Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Side 4
DOTTIR
MÍN
yður grein fyrir kringumstæðum
mínum. Ég er brezkur, en búsett-
ur í Genf. A uppvaxtarárum dótt-
ur minnar var ég félagsmálafull-
trúi Bernie Cornfeld í I.O.S.
Starf mitt var kröfuhart og tíma-
frekt.
Sem smátelpa var Annabelle
kát og fjörug og afar lífsglöð. Við
sendum hana á dýra einkaskóla í
London. Tiu ára gömul kom hún
til okkar í Sviss, þar sem hún
gekk í fyrstu á einkaskóla, sem
rekinn var af nunnum.
Svo létum við flytja hana í einn
hinna alþjóðlegu skóla í Sviss.
Það var ein versta skyssan, sem
ég hef gert á lífsleiðinni. Þessi
dagskóli hafði á sér gott orð.
Margir nemendanna voru synir
og dætur auðkýfinga og heldra
fólks, sem þekkt er í „alþjóða-
bransanum". Þeir höfðu of mikið
eyðslufé og of lítið af foreldraást-
úð. Sumir voru fórnarlömb hjóna-
skilnaða. Skólakerfið veitti nem-
endum nær ótakmarkað frjáls-
ræði. Og frjálsræðið varð að sjálf-
ræði. Nemendur gáfu sig á vald
nautnalyfjum og kynlífsævintýr-
um.
Þegar Annabelle var 16 ára og
enn í skóla, varð hún fyrir mikl-
um vonbrigðum. Hún vildi nema
leiklist við Royal Academy of
Dramatic Arts I London. I rúmt ár
hafði hún æft fyrir inntökupróf
sitt kafla úr Macbeth og annan úr
nútímaleik og, kunni þá reiprenn-
andi, þegar ég fylgdi henni til
London í prófið. En hún fékk ekki
inngöngu. Það var henni beizkur
biti. Þetta var í fyrsta skipti, sem
Annabella fargaði öllum
sínum fötum og útvegaði
sér föt samkvæmt trú og
siðum Austurlanda. Hún
er hér með Abdullah,
sem hún kynntist í Sviss
og ákvað að snúa með tii Brezkur maður, Clive Drummond, búsettur í Sviss,
segir frá því, er dóttir hans, Annabella, sneri
baki við foreldrum sínum og hinum vestræna heimi,
en barst með hippum austur til Afghanistan,
þar sem hún byrjaði nýtt líf sem
Kherun Nissa, Múhameðstrúarkona.
KHERUN NISSA
„Þú skilur það, pabbi, að
ég á ekkert hjá þér og þú átt
ekki heldur neitt hjá mér. Það
v'oruð þið mamma, sem kom-
uð mér í þennan heim. En
það þýðir ekki, að þið eigið
mig. Ég þarf sjálf að lifa mínu
lífi."
Það var Kherun Nissa, sem
mælti þessi orð, stúlka, sem
nú er orðin tuttugu og fjög-
urra ára gömul. Nafn hennar
þýðir á arabísku „hin ást-
fólgnasta allra kvenna".
En hún er ekki fædd með
þessu nafni. Brezkt skírnar-
vottorð hennar segir hana
heita Annabelle Drummond,
enda þótt hún neiti að gegna
því nafni lengur.
Heimili hennar er nú ofur-
lítið fjallaþorp í fjarlægum af-
kima Mið-Asíu. Hún talar
Pushtu, tungu hins herskáa
Pathan-þjóðflokks.
Kehrun Nissa -— eða Anna-
belle Drummond — er dóttir
mín.
Breytingin úr Annabelle i
Kherun hefur valdið mér og konu
minni sárri sálarangist og
þungum áhyggjum. Ég ætla
nú að setja á blað ná-
kvæma frásögn af því, hvernig
hún átti sér stað, vegna þess
að ég tel hana sögu vorra
tíma, og hún kynni að koma að
gagni öðrum foreldrum, sem eiga
við líkt vandamál að etja: barnið,
sem snýr baki við hefðbundnu og
þægilegu uppeldi sínu og leitar
fullnægju á þann veg, sem gerir
foreldrana furðu lostna.
Það er nauðsynlegt, að ég geri
hún þráði eitthvað mjög heitt, en
fékk neitun.
Henni varð skyndilega ljóst, að
veröldin er ekki full af elskandi
feðrum, sem aldrei segja „nei“.
