Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Page 10
AMERÍSKUR DRAUMUR SEMDÓ Bandaríkjamenn hafa löngum talað mikið um drauminn sinn, — The American Dream.— Hug- takið er að vísu nokkuð óljóst og margskipt. Partur draumsins snýst um þæg- indin miklu, sem kapp- hlaupið hefur staðið um: Velsæld, sem byggir á bruðli, að minnsta kosti þegar borið er saman við flest önnur lönd heimsins. En draumurinn fjallar líka um hina eilífu Evu, stúlk- una, sem kannski býr í næsta husi, eða handan við hornið: „The girl next door" . Hún er ung og fögur og sameinar á dularfullan hátt að vera sakleysisleg og „góð" og gífurlega æsandi fyrir karlkynið. Öðru hvoru gera kvik myndir og sjónvarp merkar uppgötvanir og finna stúlk- ur, sem falla inn í myndina af draumnum. Allmargar hafa verið krýndar þannig á þessari öld, en engin virðist hafa lúsfallið í hlutverkið til móts við Marilyn Monroe, kvikmyndaleikkonu i Holly- wood með meiru. Talsvert innan við tvítugt var hún orðin kynferðis- tákn: Sex symbol, og það var hún síðan alla þá stund, sem hún lifði. En það átti við um hana eins og fleiri, að ekki fór saman gæfa og gjörvileiki. Ekki skorti þó eiginmenn, eða elskhuga og sá síðasti virðist raunar ekki hafa komið til skjal- anna fyrr en eftir dauða leikkonunnar. Sá er l\lor- man Maifer, trúlega fræg- asti nútima rithöfundur Bandaríkjanna ásamt með Arthur Miller. Norman Mailer réðst sumsé í það að útskýra drauminn eftir dauða hans og hefur bók hans „Marilyn" verið ofarlega á metsölulistanum i hinum enskumælandi heimi. Sum- um hefur fundizt, að við- fangsefnið væri ekki nógu merkilegt fyrir höfund á svo háum standi sem Mailer er þar vestra. En eitt er vist; hann hefur hrifizt svo af Marilyn Monroe og sögu hennar, að það er ástar- ævintýri út af fyrir sig. Mailer notar að nokkru leyti tvær bækur um ævi leikkonunnar, sem áður höfðu verið skráðar, önnur Þótt ekki sé langt um liðið síðan Marilyn Monroe dó fyrir aldur frain, hefur einn kunnasti rithöfundur Bandaríkjanna skrifað um hana bók. Fyrir ótrúlega marga var hún tákn æsku, fegurðar og lífsgleði, en |>að harmræna við ævi hennar er, að sjálf varð hún ekki hamingjunnar aðnjótandi nema á stuttum stundum. eftir Fred Guiles og hin eftir Maurice Zolotow.En sjálfur færist hann í fang að út- skýra það óútskýranlega: Drauminn um hina eilífu konu, sem birtist í Marilyn. Hvar byrjaði líf hennar, hvernig og hvers vegna endaði það? Þótt ekki yrðu árin ýkja mörg, er ýmislegt úr lífsferli hennar hulin ráð- gáta. Til dæmis er aðeins lausleg ágizkun, aðeinhver Stanley Gifford, sem sagður var nauða líkur kvikmyndahetjunni Clarc Gable, væri faðir hennar. Marilyn var sem sé óskil- getin. Móðirin var á köflum biluð á geðsmunum og mikil andleg veila í ættinni. Eftir þvi sem sögur — og ekki síður myndir — herma, varð táningurinn Norma Jean geysilega bráðþroska. Hún hét þessu nafni upphaflega. Marilyn Monroe þótti hins vegar betra í kvikmyndaverunum. En hún var ógn saklaus og óreynd og trúlofaðist og giftist fyrsta piltinum, sem leit á hana. Og nú er hann frægur fyrir það eitt að hafa verið fyrsti eiginmaður stjörnunnar. En hjónaband- ið varð skammlift. Upp úr því fór að verða Ijóst, að þessi unga þokkagyðja hafði eitthvað alveg sér- stakt til brunns að bera og Hollywood komst í spilið. Fleiri hjónabönd fylgdu á eftir. Næsti eiginmaður var Joe DiMaggio, kunnur at- vinnumaður í amerískum boltaleik. Hann harmar konu sína enn að sögn, og hélt við hana kunningsskap fram til þess síðasta, en einhverra hluta vegna blessaðist hjónabandið ekki. Langsamlega frægasta hjónaband Marilyn Monroe var þó með leikritahöfund- inum Arthur Miller. Þar sameinuðust efnið og and- inn eftir því sem sagt var og fólst auðvitað í þvi sú að- dróttun, að Ijóshærð kyn- bomba, eins og Marilyn Monroe, hlyti að vera treg- gáfuð. En svo var þó engan veginn. Skáldið Miller réðst meira að segja i það að rita lofgreinar i blöðin um alla þá kosti, sem konan hans hafði til að bera. En það dugði ekki: „Þeim var ekki skapað nema að skilja."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.