Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Qupperneq 12
Sagnhafi verður stundum að gera ráð fvrir, að trompin skiptist á óhagstæðan hátt fyrir hann milli andstæðinganna. Getur hann stundum séð petta íyrir, t.d. eftir sögnum andstæðinganna. Norður S. K-G-8 H. G-5 T. K-8-5-2 L. K-10-6-4 Vestur Austur S. 4 S. 6-5-3-2 H. A-K-10-9-7-4 H. D-8-6-3 T. 9-6-4 T. D-G-10 L. Á-7-5 L. 8-3 Suður S. Á-D-l 0-9-7 H. 2 T. Á-7-3 L. D-G-9-2 Sagnir gengu þannig: Norður Pass 4 spaðar Vestur 1 hjarta 3 hjörtu Austur 2 hjörtu AUir pass Suður 2 spaðar Vestur lét út ás og síðan kóng í hjarta, sagnhafi trompaði, tók 3 slagi á tromp, en varð að skilja eitt tromp eftir hjá austri, því að laufa ás er enn hjá andstæðingunum. Næst lét sagnhafi út lauf, fékk þann slag, lét enn Iauf, vestur drap með ási, lét aftur Iauf og austur trompaði og þar með tapaðist spilið, því að sagnhafi varð að gefa slag á tígul. Sagnhafi vinnur alltaf spilið, ef hann gefur tígul í, þegar hjarta er spilað í annað sinn. Hér losnar hann við tapslag, en tryggir um leið, -að hann getur spilað trompi fjórum sinnum, án þess að missa vald á spilinu. Hann getur einnig dregið þá ályktun af sögnum and- stæðinganna, að annar hvor þeirra hafi t.d. einn spaða og þess vegna er uin að gera fyrir sagnhafa að vera varkárog reikna með ójafnri skiptingu trompanna. SOLZHEITSYN Þau óttast ekki að deyja orðum meðan bifa skáld sem þurfa að skrifa er skelfdir aðrir þegja þau sverð úr höndum sveígja — og sannleikanum lifa Þau böðla andans beygja sem bók á höggstokk fleygja! Dóttir mín . .. Framhald af bls. 5 undrun sinni yfir slfkri hegðun stúlku af hennar uppruna. Og það, sem ennþá undarlegra væri, sagði hann, hún byggi í húsi Babans, sem var hinn helgi maður staðarins. Annabelle hafði minnzt á þennan einkennilega mann í bréfum sínum. Hann var eins konar ókrýndur konungur Swat og virtist hafa náð einhvers konar valdi yfir henni. Wali-inn hafði á skrifborði sinu möppu með utanáskriftinni KEHRUN NISSA (Genf). Hann opnaði hana og sagði: — Kherun Nissa hefur komið okkur í nokk- urn vanda. Hún kom hingað fyrir sex mánuðum ásamt eiginmanni sínum, Abdullah, og óskaði ein- dregið eftir að fá að vera. Margir Evrópubúar hafa óskað eftir að fá að búa i Swat, en við viljum ekki lenda á sama báti og grannriki okkar Nepal og látum þá fara. Þessi ungmenni tvö kváðust vera múhameðstrúar og vildu fá að búa í húsi Babans og nema siði múhameðstrúarmanna. Við létum þau þvi gangast undir próf. Pilt- inn létum við höggva á daginn og lesa í Kóranin- um á kvöldin, á arabisku. Dóttur yðar var komið fyrir í kvennahúsi, þar sem hún var lokuð inni ásamt öðrum konum i sex vikur, hulin blæjum frá hvirfli til ilja. — Hún fór aldrei úr húsinu nema út í garðinn og gekk að sömu störfum og hinar konurnar. Henni var einnig gert að læra málið, sem við tölum hér, (Pushtu) og lesa Kóraninn á ara- bísku. — Það gleður mig að geta sagt, að hún stóðst þetta próf með mikl- um ágætum. Það verður þó ekki sagt um piltinn. Baba-inn hefur nú tekið þau bæði inn í hús sitt. — Er hún við góða heilsu? spurði ég. — Hún er það núna, var svarið. — En þegar hún kom hingað var hún mjög illa á sig komin. Við urð- um að leggja hana inn á sjúkrahús á meðan hún var að hjarna við. Læknar okkar tjáðu okkur, að bæði hún og maður hennar þjáðust af næringarskorti og gerðu illt verra með því að reykja of mikið kannabis. Wali-inn útvegaði mér bifreið. Hálfri klukkustund síðar var ég kominn til Madyan og var mér fylgt inn í stórt, tómlegt herbergi. Eg gekk að glugganum, sem vissi út að garði umgirtum liðlega axlarháum vegg. Og þarna var hún — vangasvip- urinn var auðþekktur þrátt fyrir blæjurnar, sem huldu hana frá hvirfli til ilja. Ég fór út fyrir dyrnar og breiddi út faðminn. Hún nam staðar, þreif blæj- una frá andlitinu og hrópaði „Pabbi! Pabbi!