Það var eftir þennan skell, sem
eiturlyfja- og lífsflóttatilveran fór
að draga hana til sin eins og seg-
ull. Þessi stúlka, sem verið hafði
gott efni í íþróttakonu, fær í tenn-
isleik, sundi, skauta- og skiða-
hlaupi, gerðist hippi.
Okkur konu minni varð gersam-
lega ómögulegt, að hafa stjórn á
henni. Eiturlyf, áfengi, lauslæti
— hún reyndi það alltsaman, og
fyrir mig og konu mín þýddi það
nætur og daga, vikur og mánuði i
kvöl og skelfingu.
Hún fluttist að heiman, og ég
minnist sérstaklega einnar hryll-
ingsnætur á því tímabili.
Dyrabjöllunni var hringt seint
um nótt. Ég lauk upp dyrunum og
fyrir utan stóðu tveir ungir menn
með þungan poka. „Þetta er
Annabelle,“ sögðu þeir, og fengu
mér hreyfingarlausan baggann.
„Við fundum hana liggjandi á
gangstéttinni fyrir utan veitinga-
stofu í gamla borgarhlutanum.“
Þeir skýrðu mér frá því, að þeir
væru á litlum bíl og hefðu orðið
að láta hana í skottið. Við hjónin
vorum skelfingu lostin. Síðar
spurði ég Annabelle, hvað gerzt
hefði. Hún sagði mér, að einhver
hefði gefið sér róandi töflu og
síðan koníaksglas. Hún var þá
réttra átján ára.
Enginn var meira undrandi en
móðir hennar. „Hversvegna næ
ég ekki til hennar?“ spurði hún
angistarfull hvað eftir annað.
„Hún virðist ekki bregðast við
neinu.“ Hvað sjálfum mér viðvík-
ur gat ég ekkert gert rétt í fálm-
andi tilraunum mínum að finna
svarið, ýmist með of miklu ástríki
eða með því að hafa í hótunum,
sem aðeins juku á mótþróa Anna-
belle.
Janúarkvöld eitt á þessu hræði-
lega timabili, þegar hún hafði ver-
ið að heiman í meira en ár,
hringdi hún og bað mig að hitta
sig á veitingastofu í gamla borgar-
hlutanum.
Staðurinn var drungalega lýst-
ur og þar inni var daufur þefur af
hassi. Dóttir mín sat hjá manni
einum, sem ég hafði aldrei séð
áður. Hann var svartskeggjaður
með fjarrænt, draumkennt
augnaráð og mælti varla orð af
vörum allt kvöldið. Sat aðeins
með gítarinn sinn í fanginu. Hann
var tuttugu og eins árs gamall og
dóttir mín var ástfangin af hon-
um.
Annabelle tilkynnti mér, að
hún ætlaði burtu í nokkrar vikur
og dvelja hjá vinum þeirra í Júgó-
slavíu. Pilturinn ætlaði með
henni. Hún sagði, að veröldin
væri ljót og að hún yrði
að komast burtu. Hana vant-
aði peninga, ekki mikið og
ég lét hana hafa þá.
Hún sýndi mér meiri ástúð og
þakklæti þetta kvöld en hún hafði
gert um langt skeið og ég vissi, er
ég skildi við hana, að langur tími
myndi líða þar til ég sæi hana
aftur.
Mánuði síðar fengum við bréf
póststimplað í Teheran. Þar var
hvergi minnzt á Júgóslavíu.
Næsta misseri fréttum við ekki
neitt. Við spurðum foreldra pilts-
ins, sem bjuggu í Genf, og kom-
umst að því, að hann hafði lengi
verið eiturlyfjaneytandi og átti
þegar eina „pilagrímsför" að baki
eftir „hipparútunni" til Kat-
mandu og heim aftur. Hann skrif-
aði foreldrum sinum aldrei. Svo
þangað var enga hjálp að sækja.
Svo fóru kviksögurnar að ber-
ast. Ekki voru þær til þess fallnar
að gera áhyggjufullum foreldrum
svefnsamt um nætur. Þær verstu
hermdu, að pilturinn hefði dáið
einhvers staðar í Austurlöndum
af of stórum lyfjaskammti. Þetta
barst eftir leyniþráðum Genfar,
en varð ekki sannreynt.
Þessi tími reyndi á þolrifin í
okkur hjónunum. Martröðin virt-
ist óendanleg.
A hverjum morgni gættum við i
bréfakassann og vonuðumst eftir
fréttum, en urðum daglega fyrir
vonbrigðum. Þá kom það, bréfið,
sem við höfðum þráð og beðið
eftir. Flugpóstkort, velkt og skit-