Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1974, Blaðsíða 5
flotans. Bandaríski sendiherr-
ann á íslandi, Lincoln
MacVeagh, varð þess áskynja,
að flotinn hafði þannig gengið
á svig viðósk forsætisráðherra.
Sendiherrann taldi það auð-
vitað ! sínum verkahring að
gera utanríkisráðuneytinu í
Washington viðvart um málið.
í skeyti sínu til utanríkisráðu-
neytisins minnti MacVeagh á
þá ósk, sem fram hefði komið
„áður en gengið var frá grund-
vallarsamningi okkar við
ísland', um, að „engi n
negrum yrði hleypt inn á eyj-
una". Ríkisstjórn íslands3 hefði
enn ekki hreyft neinni athuga-
semd við veru blökkumann-
anna í landinu. Yfirforingi flot-
ans á íslandi hefði tjáð sér, að
slegið hefði í brýnu milli
blökkumánnanna og hvítra
sjóliða.
„tYfirforinginnj hefur sýnt
mér skeyti, þar sem hann
tilkynnir flotamálaráðuneyt-
inu, að hinir fyrrnefndu
„skapi alvarlegan vanda og
að þá þurfi að leysa af
hólmi". Auk þess hefur hann
skrifað nánari greinargerð,
þar sem fram kemur, að
negrarnir hafi stofnað til
kynna við íslenzkar stúlkur.
Þar sem dvöl þessara
manna er í blóra við fram-
komnar óskir ríkisstjórnar
fslands, og hegðun þeirra er
slík, að hún getur hvenær
sem er valdið vandræðum í
skiptum okkar við íbúana, er
það eindregin ósk min, að
flotamálaráðuneytið verði
tafarlaust við beiðni yfirfor-
ingjans um afturköllun
þeirra."4
Cordell Hull utanríkisráð-
herra kom boðskap MacVeagh
á framfæri við Frank Knox
flotamálaráðherra. Flotamála-
ráðuneytið brást fljótt og vel
við málaleitan hans. Eftir-
farandi skilaboðum var komið
til sendiherrans:
„Flotamálaráðuneytið til-
kynnir, að fyrirmæli hafi ver-
ið gefin um, að aðstoðar-
menn í mötuneytum skuli
fluttir frá íslandi við fyrsxu
hentugleika."5:.
Ekki getur um fleiri atburði af
þessu tagi ! þeim skjölum
bandaríska utanrikisráðuneytis-
ins og hersins, sem höfundur
hafði aðgang að. Bandarikja-
menn virðast upp frá þessu
hafa gætt þess ! hvivetna, að
farið yrði að vilja íslendinga og
þeim forðað frá samneyti við
blökkumenn.
Nærri tveim áratugum eftir
að Kuniholm bar upp ósk
forsætisráðherra, var hún enn
feimnismál i Bandaríkjunum.
Beiðnin hefur verið numin brott
úr skeyti Kuniholms, sem
prentað er að öðru leyti í skjala-
útgáfu bandariska utanríkis-
ráðuneytisins. Enga vísbend-
ingu er þar að finna um, að
úrfelling hafi átt sér stað. (Sjá
Foreign Relations of the United
States, Diplomatic Papers 1 941
Vol. II, Washington D.C.:
U.S. Government Printing Off-
ice, 1959, bls. 790).
Hér er Marshall hershöfðingi í heimsókn í Hvalfirði og talar við nokkra liðsmenn af
„góðum ættstofni . íslendingar fóru fram á, að hingað yrðu ekki sendar „litaðar
hersveitir".
Blökkumannahersveit á leið austur yfir Atlantshaf tekur lagið.
Varnarliðið og
mannréttindalög
í stríðslok hvarf bandaríski
herinn smámsaman frá íslandi,
en sex árum síðar kom hann
hingað á nýjan leik. Við gerð
varnarsamningsins 1951 voru
sömu kynþáttasjónarmið
greinilega ríkjandi i rikisstjórn
íslands; eftir nærveru blökku-
hermanna varekki óskað.
Haustið 1971 kom það til
umræðu innan bandaríska
þingsins, að íslendingar hefðu
til skamms tíma meinað
blökkuhermönnum íslands-
dvöl. Varð þetta að blaðamáli i
Bandaríkjunum. Blökkuping-
menn töldu sig komast yfir
heimildir þess efnis, að Banda-
ríkin hefðu árið 1951 fallizt i
þá ósk íslendinga, að engir
blökkumenn yrðu i varnarlið-
inu. Var þetta vandræðalaust
af hálfu Bandarikjamanna allt
fram til ársins 1964, þeg-
ar mannréttindafrumvarpið,
kennt við John F. Kennedy,
náði fram að ganga á þingi.
Upp frá þvi varð þaðæ erfiðara
fyrir Bandarikjamenn að láta
að vilja íslendinga. Hert var á
reglum um kynþáttajafnrétti
innan bandaríska hersins, og
réttindamál blökkumanna voru
í brennidepli á þessu tímabili.