Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1973, Page 13
Uppruni og merking örnefna — Framhald af bls. 5 ^ o ° ■ ■ *• Mikilvægt er að gleyma ekki að inna heimildarmenn eftir upp- spurt um kynleg runa og merkingu þeirra örnefna, sem vekja mega forvitni eða nöfn furðu, því að stundum geta þeir skýrt á eðlilegan hátt slík ör- nefni, sem ókunnugum eru óskiljanleg. Dæmi: „Þar utan við (er engið) Gluggi, síðar Gluggar, sennilega af því, að engið var svo vont, að menn slógu glugga í það, gluggasláttur var í því." - „Blindsker þetta er nefnt Kirkjuflös og mun draga nafn af því, að Fagraneskirkja hafi verið höfð sem mið á skerið." - „Kvalar- lcekur er utan við Hlíðarhúsapart, en utan við hann er Kvöl, slægja, sem illt þótti að slá." - „Lækurinn í.gilinu kemur austan af Feljum. Feljur eru fláar upp á fjallsbrún, sem fela sig og fara í hvarf, þegar brúnina neðan við þær ber við loft. Hultir á Aust- fjörðum hylja sig af sömu sökum." Rétt er að gefa sérstakan gaum að örnefnum, sem eru tví- Xvíræð merking ræðrar merkingar, t. d. Sel-nöfn (af no. sel hk. eða selur kk.). Dæmi: „Nokkru innar er vík með klettabökkum kölluð Sel- holur . . . ekki er hægt að segja, hvort fyrri hlutinn er kenndur við seli eða Sel, sem er á bökkunum nokkru innar . . . Nokkru fyrir innan Selholur innri er Sellcekur, og hjá honum á bökkun- um kallast Sel; þar mun áður hafa verið sel, og árin 1826-1828 var þar býli kallað Selhús." Stundum má örnefni verða tilefni þess, að skrásetjari dragi fram og tengi fornan og nýjan fróðleik um það efni, sem hann porn 0g nýr telur falið í nafninu. Dæmi: „í miðju Manheimatúni eru Sölvar fróðleikur hólar; þar munu áður hafa verið þurrkuð söl. Fyrr á öldum var söivatekja allmikil á Skarði, að því er virðist. Björn ríki átti hálfar Saurbæjarfjörur og eftir hann arftakar hans (DI V, 500). f Saur- bæjarfjörum var ágætis sölvatekja, og áttu margar kirkjur sölva- ítak þar. 1401 og síðan átti t. d. Skarðskirkja á Skarðsströnd 24 manna íferð í Saurbæjarfjörur (DI III, 657). Mun Ormur Snorrason hafa gefið kirkjunni það ítak. Til Saurbæjar liggja hinar svonefndu Sölvagötur eða Sölvamannagötur, eins og þær eru stundum nefndar." Skrá skal hvers konar sagnir, sem fylgja örnefnum. Ef sagnir örnefnasagnir eru svo langar, að ekki fari vel í örnefnalýsingu að skrá þær í heild, má taka það ráð að rekja stuttlega meginatriði þeirra. Dæmi: „Nokkru ofar (er) kvos girt að neðan af háum börðum; kallast hún Krubba. Munnmæli segja, að eitt sinn hafi ræningjar komið í Botn og hafi þá fólk flúið í Krubbu, en eftir varð heima gömul kona, sem ekki var ferðafær. Ræningjarnir spurðu kerl- ingu, hvar fólkið væri, en hún sagði: „Allt fólk í Krubbu, ræn- ingjar góðir." Örnefnasögnum skal haldið til haga, þótt um sé að ræða ósennilegar eða fjarstæðukenndar örnefnaskýringar, enda hafa slíkar sagnir þjóðsagnafræðilegt gildi. Dæmi: „í Hraunum á landamerkjum Vatnadals og Bæjar er hraunhóll rauðleitur að ofan; er hann nefndur Hraunakollur eða Rauðkollur; er siðara nafnið dregið af lit hans, en um hið fyrra er eftirfarandi sögn: Á landnámstíð bjó sá maður í Vatnadal, sem Kollur hét. Kona hans hét Helga. Þau voru heygð í hólum tveim sitt hvoru megin árinnar, og hafa þeir síðan verið kenndir við þau; er Kollur heygður í Hraunakolli." - „Hér um bil i miðju fjallinu, norður