“ og fleygði sér í faðm minn. Við fórum inn aftur og tókum okkur sæti við lítið borð. — Ég kom til að sækja þig heim fyrir jólin. Hún hafði grennzt í andliti, en augun voru skær og íhugul. — Við skulum seinna tala um að fara heim, sagði hún. Hún vildi ekki fara frá Madyan. Hún féllst á að koma með mér til Saidu Sharif, höfuðborgar Swat, ef hægt ex að kalla svo lítinn bæ því nafni, með þvi skilyrði, að eiginmaður hennar kæmi líka. Ég hafði ekkert við það að at- huga. Ég hlakkaði fremur til að hitta hann aftur. Hann var ennþá í huga mínum hin þögla skugga- vera, sem ég hafði séð á sóðalegri veitingakrá í Genf. Þegar við Annabelle fórum út í bílinn flykktist tautandi mann- þyrping í kringum okkur eins og til að gefa í skyn, að hún væri þeirra eign: Hún veifaði til fólksins, faðm- aði suma að sér og steig ínn í bílinn. Við ókum af stað við dynj- andi kveðjuhróp viðstaddra. Ég veitti því athygli, að Annabelle virtist þegar hafa náð góðum tök- um á tungumáli þeirra. Við ókum hægt niður einu göt- una í Madyan. Spölkorni neðar við veginn stóð piltur með útrétt- ar hendur eins og hann ætl- aði að blessa okkur. Þetta var núverandi eiginmaður dóttur minnar (eða svo hélt ég að minnsta kosti), sá, sem farið hafði með henni fótgang- andi heimshorna milli og mætt með henni margs konar lífs- reynslu á leiðinni. Mér lék hugur á að kynnast honum betur. Andlit hans var ná- bleikt, augun skær, en einhvern veginn sviplaus. Hann var klædd- ur að sið borgarbúa, í síða mussu og víðar buxur. Um leið og hann kom inn í bílinn greip hann aðra hönd mína I báðar sínar og heilsaði mér á móðurmáli sínu, frönsku. Ég tók eftir því, að hann sinnti Anna- belle lítið sem ekkert. Lítið varð úr samræðum á leiðinni til Saidu Sharif. Við dvöldum um nóttina i gisti- húsi I borginni og ræddum saman fram undir morgun. Samræðurn- ar voru aðallega fólgnar í svörum við spurningum mínum varðandi ferðalag þeirra til Austurlanda og líf þeirra í Swat. Yrðu spurningar mínar hið minnsta nærgöngular, sneiddi Annabelle vandlega hjá þeim. Við fórum ekki í rúmið fyrr en klukkan var orðin fimm um morg- uninn. Annabelle hafði þá fallizt á að koma með mér til Genfar eftir að hafa tekið af mér loforð, um að hún fengi að fara aftur. Brezki sendiráðsmaðurinn, sem komið hafði í kring heimsókn minni, benti mér á, að ókurteis- legt væri að fara án þess að kveðja Wali-ann. I þetta sinn hafði Wali-inn í för með sér innanríkisráðherrann — og Abdullah. Augljóst var, að Wali-anum lá eitthvað á hjarta. A meðan teið var borið fram, kom hann beint að efninu. — Þér vitið herra Drummond, að Kherun Nissa getur ekki farið frá Swat án leyfis eiginmanns síns. Ég vissi það ekki, en sagðist vita það. — Þetta eru lög múhameðstrú- armanna, sagði hann, allt að því ógnandi. Síðan talaði hann nokk- ur orð við Annabelle og Abdullah á Pushtu. Sendiráðsmaðurinn skildi nógu mikið til að geta hvisl- að að mér, að hann væri að spyrja þau bæði, hvort þau væru því samþykk, að Annabelle færi með mér. Þetta var andartak þrungið spennu. Ég rýndi í andlit dóttur minnar og sá, að hún átti i innri baráttu. Pilturinn hafði ekkert sagt fram að þessu. Nú sagði hann fáein orð við Wali-ann. Rödd hans heyrðist varla. — Abdullah segir, að óski Kher- un Nissa þess að fara með yður til Sviss, sé hann því samþykkur, sagði Wali-inn. — Þér verðið að skilja, að þetta unga fólk hefur tekið trú okkar og við höfum viðurkennt þau sem borgara í Swat. Þau falla því und- ir okkar lög, en ekki yðar. Ég kvað Annabelle ennþá vera brezkan þegn og þar