Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1973, Blaðsíða 2
Baldur Jónsson SUNZK MUVONDIM Orðið málvöndun felur það i sér, að ekki sé allt mál jafnt að gæðum, rétt eins og vöru- vöndun ber það með sér, að ekki sé öll vara jafngóð. Með- an talað er um málvöndun, er eitthvert gæðamat til, einhver skii milli góðs og ii'lis í máli manna eins og öðru atfer'ii þeirra. Þetta er siðgæðislegt mat í einhverjum skilningi og er uppi með öllum menningar- þjóðum, þótt með ýmsum hætti sé. Málvöndun miðar að vöndun máls, hvað sem það kan,n svo að merkja, eins og siðavönd- un horfir til bættra siða. Þeg ar sagt er fyrir um góða siðu í máli sem öðru, er stuðzt við venjur og hefð, sem skapazt hefir, þegjandi samkomulag, ó- skráð lög, sem reynt er að fylgja. „Mál er mengi af venj- um“, hefir frægur málfræðáng- ur sagt. Þegar almennar siða- venjur og málvenjur eru virt- ar, er hegðun manna talin góð; aðferðin er rétt. En þegar út af ber, er hún sögð vera vond og hneykslar, ef úr hófi keyr- ir; aðferðin er röng. Alls staðar er verið að kenna, hvert sem litið er. Ein- um er kennt að sitja hest, öðr- um að aka bll. Einn lærir á fiðlu, annar að stíga dans. Börn- um er kennt að lesa og reikna; öðrum er kennt að fana með vélar af ýmsu tagi. Sumir læra eriend tungumál, aðrir að syngja o.s.frv. Og a'F.t miðar að því að kenna mönnum að fara rétt að, gera það, sem er rétt. í þessum efnum er móð- urmál^kennsia að sjálísögðu engin undantekning fremur en tungumálakennsta yfirleitt. Ef venjur máls eru virtar, er málið rétt. Ef þær eru brotn- ar, er málið rangt. Svo einfalt er þetta. Það er engin ástæða t:i að forðast einB og heitajn eld- inn að nota orðin rétt og rangt i dómum um mál manna, edns og mér hefir fundizt vilja brenna við upp á siðkastið. Þau orð eiga fullan rétt á sér, ef svo ber undir, enda hikar eng- inn við að nota iþaiu, þegar er- lend mál eru annars vegar eða verið er að kenna útlendingum islenzku. En svo kemur raunar ti'l gild- ismat eins og d sumri þeirri kennsiu, sem ég nefndi dæmi um áðan. Þá er ekki nóg, að mál sé rétt, heldur .getur það, sem rétt er, verið misjaifnt að (Erindi þetta var flutt fyrir rúmu ári, 22. júní 1972, á kennaranámskeiði í íslenzku fyrir barna- og gagn- fræðaskólakennara, sem haldið var á vegum Menntamála- ráðuneytis). gæðum. Þá er komið að ma't'inu ■um gott og vont og allt, sem þar er á miili. Aldrei myndum við kenna útlendingum að segja mér lang- ar, mér vantar, mér hlakkar og jafnvel ekki mig hlakkar. Hvers vegna ekki? Vegna þess að gagnvart útlendingi væri' þetta i okkar huga rangrt mál eða a.m.k. óvandað mál. En ef það er ekki nógu goft handa útiendingum, er það þá nógu gott handa okkar eigin börn- um ? Og er það yfiMíeitt f ullgott handa öðrum, sem við teljum ekki nógu gott handa okkur sjálfum og myndum aldrei láta okkur um munn fara? Það er ekkert álitamál, að orðiö hestur er og hefiir alltaí verið i fleilrtölu hestar, þó að gestur sé í fleirtölu gestir. Það er því rétt að segja hestar og rangt að segja * hestir, iþótt á hinn bóginin sé rétt að segja gestir og rangt að segja * gest- ar. Um iþetta er margra al'da samkomulag, og „samkomu- lag er það sem skiftir máli. Annars verða allilr drepnir," segir séra Jón Prlimus. Hitt er svo annað mál, að venjur málsins eru eklki al'ltaf ótvíræðar eins og í þessum dæmum, og fyrir getur komið, að ekki sé við málvenj.u að styðjast eða hún sé ekki kunn. Ég skal víkja nánara að þesis- um atriðum siðar. Af þessuim sökum er hverj- um þeim, sem iiei’ðbeina viU sjálfum sér eða öðrum, nauð- synlegt að hafa til að bera sem víðtækasta og traustasta þekk- ingu á málinu fyrr og síðar, kerfisbundinnii gerð þess, því reglukerfi, sem notlkun þess lýtur, eða m.ö.o. máifræði þess og sögu. öðffi samfara himnd fyrrnetfndu og hefir ávallt þótt bera vott um menndngu á iháu stigi. Menn- ingarleg blömaskeið d sögu þjóða Ihatfa m.a. einkennzt af ræktarsemi við þjóðtunguna og viðlei'tni til samræmiingar í rmaðferð máis eftir forsögin eða forskhít lærðra manna. Þetta er eins og hver annar þritfnað- ur. Á hnignuniarskeiðum hefir glund'roðlnin teikið viið, málið verið vanhirt og bókiðja tfátæk- 'ieg. Elzta málfræðirit, sem til er á dslenzku, var samið, skömmu eftir að ritöld hófst Ihér á Oandi. Máifræðiieg og málsöguleg þekklng kemur d góðar þarfir, þegar skera skal úr ágireinings- imáJum. Þess vegna er otft Jeit- að tiil málfræðinga um ráð og leið'beliningar. Mállfræðingur þarf :þó ekki að vera málvönd- unarmaður fyrdr því. Málfræði er visindagtrein, en málvöndun er eihs konar siðfræði málsins. Þetta itvennt er ámóta óld'kt og grasafræði og 'garðyrkja. 