Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Blaðsíða 2
i Skatthol sjást sjaldan nú orðiS, en voru áður fyrr „stássmublur". Hér á landi er talsvert til af skattholum frá eldri tíð og enn sem fyrr fara þau vel með hverju sem er og lokið er þar að auki þægilegt heimilisskrifborð. Hér fyrr meir tíðkaðist oft að mála hluti, en eftir að harð- /iðaröldin rann upp, þótti lánast guðlast að mála við. Hér er gömul standklukka, sem upphaflega hefur verið máluð í þremur mismunandi litartónum af bláu. Þesskonar gripur gefur húsinu sál. Þar sem húsnæði er lítið, getur farið svo að aðeins sé rými fyrir eitt borð — og við það er nauðsynlegt að geta borðað og drukkið. Kannski er þar að auki nauðsynlegt að nota það til að lesa við, eða teikna. Það er þessvegna ágætt, að það sé ekki alltof viðkvæmt og ein rispa til við- bótar skipti ekki svo miklu máli. Þannig eru gömul borð eins og það sem sést á mynd- inni. Það má jafnvel nota það til að smiða á því, en platan fellur niður báðum megin og það getur líka komið sér vel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.