Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Blaðsíða 14
Patrick White
Framhald af bls. 9
inn. White er vel vitandi um kald-
hæðnina, sem í þessu er fólgin;
sjálfum er honum mjög ógjarnt
að túlka eða skýra verk sin.
White fer annan hring um sal-
inn og nú með forstöðumanni
sýningarsalarins. Þeir rabba sam-
an um myndirnar og loks segir
White: — Ég tek þá allan flokk-
inn; ef safnið skyldi vilja þær.
Og Gallery of New South Wales
þiggur enn aðra listgjöf af
Patrick White og ungur og lítt
þekktur listamaður selur á einu
bretti sjö verk sin. Ekki spillir
heldur, hver kaupandinn er. Ungi
maðurinn er frá sér numinn og
gleði Whites leynir sér ekki held-
ur, að hafa getað gert honum
þennan greiða.
— En hann er nú líka óvenju
hæfileikarfkur segir White, er við
komum út i skjannabjart sólskin-
ið og skyggnumst eftir leigubíl.
Nú er það maturinn og sfðdegis-
lúrinn.
Þessi listaverkakaup hans eru
engin tilviliun. White mátti sjálf-
ur berjast árum saman fyrir
viðurkenningu og skilningi. Nú er
hann efnahagslega sjálfstæður
(hann er raunar af áströlskum
landeigendaættum) og getur
sprangað um eins og jólasveinn
og glatt ungt fólk, sem lagt hefur
á þá braut, sem honum auðnaðist
ekki að fara í æsku. Ur Nóbels-
verðlaununum stofnaði hann hins
vegar sjóð. Fé úr honum verður
árlega varið til þess að gleðja ein-
hvern lítt þekktan, en efnilegan
rithöfund. Valinu ræður þriggja
manna sjóðsstjórn og hefur
White þegar valið tvo. Ég spurði,
hvort hann hygðist e.t.v. verða
þriðji maður sjálfur.
— Nú, hvað heldurðu! Eitt-
hvert gaman verð ég þó að hafa af
þessum verðlaunum!
heímili, _
hwoð-
Fullnaöargreíósb kr. 5.200.- fylgir með □ Póstkrafa kr. 5.4(X).-n
Sérstqkir greiósluskilmóbr □ útborgun kt 2.500,- þrjqr mónaóarlegar
afborganir ó víxlum — 3x1000,- — samtats kr. 5500.-
UNGUAPHONE Hjóifeerahús Reykjovíkur REYKJAVÍK
Linguapnone
Þú getur lœrt nýtt tungumál á 60 tímum
aö fó sendan upplýsingapésa um línguaphone a a kasseftor
aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í:
ensku D frönsku CJ þýzku O spænsku O annaómól____________________
tungumál á sambæritegan háttog þú læróir íslenzku.
Þú hlustar, þú skilur og talar síóan.Þú hefur meófædd-
ön
lega skömmum fíma nemur þú nýft tungumál, þér til
gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur
sannaó þaó. — Vió sendum þér aö kostnaóarlausu
upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió
ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió
í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra.
Paydcna^, Mokvs i Qaa
^UJZ.
UNGUAPHONE tungumátanámskeió
á htjómplötum og kassettum
Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 símn3656
kræhíber
I hitteðfyrra ók ég ásamt
fjölskyldu minni um ein-
hvern þann eyðilegasta
stað í byggð, sem ég hef
augum litið: Bitrufjörð á
Ströndum. Tilbreytingar-
laust þýfi var upp á hlíðar-
brúnir báðum megin
fjarðarins, og ekki man ég
eftir nema einum til tveim-
ur bæjum fyrir utan húsin
á Óspakseyri. Ofan á þenn
an eyðileika bættist mik-
ill ófögnuður, sem þó fylgir
fjölmenni og „menningu".
Á öllum girðingavírum úði
og grúði af tómum plast-
pokum og öðru drasli.
Varla gat allt þetta rusl
komið þarna úr
fámenninu. Einna líklégast
þykir mér, að það hafi
rekið að landi af sjó og
verið ættað frá einhverjum
stærri stöðum.
