Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Qupperneq 2
Blá maddonna.
Abbeseníu.
Það er alkunna, að allt er á
hverfanda hveli og flest
breytingum undirorpið.
Sumu hefur þó mátt treysta,
t.d., að jólin eru í lok desem-
ber ár hvert. Þess vegna þótti
það góður brandari í Deliríum
búbonis, er rætt var um að
fresta jólunum!
Og nú eru blessuð jólin
afstaðin einu sinni enn, og
þau koma til allra þeirra, er
við þeim vilja taka, hvar sem
þeir eru í heiminum. Þeir eru
sannarlega margir, — en
ekki allir vilja halda jólin í
desember.
Hér í Ethiophiu eru jólin 7.
janúar og þeir telja, að ein-
mitt þá hafi Jesú fæðst.
Reyndar er hér annað tíma-
tal. Það eru 13 mánuðir í
árinu og þess vegna eru þeir
ekki komnir lengra en til árs-
ins 1966! Það er notalegt að
yngjast skyndilega um 7 ár!
Og nýja árið hér byrjar 11.
september.
Semsé — nú eru jólin af-
staðin — og jól í vændum.
Það vardálítið skrítin reynsla
að halda sín fyrstu jól í sól,
fjarri skammdegi, snjó og
öðru því sem jólum tilheyrir
heima. Skrítnara var þó að
halda jól næstum því ein-
angrað frá öðrum í samfé-
laginu. Það var enginn ytri
jólaundirbúningur í borginni,
engar auglýsingar né skreyt-
ingar, utan fáeinar verzlanir
sem verzla helzt við útlend-
Jólakort eftir listamann frá
inga klístruðu bómullar-
hnoðrum i gluggana — trú-
lega jólasnjór!
Við ókum heim frá aftan-
söngnum á aðfangadags-
kvöld, og sólin var að setjast.
Jólasálmarnir ómuðu enn í
huganum, en á götunum virt-
ist enginn gera sér grein fyrir,
að það voru jól — reyndar
aðeins okkar jól. Síðan
dimmdi og himinninn var
dökkblár og stjörnubjartur,
fólkið sem við mættum hafði
sveipað um sig „gabi"
skikkju sinni, það varð sval-
ara og litlir múiansar komu
töltandi með byrðar sínar. Á
einum sat ung kona og mað-
ur gekk við hlið henni. Þau
voru auðsjáanlega vegmóð.
Voru þetta María og Jósef?
Var það ekki í nákvæmlega
slíku umhverfi, sem fyrstu
jólin áttu sér stað? Fátæk,
vegmóð, þyrst leituðu þau
náttstaðar eftir heitan dag og
stjörnur lýstu.
Var þetta „jólalegt" um-
hverfi, fremur en snæviþakin
grenitrén, hestasleðar og
jólakarlar eins og einkenndi
svo mjög jólakortin sem við
fengum?
Og ungu hjónin héldu leið-
ar sinnar og vissu ekki, að
þau eru kannski María og
Jósef.
Og við — erum við einmitt
ekki líka María og Jósef — ef
við tökum á móti jólunum,
búum Jesúbarninu stað hjá
okkur, þegar það kemur?
Arni Óla
• •
Ornefna-
sögur
HUNANGS-
HELLA
Innan við Ósabotna í
Höfnum á Reykjanesi, eða
við suðausturhorn þeirra
og rétt hjá gamla veginum
milli Hafna og Keflavíkur,
er hella ein mikil, er
nefnist Hunangshel la.
Örnefni þetta er einkenni-
legt og munu nú gleymd
tildrögin að því, að það var
gefið upphaflega. En þjóð-
sagan hefir þar hlaupið
undir bagga, eins og oftar.
Því að mönnum finnst að
hvert örnefni verði að eiga
sína sögu. Og nú er það
þjóðsagan sem gefur ör-
nefninu gildi, og er hún á
þessa leið:
—- Einu sinni lagðist
finngálkn á sauðfé Hafna-
manna og annarra þar
nærlendis. Hélt það sig
mest umhverfis Osana,
sem svo eru kallaðir, og
gerði mönnum mikið tjón.
Reyndu menn á allan hátt
að drepa finngálknið, en
tókst ekki. Gekk svo lengi,
þar til loksins maður einn,
sem vissi jafnlangt nefi
sínu, hitti upp á því, að
hann makaði helluna við
Ósabotna með hunangi.
Vissi hann að finngálkn er
mjög sólgið i sætindi, helzt
hunang. Síðan lagðist
maðurinn í leyni, skammt
frá hellunni. Dýrið rann á
hunangslyktina og fór að
sleikja helluna. Skaut þá
maðurinn dýrið og hafði
silfurhnapp af bol sínum
fyrir kúlu. Þótti öllum
mjög vænt um verk þetta.
Hér er örnefninu eigi
aðeins gefin saga, heldur
kemur hér fyrir í sögunni
kynjadýr, finngálknið, sem
flestum mun nú gleymt.
Til skýringar á sögunni
verður því að gera grein
fyrir því hver þessi ófreskja
var, og er þá bezt að fara
eftir frásögn Hafnamanna
sjálfra um uppruna þess og
eðli. Þeir sögðu, að
finngálkn væri afkvæmi
fresskattar og tófu. Ér það
grimmt mjög og öllum
vargi skaðlegra fyrir sauðfé
manna, og skotharðast
allra dýra. Vinnur engin
kúla á finngálkni, og
verður það ekki skotið
nema með silfurhnapp eða
silfurkúlu. Það er og
styggt mjög og ákaflega
frátt á fæti (Þjóðs. J. Á.).
í Njáls sögu er þess getið
um Þorkel hák Þorgeirsson
goða, að þá er hann var í
víking í Austurvegi og þeir
lágu fyrir austan Bala-
garðssíðu, þá fór hann eitt
kveld að sækja vatn. Þá
mætti hann finngálkni og
varðist þvi lengi, en svo
lauk með þeim, að hann
drap finngálknið. óvíst er,
að hér sé átt við afkvæmi
fress og tófu. Hitt er lík-
legra, að átt sé við forna
eðlutegund, sem kallast
„brachiossaurus", því það
hefði þótt sögulegra að
kappinn hefði barizt við
slíka ófreskju, heldur en
kynblending kattar og
tófu.
Þess má þó geta um
íslenzka finngálknið, að á
því vann ekkert vopn, og
ekki var einhlítt að skjóta á
það silfurkúlu, nema því
aðeins að krossað væri
fyrir byssukjaftinn, áður
en skotinu var hleypt af.
Engar nánari lýsingar eru á
þessu dýri, en þó hefir Jón
Guðmundsson lærði gert
mynd af þvi.
Með nokkuð öðrum
hætti var sú skepna, sem
komin var af ref og læðu.
Hún nefndist ýmist skoffín
eða skuggabaldur. Það var
annaðhvort af vangá'
manna eða kærulevsi. ef
slikar skepnur fengu náð
fullorðinsaldri því að hæg
voru heimatökin að lóga.
þeim nýgotnum. Þó kom
fyrir, að læður lögðust út
og ólu afkvæmi sin ein-
hvers staðar úti í móum og
þá gátu þessi kvikindi
komizt upp.
Þessi var trú manna á
fyrri öldum. Nú er annað-
hvort, að þjóðtrúin hefir
breytzt, eða þá að afkvæmi
refs og læðu geta orðið
með ýmsu móti.
Á ofanverðri 19. öld