Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Page 8
FOSSINN
KJAFTFULLUR
AFLAXI
um út að bílaleigubílnum sem
beið okkar við flugstöðina. Ég
sagði við Orra um leið og ég
beygði bílnum í átt að Vaðlaheiði
„Það verður huggulegt helv. . . .
að veiða fyrir neðan fossa ef
þessu heldur áfram.“
Af klakveiðum í
Eftir
Ingva Hrafn
Jónsson
Laxá, í Aðaldal
Hann var ekki beint árennileg-
ur Norðlendingafjórðungur þegar
Flugfélagsfokkerinn renndi sér
inn til lendingar á Akureyri í
septemberbyrjun í fyrra. Það
fór hrollur um mig og félaga
minn Orra Vigfússon, er við geng
Við félagarnir vorum á leið í
Laxá f Þing. í 'síðustu veiðiferð
sumarsins, sem var að því leyti
frábrugðin fyrri ferðum að við
ætluðum að reyna að ná nokkrum
fallegum hrygnum lifandi og
draga fyrir 'í Laxá með 'bændum
fyrir hina nýju og glæsilegu kla'k
stöð, sem nú er tekin til starfa á
Laxamýri. Björn ibóndi á Laxa-
mýri bafði Ihringt í mig nokkrum
dögum áður og sagt að leyfið frá
veiðimálastjóra væri komið og
við skyldum bara skella okkur,
við gætum líka fengið að s'kreppa
niður fyrir fossa og sjá 'hvort við
næðum einum eða tveimur 'í soðið.
Þrátt fyrir alilhvassa NA-átt
var mi'kill veiðihugur í ökkur og
tilhlökkun tit endurfundanna við
Laxá og vinina, sem 'búa á bökk-
um 'hennar. Sigrfður Ágústsdóttir
ráðskona í veiðiheimllinu Vö'ku-
'holti, sem Laxárfélagið á í Laxa-
mýrarlandi, tók ok'kur opnum
örmum og leiddi ökkur að veizlu
'borði, sem Ihún og Kolfinna að-