Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Page 11
 Marilyn ásamt einum eiginmanna sinna, Joe DiMaggio. Hann var íþróttakappi, kunnur atvinnumaður f amerískum boltaleik. Hjónaband þeirra varð mjög skammlfft. Til hægri: Móðirin, Gladys Monroe Baker, sem veil var á geðsmunum og dóttirin, Norma Jean, á fyrsta ári. Marilyn í einni af siðustu myndunum, sem hún lék f. Marilyn Monroe hlaut frama sinn engan veginn eingöngu vegna óvenjulegrar fegurðar. Hún var í reyndinni góð leik- kona. Hér er hún í kvikmynd- inni „Gentlemen prefer blondes". Á myndunum þremur hér að neðan sést Marilyn á ýmsum aldursskeiðum.: Kornung með kálf í fangi, ung stúlka á uppleið og klifrar bratt, enda samkeppnin hörð í Hollywood. Og loks á fullorðinsárum, heims- fræg kvikmyndaleikkona, kyntákn og persónugerfingur ameriska draumsins. Eftir það fór taugakerfi leikkonunnar eitthvað að láta undan og talið er að fram hafi komið sá veikleiki á geðsmununum, sem hrjáð hafði móður hennar og fleiri ættmenni. Þegar Marilyn lék í Hollywood- myndinni „The Misfits" með hálfguðinu Clark Gable, voru bæði feig. Marilyn bjó við ýmis skammtíma ástarævintýri og löngu eftirdauða hennar 1962, kom upp sá kvittur, að meðal elskhuga hennar hafi verið Robert heitinn Kennedy. Veruleg hula hvflir á ýmsu í sambandi við dauða leikkonunnar. Hinn opin- beri úrskurður var of stór skammtur af svefnlyfjum og má vera, að hann sé réttur. Víst er, að dauða hennar bar að með ömur- legum hætti, þegar sjálft draumatákn Ameríku átti að vera á fegursta skeiði. Hún var ekki á léttasta skeiði, en myndir sýna, að hún var aldrei fegurri en sfðasta árið, sem hún lifði. Kannski var það einungis gæfa Marilyn Monroe, að goðsögnin skyldi enda á þennan veg; að draumurinn skyldi hverfa svo skyndi- lega, meðan goðveran var enn upp á sitt bezta. Það hefði verið ömurlegt hlut- skipti fyrir þokkagyðjuna að vakna upp við það ein- hvern tima, að hún væri farin að eldast og ekki lengur samnefnari fyrir drauminn. Kannski hefur hún ekki .treyst sér til að horfast i augu við þann veruleika.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.