . . . Hvorki er hægt á sviði erfðamöguleik- anna sem snerta almenna greind og hæfileika til menn- ingarþróunar, né verður ráðið af líkamlegum ednkennum nein réttlæting á því að skipta mannkyninu i svokallaða æðri og óæðri kynþætti." Öll stendur þessi samþykkt vísindamannanna í æpandi mót sögn við fullyrðingar ofstækis manna í kynþáttamálum. Hug- myndin um yfirburði einhvers kynþáttar á sér þvi enga stoð í vísindum. Sannleikurinn er sá, að all- ir kynþættir, hvaða litarhátt, sem þeir bera, hafa einhvern tíma staðið á hærra menning- arstigi en aðrir og því getað látið freistast til að ’kalla sig „æðri“ kynstofn, þótt sag- an sanni okkur, að slíkt virðist ævinlega tímabundið. Þessu hættir hvítum mönn- um of oft til að gleyma í hrifn- ingu sinni yfir hinum stórstígu framförum efnisvisindanna á Vesturlöndum, sem um tíma gerði hvita kynstofninn að drottnara jarðarinnar. En vís- indaleg þekking er ekki leng- ur í höndum hvíta kynstofns- ins eins, enda er sýnilegt að þessi minnihluti mannkynsins hefur ekki lengur bolmagn til þess að halda veldi sinu meðal þeldökkra þjóða. Völd hvíta kynstofnsins í heiminum hafa þegar náð hámarki og dregur nú úr þeim óðfiuga með ári hverju. Þegar litið er á framfarir vís indanna síðastliðna hálfa öld er vissulega ómögu- legt annað en fyllast hrifningu. Þessi sókn visind- anna hefur fært manninum gíf- urlegt efnislegt vald, en hins vegar hafa engar hliðstæðar andlegar eða siðferðilegar framfarir átt sér stað, að því er séð verður. Það er einmitt þetta jafnvægisleysi miili efn- islegra og andlegra framfara sem ógnar tilveru mannkyns- nú á timum. Maður athafnanna gnæfir yfir hinn andlega mann og úr sálarundirdjúpum efnis- hyggjumannsins skjóta annað veifið upp kollinum hin- ar hræðilegu ófreskjur ótta og græðgi, sem rikja þar. Sannleikurinn er sá, að mað- urinn hefur enn ekki myndað sér neina fastmótaða hugmynd um tilgang lífsins og takmörk utan heims s'kilningarvitanna. Hann hefur metið mest það sem hann hefur getað séð og hand- leikið, en hefur vanrækt þann heim, sem býr að baki hinnar sýnilegu veraldar og talið hann hugarfóstur eða ósk- hyggju trúaðra manna. Vegna þessarar þröngsýni hefur hann lagt áherzlu á það, sem hann kallar raunveruleik. Hafi hann átt sér noiklkunt kóörorð er það „hið bezta fyrir sem flesta“. En hugmynd hans um hvað sé „gott“ hefur verið efna hagslegt öryggi, efnisleg þæg- indi, ánægjulegar skemmtanir og beiting valdsins. Þetta hef- ur orðið sjáltft takmarkið og i baráttu sinni til þess að ná því i þjóðfélaginu hefur maðurinn orðið fórnardýr hamslausr- ar samkeppni og ofsafengins áróðurs, þar sem hver treður á öðrum. Og það er þvi ekki furða þótt þessar frumstæðu hvatir einstaklinganna í þjóð- félaginu endurspeglist í sam- skiptum þjóðanna. Að visu eru því takmörk sett með lögum í þjóðfélaginu, hve langt er leyft að ganga á rétit aninanra, en í deilum þjóðanna er eng- inn dómstóll. Þess vegna gín hyldýpið við okkur. Mesitiu hugsuðlir Ves'turlanda hatfa gert sér ljóst og minnt okkur á það æ og atftur, að við verðum að ákveða hvað í raun inni er gott líf, og síðan eiga athafnir okkar að beinast að því takmarki. Það táknar eng- an veginn, að við eigum að láta undir höfuð leggjast að auka þekkingu okkar til hins ýtrasta á efnisheiminum, eða að nota ekki slika þekkingu til tækni- legra framfara. Hins veg- ar ætti það að tákna, að við ættum ekki að verða þrælar þessarar framþróunar, heldur öðlast hæfileika til þess að sjá þær í sínu rébta il'jósi seim hluitla — og aðeins litinn hluta — af hinum feiknamikla alheimi. Þvi öllum er okkur fyrir löngu ljóst; að visindalegar framfar- ir og au'kin þægindi hafa ekki leitt til aukinnar hamingju okkar. Það er ástæðulaust fyr ir okkur að fyrirlíta þær af þeim ástæðum — síður en svo, — en við skulum minnast hins, að sönn innri hamingja og Sál- arfriður fæst aðeins með þvi að snúa huganum að andlegum verðmætum og tileinka sér gildi þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.