1 málfræðiritum er að vísu stundum talað um tvenns 'kon- ar máltfræði. Annars vegar er sú málfræði, som ég nefndi áð- an visindagredin. Hún er stund- uð í því skyni að lýsa máli, eins og það er að alllri gerð, taiað og skrifað, án nokkurra afskipta af því, hvernig það skuli vera. Sú máltfræði er á erlendu máld sögð vera „de- scriptive". Hins vegar er sú málfræði', 'sem hefir þvd hlut- verki að 'gegnia að segja til um, hvernig málið eigi að vera eða hvernig með það skúli fara. Hún er sögð vera „prescrip- tilve“ eða „normative". Saigt er, að Eom-iGrilkkir hafi ekki gert grei.narmún á þessu tvennu, og oft er 'þessu bland- að saman bæði hér á landi og annars staðar á vorum dögum. Málfræðli af siðara itaginu hefir verdð stunduð frá alda Það er Fyrsta má'ltfræðiritgerð- in, sem svo heíir verið nefnd. Hún er aðalheimdld okkar um dslenzkan framburð að fiomu og hljóðkerfi málsins. Þar er geng- ið að verki með svo nýtózku- legum aðferðum, að málVdsinda- mönnum nú á dögum þykir undrum sæta. En aðáimarkmið höfundar var að setja ísilend- ingum stafróf, þvi að nú voru þeir tfarndr að semja rit á sina eigin tungu að hætti annarra þjóða, og þá varð mönnum ljóst, að ósamræmi d rithætti hafði hættur í för með sér. Fyrsta máltfræðiritgerðin er því eins konar fræðsturit um staf- setningu og grundvöll hennar, þar sem lögð eru á ráðin um það með visindialegum rökstuðn- dngi, 'hvað bezt muni hervta í þeim efnum, svo að eklki hljót- ist 'af iþví misskiilningur og jafn- vel deilur, að hver maður haiffl isinin ri'thátt. Sams konar aðferðum beita málfræðdngar nú á dögum, þegar verið er að hjálpa írum- stæðum þjóðum tó'l að ikoma sér upp ritmáii. En málvöndun er auðvitað miklu viðara hugtiak en svo, að það tiaki einungis ti'i staf- setningar. Ég artlía að leytfa mér að leggja d það orð mjög vdða merkingu. Hér á landi er oft talað um málhreinsun, mál- rækt, málvemd o.fl., sem ég nefui hér einu natfni málvönd- un. Allt á iþetta að miða að elnlhivers konar málbótum. Mál- vöndunarstarf minndr ibæði 4 umihverfiisvemd, gróðurviernd og landgræðslu og er ekki ó- göfugri þrifinaða'rsýsilia. Alls staðar, Iþar sem slíkum málum er gaumur gefinn, er misjöfn áherzla lögð á ýmsa þætti málvöndunar. Fjölmenn- ar þjóðir, sem búa við margar máffiýzkur i dandi sínu, beina athyglinnii oft að tframburði öðru fremur. Til þesis að auð- velda samskiptin er þá lögfest- ur einlhver ríkisframiburður, ákveðin einhver tfyrirmynd (norm) handa öllum, eins og ihöfundur Fyrsrtu málfræðirit- gerðarinnar reyndi að koma á í dslenzkrd statfsetningu á sin- um tíma. Það er ekki óalgen'gt, að útlendum manni deitti fram- burður fyrst 'í hug og jafnvel ekkert iannað, er hann heyrir minnzt á málvöndun. Og þegar sagt er, að þesisi eða hinn tali góða ensku eða sænsku o.s.frv„ er umfram aSlit haf't i huga, að 'firamburðurinn sé eins og til er ætlazt. Hér á l'andi 'gegniir öðru málii. Þó að íslendingar haffl jatfnan verið taldir miklir málvöndun- armenn, dettur þeim láklega sízt atf öllu framburður i hug, þegar á málvöndun er miranzt. Satt bezt að segja eru Isllend- ingar háltfgerðir framburðar- sóðar. Hiins vegar heffir ætíð vernd og máihreinsun, svo og nýyrðasmíð úr innilendum efni- viði'. En auðvitað ætti víðtæk málvernd að ná til tfram'burðar idlka, 'þótt hann hafi viiljað sitja á hakanum hér. Nú er það rauniar svo, að öðru ihver ju heyrast allitatf radd- ir um, að islenzk máLvemd sé öþurftariðja og sérvizkan sjálf. Ég er þvi ekki viss um, að öll- um sé samhengd (hlutianna nægi- lega Ijóst. ísilenzk málvernd er aðeins einn oig ekki ómerkur Iþáttur lí einlleegiri viðleitni tfóllks til að eignast og eiga þess kon- ar verðmaíti, sem mannanna iböm setja ofar öllu öðru, marg- ir leggja mikið d söiumar fyr- ir og faastir vilja fórna fyrir •neitt, þegar öllu er á botninn ihvioiift. Til þess að ekki geti farið tfram hjá ineinum, hvað fyrir mér vakir, ætíla ég nú að snúa mér sérstaklega að málvernd- inhi. Um lisienzka málvöndun verður ekki rætt að neinu ga'gni án þess að gera sér fylfc lega Cjóst, hvens vegna mál- vemdún hlýtur að skilpa svo há- an sess, sem hún hiefir hlotóð hér á landi. En að því búnu vdk ég aftur að spuTn'ngum um ■rétt mál og rangt og svo að annars konar málmati, siem er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.