og vestur af Hafragilsbænum, er stór klettaborg, sem Grímsborg heitir, og á þar að hafa verið tröllabústaður til forna. Hét karl- inn Grímur, og átti hann að geta talað þaðan við nafna sinn, sem líka var tröllkarl í samnefndri klettaborg, sem er við túnið á Ketu á Skaga. Um þá borg hef ég heyrt þessa sögu: „Fátæk ekkja með mörg börn bjó í Ketu. Eitt mikið harðindaár átti hún mjög þröngt í búi. Tók hún sig þá til og lagðist á bæn og þuldi þetta stef: Láttu reka reyður, ríkur, ef þú getur, brátt undir Björg ytri, Borgar-Grímur, á morgun. Átti þar að vera kominn hvalur um morguninn."" Ef skrásetjara er kunnugt um, að sagnir hafi birzt um örnefni á prenti, er rétt að vísa til þeirra. Dæmi: „Næsti hjalli fyrir neðan Brýr heitir Mannabeinahjalli (sjá sögn í Þjóðsögum Jóns Árnasonar II1, 87)." Örnefni hafa verið íslenzkum skáldum yrkisefni allt frá Ön- undi tréfót og Helgu Bárðardóttur til Jónasar Hallgrímssonar og Jóns Helgasonar. Halda ber til haga örnefnaþulum og öðrum kveðskap, þar sem örnefni eru upp talin. Sem dæmi má nefna þessa gömlu þulu um læki í Fljótshlíð: Sídjarfur innstur sýnist mér, svo Búþarfur á eftir fer. Gendill er hér og geysistór, Gumphaus ofan fyrir klettinn fór. Spýtingur jafnan spjarar sig, spyr hann Brúðu: Viltu mig? Ráfulangur er ræfils grey, rekkar nefna Legilmey. Meyjarmiga er mikið pen, má svo nefna Þriggja spen. Nceturótti svo nafnið ber, og nú eru upptaldir lækir hér. Stundum er átrúnaður tengdur örnefnum, og skal þess þá getið. Dæmi: „Fremst er Maríubrunnur (á Keldum) . . . Guðmundur góði Hólabiskup á að hafa vígt hann. Vatn hans var notað til lækninga; er ein jarteinasagan um hann í Biskupasögunum. Nú í seinni tíð hefir trúin á mátt hans vaknað aftur, og þykir vatn hans einkum gott til augnlækninga (þó ekki fái blindir sýn). Kona ein, sem lengi var búin að þjást af augnveiki, varð alheil með því að drepa fingri sínum í augun, vættum úr Maríubrunni, og dæmi eru til, að menn hafi fengið vatn á flöskur langar leiðir að." Sama er að segja um bannhelgi. Dæmi: „Álagaþúfa heitir stór þúfa neðst á Neðriekru; hana má heldur ekki slá; sé það gert, verður ábúandi fyrir einhverjum fjárskaða, t. d. kýrmissi eða öðru. Þegar Friðrik Stefánsson alþingismaður bjó á Skálá, var þúfan óvart slegin af einhverjum kaupamanni hans, og um haustið missti Friðrik snemmbæruna úr fjósinu; og var það hans bezta kýr. Eiður hefur sléttað túnið kringum þúfuna, en látið hana óskerta." Ef engin sögn eða upprunaskýring er til um forvitnilegt ör- nefni, er rétt að taka það fram. Dæmi: „Á Heystæðum fremri er Undirgangur, gömul jarðgöng, sem vottar fyrir á þrem stöðum, í miðið aðeins jarðsig, svo vottar fyrir þeim. Engar sagnir eru um göng þessi, og verður hvorki getið til, hvenær þau voru gerð né í hvaða tilgangi." — „Skakkarból kallast bunga í Breiðhillu, nokkuð fyrir innan Rönd. Nafnið er lítt skiljanlegt, mun að lík- indum gamalt, en ekki eru kunnar sagnir um uppruna þess." - „Jónshús heita út og niður af bæ; enginn veit um Jón." Hafa ber í huga, að neikvæðar upplýsingar geta líka haft gildi, t. d. að ekki sé klettaborg hjá Borgar-nafni, sem því gæti verið dregið af fjárborg. Vísun til prentaðra sagna Kveðskapur Átrúnaður Bannhelgi Engin sögn eða skýring Neikvæðar upplýsingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.