Ósjálfrátt kemur þessi
mynd af plastpokunum á
girðingunum upp í huga
minn, þegar ég fer að
hugsa um olíuskortinn og
margvíslegar afleiðingar
hans en mér skilst að
plastið sé að miklu leyti
framleitt úr olíuúrgangi.
Ósköp myndum við nú
sakna plastpokanna bæði
HBÍÐA-
MEM-‘
mrn
undir matvæli og rusl og til
ýmissa annarra nota, ef
þeir hyrfu af markaðinum.
En á hinn bóginn gæti
skortur á plasti komið
okkur til að ranka við okk-
ur f þessu gegndarlausa
umbúðaflóði, sem við er-
um að kafna í nú á dögum.
Eg segi fyrir mig, að sára-
sjaldan tekst mér að koma
daglegum úrgangi og um-
búðum frá fimm manna
fjölskyldu í venjulegan
heimi lisplastpoka þrátt
fyrir eins mikla ftroðslu-
tækni og mér er unnt að
nota. Svo stendur maður
stundum með Ijómandi
fallega pakka eða öskju f
höndunum og verður
hugsað til gömlu daganna,
þegar allt slíkt var hirt og
þótti oft hið mesta dýr-
mæti. Hvar stæðum við
nú, ef við ætluðum að
hirða alla þessu fallegu
myndskreyttu pakka? IMei,
öllu verður að henda, líka
þessum Ijómandi fallegu
og þó nokkuð sterklegu
olastdollum undan skvri.
júgurð o.fl. Við komumst
hreint ekki yfir að nota
þetta allt í útilegum eða
undir matarafganga.
Auðvitað þýðir ekki nú á
þessum tímum hraðans að
snúa aftur til krambúð-
anna gömlu, þar sem
afgreiðslufólk stóð innan
við búðarborð og vigtaði
jafnóðum það, sem við-
skiptavinirnir báðu um. En
oft hef ég verið að velta
því fyrir mér, hvortekki
væri hægt að nota aftur
t.d. krúsir undan sultu eða
plastbrúsa undan þvotta-
efnum. Þessu væri hægt
að skila í verzlanirnar um
leið og nýtt væri keypt. Þó
brá mér heldur í brún,
þegar ég sá í sjónvarpinu,
að farið var að nota
mjólkurflöskukerfið gamla
einhvers staðar í útland-
inu. Vonandi verður það
aldrei tekið upp aftur hér,
en ég er viss um að spara
mætti allar þessar
pakkningar á mörgum
öðrum sviðum.
j sambandi við alla þessa
umbúðamenningu hefur
alveg ný starfsstétt komið
til sögunnar: umbúða-
hönnuðir. Ekki hefur svo
sjaldan verið höfð verð-
launasamkeppni um hönn-
un umbúða, allt skal vera
svo fallegt og listrænt og
er náttúrlega ekkert nema
gott eitt um það að segja
meðan efni er til. Auðvitað
myndi atvinna þessa fólks
dragast saman, ef farið
yrði að spara umbúðir, þó
ætti það að geta spreytt
sig á gerð nýrra og
nýrra skrautmiða til að
líma á varanlegri um-
búðir en nú eru notað-
ar. En skytdi þá ekki líka
koma upp úr kafinu, að
hægt væri að lækka
vöruverðið, ef farið
yrði að spara umbúðir?
En látum nú vera, þó að
uppi sé heil stétt til að
hanna umbúðir íallsnægta
þjóðfélögunum á meðan
þau eru enn við lýði. Verra
þykir mér, þegar listamenn
láta auglýsingaskrumið og
umbúðaglysið hafa þau
áhrif á sig, að þeir fara að
mála heilu málverkin undir
áhrifum af öllum þessum
fernum, hyrnum, pökkum
og dósum, en það mátti
glöggt sjá, einkum þegar
popplistina bar hæst. Og
svo er manni boðið upp á
að hlusta á skrjáf í
sellófanpappír í stað
fagurrar hljómlistar eða
lækjaniðs. Þarna finnst
mér ákaflega lágt lotið og
þetta kalla ég að láta efnið
ráða yfirandanum.
Anna María Þórisdóttir.