að auki hefði hún ekki enn náð lögaldri. Hann yppti öxlum eins og til að binda enda á umræðurnar. Þá beindust allra augu að Annabelle. Spennan var óbærileg. — Ég ætla að koma heim með þér pabbi, í dálítinn tíma, sagði hún loksins. Flugvél okkar var fjögurra hreyfla rússnesk Tupolev, fyrsti viðkomustaður Teheran. Nokkr- um mínútum eftir flugtak bar flugfreyjan okkur brauð, kaffi og te. Ég tók við bakka mínum, en Annabelle bandaði honum frá sér. Er ég reyndi að fá hana til að snæða morgunverð, sagði hún, að nú væri Ramadan-mánuður og þá mættu múhameðstrúarmenn hvorki bragða vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Ég benti á, að með öllum þeim tímabreytingum, er yrðu á leið- inni til Genfar, ætti hún ef til vill langa föstu i vændum, en hún svaraði því til, að hún myndi borða, er hún sæi sólina setjast. Ég reyndi einu sinni eða tvisvar að fitja upp á samræðum, en gafst brátt upp. Hún var enn með hug- ann við Madyan. Öðru hverju tók hún upp úr pússi sinu litla, kringlótta dós, sem í var dökkbrúnleitt efni, hún neri það milli fingranna og stakk því síðan upp undir efri góminn. Af því var sterk fisklykt og þegar ég spurði hana, hvað þetta væri, sagði hún, að það væri naswar, sem hefði sömu áhrif og tóbak. En í stað þess að anda því ofan í lungun fengi maður aðeins bragð af því í munninn og ætti ekki á hættu lungnakrabba. Ég spurði gætilega, hvort neyzla naswar bryti ekki í bága við reglurnar um Ramadan. Hún viðurkenndi, að svo væri, en kvaðst enn ekki nógu sterk í trúnni til að hætta við það. Ég furðaði mig á sambandi hennar við Abdullah og vildi komast til botns í því máli áður en við kæmum til Genfar. Ég spurði heldur uppburðarlitill: — Er Abdullah í raun og veru eigin- maður þinn? Hún hló. — Við erum ekki gift lengur, pabbi. Ég held við höfum aldrei verið það. Við létum gefa okkur saman í Kabul til gamans og tíl að geta sagt þeim, að við værum hjón, þegar við kæmum til Swat. Abdullah áleit, að það myndi auðvelda mér lífið þar. Hann er ágætur piltur, en veik- geðja. — Og hvernig standa þá málin núna með Abdullah? — „Hjónaband“ okkar rann bara út í sandinn, sagði hún. — Abdullah er draumóramaður. Auk þess getur hann ekki komizt af án eiturlyfja og það var Baba á móti skapi. Hann býr ennþá hjá okkur, en honum fer ekkert fram í Kóraninum. Ég skal segja þér, að það er ekki hægt að gabba fólkið í Swat. Það veit, hvort mað- ur er einlægur. Það verður að vinna virðingu þess. Það hefur Abdullah ekki gert. Heimilisiðnaður Framhald af bls. 9 Tove, „en ég get mér þess til, að Norðmenn, sem hingað fluttust fyrst, hafi vanizt því að gera sér áhöld og ílát úr tré, og því hafi leirkeragerð ekki verið tíðkuð hér. Þó er til leir hér i jörðu, sem vel hefði mátt nota, þótt hann sé ekki af beztu tegund. í Danmörku á leirkeragerð sér hins vegar afar langa sögu, og þar hefur fundizt eitt elzta ker I Evrópu — frá steinöld — og það meira að segja fagurlega skreytt. Fyrr á öldum var leirkeragerð aðallega ætluð konum þar i landi og starfsheiti þeirra var „potte- koner“. Það þótti i þann tíð mikill fengur fyrir karlmenn að ná sér'f slíkar eiginkonur, sem gerðu potta fyrir fólk, því að þetta gat orðið gott busilag. En hér á landi er ekki farið að stunda leirmuna- gerð fyrr en á þessari öld.“ „Ef til vill er þar að finna skyr- inguna á því,“ segir Robin, „að enn gætir nokkurs misskilnings meðal listamanna gagnvart þess- ari grein. Hér er oft litið á hana sem „kerlingadútl“ (sbr. „bara“ húsmóðir). Almennt viðurkenna menn ekki leirmunagerð sem tjáningarform á listasviðinu, en hún er vissulega ekki aðeins bundin við öskubakka og skálar. Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.